Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNDLAÐIÐ mEvm .. m* ■' ALLA DAGA FRÁ m 24. NÓVBMBER ^ FRAM AÐ jÓLUM * : *» 4 Í, vN^ATSfó/ N. Graftnn lundi á salatbeði með ^ gin- og einibetjavinaigretíe Paté titeð tnango- og rifsbetjacomþote Pannaskinka og marineruð rauðspretla með hvítum baunum og salvíu ★ Humarseyði tneö sköluselstortelini* ★ Hamborgarbryggur með bunangs-sinnepssósu Bakaður skötuselur með beikoni, bvítu smjöri og basil Gœsa- og ijúputvenna með sólberjasósu* KjúkUngur með hnetu- og vitlisvepþajýllingu B og kamþavíns-rósmarínsósu -W ★ Innbökuð, súkkulaðifyllt pera tneð vanillusósu Ris a la mande með hindbetjasósu Nougatís með súkkulaði-GrandMamiersósu ★ *Einungis á kvöldin. Innifalið er 1 glas af hvítum eða rauðum eðaldrykk. AÐSENDAR GREINAR Skrökvar ráðuneytið? 9h » 'J BORÐAPANTANIR I SIMA 552 5700 Mál tveggja loðdýrabænda í Ölfusi EINS og þegar hefur komið fram fyrir alþjóð, bæði í blöðum og hljóðvarpi og sjónvarpi, hafa tveir loðdýrabændur átt í mis- kunnarlausri baráttu við hið háa landbúnaðarráðuneyti. Málið snýst um það, að á sínum tíma var Ragnari Böðvarssyni að Kvistum í Ölfusi og Björgvini Ár- mannssyni og konu hans Hrönn Bergþórsdóttur í Hvoli I, einnig í Ölfusi, boðin sú lausn á fjárhags- erfiðleikum sínum, að ráðuneytið keypti af þeim húsakost og fleira, án ábúðarloka. í staðinn skyldu þau fá að sitja búin og borga fyrir- fram ákveðna leigu árlega. Þessu boði tóku þau auðvitað fegins hendi, eftir margra ára baráttu, sem eins og þjóð veit, rústaði líf margra annarra loðdýrabænda. Nú hefur verð á loðdýraskinnum til allrar lukku farið hækkandi í heiminum, og þar með er kominn betri rekstrargrundvöllur fyrir öll íslensku loðdýrabúin. Ragnar, Björgvin og Hrönn ákváðu þá að reyna að eignast sín bú aftur. Ráðuneytið auglýsti þá jarðirnar til sölu og máttu allir bjóða í þær. Af einhverjum ástæðum vildi ráðu- neytið ekki sætta sig við að þau öll ættu hæstu tilboðin í jarðirnar og auglýsti þær aftur til sölu. Það sama endurtók sig, nema hvað nú var Ragnar með næsthæsta tilboð- ið. Ráðuneytið gerði þá gagntilboð við tilboði Hrannar og Björgvins, en Hrönn og Björgvin gerðu þá tilboð á móti, sem ráðuneytið vildi ekki sætta sig við. Ráðuneytið ákveður þá að semja við þann sem á næsthæsta tilboð í Hvol I og þann sem á hæsta tilboð í Kvisti. Ráðuneytið hunsar sem sé hæsta tilboðið í Hvol I og býður Ragnari ekki að ganga inn í hæsta til- boðið, en það hefði verið eðlilegast og sið- samlegast að fara þá leið fyrst, þar sem þau sitja búin. Það nýjasta í þessu máli er, að ráðuneytið vitnar í ábúðarlög um, að sá sem hefur sagt upp ábúðinni megi ekki fá eða kaupa hana aftur!!! Við sem fylgst höfum með máli sveitunga okkar furðum okkur á þess- ari yfirlýsingu ráðuneytisins, því að þrátt fyrir ítariega leit hefur ekki tekist að finna þetta laga- ákvæði. Meira að segja þeir lög- fræðingar, sem hafa komið að máli þeirra Ragnars, Björgvins og Hrannar, hafa enn ekki fundið það Skrökvar ráðuneytið að A alþjóð? spyr Olafur Sturla Njálsson, sem hérfjallar um mál tveggja loðdýrabænda. heldur. Mér er spurn: Skrökvar ráðuneytið að alþjóð? Þeirri spurningu má einnig bæta við, hvort Ragnar, Hrönn og Björgvin séu annars flokks þegnar í íslensku þjóðfélagi? Eða hvernig á að réttlæta það að þau megi ekki eignast það aftur, sem öll þjóðin má bjóða í og eignast? Þetta er spurning um mannréttindi og á kannski eftir að fara alla leið til Mannréttindadómstólsins í Evr- ópu. Nú standa málin þannig að sjálfur Hæstiréttur íslands hefur dæmt Ragnar út af jörð sinni, en Hrönn og Björgvin bíða enn eftir niður- stöðu Héraðsdóms Suðurlands. Mál síð- astnefndu er flóknara, þar sem aðeins Björg- vin sagði upp ábúðinni fyrir sína hönd á sín- um tíma, en Hrönn ekki. Ráðuneytið og dómskerfi landsins Olafur Sturla geta því hrakið Björg- Njálsson vin af jörð sinni á sömu forsendum og Ragnar var hrakinn af sinni jörð, en einhver önnur ráð verður „kerfið“ að finna til að losna við Hrönn af Hvoli I. Á hún kannski að búa með hæst- bjóðanda í staðinn? Þess skal að lokum getið hér, að það eru hrossabændur sem eiga þau tilboð í jarðirnar, sem ráðu- neytið vill ganga að. Og þeir hafa ekkert nema hross. Hross eru nú þegar hér um alla sveit og tæplega á bætandi. En það er nálægðin við þéttbýlið sem veldur þessu. Mér er spurn. Af hveiju eru ekki fleiri kúabú í þessu fijósama hér- aði sem Ölfusið er? íslenska þjóðin eyðir hundruðum milljóna króna í akstur á mjólk á stærsta markaðs- svæði landsins. Af hveiju er ekki lögð áhersla á að koma upp fleiri kúabúum hér í sveit, aðeins 50 km frá Reykjavík? Það er svo aug- ljós þjóðhagsleg hagkvæmni í því. Það eru þegar alitof mörg hross í landinu og þau öll til að sinna tómstundagamni eingöngu, þó að þau gefi af sér einhveijar tekjur í útflutningi. Höfundur er gnrðyrkjuknudidat og fyrrv. kennari við Garðyrkju- skóla ríkisins. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN, LAUFÁSVEGI 2, REYKTAVÍK, SÍMI 551-7800 pið hús hjá Heimilisiðnaðarskólanum á Laufásvegi 2 frá kl. 14.00 til 18.00 25. og 26. nóv. og 2. og 3. des. Sýnikennsla, sala, jólanámskeið og kynningar á námskeiðum 25. og 26. nóvember í Hornstofu á 1. hæð . Vilbore oe Oddnv Guðrun Marinósdóttir í i Sýning á þjóðbúningum. Sala á ofnu svuntuefni. Philippe Ricart Sýnikennsla og sala smáhluta úr ýmsum efnum s.s. ýsubeini, flóka o.fl. Sýnikennsla, kransar o.fl. úr ýmsu efni. Einnig námskeið. Heimilisiðnaðarfélag Islands Kynning á félaginu, sala á blaðinu Hugur og hönd, kortum o.fl. Anna Sigurðardóttir Sýnikennsla í knipli, dúkar, blúndur o.fl. Þorgerður Hlöðvers. Sýnikennsla á afúrðum úr endurunnum pappír, öskjur, pokar o.fl. Ásdís Birgisdóttir Sýnikennsla-unnið úr berki. Saia smáhluta. Jóhanna Pálmadóttir Sala og sýnikennsla á útsaumi og smáhlutum. Unnur A. Jónsdóttir Valgerður Björnsdóttir Sala á handofnum treflum. Ólöf Einarsdóttir Sýnikennsla í spjaldvefnaði. Sala smáhluta. Sýnikennsla í meðferð trölladeigs, sala á ómáluðum hlutum eftir kl. 16.00. 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember í kjallara 5. og 26. nóv. og 2. og 3. des. vef- og austurstofu á 2. hæð | Bjarni Kristjánsson Sýnikennsla og sala á jólasmáhlutum úr tré alla dagana kl. 14-18. Svala Tónsdóttir Kortagerð - Námskeið Börn og foreldrar 2. og 3. des. kl. 10-14. Guðrún Kolbeins Sýnikennsla í jurtalitun 25. og 26. nóv. kl. 14-18. Herborg Sigtryggsdóttir Kynning á vefnaði. Vefarar að störfúm 25. og 26. nóv. og 2. og 3. des. Hanna Hintze Applikation Sýnikennsla og sala 2. og 3. des. Guðrún Hannele Kynning á námsk. LITIR OG RENDUR 25. og 26. nóv. Jólanámskeið í austurstofu á 2. hæð og í kjallara J ólabútasaumur 27. og 30. nóv., 4. des. mánu- og miðvikudaga frákl. 18.00 til 21.00 Bára Guðmundsdóttir. Körfugerð og skreytingar 25. og 26. nóv. og 2. og 3. des. Tvö námskeið kl. 20.00-22.00. Upplýsingar um efniskaup. Guðrún Marinósd. Jólahekl 25. og 26. nóv. laugar- og sunnudaga frá Ul. 18.00 til 20.00 Ragna Þórhallsdóttir Jólaföt á böm 22. nóv.—6. des. mánu- og miðvikudaga kl. 19.30-22.30 Herdís Kristjánsd. TröIIadeig 26. nóv., 2. og 3. des. Þrjú námskeið 2 klst. frá ld. 14.00-16.00. Valgerður Björnsd. Te/kaffi og piparkökur á boðstólum aJla dagana. 300 kr. aðgangseyrir fyrir hvern dag. Skráning á námskeiðin er í síma 551-7800 á skrifstofú skólans frá mánudegi til fímmtudags milli kl. 10.00 og 15.00. Utstilling frá skólanum er í versluninni, Hafnarstræti 3. r ^ M'Jr. Mw. Mw. mw. Mw. mw. M'Jr. Mw. M'M. Vb1 JV Mw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.