Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 44

Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grettir kú BG Ek. At> S LEPPA SA/Aþ'ÝKKTte AE> SLB SWARUNU'A KVÖtOiN ÖK&TTIK Tommi og Jenni Ljóska W&' weét Helgafell Frá Hinrík Jóhannssyni: BÆR undir Helgafelli var ekki reist- ur fyrr en eftir að landnámsöld þrýt- ur eða á árinu 935 af fyrsta ábúand- anum Þorsteini þorskabít. Vil ég fara nokkrum orðum um staðinn Helgafeli síðustu áratugi. Ég býst við að fiestir hafi lesið Eyrbyggju eða bókina Helgafell, Saga höfuðbóls og klausturs eftir Hermann Pálsson. Eyrbyggja hefur sagt svo skil- merkilega frá landnámi Þórólfs milli Vigrafjarðar og Hofsvogs. Á því nesi er eitt fjall er hann kallaði Helgafell, á því hafði hann svo mikinn átrúnað að þangað skyldi enginn maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma á fjallinu hvorki fé né mönnum, nema það sem sjálft gengi á brott. Nú er oft mikið talað um land- vemd og sem betur fer hefur það opinbera mikið gert fyrir marga sögustaðina. ‘ Einn sögustaður er Helgafell. Eins og flestum er kunnugt er fjöldi inn- lendra og erlendra ferðamanna sem koma að Helgafelli til að ganga á fellið. Þessi fólksfjöldi hefur marg- faldast hin síðustu ár. Nú er svo komið að fellið er víða að verða moidarflag. Ef ekkert verður að gert af því opinbera hefur eigandi jarðarinnar haft það á orði að loka fyrir umferð á fellið. Annað er það að vegurinn heim að Helgafelli er vægast sagt til skammar. Þá sjaldan að borið er ofan í veginn er það mold og gijót. Þarna eru iðulega á ferðinni stórar rútur sem koma oft heim að húsi. Moldarmökkurinn fer yfír tún og bæjarhús svo að stundum er ekki hægt að opna glugga fyrir moldar- mekki. Gijótbyrgið uppi á fellinu er frið- lýst, ábuandi á sjálfur að halda því við. Mér er sagt að í sumar hafí borið á því að fólk hafí tekið upp gijót og borið inn í byrgið þar sem gengið er inn og bornar fram óskir. Eitt var þó gert fyrir fellið sem skylt er að geta. Félagar í Rotary- klúbbi Stykkishólms reistu útsýnis- skífu á fellinu. Skífuna teiknaði og setti upp Jón Víðis mælingamaður frá Vegagerð ríkisins. Eins er friðlýst ieiði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Það var ómerkt. Séra Gísli H. Kolbeins og undirrit- aður ákváðu að taka stein úr fellinu og fór séra Gísli með valinn stein suður til Reykjavíkur og lét grafa á hann nafn Guðrúnar Ósvífurs- dóttur, ártalið 1008 og Helgafells- sókn kostaði síðan girðingu í kring- um leiðið. Hún var úr sama efni og girðingin í kringum kirkjugarðinn. Nú býr fjórði ættliðurinn á Helga- felli. Sá fyrsti kom að Helgafelli og hóf búskap árið 1888. Þá var jörðin komin í algjöra niðurníðslu, húsa- kostur iélegur, tómir moldarkofar og öll umgengni eftir því. Síðan þá hefur margt gott verið gert fyrir jörðina, kirkju og kirkju- garð af ábúendum og söfnuði Helga- fellssóknar. Þar er bæði um endur- bætur og nýsmíði að ræða. Það er von mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélag, sjái sér fært að búa svo vel að Helgafelli að sómi sé að svo að öllum þeim, sem áhuga hafa á að ganga á fellið, sé það fært án þess að skaða náttúru þess. HINRIK JÓHANNSSON frá Helgafelli. Nudd og nálastungur Ferdinand Hefurðu hugsað um Armbandsúr? Þú ert ekki Þú verður að fá vængúr! Fuglar hafa enga það hvað þig Iangar að með neinn arm ... HA HA HA!! kímnigáfu. fá í jólagjöf? Frá Áslaugu Þorsteinsdóttur: MIG langar aðeins að segja frá reynslu minni svo fleiri geti notið hennar. Þetta byijaði með því að ég var mjög illa haldin af jafnvægis- truflunum og vöðvabólgu í herðum og hálsi. Það virtist ekki vera til nein bót á þessu. Mér var bent á að reyna að fara á Kínversku nudd- stofuna á Skólavörðustíg 16. Nudd- stofu þessa rekur Kínveiji að nafni Jia. Hann hefur íslenskan ríkisborg- ararétt og heitir Jóhannes Karl. Hann er nálastungumeistari og nuddari og sem slíkur er hann fé- lagi í Félagi íslenskra nuddara og því með full réttindi hér. í Kína er hann lærður læknir, því þar í landi getur enginn orðið nuddari nema vera með læknismenntun. Allavega get ég sagt að nuddið og nálastungumar hafa gert mér ótrúlega gott. Jóhannes Karl notar ævaforna aðferð við nuddið og nála- stungurnar. Það er nú þannig að Kínveijar hafa stundað nálastungu frá örófi alda og því er þar komin á þær löng hefð og gífurleg reynsla. í biðstofunni liggur frammi grein úr DV um Jóhannes Karl. í henni segir frá því að móðir hans sé mjög virtur nálastungulæknir í Kína og að hann hafi numið af henni. Þegar ég kom til hans á stofuna skoðaði hann mig mjög vandlega en ekki vildi hann þó byija með- höndiun fyrr en hann hafði fengið að sjá röntgenmyndir af hálsliðun- um því honum leist ekki meira en svo á ástandið. Hann virðist oft ótrú- iega glöggur að sjá út hvað hijáir fólk. Ég hef orðið vitni að því að fólk hefur nánast verið borið inn til hans en síðan gengið út óstutt, mér er einnig kunnugt um að hann hafí farið heim til fólks sem ekki hefur komist úr rúmi og meðhöndlað það. Mér finnst Kínverska nuddstofan vera góð viðbót við þá möguleika sem mönnum bjóðast hér á landi til að fá bót meina sinna með nuddi, viðbót þar sem oft er tekið öðru vísi á vandanum en hefðbundið er í hinum vestræna heimi. ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR kennari, Esjugrund 23, Mosfellsbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.