Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Norðmenn og Rússar semja um skiptingu Barentshafskvóta fyrir 1996 Heildarkvóti þorsks óbreyttur NORÐMENN og Rússar hafa samið sín í milli um skiptingu kvóta í Bar- entshafi fyrir næsta fiskveiðiár, 1996. Samningurinn var gerður í Moskvu í síðustu viku. Heildarkvóti þorsks nemur 740 þúsundum tonn- um fyrir árið sem er sami heildar- þorskkvóti og fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, skv. upplýsingum frá norska sjávarútvegsráðuneytinu. Hlutur Norðmanna í þorskkvót- anum er 334 þúsund tonn. Hlutur Rússa er 318 þúsund tonn og 88 þúsund tonn fara til annarra og af þeim tonnafjölda munu 28 þúsund tonn verða tekin innan lögsögunnar við Svalbarða. Norðmenn og Rússar hafa samið um ýsukvótann sem verður 170 þús- und tonn, nokkru meira en á síðasta fiskveiðiári þegar hann var 130 þús- und tonn. Koma 85 þúsund tonn af ýsu í hlut Norðmanna, 77 þúsund tonn tii Rússa og átta þúsund tonn til annarra. í norska þorsk- og ýsuk- vótanum er um að ræða yfirfærslu frá Rússum, átta þúsund tonn af þorski og fjögur þúsund af ýsu, en auk þess fá Norðmenn að veiða þrjú þúsund tonn af rækju í rússneskri lögsögu. Norðmenn munu áfram fá að veiða kambskel innan rússnesku efnahagslögsögunnar. Rússar fá að veiða sjö þúsund tonn af karfa innan norskrar lög- sögu, 2.500 tonn af ufsa og 2.000 tonn af steinbít. Er um að ræða sama kvóta í þessum tegundum og á þessu fiskveiðiári. Að auki fá Rúss- ar að veiða 750 tonn af rækju við Jan Mayen og 50 þúsund tonn af kolmunna. Verður rækjukvótinn sá sami og nú er, en kolmunnakvótinn 30 þúsund tonnum minni. Norðmenn og Rússar eru sammála um að auka- afli beggja megi vera þijú þúsund tonn, eins og verið hefur. Norðmenn leyfa Rússum að veiða allt að 9.800 seli í Vesturísnum, en Norðmenn geta á móti veitt allt að 9.500 seli í rússneskri lögsögu í Austurísnum. Norðmenn hafa áður ákveðið að heildarsíldarkvótinn verði ein milljón tonn á næsta fiskveiðiári og eru Rússar því sammála. Þjóðirnar munu síðar ákveða skiptingu síldarkvótans sín í milli. Samvinna Norðmanna og Rússa í fiskveiðimálum hefur aukist mjög á síðustu árum. A þessum fundi var m.a. ákveðið að skiptast á eftirlits- mönnum um borð í gæsluskipum og að skipa nefnd til að vinna að nán- ari samvinnu á sviði fiskvinnslu. Þjóðirnar eru sammála um að skylda notkun svokallaðra smáfiskaskilja í þorsk- og ýsutrollum í Barentshafí eftir 1. janúar 1997 og að minnsta bil milli rista í skiljunum verði 55 millimetrar. Höfrungar í Djúpavogi. Morgunblaðið. ARNEY KE 50 fékk fjölda höfr- unga í síldarnótina þar sem skip- ið var á veiðum austur af Hval- bak fyrir skömmu. Að sögn Ósk- ars Þórhallssonar, skipstjóra, kemur það oft fyrir að höfrungar og háhyrningar koma í nót skip- Morpinblaðið/Ómar Bogason síldarnótina anna. Oftast tekst að losna við þá án mikilla vandræða en í þessu tilviki tókst það þó ekki og varð að drepa tvo sem voru illa farnir í nótinni. Höfrungarnir voru sendir til Hafrannsóknastofnun- ar til rannsóknar. 16. ári2> I röb! í Óðinsvéum við Óðinstorg rílíir alltaf scrstakur andi þeq aðventan nálgast. í íilýjum stofum veitingastaðaríns svignar jótatilaðborðið undan cfai œttuðum krásum, sem fyrir gestina eru bornar. Ótal íiefðbundnir og gómsœtir rétlir tilíieyra jólafialdinu og aðventunni svo sem: ar nnsfi- sem Jólaskinfia, fiamborgarlœri, saltaðflesk, grísatœr, sybursaltaðgrísalœrí, grísasulta, svínasíða, bamborgarítrygqur, maríneraðflcsfí, qraflax, fireindýraterrine, dansk leverpostej,Qlassmaester síla, innsiíd, steikt síld, liarrýsíld, marineruð síld, Jörgens luipfisk, saltað uxabrjóst, grísasteik, eplajlesk, steiktflesk, danske frigadeller, medisterpplser, rís a l'allemande, jólakaka, brúnkál, rauðkál, kartöflusalat, sinnep, rauðbeður, steiktur laukur, síldarbrauð, rúgbrauð, grísafita, agúrkusalat, kindberjasaft, rauð epli, grísasósa, kartöflur, eplasalat, laukur, fnnlkálsjafnngur. Sama fólkið kemur ár efiir ár og er jafnan bétt setið og fiví vissara að kafa fyrirvara á rneð borðapantanir. Verð: í fiádegi i.ggo kr. á kvóldin x.ygo kr. Borðapantanir í símum 552 5095 og 552 8470 ÓÐINSVÉ Fiskiþing hefst í dag Uthafsmál og um- gengni um auð- lindir efst á baugi NÝTING og umgengni um auðlindir sjávar svo og stefna og staða ís- lands í úthafsveiðimálum verða helstu mál Fiskiþings, sem sett verð- ur í dag klukkan 13.00 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Fiski- þing er nú haldið í 54. sinn, en var fyrst haldið árið 1913. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, ávarpar þingið við setn- ingu þess. Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, fjallar um úthafs- veiðar og Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, flytur er- indi um norsk-íslenska síldarstofn- inn. Þá fjallar Guðni Þofsteinsson, fiskifræðingur, um umgengni um auðlindir sjávar. Fiskiþing er eini sameiginlegi vettvangur allra þeirra, sem hlut eiga að vinnslu, veiðum og útgerð á íslandi. Það ályktar að jafnaði um hina ýmsu málaflokka tengda sjáv- arútvegi. Rétt til setu á þinginu eiga 56 þingfulltrúar og skiptast þeir annars vegar í fulltrúa Fiskifélags- deilda hvaðanæva af á landinu og hinsvegar í fulltrúa hinna ýmsu hagsmunasamtaka framleiðenda, útvegsmanna, sjómanna og fisk- verkunarfólks. 58 tillögur Að sögn Bjarna Kr. Grímssonar, fiskimálastjóra, liggja alls 58 tillögur fyrir Fiskiþingi., m.a. tillögur um áframhaldandi eflingu Landhelgis- gæslunnar, undirmálsfiskur verði undanþeginn kvóta eins og áður og fundin verði leið til að allur sjávar- afli komi að landi og að hann fari í gegnum innlenda fiskmarkaði. Lagt er til að innflutningur nýrra skipa eða stækkun á eldri skipum verði gefin fijáls í ljósi þess að kvóta- kerfið sé komið til að vera. Ljóst megi vera að mörg tækifæri séu að glatast vegna lítillar getu flotans og megi þar nefna veiðar á loðnu, sfld, kolmunna, búra, úthafskarfa og rækju. Lögð er áhersla á að reglur um endurnýjun fiskiskipa verði af- lagðar og hverjum og einum verði í sjálfsvald sett hvernig skip hann notar til veiða. Varðandi Þróunarsjóð sjávarút- vegsins er lagt til að hann snúi af villu síns vegar og einbeiti sér að þróun en ekki afturhaldi. Betra sé að veita fé til uppbyggingar frekar en til úreldingar. „Nú þegar hafa verið úreld nýleg og góð skip sem hugsanlega væru mun hæfari til sóknar í vannýtta fiskistofna, _ t.d. kolmuna og makríl í flotvörpu. í því samhengi er vert að benda á þróun loðnuskipaflotans, sem er orðin löngu úreldur og vanbúin vegna ald- urs til veiða í úthafinu. Ekki mega ske fleiri samskonar slys í sjávarút- vegi, t.d. í úreldingu fiskvinnslu- húsa,“ segir í greinargerð með tillög- unni. Ennfremur liggur fyrir þinginu tillaga um að mótmæla reglu um að tvöföldun tonnafjölda þurfi við endurnýjun smábáta, sem ónýtast í tjónum. Þá liggur fyrir tillaga frá Fiskifélagsdeild Suðurlands og Reykjaness um að aflamark þorsks verði aukið á yfirstandandi fiskveið- iári vegna mjög aukinnar þorsk- gengdar við landið, eins og hún er orðuð, en að mati fiskimálastjóra er slík tillaga líklegri til að vekja deilur en hitt. -------»-»■■■■♦---- 126.569 tonn af loðnu áland Á SUNNUDAG landaði Ammasat um 310 tonnum hjá SR-Mjöli á Seyðisfirði. Þar með hafa erlend skip landað 4.560 tonnum hér á landi af loðnu. Á laugardag lönduðu þijú skip, Örn, Háberg og Keflvíkingur um 1278 tonnum hjá SR-Mjöli á Siglufirði. Samtals eru þá komin á land 126.569 tonn af loðnu og eftir- stöðvar Ioðnukvótans eru 413.903 tonn. Síldarafli hefur verið mjög dræmur upp á síðkastið. Húnaröst landaði á laugardag um 59 tonnum af sfld og ísleifur á mánudag 250 tonnum. Heildarafli er þá kominn upp í 91.631 tonn og eftir í aflaheim- ildum eru 37.636 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.