Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áfram góði, þú átt eftir að verða okkar aðalskrautfjöður um langa framtíð . . . Oviðunandi ástand í rúmlega 2.000 efnisnámum hér á landi Efnistaka verði skipulögð Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra kynnir skýrslu Nátt- úruverndarráðs um námur á íslandi á fundi með fréttamönnum. ASTAND 1 efmstökumálum hér á landi er almennt séð óviðunandi og brýnt þykir að efnistaka verði skipu- lögð og eftirlit með henni eflt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Náttúru- vemdarráðs, en skýrslan var kynnt á ráðstefnu um námur á íslandi, sem haldin var á föstudag í tengslum við Náttúruvemdarár Evrópu. Skýrslan, sem unnin er af Ragn- ari F. Kristjánssyni, er fyrsta heild- stæða úttektin á námum á íslandi. í henni kemur m.a. fram að rúmlega tvö þúsund efnisnámur eru eða hafa verið í notkun hér á landi. Námumar em flestar malamámur, en nokkuð um gijót- og sandnámur. Þær eru flestar í einkaeign, og aðeins lítill hluti þeirra í eigu sveitarfélaga eða ríkisins. Hins vegar nýta opinberir aðilar um 90% allra náma í landinu og því aðeins lítill hluti þeirra nýttur af landeigendum sjálfum. Óviðunandi ástand í öllum landshlutum Fram kemur í skýrslunni að ástandið í efnistökumálum virðist vera óviðunandi í öllum landshlutum. Námurnar séu of margar og um- gengni í þeim víða ábótavant, og sumsstaðar verði að telja að hætta stafi af vegna slæms viðskilnaðar. Dæmi séu um að námuvinnsla sé á friðlýstum svæðum eða svæðum sem séu á náttúruminjaskrá, og áberandi séu gamlar, ófrágengnar námur um land allt og í sumar þeirra hafi verið safnað sorpi og brotamálmum. „Ástæðurnar fyrir þessu ástandi í efnistökumálum eru margvíslegar. Þær helstu eru vanþróað vegakerfi, sem einnig er stórt miðað við fólks- íjölda, óskýr lög og skipulagsleysi við efnistöku. Vegna þessa er brýnt að efnistaka á Islandi verði skipulögð og eftirlit með henni eflt. Setja þarf skýrar reglur um efnistöku, færa ætti eftirlit með henni til sveitarfé- laga og gera þarf ítarlegar náttúruf- arskannanir í öllum landshlutum. Við núverandi ástand verður ekki unað,“ segir orðrétt í skýrslunni. Mótuð verði stefna innan hvers sveitarfélags Til þess að stuðla að betra ástandi í efnistökumálum er bent á að kanna ætti og rannsaka gerð, gæði, magn og dreifíngu hagnýtra jarðefna, gera nákvæma úttekt á efnistökustöðum og meta aðstæður með tilliti til nátt- úruverndar. Tryggja þurfi að sveitar- félög annist eftiriit með efnistöku í viðkomandi sveitarfélagi, mótuð verði stefna fyrir efnistöku innan hvers sveitarfélags, og gerðar verði aðalskipulagsáætlanir þar sem m.a. sé gert ráð fyrir námum nú og í fram- tíðinni. Þá þurfi að auka samvinnu sveit- arstjórna og náttúruverndarnefnda sýslna og sveitarfélaga við skipu- lagningu á námusvæðum, setja skýr- ari lög um vinnslu lausra jarðefna, skylda framkvæmdaaðila til þess að vinna deiliskipulag fyrir námu áður en vinnsla hefst og auka fræðslu almennings og náttúruverndarsam- taka um náttúruvemd og áhrif jarð- efnavinnslu. Dýrara að landa hér en í samkeppnislöndum ÁTTA hundruð tonna togari, sem kemur til Reykjavíkurhafnar greiðir 50 þúsund krónur í hafnargjöld en að auki 65 þúsund krónur til ríkis- ins. Ef borið er saman við Færeyj- ar, Norður-Noreg og austurströnd Kanada eru heildargjöld slíks togara hæst á íslandi. Sé hins vegar aðeins horft á hafnargjöldin eru þau lægst í Reykjavík. Þetta kemur fram í skýrslu Út- flutningsráðs um ísland sem þjón- ustumiðstöð fyrir erlend fiskiskip, en Árni Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi og formaður hafnarstjómar Reykjavíkurhafnar, vakti máls á henni á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöldi. „Þetta segir okkur það að ísland getur verið vel samkeppnisfært en því miður búum við við álögur af hálfu hins opinbera, sem ekki er fyrir að fara í samkeppnislöndun- um,“ sagði Árni. Árni kvað einnig koma fram í skýrslunni að mikil aukning hefði orðið á löndunum erlendra fiskiskipa á íslandi frá árinu 1992. Árið 1994 voru hér 260 landanir en höfðu ver- ið 183 árið áður. Verðmæti aflans árið 1994 nam um 1,7 milljörðum króna. Félag um vísindafræði Fjölgreina- rannsóknir oft mjög frjóar Þorsteinn Vilhjálmsson ÍSINDI og áhuga- mennska virðist ekki við fyrstu sýn alltaf hafa samhljóm. Því er for- vitnilegt þegar félag með heitinu Félag áhugamanna um vísindafræði er stofnað. Með vísindafræði er átt við sögu allra vísinda og félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa, vilja vinna að framgangi vísindafræða hérlendis, læra af öðrum á því sviði eða miðla af reynslu sinni. Nýlegur undirbún- ingsfundur, sem að stóðu fímm háskólamenn, fékk þær undirtektir að stofn- fundur félagsins hefur verið ákveðinn 28. nóvémber kl. 20 í Lögbergi. Formaður undirbúningnefndar, Þor- steinn Vilhjálmsson prófess- or, er því spurður hvort þörf sé á slíku félagi og hvers vegna. „Það er vaxandi áhugi á þessu sviði. Sumir segja að vísindin séu að fá sjálfsvitund. Þau vilji skoða sig sjálf, sögu vísindanna sérstak- lega, og á síðari árum er vaxandi áhersla á að skoða vísindaheim- speki, áhrif vísindanna í samfélag- inu og sambánd vísindanna við tæknina. Tiltölulega nýlega eru menn svo famir að skoða vísinda- stefnu á fræðilegum grunni. Þetta er þróunin úti í heimi og þar eru til svona félög. Með stofnun félags- ins viljum við efla þessi fræði og stofna til umræðna, sem oft leiða til áhugaverðra niðurstaðna. Það hefur oft leitt til endurnýjunar í fræðunum. Nokkur tilhneiging hefur verið í vísindum til mikillar sérhæfíngar og hólfunar. Auðvitað er sérh'æf- ingin líka gagnleg, en vísindafræði og fjölgreinarannsóknir hafa kannski leitast við að draga úr þessari hólfun. Þetta fer eftir því hvað maður er að fást við.“ Þorsteinn segir að ætlunin sé að fólk úr sem flestum fræðigrein- um hittist. Á undirbúningsfundin- um voru t.d. auk hans, sem er eðlisfræðingur og vísindasagn- fræðingur, stærðfræðingar, sagn- fræðingar, félagsfræðingár og sál- fræðingar, lyfjafræðingar, áhuga- menn um sögu læknisfræðinnar, heimspekingar o.fl. Auðvitað verði að ræða um efni þar sem allir hafi eitthvað til að málanna að leggja. Félagið verður öllum opið. Ætl- unin er að efna til fyrirlestra, stuttra málþinga og e.t.v. um- ræðuhópa. Nefndi Þorsteinn um- ræðuhóp um siðfræði sem tengist vísindum, t.d. í sambandi við alla erfðatæknina og heilbrigðismálin. Þá nefndi hann vísindastefnuna, sem er orðin sérstakt viðfangsefni vísinda og fræða og hefur Eiríkur Baldursson nýlega skrifað doktorsritgerð um þau fræði við Há- skólann í Gautaborg. Þá er reynt að átta sig á hvaða fyrirkomulag sé hyggileg- ast fyrir þjóðirnar. Mat á vísinda- störfum sé líka mjög vaxandi, á einstökum greinum, stofnunum, háskólum o.fl. , Textafræði í Konungsskuggsjá Á stofnfundinum mun Þorsteinn flytja erindi um „Stjörnufræði og textafræði í Konungsskuggsjá", og segir hann þar frá nýlegum rannsóknum sem ekki hafa enn verið birtar. „Ég hefi skoðað þessa ákveðnu kafla í Konungsskuggsjá, sem ► Þorsteinn Vilhjálmsson er eðlisfræðingur og prófessor, með vísindasögu sem sérsvið, við HI. Þorsteinn er cand. scient í kennilegri eðlisfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1967 og dvaldi við nám og rannsóknir í heimspeki við Michiganháskóla og í vísindaheimspeki við Gauta- borgarháskóla í tengslum við Vísindasögustofnun. Hann hef- ur víða komið að félagsmálum og ýmsum stjórnunar- og skipu- lagsmálum er tengjast vísindum og fræðum. Hann hefur mikið skrifað um menntamál og vís- indi. Þar er veigamest bókin Heimsmynd á hverfanda hveli I-II, heimssýn vísinda. fjalla um stjörnufræði, um sjávar- föllin, tímatal, göngu sólar og tungls og þar fram eftir götum,“ segir hann. „í Konungsskuggsjá er kafli um þetta. Þetta er einskon- ar kennslutexti fyrir farmenn. Konungsskuggsjá er norskt verk, frá því upp úr 1260, og eru m.a. leiðbeiningar til farmanna. Það kemur sér auðvitað vel fyrir far- menn að kunna skil á sjávarföllum og göngu sólar og tungls og á mjög vel heima þarna. Þegar ég fer að skoða þetta sé ég athyglisverða hluti í handritinu og í meðferðinni á textum. Til dæmis að sumir skrifararnir á miðöldum og textafræðingarnir sem gefa þetta út á 19. og 20. öld, hafa misjafnlega góðan skiln- ing á því sem þeir eru að skrifa. Misskilja eða skila misskilningnum þó að það blasi við öðrum . Rannsóknir á hugmyndum manna um vísindaleg efni áður fyrr auka skilning á því hvernig vísindi og þekking verða til og hvernig þau nýtast. Farmenn hafa þurft á þessari þekk- ingu að halda og hafa þá aflað sér hennar eft- ir einhverjum leiðum. Það sem maður fínnur í fomum norrænum rit- um er að mestu leyti innflutt þekking frá stöðum sunnar í álfunni. Oft eru þama líka sjálfstæðar athuganir, sem menn hafa væntanlega gert vegna þess að þeir höfðu áhuga á því og af því að það hafði gildi fýrir þá.“ Þorsteinn hefur verið að vinna að rannsóknum á fornnorrænum vísindum og þekkingu sem tengist þeim og er þetta hluti af því. Það hefur talsvert mikið snúist um sigl- ingar og siglingafræði. Hvernig fommenn rötuðu í úthafssigling- um þar sém hvergi sást til lands. Núna síðast fór hann til Vínlands og skoðaði hluta af því svæði. Frjótt að skoða frá fleiri en einni fræðigrein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.