Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 43 kenningar sem tilheyra þessum undirstöðugreinum. Fyrra árið okkar í skólanum dvöldumst við um sumarið á Laug- arvatni, í Lindinni, sem þá var Húsmæðraskóli Suðurlands. Þar stunduðum við ýmiskonar bústörf; hirtum svín og hænsni, mjólkuðum kýr, gerðum smjör og skyr og rækt- uðum grænmeti. Hver og ein okkar hafði sinn skika í þeim yndislega garði sem fylgdi húsinu og við rækt- uðum' þar margvíslegar káltegund- ir, kartöflurnar ræktuðum við sam- an og reyttum arfa og annað í sam- bandi við ræktunina. Við fórum á „grasafjall", hreins- uðum §allagrösin og notuðum í grauta, fjallagrasamjólk og tertur. En það sem varð allra vinsælast var fjallagrasaísinn sem við seldum mikið af á Landbúnaðarsýningunni sem haldin var í Vatnsmýrinni sum- arið 1947. Þetta sumar á Laugarvatni söft- uðum við og sultuðum mikið úr alls- konar berjum og rabbarbara. Já, það þurfti mikið þrek til þess að verða hússtjórnarkennari í þá daga. En í skólanum áttum við ekki bara vinnu og bóklegan lærdóm, þar átt- um við líka gleðilegar skemmti- stundir, veislur, dansleiki, ferðalög og margt fleira og allstaðar sómdi Guðrún okkar sér vel, enda alin upp á margmennu heimili við mikinn gestagang. Nú hefur Guðrún lifað sitt síð- asta sumar heima í sinni hjartkæru Mývatnssveit, þar sem hún fæddist og átti ætíð heima. Það er tæplega nokkur vafi á því að hún hefur vit- að að hveiju stefndi og hefur á sinn hljóðláta og elskulega hátt kvatt sína heimabyggð, vini og frænd- garð, sátt í huga og með lifandi von. I faðmi þinnar fðgru sveitar finnur þú milda og helga ró og létt mun þeim er leitar að líta spor eftir þína bamaskó. (E.F.) Fyrir hönd okkar skólasystra Guðrúnar sem útskrifuðumst frá Húsmæðrakennaraskóla íslands 2. júní 1948. Elín Friðriksdóttir frá Laugum. og markaskorun og hafði Fanney þetta allt á hreinu. Vorið 1994 var Fanney kosin íþróttakona VMA og fannst henni mikið til þess koma, en hún átti titilinn svo sannarlega skilinn. Á stundu sem þessari hrannast minningarnar upp. Ég mun ætíð minnast Fanneyjar sem skemmti- legrar og góðrar vinkonu sem ávallt var hægt að treysta á. Lífsgleðin var ætíð í fyrirrúmi. Elsku Ólína, Dóri, Ómar og Elf- ar, ég votta ykkur og öðrum ætt- ingjum samúð mína. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Soffía Frímannsdóttir. ERFIDRYKKJUR F E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegjr salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 + Útför elskulegrar eiginkonu minnar, HULDU PÉTURSDÓTTUR frá Útkoti á Kjalarnesi, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Samkvæmt ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Neistann, aðstandenda- félag hjartveikra barna, sími 552 5744. Fyrir hönd aðstandenda, Alfreð Björnsson. t Ástkær eiginkona, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGLÍN BERGSDÓTTIR, Hjallagötu 3, Sandgerði, lést í Landakotsspítala 9. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2 á Landakotsspítala. Guðmundur Hólmgeirsson, Pálfna Theódórsdóttir, Guðný Gunnur Eggertsdóttir, Jón Trausti Guðjónsson, Bergur Þór Eggertsson, Margrét Arna Eggertsdóttir og barnabörn. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU JÓNSDÓTTUR, Blöndubakka 3, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. nóv- ember, ferfram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra. Óskar Vigfússon, Þóra Óskarsdóttir, Pétur Yngvason, Sveinn Óskarsson, Guðrfður Halldórsdóttir, Örn Óskarsson, Sjöfn Svansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS HÚNFJÖRÐ JÓNASSONAR, Fannafold 22. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 11b, Landspítala. Helga Ágústsdóttir, dætur, tengdasynir, afa- og langafabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför VIKTORÍU JÓNSDÓTTUR frá Sunnuhlfð fVestmannaeyjum. Sigrfður E. Helgadóttir, Þuríöur Sigurðardóttir, Bryndfs Sigurðardóttir. Lokað verður frá kl. 12 í dag, þriðjudaginn 21. nóvember, vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR JÓNASSONAR. Kistufell, Brautarholti 16. + Við viljum þakka öllum þeim, sem studdu okkur og sendu hlýju og vinarhug við andlát og útför MAGNÚSAR E. KARLSSONAR, FJÓLU AÐALSTEINSDÓTTUR LINDU BJARKAR MAGNÚSDÓTTUR, sem létust í snjóflóðinu á Flateyri þann 26. október. Klara Þórðardóttir, Aðalsteinn Tryggvason, Karl J. Magnússon, Sigrfður Friðriksdóttir, Anton M. Magnússon, Margrét Þ. Magnúsdóttir, Heimir Þ. Pétursson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Sendi mínar hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og hlý- hug við fráfall og útför eiginmanns míns, FRIÐRIKS OTTÓSSONAR vélstjóra, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Elínborg Sigurðardóttir + Kærar þakkir færum við þeim, sem sýndu samkennd og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föð- urjpkkar, tengdaföður, afa og iangafa, INGA JÓNSSONAR, Kaplaskjólsvegi 47, Reykjavik. Sérstakar þakkir færum við heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd aðstandenda, Petrína Franziska Jónsson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR HELGADÓTTUR. Bjarni Ellert Bjarnason, Þóra Jakobsdóttir, Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Guðjón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför REYNIS VILBERGS verslunarmanns, Hringbraut 88. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á deildum 11 E og 13D, Landspítala. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.