Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 22
22 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • MATSEDILL A/ Hússtjórnar- <skólinn á Hall- ormsstaó var Qstof naóur órió 1930. Var nómió i upp- hafi tveggja ára hús- mæóranám, Xsem mióaói aó þvi aó þjálfa ungar stúlkur til húsmóóurstarfa. <S Sigrún Blöndal fyrsta forstöóukona skólans taldi einn vetur ekki nægja, þvi aó óhugsandi væri aó kenna hús- móóuref nunum þaó sem til þyrfti, bók- legt og verklegt, svo vióunandi væri á einum vetri. Og þvi var Hússtjórnar- skólinn á Hallorms- staó eini slikiskól- inn i landinu sem var meó tveggja vetra nám. Kennd voru bókleg fög vió skólann, t.d. is- lenska, ef naf ræói, reikningur, danska o.ffl., auk handa- vinnu og matreióslu sem skipuóu stærst- an sess i náminu. Kvöldvökur voru haldnar þrjú kvöld í viku og voru þær haldnar í Höllinni sem er dagstofa skólans. Heimilisfólkið safnaðist saman í Höllinni og flest kvöld logaði eldur í arni. Stúlkurnar sátu við hannyrð- ir og stundum voru karlmenn við einhverja tóvinnu eða þæfðu. Kennarar og forstöðukona skipt- ust á um að lesa upphátt. Færri komast að en vilja Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og hafa lífshættir íslendinga breyst. í dag er boðið upp á einn- ar annar nám í hússtjórnar- og handmenntagreinum á haust- og vorönn. Námið er metið til eininga í áfangakerfi framhaldsskólanna og er það aðallega verklegt nám, matreiðsla, framreiðsla, fatagerð, fatahönnun og vefnaður. Nývakinn áhugi á handverki og hússtjórn, tengt hollustu og heilbrigði, hefur gert það að verkum að yfirleitt komast færri að en vilja. Skólinn hefur undanfarin ár ver- ið í samvinnu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Með því að tengja saman einnar annar nám í ME og námið í HH er hægt að Ijúka eins árs braut er nefnist hússtjórnar- braut. Ennfremur koma nemendur ME af nýrri ferðaþjónustubraut í verk- nám til HH í matreiðslu, fram- reiðslu og hreinlætisfræði. í skól- anum er heimavist fyrir 24 nem- endur. Auk skólastjóra eru tveir fastráðnir kennarar við skólann og nokkrir stundakennarar. Þau kveðja í nýjum flíkum Margrét Sigbjörnsdóttir hefur verið skólastjóri við Hússtjórnar- skólann í 11 ár. Hún segir mikil- vægt að geta boðið upp á nám af þessu tagi þar sem kennsla í heimilisfræðum og handmennt sé víða af skornum skammti í grunn- skólum landsins. Heimilin gegna Morgunblaðið/Kristinn ekki sama hlutverki og áður vegna mikillar vinnu foreldra á hinum al- menna vinnumarkaði. „Það er gaman að sjá þetta unga fólk fara héðan með þekkingu og reynslu sem kemur til með að nýtast því í framtíðinni. Flest þess- ara ungmenna fara héðan í flíkum sem þau hafa unnið sjálf frá grunni og með eiguleg ofin stykki sem geta prýtt heimili þeirra," segir Margrét. í eldhúsinu er kennarinn Sigríð- ur Sigmundsdóttir og hún kennir matreiðslu og allt það sem lýtur að eldhússtörfum. Hér á eftir kem- ur jólamatseðill sem Sigríður hefur samið og nemendur skólans undir- búið. Aðfangadagur Á hádegi bjóða Sigríður og nem- endur hennar upp á jólaböku en hátíðarkvöldverðurinn er mandar- ínumarineraður lax/silungur í for- rétt, hreindýralæri í aðalrétt og marsipanbrauð í eftirrétt. WH—HHHI Jólabaka _________2 dl hveiti_____ _________1 dl heilhveiti_ !4 tsk. salt 1 msk. matarolía Vá dl vel heitt vatn úr krananum 1 dl köld mjólk 1. Blandið hveiti, heilhveiti, þurr- geri og salti í skál. 2. Bætið matarolíu út í. 3. Blandið saman við heitu vatni og kaldri mjólk og hrærið í. 4. Smyrjið bökumót, leggið deigið á botninn og upp með börmunum á mótinu, 22-25 cm í þvermál. 5. Pikkið með gaffli. Leggið stykki yfir mótið og látið lyfta sér á volg- um stað í 20-30 mínútur. _____________Fylling;_____________ _____________2e99_________________ __________1 bloðloukur____________ __________3 dl soðið pastg________ 2 dl reyktur lax, smótt skorin _____________2 dl rjómi___________ __________100 g gráðaostur________ __________1 dl kotasæla___________ 1 dl rjómaostur 1. Kljúfið blaðlaukinn, skolið og skerið í smásneiðar. 2. Steikið blaðlaukinn aðeins og blandið rjómanum og pastanu út á pönnuna og sjóðið í 5 mín. Kælið. 3. Blandið reykta laxinum, muldum gráðaostinum, kotasælunni, rifn- um osti og eggjum saman. 4. Hellið fyllingunni yfir deigið. 5. Hitið ofninn í 200°C og bakið í miðjum ofni í 30-40 mín. 6. Berið fram með þessu salat að eigin vali. Mandarinumarin- eraóur lax/silungur ______2 flök lax/silungur vel_ beinhreinsaður safi og rifinn börkur gf 4 sítrónum. Passið að hvítan fylgi ekki ___________berkinum.__________ safi og rifinn börkur af 4 mandarínum kjöt úr 4 mandarínum þurrkaðar apríkósur, smátt saxaðar. 2 tsk. rósapipar 2 tsk. salt 1 tsk. basilikum ’A blaðlaukur, smáttskorinn 2 stilkar sellerí, smátt skorið 4 msk. graslaukur, smátt skorinn 1. Takið álpappír og setjið örlítið af safanum þará. 2. Leggið laxaflökin á með roðhlið- ina niður. 3. Setjið grænmeti, krydd, safa, mandarínukjötið og apríkósuryfir. 4. Leggið álpappír ofan á og geym- ið í kæli í 24 klst. Gúrku-sitrónusósa: 1 gúrka _________2 tsk. sítrónusafi_______ _________1 tsk. sítrónupipgr______ _________1 tsk. rósapipgr_________ 2 tsk. soya sósa 1 dl mayonnes 'A dl sýrður rjómi 1. Flysjið gúrkuna og takið fræhús- ið úr. 2. Setjið allt í blandara og bragð- bætið. Hreindýralæri Þvoið kjötið vel undir köldu rennandi vatni og þurrkið með hreinum klút. Skerið frá hluta af fitu og takið af himnu sem umlykur vöðvann. Nuddið rifsberjahlaupi á lærið og kryddið með salti og pip- ar, steyttri salvíu og steyttum eini- berjum. Látið standa á eldhúsbekk yfir nótt. Hitið ofn í 150°C, setjið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.