Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 7 Yfir 20 ný stöðugildi stjórnenda hjá borginni RÁÐIÐ hefur verið í 20,5 ný stöðu- gildi stjórnenda og millistjórnenda hjá Reykjavíkurborg frá því R-list- inn tók við stjóm borgarinnar 1. júní 1994. Kostnaður borgarinnar vegna ráðninganna er samtals 52,9 milljónir á ári. I svari starfsmannastjóra, sem lagt hefur verið fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsmanna Sjálfstræðisflokksins um ijölda nýrra stöðugilda, sem stofnað hefur verið til hjá borginni, kemur fram að af þeim 20,5 stöðugildum eru sjö sem teknar voru ákvarðanir um í tíð fyrri meirihluta en ráðið var í stöðurnar eftir 1. júní 1994. Þá eru fimm ráðningar tíma- bundnar í eitt til tvö ár og er kostn- aður vegna þeirra 14,2 milljónir á ári. ------» ♦ 4------ 234 skip úrelt frá því á miðju síð- asta ári FRÁ því Þróunarsjóður sjávarút- vegsins tók til starfa um mitt ár 1994 hafa 234 fiskiskip verið úrelt. Skipin eru að meðaltali 29 tonn að stærð og meðalaldur þeirra 20 ár. Þetta kemur fram í svari sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, Al- þýðuflokki, um úreldingu fiskiskipa. Fram kemur að 141 smábátur á aflamarki hefur verið úreltur og er meðalstærð bátanna 6 tonn og meðalaldur 20 ár. 19 smábátar með meðalaflamarki hafa verið úreltir og eru þeir að meðaltali 8 tonn að stærð og meðalaldur þeirra 9 ár. Þá hafa 22 bátar án sérveiðiheim- ildar verið úreltir, en meðalaldur þeirra er 26 ár og meðalstærð 83 tonn. Þrír ísfisktogarar hafa verið úreltir. Meðalaldur þeirra var 13 ár og meðalstærðin 248 tonn. Einn frystitogari hefur verið úreltur, 230 tonn að stærð og fímm ára gamall. Þá var einnig spurt hvaða skip hafi komið í staðinn fyrir þau sem úrelt hafi verið. Fram kemur að á fiskveiðiárinu 1993/1994 fengu alls 38 skip veiðileyfi, samtals 22.932 rúmmetrar. í stað þess létu 59 skip veiðileyfi, samtals 23.347 rúmmetr- ar. Á fískveiðiárinu 1994/1995 fengu alls 72 ný skip veiðileyfi, samtals 19.430 rúmmetrar. í stað þess létu 120 skip veiðileyfi, sam- 'tals 19.482 rúmmetrar. Óskað eftir útburði SÝSLUMAÐURINN í Árnessýslu hefur fengið bréf frá lögfræðingi landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir að hann sjái til þess að loðdýrabóndinn á Kvistum í Ár- nessýslu yfirgefi jörðina. Bóndinn átti að yfirgefa hana 15. nóvember sl. Ríkið eignaðist jörðina eftir að hafa aðstoðað bóndann í fjárhags- erfiðleikum sem hann lenti í við uppbyggingu á loðdýrabúi sínu. Ríkið hefur nú selt jörðina öðrum manni. Að sögn Andrésar Valdimarsson- ar, sýslumanns í Árnessýslu, verður bóndinn kallaður í viðtal í þessari viku þar sem óskað verður eftir því að hann yfirgefi jörðina. Hann sagði að það færi síðan eftir viðbrögðum hans hvort til einhverra aðgerða yrði gripið af hálfu embættisins. Tíminn útrunninn í dagsins önn Morgunblaðið/Kristinn BORGAÐU ÞÉR HÆRRI LAUIM -með Frjálsa lífeyrissjóðnum eftir að þú hœttir að vinna Því fyrr sem þú byrjar að greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn þvi betra. Timinn vinnur með þér og margfaldarframlag þitt. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hugsaður jyrirþá sem ekki eru skyldaðir til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði og þá sem gera kröfu um hœrri lifeyri en fœst úr almennum sjóðum. MMi 1 Þú borgar 15.000 kr. á mánuði i 35 ár. Þá átt þú 20,6 miUjónir í lok timabilsins. Ef gert er ráð fyrir útborgun á 15 árum gera það 172.104 kr. á mánuði miðað vió 6,0% raunávöxtun. DÆMI B Þú greiðir 1 milljón í Frjálsa lífeyrissjóðinn núna. Þá átt þti 5 milljónir eftir tœp 28 ár en 13,7 milljónir eftir 45 ár miðað við 6,0% raunávöxtun. KDBTIR FRJÁLBA LÍFEYRIBSJÓDBINS * Sjóðurinn er þin eign. ' Þú rœður iðgjaldinu. * 90% af framlagi þinu er frádráttarbœrt frá skatti. ■ Þú getur valið tryggingar að vild. 9% nafnávöxtun. * Deildaskiptingframundan. * Lífeyrissjóðslán. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN LAUGAVEGI 170 • SlMI 56 19 700 FRJÁLSI LlFEVRISSJÚÐURINN er viðurkenndur lIfeyrissjúður I VÚRSLU FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS SKANDIA HF. IpSkandia Nú er einyrkjum heimilt að gjaldfœra framlag atvinnu- rekenda í Frjálsa lífeyrissjóðnum DÆMI a HVERNIB ÁVAXTABT EIN IVHLLJÓN MEÐ TÍMA 14.000.000 12.000.000 10.000.000 8.000.000 6.000.000 4.000.000 2.000.000 DÆMI 1 HEILDAREIGN MIE3AO VIÐ 15.000 KR.GREI0SLU Á MÁNUÐI 40.000.000 35.000.000 30.000.000 25.000.000 20.000.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.