Morgunblaðið - 21.11.1995, Side 25

Morgunblaðið - 21.11.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 25 LISTIR Tónlist fyrir alla í Kópavogi, á Suðurnesjum og Yesturlandi TÓNLIST fyrir alla heldur áfram að hljóma í næstu viku, á skólatón- leikum og almennum tónleikum í tengslum við þá, í Kópavogi, á Suðurnesjum og Vesturlandi. I byijun októbermánaðar héimsóttu þrír tónlistarhópar þessa staði og léku fyrir börn og fullorðna. Nú er komið að síðari heimsókn tón- listarfólks á þessu misseri. Hljóm- skálakvintettinn leikur fyrir nær 3.000 skólanemendur í Kópavogi, Bernardel strengjakvartettinn heldur skólatónleika í Dölum og á Snæfellsnesi og Hrólfur Vagnsson harmóníkuleikari og Pétur Grét- arsson slagverksleikari spila í skól- um á Suðurnesjum. Auk Hrólfs Vagnssonar harmóníkuleikara, sem starfar í Þýskalandi, eru flytjendur hljóð- færaleikarar í Sinfóníuhljómsveit íslands en gera nú hlé á þeim störfum til að sinna tónlistarkynn- ingum í skólum. Hljómskálakvint- ettinn skipa Ásgeir H. Steingríms- son og Sveinn Birgisson sem leika á trompet, Oddur Björnsson, bás- únu, Þorkell Jóelsson, horn og Bjarni Guðmundsson, túbu. Bern- ardel strengjakvartettinn skipa Zbigniew Dubik og Gréta Guðna- dóttir sem leika á fiðlu, Guðmund- ur Kristmundsson, lágfiðlu, og Guðrún Th. Sigurðardóttir, selló. Veigamikill þáttur í þessu starfi hefur verið almennt tónleikahald í tengslum við skólatónleika, þar sem m.a. foreldrum gefst færi á að njóta góðrar tónlistar með börn- um sínum. Þessir tónleikar verða sem hér segir í tengslum við skóla- tónleikana 17.-24. nóvember. í gærkvöldi í Hjarðarholts- kirkju, flytjendur Berndardel kvartettinn, og í Kvenfélagshúsinu Grindavík, flytjendur Hrólfur Vagnsson, harmóníka og Pétur Grétarsson, slagverk. Stykkis- hólmskirkja í kvöld, þriðjudag 21. nóvember kl. 19.00. Flytjendur: Bernardel kvartettinn. Grundar- fjarðarkirkja miðvikudag 22. nóv- ember kl. 20.00. Flytjendur: Bern- ardel kvartettinn. Fjölbrautaskóli Suðurnesja fimmtudag 23. nóvem- ber kl. 20.00. Flytjendur: Hrólfur Vagnsson, harmóníka, og Pétur Grétarsson, slagverk. Ólafsvíkur- kirkja fimmtudag 23. nóvember kl. 19.30. Flytjendur: Bernardel kvartettinn. Digraneskirkja laugardag 25. nóvember kl. 17.00. 'Flytjendur: Hljómskálakvintett- inn. „Mynd frá Franz“ THOR Vilhjálmsson flytur erindi í franska bókasafninu, Alliance Frangaise, Vesturgötu 2, 3. hæð á morgun miðvikudag kl. 20.30. Yfir- skriftin er „Mynd frá Franz - Litið til franskrar menningar". En eins og flestir vita er Thor mikill Frakk- landsvinur og þekkir París og lífið í borginni vel. Thor var í París eftir stríð, á tím- um „Saint Germain des Prés“ og „Nouvelle vague“, en þá var mikið að gerast í borginni. Áila tíð síðan hefur Thor haldið góðu sambandi við Frakkland og oft dvalið þar. Mun Thor tala á frönsku og ís- lensku og spjalla við áheyrendur og svara spurningum þeirra. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. -----♦ ♦ ♦---- Nýtt tímarit • NÝJASTI árangur Orðsins, rits Félags guðfræðinema er nú kom- ið út. í ár eru þijátíu ár liðin frá því að það kom fyrst út og af því tilefni er ritið óvenju veglegt. Meðal efnis eru greinar um kirkjulistir, trúfræði og kirkju- deildafræði^ en meðal höfunda eru Sigurjón Arni Eyjólfsson, Hjalti Hugason, Þór Magnússon og Sva- varA. Jónsson. 9.-25. nóvember Svefnherbergishúsgögn Rúmteppi lllljrléMa púðar I 1|WCi|UÆ|1 afsláttur afsláttur Rúmföt, sængur og koddar Náttföt og náttsloppar afsláttUr 10-20% 10-20% habitat afsíáttur afsláttur Notalegt og nytsamlegt! Laugavegi 13 • Sími 562 5870 • Opnunartími: Mán-Fös 10-18. Lau 10-14. JOLIN BYRJA HJA OKKUR Úrval af gardínum, köppum og uppsetningum. Mikið úrval af jólavöru. Verð við allra hæfi. Síðumúla 32 • 108 Reykjavík Símar 553 1870 & 568 8770 Keflavík • Akureyri Jóladúkar og löberar, margar gerðir! Gjafavaran okkar er falleg og sérstök Full búð af nýjum vörum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.