Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 41 MINNINGAR ÞORKETILL SIG URÐSSON + ÞórketilI Signrðsson fædd- ist 25. júlí 1930 á Geirastöð- um í Sveinsstaðahreppi, A-Hún. Hann lést í Landspítalanum 24. október síðastliðinn og fór út- förin fram 3. nóvember. ÞAÐ ER haustmorgunn 24. október og sumarið á förum. Móðir náttúra hefur tekið á sig liti haustsins, gróð- ur jarðar farinn að sölna og fuglar sumarsins höfðu beint för sinni til suðlægra landa. Það var á þessum morgni sem fregnin barst austur hingað: „Hann Þórketill er dáinn.“ Góður vinur og fyrrverandi granni hafði lokið lífsgöngu sinni og geng- ið á vit hins óræða. Maðurinn stóri og sterki hafði lotið í lægra haldi fyrir sjúkdómnum ógnvænlega sem engu eirir. Það syrti yfir í hugum okkar gömlu nágrannanna og það hrönnuðust upp minningar frá þeim árum er við áttum samfylgd. Þórketill og Jóhanna kona hans fluttu til Hornafiarðar síðsumars árið 1972. Virðist sem staðurinn hafi orðinn þeim hugleikinn og þau fljótlega farið að festa hér rætur. Dvöldu þau hér á ýmsum stöðum fyrst í stað, en réðust fljótlega í að byggja sitt eigið húsnæði í litlum þéttbýliskjarna sem þá var að rísa hér og nefndist í daglegu tali Mána- garðshverfi. Á haustdögum 1976 fluttu þau síðan í sitt eigið einbýlis- hús að Hæðargarði 12 þar sem þau hreiðruðu smátt og smátt notalega um sig. Garðurinn umhverfís húsið þeirra varð brátt unaðsreitur sem bar vott um natni og eljusemi hús- móðurinnar sem naut þar dyggi- legrar aðstoðar bónda sins. í þessu fagra umhverfi nutu þau yndis og unaðar og er mér ekki örgrannt um að þar hafi þau upplifað mestu hamingjustundir lífs Síns. Þá var þeim mjög hugleikið að í næsta húsi við þau bjó dóttir þeirra, Stein- unn Margrét, tengdasonur og sonur þeirra, Jóhann Þór, augasteinninn þeirra afa og ömmu. Þau hjón voru vinmörg og vinföst og aufúsugestir hvarvetna er þau bar að garði. Þór- ketill var mikill félagsmálamaður og kallaður til ábyrgðarstarfa hjá hinum ýmsu félagasamtökum innan byggðarlagsins. 011 þau störf rækti hann af festu og drengskap og ávann sér almennt traust á því sviði. Hann var nærgætinn í allri um- gengni og viðkvæmur í lund. Hann var meiri andlegum hæfileikum búinn en títt er og þeim eiginleikum gæddur að geta notað sinn andlega kraft með aðstoð lækna að handan, til að lina þjáningar samborgaranna og veita þeim styrk og hjálp er veikindi steðjuðu að. Hann var mjög trúaður og taldi sig vera verkfæri almættisins til að vinna þessi kær- leiksverk. Til hans leitaði fólk víðs- vegar að af landinu eftir hjálp þeg- ar máttur vísindanna megnaði ekki Friðfums Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið Öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyrír öll tílefní. lengur að lækna hin mannlegu mein. Öllum vildi hann veita aðstoð sína og eru þeir ótaldir, sem sóttu til hans huggun og hjálp í nauðum. Síðustu ár sín hér eystra starfaði Þórketill sem húsvörður við Nesja- skóla og rækti þar störf sín af sam- viskusemi og myndugleika eins og hans var vandi. En brátt urðu kafla- skil í lífí þeirra hjóna. Um páska- leytið 1992 knúði sorgin dyra í litla samfélaginu í Mánagarðshverfinu er Jóhann Þór, barnabarn þeirra, lést af afleiðingum hörmulegs um- ferðarslyss. Sár harmur var kveðinn að foreldrum og ekki síður afa og ömmu. Það var eins og strengur hefði brostið og umhverfið sem þau höfðu skapað sér virtist allt í einu orðið þeim andsnúið. Dvöl þeirra hér eystra var brátt lokið. Þau seldu húsið sitt og keyptu húseignina að Hellisgötu 28 í Hafn- arfírði. Þangað fluttu þau frá Hornafírði haustið 1992 en skildu eftir sig ljúfar endurminningar um góð kynni. Nú fór í hönd erfitt tíma- bil. Atvinnuleysi hafði tekið að gera vart við sig í þjóðfélaginu og allar jákvæðar undirtektir um atvinnu- möguleika reyndust ekki haldbær- ar. Fátt er erfíðara vinnufúsu fólki en að finna að samfélagið þarfnast ekki lengur hlutdeildar þess í önn hins líðandi dags. En ekki var setið auðum höndum. Heimilið þeirra að Hellisgötu 28 bar þess augljós merki. Allt var fegrað og bætt bæði utan húss og innan og bar fljótlega á sér yfírbragð þeirrar list- fengi og smekkvísi sem einkenndi þau ágætu hjón. Og áfram var hald- ið að vinna kærleiksverk í krafti almættisins og með aðstoð lækn- anna að handan. En nú fór að bera á heilsubresti hjá Þórkatli. Þrekið, krafturinn og áræðið ekki það sama og áður fyrr. Og það var síðan fyr- ir rúmu ári er hann var lagður inn á spítala til minniháttar aðgerðar að það uppgötvaðist að hann var haldinn ólæknandi sjúkdómi og engrar lífsvonar að vænta. Þetta var harður dómur en Þórketill tók honum eins og sönn hetja með æðruleysi og rósemi. Hann bar fyrst og fremst hag eiginkonu og fjöl- skyldunnar fyrir bijósti og þann tima sem honum var úthlutaður notaði hann til að tryggja velferð þeirra sem best hann gat, meðan sjúkdómurinn vann sitt hlutverk grimmur og miskunnarlaus. En brátt var stríðið á enda og vinur okkar leystur undan öllum íjötrum þjáninga. Þórketill lést á Landspítalanum 24. október sl. og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju 3. nóvember að viðstöddu miklu fjölmenni. Mikill mannvinur og drengur góður er genginn til feðra sinna, en eftir lifír endurminn- ing um ógleymanlegan persónu- leika. Ég minnist síðustu heimsókn- arinnar til þeirra hjóna á síðastliðnu sumri. Veðrið var fagurt, sólin skein í heiði og ilmur gróðursins barst að vitum. Við settumst niður úti í garði og nutum yndisleika sumars- ins. Húsmóðirin töfraði fram veislu- borð að vanda og tíminn leið hratt við veitingar og spjall um alla heima og geima. Þórketill bar þá orðið merki veikinda sinna og sýnt að hveiju stefndi. En yfírbragð hans allt bar vott um andlegan styrk og rósemi hugans. Brátt var dagur kominn að kvöldi og sólin að ganga til viðar. Við kvöddumst að lokinni ánægjulegri samverustund. Traust var handtakið og hlýtt faðmlagið að skilnaði. Þegar ég var sestur út í bíl varð mér litið til baka. Þá sat hann innan um blómin þeirra Jó- hönnu í skini hnígandi kvöldsólar. Svipur hans bar yfírbragð mann- göfgi og innri rósemi. Með þá sýn í huga kveð ég vin minn Þórketil Sigurðsson. Elsku Jóhanna, Gréta, aðrir ætt- ingjar og aðstandendur. Fjölskyldan Hæðargarði 13 sendir ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um látinn ástvin og ljós kærleikans lýsa ykkur á sárum sorgarstundum. Vor ævi stuttrar stundar - er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (Einar Benediktsson) Hreinn Eiríksson. ttt Krossar I viðarlit og mól Mismunandi mynsiur, vonduö vinna. Sími 863 8888 og 883 8738 Erfidryfzfzjur frá kr. 590 pr. mann Sfmar: 551 1247 551 1440 t Fóstri minn, JÚLÍUS GEIRSSON, Laugarásvegi 66, andaðist á heimili sínu að kvöldi 19. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Ólafsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA M. SIGURÐARDÓTTIR, Hólmgarði 13, lést í St. Jósefsspítala að kveldi 19. þessa mánaðar. Ágúst Guðjónsson, Sigurður Grétar Eggertsson, Vilberg Ágústsson, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Erna K. Ágústsdóttir, Ólafur Már Magnússon, Þuríður Jóna Ágústsdóttir, Valdimar K. Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI NIKULÁSSON, Lyngheiði 9, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 19. nóvem- ber. Sesselja Guðjónsdóttir, Kristjana Bjarnadóttir, Loftur S. Loftsson, Bragi Bjarnason, Sigrún Ásgeirsdóttir, Halldóra M. Bjarnadóttir, Ágúst Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, LILLY SVAVA SNÆVARR, Granaskjóli 7, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 18. nóvember sl. Sverrir Ingólfsson, Unnur Sverrisdóttir, Bergsteinn Georgsson, Laufey Brynja Sverrisdóttir, Svava Guðlaug Sverrisdóttir, Stefanía Snævarr, Lárus Guðmundsson, Sesselja Snævarr, Kristján Steinsson, Sigrún Snævarr, Jakob Möller og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Selvogsbraut 17, Þorlákshöfn, lést í Landspítalanum sunnudaginn 19. nóvember. Eiginmaður hinnar látnu Böðvar Kristjánsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Breiðumörk 17, Hveragerði, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 20. nóvember. Árni G. Stefánsson, Unnar Stefánsson, Guðmundur Stefánsson, Guðjón Ingvi Stefánsson, Atli Þ. Stefánsson. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, Hagamel 25, andaðist í Landakotsspítala að morgni 20. nóvember. Margrét Oddný Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Hreiðarsson, Magnús Þór Magnússon, Hrefna María Gunnarsdóttir, Ásta Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir og stjúpa okkar, HELGA ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrv. Ijósmóðir, Dalbraut 20, lést í Landspítalanum 18. nóvember. Sólveig G. Ólafsdóttir, Marfa M. Ólafsdóttir, Katrin G. Ólafsdóttir, Ólafur A. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.