Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 D 29 SÍFELLT fleiri gera konkekt fyrir jólin. Ein þeirra er Sigríður Kjart- ansdóttir, sjúkraþjálfari á Kópa- skeri, en hún fór að gera konfekt fyrir nokkrum árum þegar hún bjó í Danmörku. Hún lætur ekki þar við sitja heldur setur hún konfektið jafnvel í umbúðið sem hún hannar sjálf og gefur í jólagjafir. Marsipankonfekt meó likjörsrúsínum (ca 50 stk) _______100 g Ijósar rúsínur_ Yi dl appelsínulíkjör (mó líka nota romm) ________500 g mgrsipan______ 1 msk. flórsykur dökkt hjúpsúkkulaði hvítt súkkulaði eða heslihnetur til skrauts Leggið rúsínurnar í bleyti í lí- kjörnum í nokkra tíma eða yfir nótt. Hnoðið saman marsipan, flórsykur og rúsínur (ásamt líkjör). Fletjið marsipanið út á flórsykurs- stráðum bökunarpappír. Gott er að hafa plastfilmu ofan á. Gerið marsipanið ca. 1 cm þykkt og sker- ið svo í hæfilega stóra bita. Látið bitana þorna í 2-3 tíma við stofu- hita áður en þeim er dýft í brætt hjúpsúkkulaði. Skreytið með bræddu hvítu súkkulaði eða hesli- hnetu. Núggat marsipan kúlur _______(co 20-30 stk.)__ 250 g marsipan _____100 g mjúkt núgggt_ dökkt hjúpsúkkulaði Fletjið marsipanið út í ca. 3 mm þykka plötu á flórsykursstráðum bökunarpappír. Stingið út 4-5 cm stóra hringi úr marsipaninu. Setjið litla kúlu af núggati ofan á hvern hring og lokið honum og búið til kúlu. Látið þorna í 2-3 tíma áður en kúlunum er dýft í brætt hjúp- súkkulaði. Piparmyntukonfekt (ca 50 stk.) 400 g sigtaður flórsykur KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 l msk. sítrónusafi l eggjahvíta Vi tsk. piparmyntudropar (úr apótekinu) dökkt hjúpsúkkulaði Hrærið saman flórsykur, sítr- ónusafa, eggjahvítu og pipar- myntudropa með gaffli, þangað til massinn verður nokkuð þéttur. Fletjið massann út ca 'A cm þykk- an á flórsykursstráðum bökunar- pappír. Stingið út ca. 3 cm stóra hringi eða formið á annan hátt. Látið bitana þorna við stofuhita í 1-2 sólarhringa. Hjúpið síðan með hjúpsúkkulaði. Skreytið með köku- skrauti ef vill. Morgunblaðið/Hörður Sigurðsson Núggatsúkkulaói meó ristuóum hnetum _______(15-20 stk.)___ 100 g heslihnetukjarnar 100 g mjúkt núggat 75 g Síríus suðusúkkulaði Ristið hnetukjarnana í 250°C heitum ofni þangað til brúna himn- an dökknar og byrjar að rifna. Setj- ið hnetukjarnana í viskustykki og snúið það vel saman og nuddið svo hnetunum saman svo himn- urnar losni frá. Bræðið saman yfir vatnsbaði núggat og súkkulaði. Bætið síðan hnetunum útí. Setjið þetta síðan í lítil álmót og látið kólna í ísskáp. Ingibjörg Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.