Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Selma og Sigrún í Islensku óperunni SELMA Guðmundsdóttir, píanóleikari, og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari. Sex ljúflingslög* og Vorsónatan Fólk og önnur fyrirbæri TÓNLEIKAR Sigrúnar Eðvalds- dóttur, fiðluleikara, og Selmu Guð- mundsdóttur, píanóleikara, á veg- um Styrktarfélags Islensku óper- unnar verða haldnir á morgun, miðvikudag kl. 20.30 í Óperunni. Þær stöllur munu leika efnisskrá sem þær eru á leið með til Banda- ríkjanna á vegum The American- Scandinavian Institute og munu flytja þar á tónleikum í Camegie Hall í New York 2. desember. Á efnisskránni eru Vorsónatan eftir Beethoven, Chaconne eftir Tomm- aso Vitali, Poeme eftir Chausson, Danse Espagnole eftir Manuel de Falla/Kreisler og sex íslensk söng- lög í útsetningu fyrir fiðlu og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson. Selma og Sigrún sögðu í sam- tali við blaðamann að svo vildi til að þessa tónleika bæri upp á tíu ára samstarfsafmæli þeirra. „Einnig má segja að við séum að fagna því nú að diskurinn okkar, Ljúflingslög sem kom út árið 1993, hefur selst í yfir 5000 ein- tökum og er því orðinn gull- plata“, segir Selma. Sigrún sagði að sönglögin sex sem þær mundu leika væru valin eftir þeirra höfði. „Þetta eru lög sem okkur langaði sérstaklega til að spila en sum laganna af diskinum höf- um við spilað mjög oft. Þess var líka óskað af tónleikahöldurum í New York að við lékjum nokkur af þessum sönglögum þar.“ Selma og Sigrún hafa hvorug leikið áður í Carnegie Hall. „Þetta verður örugglega mikil upplif- un“, sagði Sigrún, „ég hugsa að það sé svolítill áfangi að fá að leika í þessum sal sem mér er sagt að sé fullkominn fyrir tón- leika af þessu tagi, hann sé bæði fallegur og hafi mjög góðan hljómburð. En stemmningin verð- ur örugglega ekki síðri í Óper- unni annað kvöld, enda er efnis- skráin samsett bæði af krefjandi og skemmtilegum verkum." MYNDLIST Listasafniö á Akureyri MÁLVERK OG EINÞRYKK/ BLÖNDUÐ TÆKNI Guðmundur Armann/Erla Þórarins- dóttir o g Andrew M. McKenzie. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga til 10. desember. Aðgangur ókeypis. ENN hafa verið settar upp tvær ólíkar sýningar í sölum Listasafns- ins á Akureyri, og er þessi venja af hinu góða. Fjölbreytt viðhorf til listarinnar styrkja hvert annað fremur en hitt, og sýningargestir hafa þá ætíð nærtæk dæmi til að bera saman þegar þeir nálgast list- ina. Guðmundur Ármann í aðalsölum safnsins getur að líta tæplega þrjátíu myndverk frá hendi Guðmundar Ármanns Sig- uijónssonar listmálara, en hann var valinn bæjarlistamaður Akur- eyrar 1994. Sýningunni hefur listamaðurinn gefið yfírskrifína „Fólk“, og má segja að hér sé á ferðinni yfirlit yfir það sem hann tók sér fyrir hendur á þeim tíma sem hann naut þessa stuðnings, sem er gott dæmi um á hvern hátt einstök sveitarfélög geta hvað best stutt við bakið á lifandi list- sköpun. Sýningin skiptist í tvennt, en annars vegar er um að ræða ein- þrykk á pappír, þar sem efniviður- inn er andlitsmyndir, og hins vegar olíumálverk af fólki í sem næst fullri líkamsstærð. Einþrykkin eru um margt áhugaverð. Þar er að finna fremur lausbeislaða persónumótun, sem á stundum getur verið nokkuð svip- mikil, t.d. í nr. 4, 7 og 8, en er í öðrum tilvikum almennari, þó ljóst sé að ætíð er unnið út frá ákveðn- um einstaklingum. Þessi almenna, mjúka svipmótun byggir á flæði línunnar á pappírnum, og skapar mjög góða heild í salnum. Málverkin fylgja þessu eftir með myndum einstaklinga, sem eru flestar um tveir metrar á lengd og sýna viðkomandi í fullri stærð. Hér er það hinn hversdagslegi svipur sem ræður ríkjum; viðkomandi hafa staldrað við eitt augnablik í önnum dagsins, og hugurinn e.t.v. reikað á fjarlægar slóðir. Þó verkin séu ónafngreind er allar myndirnar af ákveðnum einstaklingum, ung- um sem öldnum, þekktum og ekki, og eru vel til þess fallnar að sýna þá fjölbreytni, sem til verður undir samheitinu „fólk“. Eitt málverk sker sig nokkuð úr (nr. 20), og minnir öðru fremur á altaristöflu, þó efnið verði tæp- ast ráðið þannig. Ymsir þættir þess vísa helst til dauðans - staða konunnar og skuggi, nálitur húðar- innar - og er það nokkuð á skjön við þá lífsgleði, sem finna má allt um kring. En dauðinn er sjálfsagð- ur hluti lífsins, þannig að hér er listamaðurinn ef til vill einungis að gæta jafnvægis. Erla Þórarinsdóttir og Andrew M. McKenzie Þau Erla og Andrew hafa áður unnið saman að innsetningum sem lúta að áhuga þeirra á víðáttum alheimsins og þeim bláma, sem m.a. samsvarar ákveðinni tíðni útvarpsbylgna í himingeimnum.; er skemmst að minnast sýningar í Gerðubergi á síðasta ári í því sambandi. Hér er unnið út frá svipuðum forsendum, en að þessu sinni er tunglið þungamiðja heildarinnar sem m.a. er einnig vísað til með notkun krónunnar. Þetta er gert með samsettum glermyndum á veggjum salarins, þar sem silfur- pappír er einnig virkur þáttur í samsetningunni, sem minnir bæði á tunglið sem silfur himinsins og myntina í vasanum. GUÐMUNDUR Ármann: Olíumálverk á valborð. 1995. Þessar einföldu myndir skapa fínlegt mótvægi við innsetningar í klefunum tveimur, þar sem m.a. eru settar upp ímyndir hálfmána og hægt er að hlusta á ellefu úr- vinnslur úr hljóði tunglsins, sem berst gestum til eyrna um leið og setningin „tunglið er horfið“ snýst fyrir augum þeirra. Þessi fyrirbæri eru hluti tilver- unnar, sem vert er að taka opnum huga; heimurinn teygir sig lengra en nef okkar, og umhverfið nær og fjær er ekki síðra undrunarefni en fólkið sjálft. Eiríkur Þorláksson ... því þar liggur eitthvað í leyni TONLIST Gcröubcrg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Þórunn Guðmundsdóttir, sópran- söngkona og Kristinn Örn Kristins- son, píanóleikari fluttu söngverk eft- ir Oskar Merikanto, Benjamin Britt- en og Þórarinn Guðmundsson. TÓNLEIKARNIR hófust á sönglögum eftir Merikanto, sex skemmtilegum lögum, sem lítt eða ekkert hafa heyrst hér á landi og mun þar um valda mestu, að finnskan er ekki auðveld fyrir Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Maggi mörgæs listamaður eftir Tony Worlf og Sibylle von Fliie í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Bækumar um Magga mör- gæs eru orðnar sex og aðdá- endum Magga fjölgar stöð- ugt. í þessari bók fer Maggi með íjölskyldu sína í sirkus. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.190 kr. flesta evrópubúa. Einangrun vegna tungumála hefur komið illa niður á þeim tónskáldum, sém fengist hafa við sönglagagerð og þar til nefnd sem dæmi tónskáld eins og Tsjaikovsky, er samdi mjög glæsi- leg einsöngslög. Sönglögin eftir Merikanto eru rómantísk, lagræn og vel unnin og voru mjög vel flutt. Bergmál skáldsins (Eco poéta) nefnist lagaflokkur eftir Benjamin Britten, við kvæði eftir Alexander Púskin, Verkið er samið 1965, er Britten heimsótti Rússland. Púskin lætur skáldið upplifa afskiptaleysi, hann vill fá svar, fólk svarar náttúrunni, rödd stormsins en ekki skáldinu, hann bælir minningarnar og geymir í hjarta sér og ekki á hann samleið með trúnni. Rósin blómstrar en heyrir ekki söng næturgalans og svarar skáldinu engu, hann sjálfur er uppnefndur og á andvökunótt reynir hann að skilja bergmál eigin hugsana. Það eru sérkennileg skil á milli þessa lagaflokks og efnisinnihalds hans og því er tónsetningin uppskrúfuð og tilbúin, sem þrátt fyrir ágætan flutning lifnaði ekki. Tónleikunum lauk með lögum eftir Þórarinn Guðmundsson, ellefu talsins, sem mörg hver hafa notið mikilla vinsælda og voru þau öll mjög vel flutt. Þórunn er vaxandi söngkona, vel menntuð, gefin góð rödd og mætti vel fara að fást við verkefni sem gera meiri kröfur til raddarinnar, en gerðist nú, því músiklega skilar hún öllu mjög vel. Það er ekki þar með sagt að efnisskráin hafí verið auðveld, þvert á móti, því lögin eftir Mefi- kanto og Britten eru erfið í túlkun og í þeim gerði Þórunn margt frá- bærlega vel. Lögin eftir Þórarin eru mörg hver góð og leika svolít- ið við röddina og því skila þau söngvurum nokkurri sönggleði. Þórunn vinnur sína heimavinnu mjög vel, er góð söngkona, sem enn á eftir bæta við sig í vali við- fangsefna, þar sem virkilega reyn- ir á röddina og tónflæði hennar. Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari er frábær undirleikari, sem átti margar vel leiknar strófur í lögununum eftir Merikanto og Britten og auðvitað skilaði hann þeim þokka, sem oft má heyra hjá Þórarni. í heild voru þetta góðir tónleikar og rétt er að fylgjast vel með Þórunni í framtíðinni, því þar liggur eitthvað í leyni. Jón Ásgeirsson Chopin og Bartók á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 22. nóvember flytur Miklós Dalmay píanóleikari verk eftir Chopin og Bartók. Hann leikur Ballöðu í f- moll eftir Fréderic Chopin og tvö verk eftir Bela Bartök, Svítu op. 14 og Allegro barbaro. Tónleikarn- ir eru um hálftími að lengd og hefjast klukkan 12.30. Miklós Dalmay stundaði nám í píanóleik við Bartók Konservator- ium og Franz Liszt tónleikarháskó- lanum í Búdapest hjá Zoltán Benkö og Sándor Falvai. Hann lauk ein- leikaraprófi 1987. Hann hefurtek- ið þátt í nokkrum meistaranám- skeiðum, m.a. hjá Tamás Vásáry, György Sebök og György Cziffra. Á árunum 1989 til 1991 var hann í námi við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og var þar aðstoðar- maður László Simon prófessors. Hann lauk þaðan framhaldsnámi með diplóma. Sænska útvarpið hefur gert allmargar upptökur með leik hans, og einnig hefur hann komið fram sem einleikari með sænsku útvarpshljómsveitinni. Þá hefur hann tekið þátt í að kynna nútímatónlist sem einleikari í Ma- ros Ensemble og enn fremur unnið með Roberto Szidon og Tatiönu Nikolajevu. Miklós Dalmay hefur hlotið MIKLÓS Dalmay píanóleikari. mörg verðlaun fyrir píanóleik sinn á alþjóðavettvangi og fengið afar góða dóma fyrir tónleika í Ung- veijalandi, Svíþjóð, Ítalíu, Frakk- landi, Austurríki, Bandaríkjunum og Kanada. Árið 1993 var gefinn út geisladiskur þar sem hann leik- ur píanóverk eftir Beethoven. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 300 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.