Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIN er sú að hlustendur setjist í hæg- indastólinn, kveiki á geislaspilaranum og hlýði á tónleika heima í stofu,“ seg- ir Sigurður Bragason baritónsöngv- ari en út er komin hjá Japis geisla- platan Ljóðakvöld, þar sem þeir Vovka Ashkenazy píanóleikari flytja lög eftir Chopin, Liszt, Rakhman- ínov, Ravel og Rubinstein. Undirtitill plötunnar er Songs of the Master Pianists en öll áttu þessi tónskáld það sameiginlegt að vera framúrskarandi píanóleikarar. „Þetta er mjög spennandi efnisskrá en mörg þessara laga eru sjaldan flutt. Það stafar sennileg öðru frem- ur af því að þau gera mjög miklar kröfur til songvarans og píanóleik- arans,“ segir Sigurður. Sigurður og Vovka, sem er sonur hins kunna píanóleikara Vladímírs Ashkenazys, þekktust lítillega á unglingsárum en þeir stunduðu báð- ir nám hjá Rögnvaldi Siguijónssyni píanóleikara. Síðan fóru listamenn- irnir hvor í sína áttina og lágu leiðir þeirra ekki saman á ný fyrr en í Þýskaiandi fyrir tveimur árum — eða um tuttugu árum síðar. „Ég var að syngja í Bonn,“ segir Sigurður, „og var boðið í veislu sem haldin var eftir tónleika sem Vovka hélt í óper- unni. Við fórum að spjalla saman og ávarpaði ég hann á ensku, sem reyndist óþarfi enda talar Vovka jafngóða íslensku og ég, þótt hann hafi búið lengi erlendis." Hælt á hvert reipi Upp frá þessum fundi hófst sam- starfið. Sigurður segir að Vovka sé NÝ‘7FV- DÁNFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhUastillum $ MELLT4 Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum á einfaldan hátt. NYR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. - miðstöð heimilanna Faðmaður af gagnrýnendum frábær listamaður, enda eigi hann ekki langt að sækja snilldina. Hóg- værðin sé á hinn bóginn í hróplegu ósamræmi við það að hann sé orðinn eftirsóttur píanóleikari um heim all- an sem gagnrýnendur hafi hælt á hvert reipi. Sigurður og Vovka hafa efnt til nokkurra tónleika saman og sungu meðal annars við opnun íslensku menningarhátíðarinnar í Nordrhein- Westfalen á liðnu sumri. „Fljótlega eftir að samstarf okkar hófst kvikn- aði sú hugmynd að gefa út þessa geislaplötu. Við höfum lagt mikla vinnu í gerð hennar — bæði í æfing- ar og upptökur — og erum mjög ánægðir með árangurinn." Frédéric Chopin var einn af meist- urum rómantískrar tónlistar og samdi nær eingöngu fyrir píanó. Þekktust eru einleiksverk þessa pólsk-franska tónskálds en eftir það liggja jafnframt ijölmörg sönglög. „Það hafa mjög fáir sungið þessi lög inn á plötu, sem er ótrúlegt með til- liti til þess að þau eru undúrfögur. Skýringin gæti verið sú að textinn er á pólsku, sem er tungumál sem Vesturlandabúar eiga erfitt með að læra,“ segir Sigurður og bætir við að geislaplötuútgáfa sé af skornum skammti í Evrópu austanverðri. Ungveijinn Franz Liszt var einn dáðasti píanóleikari og tónskáld sinnar kynslóðar í Evrópu. Samdi hann meðal annars fjölmörg söng- lög. „Sönglögin hans heyrast sjaldan Sigurður Bragason baritónsöngvari og Vovka Ashkenazy píanóleikari hafa sent frá sér geislaplötuna Ljóðakvöld, Orrí Páll Ormarsson tók hús á Sigurði og fræddist um gripinn sem inniheldur sönglög eftir tón- skáld sem jafnframt voru píanósnillingar. Sigurður Bragason nú á dögum,“ segir Sigurður, „en sama verður ekki sagt um einleiks- verkin, sem mörg hver eru samin upp úr sönglögunum. Þetta eru löng lög og gera mikla kröfur varðandi lúlkun." Sergej Rakhman- ínov, sem var einn síð- asti fulltrúi rússneskrar rómantíkur í tónlist, á flest lög á plötunni, fimm talsins. Píanóverk hans eru þekktust en sönglögin hafa jafn- framt verið mikið hljóð- rituð. Frakkinn Maurice Ravel var einn helsti fulltrúi impressjónism- ans í tónlist. Lögin sem Sigurður og Vovka flytja íjalla um Don Kíkóta og segir söngv- arinn að þau séu stór- kostlegar tónsmíðar. „Lögin eru full af hlýju, kímni og furðuiegheitum." Erfið leit Lokalag plötunnar, Persneskur ástarsöngur, er eftir rússneska tón- Vovka Ashkenazy skáldið Anton Rubinstein. Skipar það sérstakan sess í huga Sigurðar. „Ég hreifst af þessu lagi í æsku en faðir minn átti það á gamalli 78 snúninga hljómplötu. Mig langaði því að hafa það með á plötunni. Lagið var hins vegar ekki auðfundið og var ég meðal annars búinn að leita í Bandaríkjunum og Þýskalandi þegar ég loksins hafði upp á því í British Museum í London.“ Sigurður hefur sungið lagið nokkrum sinnum á tónleikum og segir að það hafi undantekningar- laust fallið í fijóa jörð. „Fólk sem komið hefur tii mín að tónleikum loknum hefur verið mjög hrifíð en fæstir hafa þekkt lagið.“ Þegar komið var að hljóðritun kom hins vegar babb í bátinn: Text- inn var á ensku en Sigurði var í mun að syngja öll lögin á frummál- inu. Vovka kostaði því kapps um að hafa upp á upprunalega textanum í austurvegi en allt kom fyrir ekki. Bjargvætturinn birtist þó um síðir í líki Lenu Bergmann, sem búsett er í Reykjavík og hefur margsinnis aðstoðað Sigurð við að læra rúss- neska texta. Þekkti hún lagið og þegar Sigurður greindi henni frá vanda sínum kom í ljós að hún kunni jafnframt textann. Frumflutti Sigurður lagið með rússneska textanum á tónleikum í Buenos Aires í Argentínu nýverið. „Viðtökurnar voru frábærar. Það var ekki nóg með að fjölmargir áheyr- endur kæmu baksviðs eftir tónleik- ana til að þakka mér fyrir flutning- inn, heldur jafnframt gagnrýnendur. Ég hef aldrei áður verið faðmaður af gagnrýnendum!“ Sigurður og Vovka hafa, þrátt fyrir annríki, í hyggju að fylgja plöt- unni eftir með tónleikum sem víð- ast. Hefur þeim meðal annars verið boðið að halda tónleika í Kaup- mannahöfn, verðandi Menningar- borg Evrópu, í apríl á næsta ári. MYNDLIST Ilafnarborg MÁLVERK Jón Gunnarsson. Opið alla daga frá 14-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. nóv- ember. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Jón Gunnarsson, sem sýnir í aðalsölum Hafnarborgar og kaffistofu, var lengi vigður haf- inu og aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Um árabil var hann skipveiji á tog- urum og þekkir þar alla innviði stafna á milli, ásamt því vinnulagi er þar fer fram. Hins vegar telst Jón ekki jafn sjóaður í myndlist- inni, ef svo má að orði komast, en samanlagt nám hans á þeim vett- vangi skarar einungis tvö ár við Handíða- og myndlistarskólann, svo sem MHÍ hét áður, og átti sér stað rétt fyrir miðbik aldarinnar. Það er þó enginn áfellisdómur, því margur bógurinn í myndlist er sjálfmennt- aður og jafnvel gagnmenntaður sem slíkur, en svo er annað mál að það er eins og að Jón hafi verið ósýnt um að slípa kunnáttu sína og dýpka þekkingarsviðið á lögmál- um grunnflatarins. í öllu falli virð- ist hann frekar upptekinn af því að segja sjónræna sögu, en skapa myndefnum sínum svipmikla burð- argrind; þannig séð hafa dúkamir meira yfirbragð tækifærismálverka en af aivarlegum og hnitmiðuðum átökum við liti og form. En það er alveg óhætt að slá því föstu, að slík vinnubrögð eigi sina áhangend- ur hér á landi og hvað skyldi þá vera að því að fuilnægja þeirri þörf? Hér verður hver og einn að svara svq sem samviska og sannfæring býður. Margur málarinn notar mynd- efni sitt sem efnivið til átaka við form, línu og liti og fyrir slíka er viðfangsefnið allt, en sagan að baki aukaatriði. Sjálft myndferlið verður þá að sögu eða undirstrikar einhveija sjónræna geymd, svo sem algengt er í allri sköpunarvið- leitni, og hér er falinn vettvangur atvinnumannsins, sem hafnar ailri málamiðlun. Það má til sanns vegar færa, að Jón sé altekinn af málaragleðinni og gangi hreint og beint til verks, þannig að á stundum fari pentskúf- urinn hamförum. Árangurinn verð- ur afar brotakenndur, en af þeim 25 málverkum sem eru á sýning- unni þótti mér eitt sýnu hrifmest í myndbyggingu, „í ljósaskiptum" (9), og tel ég mig ekki í annan tíma hafa séð jafn mikil átök á mynd- fleti frá hálfu listamannsins, en ég var þó síður sáttur við litameðferð- ina. Jón nær oftar en ekki að bregða upp sérstæðum stemmningum og kemur það helst fram í myndinni „Bræðarinn“ (20), en yfir henni er mikil dul. Vinnubrögð Jóns eru snöggtum önnur í vatnslitamyndunum og lit- urinn ber í sér mun meiri jarðmögn og lifun svo sem fram kemur í myndunum „Kvöld við hafið“ (2) og „Morgunn" (3) uppi, og „Úr skógræktinni“ (6), og „Helgafell" (7) niðri á kaffistofu. PASTELÁPAPPÍR Snorrasalur - Erla B. Axelsdóttir HAFI málverk og vatnsiitamynd- ir Jóns Gunnarssonar yfir sér svip tækifærisvinnubragða á sú skil- greining enn frekar við um pastel- myndir Erlu B. Axelsdóttur í Sverr- issal. Fleira eiga þau sameiginlegt, sem eru hlutvakin myndefni, starfs- gleði og óheft vinnubrögð, en þá er skyidleikinn að mestu upptalinn á ytra byrði myndflatarins, því að öðru ieyti hafa viðfangsefni þeirra og myndheimur fátt sameiginlegt, nema ef vera skyldi knappan náms- feril. Erla nam við Myndlistarskóla Reykjavikur á árunum 1975-82 (kvöldnámskeið) auk þess að sækja sumarskóla listadeildar Skidmore College, Saratoga Springs í New York-fyiki. Hún hefur haldið tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Myndefni sín sækir Erla til nátt- úrunnar, í þessu tilviki svæðisins umhverfis Selvatn á Mosfellsheiði. Ekki þekki ég gjörla til þar, en eft- ir myndunum að dæma virðist lit- rófíð mjög munúðarfullt að sumar- Iagi, auk þess, sem einhver dulrænn strengur og fortíðarþrá einkennir útfærslu þeirra. Litirnir og hrynj- andi þeirra eru svo sterkari hlið listakonunnar svo sem fram kemur í verkunum „í grænni lautu“ (6), „Sumarnótt á vesturslóð" (7), „Haustmorgun á Hengli" (41) og „Vorilmur" (45). Ennfremur í smá- myndunum „Greið leið“ (34), „Upp- haf leiðar" (50) og „Kvöldljóð" (64), en í þeim nær hún merkilega sterk- um áhrifum auk þess, sem þær eru formrænt hreinni mörgum hinna stærri. Teikningin er hins vegar laus og ósannfærandi og er auðséð að hér skortir á samfellda þjálfun. Það eru heilar 67 myndir í hinum takmörkuðu salarkynnum og má því hveijum og einum vera ljóst að þröng er á þingi og kemur það óneitanlega niður á heildinni, því ein grípur inn í aðra. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.