Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 25 LISTIR Tónlist fyrir alla í Kópavogi, á Suðurnesjum og Yesturlandi TÓNLIST fyrir alla heldur áfram að hljóma í næstu viku, á skólatón- leikum og almennum tónleikum í tengslum við þá, í Kópavogi, á Suðurnesjum og Vesturlandi. I byijun októbermánaðar héimsóttu þrír tónlistarhópar þessa staði og léku fyrir börn og fullorðna. Nú er komið að síðari heimsókn tón- listarfólks á þessu misseri. Hljóm- skálakvintettinn leikur fyrir nær 3.000 skólanemendur í Kópavogi, Bernardel strengjakvartettinn heldur skólatónleika í Dölum og á Snæfellsnesi og Hrólfur Vagnsson harmóníkuleikari og Pétur Grét- arsson slagverksleikari spila í skól- um á Suðurnesjum. Auk Hrólfs Vagnssonar harmóníkuleikara, sem starfar í Þýskalandi, eru flytjendur hljóð- færaleikarar í Sinfóníuhljómsveit íslands en gera nú hlé á þeim störfum til að sinna tónlistarkynn- ingum í skólum. Hljómskálakvint- ettinn skipa Ásgeir H. Steingríms- son og Sveinn Birgisson sem leika á trompet, Oddur Björnsson, bás- únu, Þorkell Jóelsson, horn og Bjarni Guðmundsson, túbu. Bern- ardel strengjakvartettinn skipa Zbigniew Dubik og Gréta Guðna- dóttir sem leika á fiðlu, Guðmund- ur Kristmundsson, lágfiðlu, og Guðrún Th. Sigurðardóttir, selló. Veigamikill þáttur í þessu starfi hefur verið almennt tónleikahald í tengslum við skólatónleika, þar sem m.a. foreldrum gefst færi á að njóta góðrar tónlistar með börn- um sínum. Þessir tónleikar verða sem hér segir í tengslum við skóla- tónleikana 17.-24. nóvember. í gærkvöldi í Hjarðarholts- kirkju, flytjendur Berndardel kvartettinn, og í Kvenfélagshúsinu Grindavík, flytjendur Hrólfur Vagnsson, harmóníka og Pétur Grétarsson, slagverk. Stykkis- hólmskirkja í kvöld, þriðjudag 21. nóvember kl. 19.00. Flytjendur: Bernardel kvartettinn. Grundar- fjarðarkirkja miðvikudag 22. nóv- ember kl. 20.00. Flytjendur: Bern- ardel kvartettinn. Fjölbrautaskóli Suðurnesja fimmtudag 23. nóvem- ber kl. 20.00. Flytjendur: Hrólfur Vagnsson, harmóníka, og Pétur Grétarsson, slagverk. Ólafsvíkur- kirkja fimmtudag 23. nóvember kl. 19.30. Flytjendur: Bernardel kvartettinn. Digraneskirkja laugardag 25. nóvember kl. 17.00. 'Flytjendur: Hljómskálakvintett- inn. „Mynd frá Franz“ THOR Vilhjálmsson flytur erindi í franska bókasafninu, Alliance Frangaise, Vesturgötu 2, 3. hæð á morgun miðvikudag kl. 20.30. Yfir- skriftin er „Mynd frá Franz - Litið til franskrar menningar". En eins og flestir vita er Thor mikill Frakk- landsvinur og þekkir París og lífið í borginni vel. Thor var í París eftir stríð, á tím- um „Saint Germain des Prés“ og „Nouvelle vague“, en þá var mikið að gerast í borginni. Áila tíð síðan hefur Thor haldið góðu sambandi við Frakkland og oft dvalið þar. Mun Thor tala á frönsku og ís- lensku og spjalla við áheyrendur og svara spurningum þeirra. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. -----♦ ♦ ♦---- Nýtt tímarit • NÝJASTI árangur Orðsins, rits Félags guðfræðinema er nú kom- ið út. í ár eru þijátíu ár liðin frá því að það kom fyrst út og af því tilefni er ritið óvenju veglegt. Meðal efnis eru greinar um kirkjulistir, trúfræði og kirkju- deildafræði^ en meðal höfunda eru Sigurjón Arni Eyjólfsson, Hjalti Hugason, Þór Magnússon og Sva- varA. Jónsson. 9.-25. nóvember Svefnherbergishúsgögn Rúmteppi lllljrléMa púðar I 1|WCi|UÆ|1 afsláttur afsláttur Rúmföt, sængur og koddar Náttföt og náttsloppar afsláttUr 10-20% 10-20% habitat afsíáttur afsláttur Notalegt og nytsamlegt! Laugavegi 13 • Sími 562 5870 • Opnunartími: Mán-Fös 10-18. Lau 10-14. JOLIN BYRJA HJA OKKUR Úrval af gardínum, köppum og uppsetningum. Mikið úrval af jólavöru. Verð við allra hæfi. Síðumúla 32 • 108 Reykjavík Símar 553 1870 & 568 8770 Keflavík • Akureyri Jóladúkar og löberar, margar gerðir! Gjafavaran okkar er falleg og sérstök Full búð af nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.