Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ. KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTUÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Þjóðhagsstofnun ber saman samninga ASÍ við samninga opnberra starfsmanna ASI telur mismuninn þýða 3.000 kr. hækkun BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að krafa ASÍ í launanefndinni sé að félagsmönnum ASÍ verði bættur upp sá mismunur sem sé á samning- um landssambanda ASÍ og samningum sem ríkið hefur gert við opinbera starfsmenn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það mat ASÍ að laun félagsmanna þess þurfí að hækka um u.þ.b. 3.000 kr. á mánuði til að þeir fái jafnmikið út úr sínum samningum og aðrir sem sömdu síðar. ASÍ hefur óskað eftir því að Þjóðhagsstofnun geri samanburð á samningunum sem landssam- bönd ASÍ gerðu 21. febrúar sl. og öðrum samning- um sem síðan hafa verið gerðir. Von er á þessu mati í dag eða á morgun. Um er að ræða samskon- ar mat og Þjóðhagsstofnun gerði fyrir BSRB í vor á samningum ASI. Stofnunin komst að þeirri nið- urstöðu að landssambönd ASÍ hefðu náð fram 0,2-0,3% launahækkun með sérkjarasamningum. Að mati ASÍ hafa opinberir starfsmenn náð fram mun meiri hækkunum I gegnum sína sér- kjarasamninga, enda hefur komið fram að Samn- inganefnd ríkisins hefur boðið allt að 2,5% hækk- un til viðbótar samningshækkunum samkvæmt samningi ASÍ/VSÍ vegna hækkana í sérkjara- samningum. Benedikt vildi ekki tjá sig um þá útreikninga sem ASI hefur gert. Rétt væri að bíða eftir niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar, sem væri óháður aðili. Krafa ASÍ væri að sá mismun- ur sem væri á samningunum yrði bættur. Innan launanefndarinnar hefur farið fram um- ræða um hvemig skuli bæta félagsmönnum ASI upp þann mun sem er á samningum þeirra og annarra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fulltrúar vinnuveitenda sett fram það sjónar- mið að ef slíkur mismunur er fyrir hendi sé skyn- samlegast að jafna hann í formi eingreiðslu. Vinnuveitendur hafa þó engin fyrirheit gefið um hvað langt þeir séu tilbúnir til að ganga eða yfir- leitt hvort þeir samþykki meiri kauphækkanir. Efasemdir eru innan ASÍ um eingreiðsluleiðina. Greinargerð ríkisstjórnarinnar Davíð Oddsson forsætisráðherra afhendir i fyrramáiið fulltrúum í launanefnd ASÍ og VSÍ greinargerð um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. febrúar. Þar kemur fram hvernig ríkisstjórnin hefur staðið við einstaka þætti yfiriýsingarinnar og hvernig hún hyggst standa við þá þætti sem enn hefur ekki verið hrint í framkvæmd. Launanefndin stefnir að því að ljúka störfum í lok vikunnar. Á mánudag og þriðjudag verður fundur sambandsstjórnar ASÍ. Framkvæmda- stjórn VSI kemur einnig saman nk. mánudag. Af beggja hálfu er lögð áhersla á að launanefnd- in komist að efnislegri niðurstöðu fyrir fundina. ■ Tekistáum/4 Landsvirkjun sýknuð af bótakröfu vegna Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði Hrepparnir eiga ekki heiðarnar -Stefnuljós á suðurleið í skammdeginu er nauðsynlegt að huga vel að ljósabúnaði bíl- anna. Það veit Jón Sigurðsson á Sleitustöðum í Skagafirði, sem speglast í afturrúðu Suðurleið- arrútunnar þegar hann lagar hægra stefnuljós hennar. Suður- Ieiðarrútan dregur nafn sitt af því að hún flytur fólk milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur frá maí fram í september. Himin og haf ber á milli HIMIN og haf bar á milli að sögn Gunnars Björnssonar, varaformanns samninganefndar ríkisins, þegar slitnaði uppúr viðræðum við flugum- ferðarstjóra í fyrrinótt. Gunnar sagði að beinar Iaunakröf- —ur næmu 55% og aðrar kröfur 27%. Flugumferðarstjórar töluðu um að með samningum næðist ákveðin hag- ræðing, sem Gunnar sagðist ekki sjá. Hann sagði að tilboð ríkisins fæli í sér 7,8% kostnaðarauka fyrir flugmálastjórn og væri gert ráð fyrir að flugmálayfirvöld fengju tækifæri til að færa vinnuskyldu milli árstíða enda væri álagið mest á sumrin. Stjórn FÍF segir í ályktun frá þvi í gærkvöldi að „frá fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins hefur samn- inganefnd FÍF lagt höfuðáherslu á það öryggismál að draga úr yfir- vínnu, sem hefur verið óhófleg um árabil, jafnframt því að leggja til breytingar á mannahaldi til verulegs hagræðis fyrir Fiugmálastjórn. Ljóst er að slíkar breytingar munu leiða til verulegrar tekjuskerðingar og óhagræðis fyrir flugumferðarstjóra. Fullyrðing samninganefndar ríkisins um 82% kostnaðaraukningu flugum- ferðarþjónustunnar er því röng,“ seg- ir í ályktuninni. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur telur að hrepparnir, sem telja sig eiga Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði, hafi ekki leitt sönnur á að heiðamar séu fullkomið eignarland þeirra. Því beri að sýkna Landsvirkjun og ráðu- neyti fjármála-, iðnaðar- og landbún- aðar af kröfum þeirra til bóta fyrir virkjunarréttindi í Blöndu og til bóta fyrir land, sem Landsvirkjun hafi fengið til ótímabundinna umráða á heiðunum. Af hálfu Bólstaðarhlíðarhrepps, Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps var því haldið fram að hreppamir ættu rétt til bóta fyrir virkjunarrétt og land á Eyvindarstaðaheiði, á grundvelli samnings frá 1898, þegar hrepparnir keyptu heiðina af borgara á Sauðárkróki. Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur vísuðu til af- sals ráðherra Islands frá 1918. Af hálfu Landsvirkjunar og ráðu- neytanna var því haldið fram að heiðarnar væm afréttarland, sem aldreí hafi verið undirorpið fullkomn- um eignarrétti nokkurs einstaklings eða stofnunar. Samkvæmt heimild- um hafi heiðarnar einvörðungu verið notaðar ti) upprekstrar á fyrri öldum. Hvað varði kaupsamning vegna Ey- vindarstaðaheiði hafi heiðin verið orðin afréttur í almennri notkun gegn gjaldi þegar á 15. öld og ekki tengst Eyvindarstöðum með þeim hætti að sennilegt gæti talist að litið hafi ver- ið á hana sem hluta af jörð. Þá var bent á, að efni og orðalag afsals ráðherra íslands á Auðkúlu- heiði bendi eindregið til að þar hafi verið um framsal á takmörkuðum rétti að ræða. Eignarréttur hefði ekki getað skapast fyrir hefð á heið- unum, þar sem ekki lægi fyrir önnur afnot en sumarbeit fyrir búfé og mætti ekki setja jafnaðarmerki milli slíkrar nýtingar lands og eignarhalds í skilningi hefðarlaga. í niðurstöðum dómsins segir, að það hafi ekki sætt ágreiningi að greiða bæri hreppunum bætur fyrir missi afréttareignar, enda hafi Landsvirkjun lagt í fjárfrekar fram- kvæmdir í þágu þeirra. Hins vegar krefjist hrepparnir viðurkenningar á rétti til bóta á grundvelli beins eign- arréttar. „Það eru grundvallarreglur í eignarrétti að sá, sem telur til eign- arréttinda yfir landi, verði að færa fram heimildir fyrir tilkalli sínu og að sá, sem afsalar landi, geti ekki veitt viðtakanda sínum víðtækari rétt en hann átti sjálfur. Efni og orðalag kaupsamninga og afsala, sem um ræðir í málinu, sker eigi til fullnustu úr um það hvort stefnend- um hafi verið afsalað fullkomnu eign- arlandi eða einungis afréttareign, þótt hið síðara verði líklegra talið,“ segir í dóminum. 9,5% nem- enda veikir 9,5% nemenda í Austurbæjar- skóla, eða 47 af 496, voru veik á mánudag. Sex starfsmenn voru veikir, þar af fjórir kenn- arar. Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri, sagði að kennarar reyndu að halda sínu striki þótt allt upp í 5 til 6 nemendur vantaði í bekkina. Þegar hinir veiku hefðu náð sér yrði reynt að bæta þeim kennsluna upp með einum eða öðrum hætti. Hins vegar sagði Guðmund- ur öllu verra þegar margir kennarar væru veikir því ekki væri mörgum afleysingakenn- urum til að dreifa. Þó hefði honum að mestu tekist að finna kennara til að hlaupa í skarðið nú. Guðmunur sagði að mikið hefði verið hringt á stuttum tíma í gærmorgun. Því hefði ekki gefist tími til að spyijast mikið fyrir um hvernig veikind- in lýstu sér. Hann sagðist þó hafa upplýsingar um að kennararnir kvörtuðu um kvef, hálsbólgu og hita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.