Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 47 FRÉTTIR ATRIÐI úr kvikmyndinni „La Grand Illusion". Klassískar kvikmyndir í Regnboganum Kratar á Suðurnesjum Segja ríkis- stjórn standa fyrir eigna- upptöku ALMENNUR félagsfundur í sam- tökum Alþýðuflokksfélaga á Suður- nesjum lýsti á laugardag vantrausti á getu ríkisstjórnarinnar til að gæta hagsmuna almennings varðandi eignarrétt hans á auðlindum hafsins umhverfis ísland. í ályktun fundarins segir að sam- kvæmt lögum og miðað við síðustu kvótaúthlutun sjávarútvegsráðu- neytisins, eigi hver fimm manna fjölskylda í landinu 8 tonna kvóta í þorskígildum talið. „Þessi sama fjölskylda fær engan arð af þessari eign sinni, heldur er þessi undirstaða atvinnulífs okkar afhent fáeinum einstaklingum og fyrirtækjum til fijálsrar meðferðar að eigin geðþótta, þar sem gífurleg- ar fjárhæðir ganga á milli einstak- linga. Undir forystu Halldórs Ás- grímssonar og Þorsteins Pálssonar virðist ríkisstjórnin ætla að standa fyrir stærstu eignaupptöku í ís- landssögunni og færa þessum sömu einstaklingum og erfingjum þeirra allan þennan auð okkar til varan- legrar eignar. Utangátta mun síðan hinn almenni íslendingur og afkom- endur hans standa sem beininga- menn í miðjum þjóðarauðnum. Þessa eignaupptöku verður að koma í veg fyrir og sjá til þess að fólkið fái að njóta sanngjarns arðs af eign sinni, m.a. með hæfilegu veiðigjaldi," segir í ályktuninni. Námsstefna um geðheilbrigði ÞERAPEIA hf., Suðurgötu 12, stendur næstu daga fyrir náms- stefnu á sviði geðheilbrigðisfræða. Fyrirlesarar verða George E. Vaill- ant, prófessor í geðlæknisfræði við Harvard-læknaskólann, og kona hans Leigh McCullough Vaillant, sálfræðingur, sem hefur m.a. sér- hæft sig í þróun aðferða í skamm- tíma-psychotherapiu. I fréttatilkynningu segir að nám- skeiðið beri heitið Varnarhættir og persónuleikabreytingar. Helstu efn- isatriði eru: Klínísk greining varn- arhátta, frumstæðar og „borderl- ine“ varnir, klínisk vinna við óþroskaðar varnir og persónuleika- truflanir, þróunarferli æviskeiða og þróun í meðferð, enduruppbygging varna og tilfinninga á hærra þroskastigi, grunnreglur og mark- mið skammtímameðferðar. Kennsluform verða fræðsluerindi, dæmi á myndböndum og umræður. Námskeiðið veður haldið í Nor- ræna húsinu dagana 23.-24. nóv- ember kl. 9-17 og er ætlað fagfólki. Fyrirlestur um alkoholisma Annað kvöld, miðvikudagskvöld- ið 22. nóvember kl. 20.30, mun George E. Vaillant halda fýrirlestur um alkoholisma en nú er nýlega komið út framhaldsritverkið „The Natural History of Alcoholism- Revisited". Þessi fyrirlestur er öll- um opinn. Fulltrúi ungra kommúnista á Kúbu í heimsókn VINÁTTUFÉLAG íslands og Kúbu hefur boðið hingað til lands Jonat- han Quirós Santos, fulltrúa Banda- lags ungra kommúnista á Kúbu, UJC. Hann dvelur á íslandi dagana 20.-22. nóvember og er það áfangi á fundaferð hans um Norðurlöndin. I fréttatilkynningu segir að á dagskránni séu einkum skólaheim- sóknir. VÍK stendur að opinberum fundi með yfirskriftinni Gegn við- skiptabanninu - virðum sjálfstæði Kúbu í sal Félags bókagerðamanna að Hverfisgötu 21, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20. Á VEGUM Kvikmyndasafns ís- lands verða sýndar nokkrar klassískar kvikmyndir fram til 17. desember í Regnboganum. í dag, þriðjudaginn 21. nóv- ember, verða sýndar myndirnar Blekkingin mikla, Jóhanna af Örk og Inntak glæpsins. í til- kynningu frá Kvikmyndasafni segir eftirfarandi um myndirnar: Blekkingin mikla, „La Grande Illusion“, Jean Renoir, Frakk- landi, 1937. Myndin fjallar um tvo franska stríðsfanga í þýsku fangelsi og átök þeirra við fang- elsissijórann sem er eftirminni- lega leikinn af Eric Von Stro- heim. Myndin er ein sú frægasta frá franska gulltímabilinu og var fyrsta erlenda myndin sem var útnefnd til Óskarsverð- launa. Jóhanna af Örk, „La Passion de Jeanne D’Arc“, Carl Theod- ore Dreyer, Frakkland, 1928. Myndin er eftir danska kvik- myndagerðarmanninn Dreyer og er hans frægasta mynd. Hún lýsir af ótrúlegu sálfræðilegu raunsæi síðasta sólarhringnum í lífi Jóhönnu og yfirheyrslum Dubois biskups. Myndin er talin til meistaraverka þögla tímabils- ins. Inntak glæpsins „Element of Crime“, Lars Von Trier, Dan- mörk 1984. Myndin segir frá leynilögreglumönnum sem eru að reyna að leysa dularfulla morðgátu sem tengist lottóvinn- ingum og notji til þess óvenju- legar aðferðir sem felast í því að komast inn í vitund glæpa- mannsins. Myndin er yndi allra raunverulegra kvikmyndafíkla, enda er hún hlaðin tilvísunum í frægustu myndir kvikmynda- sögunnar. AJk m&zm Ur dagbók lögreglunnar Helmingur bókana vegna umferðar- lagabrota EFTIR helgina eru 516 bókanir í dagbók lögreglunnar í Reykjavík og um helmingur þeirra eru um- ferðarmálefni. Höfð voru afskipti af ökumönnum vegna skorts á tillitsemi, aksturs gegn rauðu ljósi, aksturs á móti einstefnu, afstungu eftir umferðaróhapp, aksturs á röngum vegarhelmingi, hunsun umferðarmerkja, brota á atmennum reglum um fra- múrakstur, brota á reglum um framúrakstur við gangbraut, brota á stöðvunarskyldu, rang- stöðu, brota á reglum um ljósa- notkun, ölvunaraksturs, aksturs án ökuréttinda, vanrækslu á skoð- un, vannotkun öryggisbelta og vegna of margra farþega í ein- stökum ökutækjum. Þá voru 128 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Fimm þeirra voru færðir á lögreglustöð og sviptir ökurétt- indum. Tilkynnt var um 37 umferðar- óhöpp. Þar af voru slys á fólki í fjórum tilvikum. Á föstudags- morgun fór ökumaður sjálfur á slysadeild eftir að liafa hlotið minniháttar meiðsli í baki eftir árekstrur tveggja bifreiða á gat- namótum Brynjólfsgötu og Suð- urgötu. Um svipað leyti voru tveir farþegar úr strætisvagni fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli eftir árekstur vagnsins og fólksbifreiðar á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Lauga- vegar. Þá fór ökumaður sjálfur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar aðfaranótt laugardags. Um nótt- ina var ekið yfir rist á konu á Hverfisgötu. Hún var flutt á slysadeild. Ellefu ökumenn, sem lögreglu- menn stöðvuðu, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Afskipti voru höfð af 39 einstaklingum vegna ölvunar. Til- kynnt var um eina nauðgunartil- raun, sem átti að hafa átt sér stað utan við veitingahús í mið- borginni, en auk þess voru lög- reglumenn 6 sinnum kvaddir til vegna heimilisófriðar eða ofbeldis á heimili. Þá þurftu þeir 24 sinn- um að hafa afskipti af fólki vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan, aðallega að kvöld- og næt- urlagi. Þá var tilkynnt um eða höfð afskipti af 7 líkamsmeiðinga- málum. Aðfaranótt laugardags var t.d. maður sleginn í bifreið í miðborginni. Maður datt í stiga á vínveit- ingastað í miðborginni aðfaranótt laugardags. Hann slasaðist á höfði og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Þá var kona flutt á slysadeild eftir að hafa fengið höfuðáverka er hún datt á borðshom á vínveitingastað ná- lægt Hlemmtorgi. Um nóttina þurfti að vista mann í fanga- geymslunum eftir slagsmál á vín- veitingahúsi við Ármúla. Undir morgun gaf sig fram maður, sem hafði verið skallaður í andlitið á Lækjartorgi. Lögreglumenn fluttu hann á slysadeild. Aðfaranótt sunnudags var maður fluttur á slysadeild eftir að hafa verið sleg- inn í andlitið í Austurstræti. Árás- armaðurinn náðist. Um nóttina var komið að konu þar sem hún lá á bifreiðastæði utan við veit- ingastað við Hraunberg. Konan, sem verið hafði inni á veitinga- staðnum, hafði opinn skurð á höfði. Hún saknaði veskis síns. Á sunnudagsmorgun fundu lög- reglumenn ölvaðan mann liggj- andi á gangstétt í Austurstræti. Sá var skorinn á augabrún. Hann var fluttur á slysadeild. Mannlífið í miðborginni aðfara- nótt laugardags var þokkalegt þrátt fyrir það sem að framan er getið. Um 2.000 manns voru á svæðinu þegar fjölmennast var, handtaka þurfti 7 vegna ölvunará- stands og vista þurfti 5 þeirra í fangageymslunum. Aðfaranótt sunnudags var heldur íjölmennara í miðborginni og mynduðust víða biðraðir fyrir utan vínveitinga- staðina rétt fyrir lokun. Lögreglu- menn þurftu að hafa afskipti af 6 vegna ölvunar, en ekki þótti ástæða til að vista þá í fanga- geymslum. I nokkrum tilvikum var um að ræða drukkið fullorðið fólk, sem hafði fundist sjálfsagt að kasta af sér vatni þar sem það stóð innan um gesti og gangandi. Engin afskipti voru höfð af ungl- ingum undir 16 ára aldri. Á föstudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í vinnuskúr við Borgarholtsskóla. Stolið var tals- verðu magni af rafmagnsverkfær- um, auk tveggja naglabyssna. Alls var tilkynnt um 11 innbrot á starfssvæðinu, auk 10 þjófnaða. Aðfaranótt sunnudags var maður handtekinn eftir innbrot í hús við Barónsstíg. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um lausan eld í versl- un við Laugaveg. Þar logaði í skreytingu. Einhverjar skemmdir hlutust af, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Um miðjan dag á laugardag var tilkynnt um eld í húsi við Selvogsgrunn. Þar hafði pottur gleymst á eldavélarhellu. Óverulegar skemmdir hlutust af. Slökkviliðið reyklosaði húsið. Um hálfáttaleytið um kvöldið fór eld- varnarkerfi af stað í húsi við Kringluna þegar ryksuga brann þar yfir. Ekki urðu skemmdir á öðru en ryksugunni. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um eld í bílhræi í Sundahöfn. Slökkviliðs- menn slökktu eldinn. Vista þurfti 20 einstaklinga í fangageymslunum um helgina. í langflestum tilvikum voru þeir undir áhrifum áfengis. Nk. laug- ardag er árlegur „bindindisdagur fjölskyldunnar“. Það er eindregin von þeirra, sem að honum slanda, að fólk taki þátt í vímuefnalausum degi og stuðli þannig að því að markmiðið með deginum megi ná fram að ganga. Næstu daga munu lögreglu- menn á Suðvesturlandi beina at- hygli sinni sérstaklega að gang- andi vegfarendum. Vakin verður athygli á umferðarreglum fyrir þann hóp vegfarenda, nauðsyn á notkun endurskinsmerkja og þeir hvattir til að virða reglurnar svo draga megi úr líkum á óhöppum og slysum. Hundar í augnskoðun HUNDARÆKTARFÉLAG íslands gegnst fyrir augnskoðun í hundum næstkomandi laugardag, 25. nóv- ember, í Sólheimakoti. Tveir danskir dýralæknar, sem jafnframt eru sérfræðingar í augn- sjúkdómum, munu annast skoðun- ina. Augnskoðun er liður í fyrir- byggjandi aðgerðum gegn arf- gengum augnsjúkdómum í hund- um hérlendis. Skráning stendur yfir á skrif- stofu félagsins í Síðumúla 15, 2. hæð. Tónleikar til styrktar Flat- eyringum TÓNLEIKARNIR Seljarokk ’95 verða haldnir í félagsmiðstöðinni Hólmaseli miðvikudaginn 22. nóv- ember til styrktar Flateyringum. Margar hljómsveitir munu stíga á stokk s.s. Sniglabandið, Maus, Sælgætisgerðin, Stjórnin, Regge on Ice, Halli Reynis, In Bloom og Sólstrandagæjarnir. Kynnir kvöldsins er Gunnlaugur Helgason. Aðgangseyrir er 400 kr., húsið opnar kl. 19 og dagskránni lýkur kl. 23. Lýst eftir fjórhjóli RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins lýsir eftir jeppakerru með fjór- hjóli sem stolið var frá húsi við Byggðarenda fyrir tveim vikum. Fjórhjólið er af gerðinni Kawa- saki 110 árgerð 1987 og er það rautt á litinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um jeppakerruna og fjórhjólið eru beðnir að hafa sam- band við RLR. -leikur að Itera! Vinningstölur 18. nóv. 1995 7.8*11 *21 *23*25*29 Vinningstölur 20. nóv. 1995 1*2 *4 *5 • 10 • 16 *30 Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 VINNIN LAUGA & GSTÖLUR RDAGINN 18.11.1995 | ^Í7)(Í8) (33)(36) ^37) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 4.396.201 2.4P,l5f 147.400 3. 4af 5 85 8.970 4. 3af 5 2.583 680 Helldarvinnlngsupphæð: 7.357.291 m \ BIRT MEÐ FYRIRVARAUM PRENTVILLUR Blaí) allra landsmanna! fftUnrgtntMi&ifr - kjarni málsins I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.