Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Kennarar andvígir fram- haldskólafrumvarpinu UMRÆÐA um skólamál hefur verið almenn og mikil und- anfarið og boðaðar hafa verið miklar breytingar á skóla- kerfinu hér á landi. Flutningur grunnskól- ans virðist yfirvofandi og menntamálaráð- herra hefur lýst yfir þeim vilja sínum að frumvarp til laga um framhaldsskóla verði samþykkt á yfirstand- andi þingi. Eitthvað hlýtur að vera j ákvætt við þetta. Umræða er af hinu góða og mál- frelsið er mikilvægt! Frumvarp til laga um fram- haldsskóla er stórmál sem snertir flest heimili á landinu með ein- hverjum hætti. Því er mikilvægt að til þess sé vandað og haft fullt samráð við þá aðila sem mestra hagsmuna hafa að gæta, nemend- ur og starfsfólk skólanna og sam- tök kennara. Þetta hefur ekki ver- ið gert. Frumvarpið á að keyra í gegnum þingið án þess að tekið sé nokkurt tillit til mikilvægustu athugasemda sem kennarafélögin hafa gert við lagafrumvarpið. Hvers vegna frumvarp til laga um framhaldsskóla? Sagt er að búið sé að pússa af frumvarpinu verstu hornin. Frum- varpið sé ekki eins slæmt og það sem kynnt var síðastliðið vor og því sé engin ástæða að beijast gegn því. Þetta væri rétt ef engin lög væru til um framhaldsskólann. Már Vilhjálmsson Þau eru til! Fram- haldsskólinn starfar samkvæmt gildandi lögum um framhalds- skóla og þó svo að vandamál framhalds- skólans séu margvís- leg, þá er rót þeirra vandamála ekki gild- andi lög heldur lang- varandi fjársvelti skól- anna. Þetta vita allir sem hafa haft fyrir því að kynna sér starf- semi skólanna. Við kennarar vitum þetta. Nemendur, sem ekki komast í áfanga vegna þess að áfang- arnir eru felldir niður vegna fjár- skorts, vita þetta. Skólastjórnend- ur, seln búa við það að skipuleggja kennslu út frá lægri kennslu- stundakvóta á nemanda en þekkist í nágrannalöndum okkar, vita þetta. Menntamálaráðherra veit þetta en hann talar bara ekki um það. Hvað er að þessu frumvarpi? Frumvarpið er ekki samið með hag nemenda í huga. Það er ekki heldur samið með hag kennara og skólastjórnenda að leiðarljósi. I frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingum á starfsháttum og starfstíma skóla. Gert er ráð fyrir fjölgun kennsludaga um 15 á ári. Þetta atriði eitt og sér sýnir okkur hve skammt hugsunin nær hjá þeim sem þarna komu að verki. I samn- ingaviðræðun kennara og ríkis- valdsins var uppi sú hugmynd að fjölga kennsludögum í framhalds- TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtudáginn 23. nóv. kl. 20.00 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS og Frederick Moyer Hljómsveitarstjóri: Keri Lynn Wilson n Hljómsveitarstjóri: Keri Lynn Wilson Maurice Ravel: Tombeau de Couperin Ludwig v. Beethoven: Píanókonsert nr. 5 JosefHaydn: Sinfónía nr. 96 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS(^) HáSkólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANGINN - kjarni málsins! í frumvarpinu er dregið markvisst úr áhrifum nemenda og kennara, að mati Más Vilhjálms- ------1---------------- sonar, til að hafa áhrif á skólastarf. skólum á þennan hátt. Þá fóru kennarar fram á það að mennta- málaráðuneytið sýndi fram á það hvernig koma ætti auknum íjölda kennsludaga fyrir innan skólaárs- ins. Það gat ráðuneytið ekki þá og getur líklega ekki enn. Skóiaárið er bundið í kjarasamninga alveg eins og vinnutími annarra stétta er bundinn í samningum þeirra. í frumvarpinu er dregið mark- visst úr möguleikum nemenda og kennara til þess að hafa áhrif á skólastarf. Akvæði eins og ráðning- arkjör kennara og skólastjórnenda, sem eru óijúfanlegur hluti kjara þeirra, eru skert í frumvarpinu. Nemendur munu ekki hafa jafna möguleika til náms. Ekki er ætlun- in að bjóða upp á meiri ijölbreytni í námi, þvert á móti er námsbraut- um fækkað verulega. Er það gott fyrir nemendur? Valdsviði skólanefnda er breytt í frumvarpinu um leið og dregið er úr möguleikum nemenda og starfsfólks skólanna til áhrifa þar. Meirihluti skólanefndarmanna verður skipaður án tilnefningar. Þetta þýðir einfaldlega að ráðherra mun 'hafa meirihlutavald í nefndun- um. Ákvörðunarvald um málefni skólanna færist á hendur fárra ein- staklinga sem í versta falli vita lít- ið sem ekkert um starfsemi skól- anna. Miðstýring vex verði fram- haldsskólafrumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Ætli ráðherra verði jafn ánægður með miðstýringuna og hann er nú þegar hans flokkur situr utan stjórnar? Ályktun aðalfundar Hins íslenska kennarafélags Aðalfundur Hins íslenska kenn- arafélags sem var haldinn þann 10. og 11. nóvember síðastliðinn hafnaði frumvarpinu í óbreyttri mynd. Aðalfundurinn benti á að breytingar á starfsháttum og starfstíma skóla kreíjast nýrra kjarasamninga og endurskoðunar á skólaleyfum. Aðalfundurinn sýndi ábyrgð með þessu, ábyrgð gagnvart nem- endum og ábyrgð gagnvart kenn- urum ásamt öðrum starfsmönnum skólanna. Berjumst og breytum Ég hvet alla sem hafa áhuga á skólamálum að lesa frumvarp til laga um framhaldsskóla. Ég hvet þá til þess að leita að kostum þess. Einhveijir hljóta kostirnir að vera, gallarnir eru bara svo stórir og áberandi. Við þingmenn vil ég segja: Ágætu þingmenn. Lesið vel gild- andi lög um framhaldsskóla og berið þau saman við frumvarp til laga um framhaldsskóla. Athugið hvort í frumvarpinu sé að fínna eitthvað það sem vegur svo þungt að þið treystið ykkur til þess að veita því brautargengi. Ef svo er ekki, beijist þá með kennurum fyrir breytingum á frumvarpinu og greiðið atkvæði um frumvarpið eftir eigin sannfæringu, en ekki éftir því hvar í flokki þið eruð. Höfundur er formaður hagsmuna- nefndar Hins íslenska kennarafé- lags. Neyslustjórar nútíðar Neyslustýring hins op- inbera skaðar bæði neytendur og framleið- endur, segir Páll Kr. Pálsson, og stefna þessi er ótrúverðug. MARGVÍSLEGAR niðurgreiðslur eiga sér stað í landbúnaði eins og öllum er kunnugt um. Þessar niður- greiðslur skekkja oft á tíðum samkeppnis- stöðu annarra fyrir- tækja gagnvart iand- búnaðarafurðum og jafnvel innbyrðis milli einstakra greina í land- búnaði svo sem í kjöt- iðnaði. Sú neyslustýr- ing sem þannig tíðkast af hálfu opinberra aðila er að sjálfsögðu órétt- mæt og á engan hátt réttlætanleg hvorki gagnvart öðrum framleiðslufyrir- tækjum né neytendum. í þættinum Almannarómur; und- ir stjórn Stefáns Jóns Hafstein á Stöð 2 þann 9. nóvember síðastlið- inn, var fjallað um niðurgreiðslur í sauðijárrækt. Var ekki vanþörf á að taka svo mikilvægt málefni fyrir og sýndu neytendur ótvírætt, með atkvæðagreiðslu sinni í lok þáttar- ins, að þeir telja þessa neyslustýr- ingu af hálfu ríkisvaldsins óeðlilega. En það er ekki aðeins í sauðijár- ræktinni sem neyslustýringin við- gengst. Hún er einnig til staðar í mjólkuriðnaði og er þar síst minni. Ríkið greiðir hvern mjólkurlítra nið- ur, með beingreiðslu tii bænda um 25 kr. og þar sem meðalframleiðsla Páll Kr. Pálsson. ISLENSK YINNA - INNLEND ATVINNA íslenskt 50 já takk <ð) mmm SAMTÖK iÐNAÐARINS mjólkur á ári er um 100 milljónir lítra nema þessar niður- greiðslur 2.500 millj- ónum kr. á ári. Lítið hefur verið rætt um þessa neyslu- stýringu og þá mis- munun sem hún skap- ar, t.a.m. samanborið við álögur á sam- keppnisvörur mjólkur svo sem hreina ávaxta- safa. í dag deilir eng- inn um hollustu hreinna ávaxtasafa og margir halda því reyndar fram að hrein- ir ávaxtasafar séu mun hollari fyrir stóran hóp neytenda en mjólk. I greinarkorni þessu verð- ur leitast við að sýna fram á að neyslustýring ríkisvaldsins á drykkjarvörumarkaðnum er síst minni en á kjötmarkaðnum. Hvað neyslustýringu ríkisins á mjólk varðar er staða þessara mála með eftirfarandi hætti: Niðurgreiðslur ríkisins á hvern mjólkurlítra eru um 25 krónur, í formi beingreiðslna til bænda. Ekk- ert vörugjald er lagt á mjólk og virðisaukaskattur á mjólk er 14%. Sé litið á hreina ávaxtasafa lítur dæmið hins vegar þannig út að engar niðurgreiðslur eru á ávaxta- safa, á þá er lagt 18% vörugjald og 24,5% virðisaukaskattur. Sé verð á hreinum ávaxtasafa 0g mjóik borið saman á markaðnum kemur í ljós að algengt verð á ein- um lítra af hreinum ávaxtasafa er um 100 krónur 0g mjólk í sambæri- legum umbúðum og sambærilegu magni kostar yfirleitt um 67 krón- ur. Sé 14% virðisaukaskattur dreg- inn af 67 krónum og 25 krónu nið- urgreiðslu til bænda á mjólkfna bætt við, reiknað á þetta 18% vöru- gjald og 24,5% virðisaukaskattur, fást út 123 krónur. Eðlilegt verð á mjólk miðað við sambærileg sam- keppnisskilyrði og framleiðsla hreinna ávaxtasafa býr við, væri því um það bil 123 krónur. Neyslu- stýring hins opinbera nemur þ.a.l. mismuninum á raunverulegu verði mjólkur þ.e. 123 krónum og meðal- útsöluverði þ.e. 67 krónum, eða 56 krónum á hvern lítra. Þeir sem af heilsufarsástæðum eða öðrum ástæðum kjósa að neyta ekki drykkjarmjólkur líða beint og óbeint fyrir þessa neyslustýringu. Ótalmörg önnur dæmi má nefna um óréttlátan mismun svipaðan þessum og er mönnum þar ofariega í huga bann sælgætisiðnaðarins við að kaupa mjólkurduft á heimsmark- aðsverði, en opinberir aðilar skikka sælgætisiðnaðinn til að kaupa mjóikurduft á mun hærra verði hér innanlands til verndar íslenskum mjólkuriðnaði. Vart er hægt að segja að hér beri yfirvöld hag neyt- enda sér fyrir btjósti. Þegar iðnað- urinn óskar eftir jöfnunartollum á ýmsar niðurgreiddar afurðir sem fluttar eru erlendis frá í neytenda- umbúðum bera yfirvöld hins vegar fyrir sig að jöfnunartollar á viðkom- andi vörur myndu hækka verðlag til neytenda 0g því verði slíkir tollar ekki lagðir á. í þessu sambandi má nefna ótal mörg tilfelli og varðar eitt þeirra innflutning á ólívuolíum frá ríkjum Evrópusambandsins, en um veru- legar niðurgreiðslur er að ræða þegar ólívuolía er flutt út frá lönd- um Evrópusambandsins í neytenda- umbúðum. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að benda stjórnvöldum á þessa mismunun gagnvart Sól hf., sem hefur slíka vinnslu með hönd- um, er ekkert gert í málinu. Rökin sem notuð eru af hálfu hins opin- bera feiast í því að með því að leggja jöfnunargjald á innflutta ólívuolíu væri verið að hækka vöruna til neytenda. Þegar þeirri fyrirspurn er beint til yfirvalda hvers vegna sælgætisiðnaðurinn fái þá ekki að kaupa mjólkurduft á heimsmark- aðsverði og lækka þannig vöruverð til neytenda berast hins vegar eng- in svör. Af öllu þessu er ljóst að neyslu- stýring hins opinbera skaðar bæði neytendur og framleiðendur sem eru í samkeppni við mjólkuriðnað- inn, auk þess sem ólívuolíudæmið sýnir að stefna stjórnvalda í þessum málum er vægast sagt mjög ótrú- verðug. Þá virðist mega ráða af stöðu þessara mála að það sé mat íslenskra stjórnvalda að störf í iðn- aði séu ekki eins merkileg og störf í landbúnaði. Höfundur er framkvæmdasljóri Sólar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.