Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4J
GREINAGERÐ
ER RETTARKERFIÐ MIÐSTYRT
OG MISMUNAR ÞAÐ ÞEGNUNUM?
Hjónin Jóhanna Tryggvadóttir og Jónas
Bjarnason skýra í eftirfarandi greinargerð frá
reynslu sinni af réttarkerfmu.
HÉR er stórt spurt en ekki er
víst að almenningi þyki það miklu
skipta hvort réttarkefi Islendinga
sé miðstýrt eða ekki. En greinar-
höfundar sem bæði eru ólöglærð
hafa þó lært það í lögfræði að
höfuðatriði er að réttarkerfisstofn-
anir og einstakir starfsmenn rétt-
arkerfísins, sem eiga að starfa
óhlutdrægt og sjálfstætt, geri það.
Enda hefur það verið talinn einn
af hornsteinum réttarríkisins. Hins
vegar má vera ljóst að valdhafar,
dómarar og aðrir opinberir emb-
ættismenn mega ekki mismuna
þegnunum. Tengslin milli mið-
stýrðs réttarkerfis og mismununar
eru slík að ætíð verður erfitt að
sannfæra menn um að mismunun
eigi sér ekki stað í miðstýrðu rétt-
arkerfi.
Sérstakar aðstæður
Aðstæður okkar hjónanna eru
að því leyti sérstakar að ég, Jó-
hanna, hafði um alllangt árabil
staðið fyrir nokkuð margþættum
atvinnurekstri og umsvifum, oft
með góðum árangri. í október
1987 lenti ég í umferðarslysi og
hlaut það mikla áverka að ég gat
ekki með nokkru móti unnið þau
störf sem ég hafði áður unnið. Sjón
mín skertist Svo að ég gat nánast
ekki lesið auk annars. Við þessar
aðstæður varð að ráða fleiri starfs-
menn að rekstri mínum. Fjárreiður
og bókhald voru að sjálfsögðu
veigamiklir verkþættir og þess
vegna var ráðinn löggiltur endur-
skoðandi til að hafa umsjón með
þeim.
Mál rekstursins réðust á annan
veg en vonir stóðu til. Bókhald var
ekki fært en nú liggur fyrir að
þurft hefur að leggja rekstrinum
til nálægt þijátíu milljónir króna á
rúmlega þriggja ára tímabili. Við
seinni athuganir á bókhaldsgögn-
um, sem unnið hefur verið að eftir
því sem heilsa mín, Jóhönnu, og
fjármunir hafa leyft, hefur komið
í ljós að misfarið hefur verið með
fé okkar, ekki aðeins í óheppilegar
rekstraraðgerðir, heldur hafa
starfsmenn, sem störfuðu í skjóli
hins löggilta endurskoðanda, mis-
farið með og oftekið til sín fé okk-
ar.
Síðustu ár hafa að miklu leyti
farið í að Ieysa úr kröfumálum sem
beint hefur verið að rekstrinum,
m.a. í allmörgum dómsmálum,
bæði fyrir héraðsdómstólum og
Hæstarétti. Höfum við tekið til
vama þegar við höfum talið að
kröfugerð á hendur okkur væri
óréttmæt. Ofsagt er að þær að-
gerðir okkar hafi verið til einskis,
en árangur til þessa hefur sannar-
iega verið lítill og nú og á næst-
unni verður tekist á um það hvort
við höldum heimili okkar og kom-
umst hjá gjaldþroti.
Undarlegur úrskurður
Mánudaginn 23. október kvað
Már Pétursson héraðsdómari í
Héraðsdómi Reykjaness upp úr-
skurð í málinu nr. Y/7 - 1995:
Jónas Bjamason og Jóhanna
Tryggvadóttir gegn Halldóri Ást-
valdssyni. Úrskurðarorð hans er
svohljóðandi:
„Kröfu sóknaraðila Jónasar
Bjamasonar og Jóhönnu Tryggva-
dóttur um ógildingu fjárnámsgerð-
ar er hmndið.
Sóknaraðilar greiði varnaraðila
málskostnað að fjárhæð kr. 50.000
auk virðisaukaskatts af málflutn-
ingsþóknun.
Málskot frestar frekari fulln-
ustuaðgerðum.“
Að sjálfsögðu þarf þessi niður-
staða ein og sér ekki að vera at-
hugunarefni eða undarleg, nema
sá þáttur hennar að málskot úr-
skurðarins til Hæstaréttar skuli
fresta frekari fullnustuaðgerðum.
Er ekki eðlilegt að niðurstöður
sjálfstæðs dómstóls séu byggðar á
það traustum og ótvíræðum gögn-
um að í úrskurðinum sjálfum sé
ekki fýrirvari um réttmæti niður-
stöðunnar?
Undmnarefnið við úrskurðinn
er misræmið milli forsendna hans
og úrskurðarorðs. í úrskurðinum
segir:
„Álit réttarins.
Skýra verður . kröfugerð og
málsútlistun sóknaraðila svo, að
því sé aðallega haldið fram, að
fjárnámskrafan hafi verið greidd,
þ.e. fjárnámshafí hafi oftekið fé
frá sóknaraðilum er nemi hærri
fjárhæðum en fjárnámskröfunni,
en til vara, að sóknaraðilar eigi
kröfu til skuldajafnaðar á hendur
varnaraðila er nemi hærri fjárhæð-
um en fjámámskrafan.
Þessu til stuðnings færa sóknar-
aðilar einkum fram skýrslur Mar-
grétar Flóvenz löggilts endurskoð-
anda frá 23. janúar 1995, þar sem
talið er að varnaraðili hafí oftekið
kr. 672.645,- og skýrslu Páls V.
Daníelssonar viðskiptafræðings,
þar sem oftaka varnaraðila er tal-
in kr. 1.866.839,-. Báðar þessar
skýrslur em byggðar á bókhalds-
gögnum, síðari skýrslan þó á mun
rækilegri úrvinnslu þeirra.
Af hálfu varnaraðila hefur
framan greindum gagnkröfum og
röksemdum verið eindregið mót-
mælt.
Gagnkrafa gerðarþola, sóknar-
aðila í máli þessu, á hendur gerðar-
beiðanda, hér varnaraðila, er
hvorki aðfararhæf né viðurkennd.
Sóknaraðilar hafa kært varnar-
aðila bæði til RLR og ríkissaksókn-
ara, ítrekað þær kærur margsinn-
is, skriflega og munnlega. Fyrir
liggur að RLR synjaði ósk ríkis-
saksóknara frá 2. þ.m. um rann-
sókn, með bréfi til hans, dags. 4.
þ.m. Ríkissaksóknari hefur síðan
hvorki gefið RLR ný fyrirmæli um
rannsókn né tilkynnt kæranda,
sóknaraðilum, að ekki verði krafíst
frekari aðgerða vegna kæru
þeirra.
Af þeim sökum sem að framan
greinir er hvorki unnt að veita
frekari fresti í máli þéssu á þeim
grundvelli að opinber rannsókn
sem líklegt sé að hafi áhrif á úr-
slit þess slandi yfir, né fallast á
að gagnkrafa sóknaraðila fullnægi
hinum þröngu skilyrðum aðfarar-
laga um skuldajöfnuð þegar svo
stendur á sem hér.
Með því að ekki liggur endan-
lega fyrir hvort ríkissaksóknari
mælir fyrir um rannsókn RLR
þykir rétt að málskot fresti frek-
ari fullnustuaðgerðum."
Hér skal ekki deilt við dómarann
um staðreyndalýsingu. Þess skal
þó getið að mismunur á fjárhæðum
meintra oftekinna verðmæta úr
kr. 672.645 í kr. 1.866.839 stafar
af því að Páll V. Daníelsson við-
skiptafræðingur fékk í hendur
skýrslu rithandarsérfræðings
RLR, dags. 31. ágúst 1995, en
hún var lögð fram í réttinum.
Meginatriði athugasemda okkar
við lýsingu dómarans á málsatvik-
um varðar áskoranir okkar til lög-
manns vamaraðila, Þórunnar Guð-
mundsdóttur hrl. Við skoruðum
oft á lögmanninn að gera grein
fyrir því hvernig fjárhæðir sem
löggilti endurskoðandinn og við-
skiptafræðingurinn töldu að
varnaraðili hefði oftekið af fjár-
munum fírma okkar samrýmdust
fjárnámskröfunni. Og þessar
áskoranir komu ítrekað fram í
þinghöldum, m.a. í símskeytum,
sem lögð voru fram í réttinum.
Hvernig stendur á því að dómar-
inn getur ekki um slík grundvallar-
atriði að margoft var skorað á
lögmann varnaraðila að gera grein
fyrir þessum viðskiptum og að
áskorunargögn hafi legið fyrir
réttinum? Hvemig stendur á því
að dómarinn getur þess ekki að
lögmaður varnaraðila hirti ekki
um að bóka mótmæli gegn niður-
stöðum löggilta endurskoðandans
og Páls V. Daníelssonar viðskipta-
fræðings, sem voru lögð fram eft-
ir að lögmaðurinn hafði skilað
greinargerð sinni? Hvemig stend-
ur á því að dómarinn sinnti ekki
skiflegri kröfu okkar, sóknaraðila,
um að varnaraðili, Halldór Ást-
valdsson, kæmi sjálfur fyrir rétt
og gæfí skýrslu eins og lögmaður
hans hafði boðað?
Þá er undrunarefni að dómarinn
virðist líta svo á sem honum komi
ekkert við að sóknaraðilar hafi
margoft kært varnaraðila til RLR
og ríkissaksóknara án árangurs
til þessa og fyrir liggi að RLR
hafi synjað ósk ríkissaksóknara
um rannsókn frá 2. október 1995.
Telja íslenskir dómarar sig ekkert
þurfa að athuga sjálfir þau mál
sem fyrir þá era lögð? Geta þeir
tekið við nýjum gögnum um mögu-
leg alvarleg fjártökumál án þess
að gera nokkuð sjálfír annað en
að styðja að kröfum þeirra sem
gögn liggja fyrir um að hafi oftek-
ið fé? Ber dómuram ekki að kanna
mál sjálfir þegar traust gögn liggja
fyrir sem gefa tilefni til þess að
fá að minnsta kosti einhverjar efn-
islegar skýringar? Hvar er sjálf-
stæði Héraðsdóms Reykjaness?
Hver er skýringin?
Hver er skýringin á því að Hér-
aðsdómur Reykjaness lýsir nokkuð
glögglega í úrskurði gögnum um
óréttmæta oftöku fjár, en stuðlar
ekki að því að efni andsvara komi
fram? Og virðist ekki láta sig
nokkru skipta þótt Rannsóknar-
lögregla ríkisins sinni ekki óskum
sóknaraðila og ríkissaksóknara
um að framkvæma rannsókn á
hinni meintu ólögmætu fjártöku.
Auðvitað getur enginn svarað
þessu til fulls nema dómarinn
sjálfur. 0g það verður að segjast
eins og er að fyrirfram töldum við
að Már Pétursson héraðsdómari
væri af þeim dómurum, sem við
þekktum til, líklegastur til að taka
vel og réttilega á málinu.
Við varnaraðgerðir okkar fyrir
dómstólunum, sérstaklega Jó-
hönnu, á síðustu árum, höfum við
orðið nokkurs vísari um íslenska
lögmenn og dómstóla, sem við telj-
um geta skýrt aðgerðir Héraðs-
dóms Reykjaness í málinu nr. Y/7
- 1995. Ég, Jóhanna, virðist hafa
komið mér í stöðu nokkurs konar
utangarðsmanns í réttarkerfinu
og það virðist einnig ná til hins
greinarhöfundar, Jónasar, þótt
hann hafí til þessa að mestu hald-
ið sig til hlés í dómsmálunum og
reynt að afla fjár fyrir kröfum og
málskostnaði. Þessi staða okkar í
réttarkerfínu virðist svo slæm, að
réttur manns, sem talinn er hafa
tekið fé með ólögmætum hætti frá
okkur, er tekinn fram yfir okkar
rétt og málið hefur ekki fengist
rannsakað hjá RLR og heldur ekki
af þeim óhlutdræga og sjálfstæða
dómstóli, Héraðsdómi Reykjaness.
Mér, Jóhönnu, virðist sú skýring
möguleg, að ég hafi á einhveiju
stigi ekki komið nógu kurteislega
fram við dómara, og hef ég þó
ætíð reynt að sýna fyllstu hátt-
prýði. En ég hef í mínum erfíðu
málum ekki sett dómara á stall,
sérstaklega eftir að ég kynntist
vinnubrögðum hæstaréttardóm-
ara, sem fyrir nokkrum árum var
lögmaður minn. Hann hélt lengi
fyrir mér skjölum og verðmætum,
eftir að hann tók við starfi hæsta-
réttardómara. Ég, Jóhanna, gerði
Hæstarétti Islands þá „ósvinnu“,
að ég lagði fram í Hæstarétti skjöl
sem hæstaréttarlögmaður hafði
sent ríkissaksóknaraembættinu
sem kæruskjöl og bentu til að
meint alvarleg lögbrot hefðu verið
framin af starfandi hæstaréttar-
dómurum. Á þeim tíma er ég lagði
þessi skjöl fram hafði ríkissak-
sóknari ekki látið fram fara rann-
sókn á þessum meintu lögbrotum
hæstaréttardómaranna og heldur
ekki á mögulegum röngum sakar-
giftum hæstaréttarlögmannsins
og hefur raunar ekki gert það enn
svo ég, Jóhanna, viti.
Um hálfu ári eftir að ég lagði
þessi kæruskjöl fram í Hæsta-
rétti, hinn 24. nóvember 1994, var
málið nr. 385/1992 til umfjöllunar
í Hæstarétti, sem raunar er út af
sömu atvikum og málið nr. Y/7 -
1995 fyrir Héraðsdómi Reykja-
ness. Niðurstaða hæstaréttarmáls-
ins var sú að það var fellt niður
vegna þess að Hæstiréttur taldi
sýnt að mig, Jóhönnu, skorti hæfi
til að flytja mál mitt fyrir dómi.
Komst Hæstiréttur að þessari nið-
urstöðu án þess nokkrar kröfur
kæmu fram um meint vanhæfi
mitt, nokkur gögn væru lögð fram
um það eða nokkur tækifæri feng-
just til að fjalla efnislega um það
fyrir Hæstarétti. Það er þessi að-
gerð Hæstaréttar og ýmsar fleiri
athugunarverðar sem valda því að
mínu mati, Jóhönnu, að Héraðs-
dómur Reykjaness kannar ekki
mikilsverð málsgögn í máiinu nr.
Y/7 - 1995, stingjir mikilsverðum
atriðum undir stól og lætur sig
engu skipta hvort ríkissaksóknari
fjalli eða fjalli ekki um mál.
Skýringin á aðgerðum Héraðs-
dóms Reykjaness ræðst ekki af
því hvort varnaraðili hefur eða
hefur ekki oftekið fé frá okkur
sóknaraðilum sem þó hefði átt að
vera aðalatriði. Skýringarinnar er
að okkar mati að leita hjá Hæsta-
rétti íslands og hagsmunum hans.
Miðstýrt réttarkerfi
Mál standa þannig að embættis-
menn Hæstaréttar Islands og fleiri
leysír vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun i rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, heftibyssa og limband einu verkfærin.
BYOOINQAVÖRUVERSLUN
Þ. ÞORGRIMSSON fi CO
Alltat tll t Imgmr ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI553-8640
opinberir embættismenn hafa ver-
ið kærðir til ríkissaksóknara fyrir
meint lögbrot sem tengjast stöðum
þeirra og störfum og þeir hafa
ekki svarað þessum kærum efnis-
lega. Ekki hafa heldur verið gerð-
ar ráðstafanir til að koma lögum
yfir kærandann, Tómas Gunnars-
son hæstaréttarlögmann, fyrir að
bera saklausa menn röngum sök-
um. Gleggsta heimildin um þessi
meintu lögbrot embættismanna er
bókin Skýrsla um samfélag eftir
Tómas Gunnarsson sem kom út í
mars 1995.
Fullburða og virkt réttarkerfi
leyfir ekki að opinber réttarkerfis-
stofnun sæti kæru fyrir meint lög-
brot án þess að gripið sé til viðeig-
andi ráðstafana til að staðreyna
um réttmæti kæruatriða og gera
ráðstafanir. En aðgerðaleysi
gagnvart kæru af þessu tagi getur
haft margvíslegar afleiðingar og
virðist binda menn.
Við hjónin teljum að við höfum
orðið vör við ýmis merki um mið-
stýringu réttarkerfisins og bind-
ingu. Dómurinn í Héraðsdómi
Reykjaness frá 23. október sl. er
eitt dæmið. Annað dæmi er af-
staða Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins, sem hvorki hefur fengist til
að sinna óskum okkar eða ríkis-
saksóknaraembættisins um rann-
sóknaraðgerðir. Þriðja atriðið get-
um við nefnt að okkur hefur reynst
erfitt að fá lögmenn til að vinna
fyrir okkur. Til dæmis var ómögu-
legt að fá hæstaréttarlögmann til
að flytja málið nr. 385/1992 fyrir
Hæstarétti í nóvember 1994 og
var þó auglýst eftir lögmannsað-
stoð í Morgunblaðinu. Við höfum
alloft leitað til Lögmannafélags
íslands um aðstoð, bæði aðstoð til
að fá lögmann og einnig til að fá
lögmann varnaraðila í málinu nr.
Y/7 - 1995 til að gefa skýringar,
en án árangurs. Þá var leitað til
Félags löggiltra endurskoðenda,
vegna starfa hins löggilta endur-
skoðanda á okkar vegum en án
árangurs. Leitað hefur verið til
dómsmálaráðuneytisins vegna
tregðu RLR á að taka að sér rann'-
sókn máls og til að fá Þóri Odds-
son vararannsóknarlögreglustjóra
til að víkja sæti í máli okkar.
Ástæða beiðninnar var sú að ég,
Jóhanna, hafði leitað til vararann-
sóknarlögreglustjórans um að
taka af mér skýrslu um að hæsta-
réttardómari héldi fjármunum fyr-
ir mér og öðrum mikilsverðum
gögnum og að löggiltur endur-
skoðandi hefði misfarið með fé
okkar og ekki látið færa bókhald
okkar réttilega, sem hann var þó
ráðinn til. Vararannsóknarlög-
reglustjórinn sagðist ekki heyra
óskir mínar og vísaði mér út.
Dómsmálaráðuneytið hefur ekkert
gert í málinu og látið óátalið að
RLR gæfi ekki skýringar á því
hvers vegna kærumál væru ekki
rannsökuð. Leitað hefur verið til
Alþingis vegna afgreiðslna réttar-
kerfisstofnana en án árangurs.
Þau eru því býsna mörg dæmin
sem við höfum rakið og benda til
miðstýrðs réttarkerfis, sem jafn-
framt tengist framkvæmdavaldi
og Alþingi. Líklegt er að tína
mætti fleiri dæmi til en þetta er
látið nægja.
Þegar þessi staða er uppi eins
og hér virðist að réttar- og stjórn-
kerfið er komið undir einn hatt
og embættismenn, sem eiga að
vera sjálfstæðir og óhlutdrægir í
störfum, eru það ekki, gerast und-
arlegir hlutir. Þá virðast hagsmun-
ir réttarkerfisins geta átt samleið
með manni, sem löggiltur endur-
v skoðandi og viðskiptafræðingur
telja að hafi oftekið fé og byggja
það á bókhaldsgögnum og rithand-
arrannsókn. En aðilinn sem sætti
fjártökunni fær mál sitt ekki rann-
sakað og fjártökumaðurinn og lög-
maður hans þurfa engar skýringar
að gefa í réttarkerfinu.
Jóhanna Tryggvadóttir
forstjóri Evrópuferða.
Jónas Bjarnason
læknir.