Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 46
46 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • SYKURSJÚKA FLESTUM finnst gott að gefa tauminn lausan á jólun og njóta hátíðarinnar í góðum mat og góm- sætum kræsingum. Þá tilheyrir að -^íaka ærlega til matar síns af sæt- um og sykruðum, þungum og feit- um mat, dag eftir dag, og láta áhyggjur af holdafari lönd og leið. Sífellt fleirum finnst þetta þó ekki þess virði og vilja rata meðal- veginn um jól sem aðra góða daga og til eru þeir sem búa við það heilsufar að þeir verða að gæta vel að því hvað þeir láta ofan í sig. Til að sykursjúkir geti haldið sjúkdómi sínum í skefjum verða þeir meðal annars að huga vel að mataræði sínu. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi og formaður Samtaka sykursjúkra, segir þó að þeir geti sem aðrir borðað það sem á borðum sé svo framarlega sem blóðsykur þeirra ^*sé í góðu jafnvægi og að mögulegt sé að fylgjast með honum. Tæplega 4.000 með sykursýki Um 1,5% þjóðarinnar eru með sykursýki eða tæplega 4.000 manns. Sykursýki er ólæknandi efnaskiptasjúkdómur en hægt er að halda honum í skefjum með réttri meðhöndlun. Sjúkdómnum er skipt í insúlínháða og insúlín- óháða sykursýki. Talið er að um 500 íslendingar séu með insúlín- háða sykursýki en hún leggst aðal- lega á ungt fólk. Insúlínóháð sykur- sýki leggst hins vegar einkum á ^fólk sem komið er yfir miðjan aldur og helst þá sem eru of feitir. Með- höndlun þeirrar fyrrnefndu felst í insúlínsprautum og sérstöku mat- aræði en þeim sem hafa hina síð- arnefndu nægir oft að fara í megr- un og/eða huga að mataræði sínu. Meðferð sjúkdómsins þróast ört og nú er svo komið að þeir sem hafa insúlínháða sykursýki geta mælt blóðsykurinn í sér eins oft og þurfa þykir. Þá eru þeir farnir að nota svokallaða insúlínpenna þannig að það er orðið mun auð- veldara að hafa stjórn á sjúkdómn- um en var fyrir tiltölulega fáum árum. Rétt mataræði skiptir engu að síður miklu máli nú sem fyrr. Jólamatur, gjafir og föndur leit- aði til Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur og bað hana að gefa nokkrar upp- skriftir sem hæfa sykursjúkum og reyndar öllum öðrum sem þurfa að huga að mataræði sínu. ) tsk. vanilludropar ___________1 msk. kakó___________ ____________40 g sykur___________ 40 g Hermesetas strásætg __________50 g smjörlíki_________ ____________50 g skyr____________ 1 eggjarauða ____________Til skrauts:_________ eggjahvíta saxaðar valhnetur Hitið ofninn í 175° C. Blandið þurrefnunum saman. Myljið smjör- líkið saman við. Vætið í deiginu með skyri og eggjarauðu og hnoð- ið saman. Rúllið í þrjár langar pyls- ur, álíka á lengd og bökunarplatan. Smyrjið bökunarplötuna eða notið bökunarpappír. Setjið lengjuna á og þrýstið á hana með fingrinum. Penslið með eggjahvítu og stráið valhnetum yfir. Bakið í 10-12 mín- útur, ofarlega í ofninum. Skerið lengjuna niður í bita meðan hún er heit. Best er að kæla súkkulaði- bitana á bökunarrist. Athugið: ef kökurnar eru bakaðar of lengi verða þær þurrar. Hver kaka inniheldur: 20,6 he., 1,0 g fitu, 3,7 g kolvetni. Athugið að þetta á einungis við ef bakaðar eru nákvæmlega 40 súkkulaðibita- kökur. Serinukökur (70 stk.) 100 g smjörlíki 1 dl (90 g) sykur % dl Hermesetas strósætg ___________i egg_________ 1 tsk. vanilludropgr _______14 tsk. lyftiduft_ 50 g saxaðar möndlur 3 dl (180 g) hveiti Til skrauts: ___________egg___________ 25 g möndlur, gróft saxaðar 2 msk. strósæta Hitið ofninn í 180° C. Hrærið saman smjörlíki, sykri og strá- sætu. Hrærið egginu út í. Bætið vanillu, lyftidufti, söxuðum möndl- um og hnoðið deigið. Látið deigið standa í 30 mínútur í kæli. Búið til kúlur úr deiginu og setjið þær á smurða plötu eða bökunarpapp- Morgunblaðið/Kristinn ír. Þrýstið á kökurnar með gaffli. Penslið með eggi og stráið söxuð- um möndlum yfir. Bakið í 10-12 mínútur. Geymið í boxi með þéttu loki. Hver kaka inniheldur: 30 he., 1,5 g fitu, 3,5 g kolvetni, 0,5 g trefj- ar. Piparkökur (um 80 stk.) 150 g smjörlíki 1 dl (90 g) sykur % dl Hermesetas strásæta 3 msk. (60 g) dökkt síróp 2 tsk. engifer 2 tsk. kanill ___________Vi tsk. negull_________ ___________Vi tsk. lyftiduft______ ___________6 dl hveiti____________ 20 g fínt saxaðar möndlur 4-5 msk. kaffirjómi Hitið ofninn í 200° C. Hrærið saman smjörlíki, síróp og sætu- efni. Bætið kryddi, lyftidufti, hveiti, möndlum og rjóma saman við. Látið deigið í kæli í 1 klukkustund. Fletjið deigið út og mótið kringlótt- ar kökur úr deiginu um 5 sm í þver- mál. setjið á smurða bökunarplötu eða bökunarpappír. Það er líka hægt að búa til lengjur úr deiginu og skera þær niður í þunnar sneið- ar. Bakið kökurnar í 7-8 mínútur ofarlega í ofninum. Hver kaka inniheldur: 40 he., 2 g fitu, 5 g kolvetni, 0,5 g trefjar. Ávaxtasalat (fyrir 6) 2 meóalstór epli, helst rouð 2 meðalstórar gppelsinur _____1 lítil dós gnanas í eigin_ safa (227 g) 1 lítill banani 10 bló vínber(óOg) 1 dl ferskur óvaxtasafi 1 msk. pressuð sítróna 2 msk. strósæta Þvoið eplin og skerið í teninga. Afhýðið appelsínurnar og banan- ann og skerið í bita. Hellið safanum af ananasinum og skerið í bita. Stundum veróur „besti vinurinn" þreytandi Með jákvæðu hugarfari Guðrún Þóra greindist með syk- ursýki fyrir rúmum 25 árum. Hún segist líta á hana sem sinn besta vin en segir að auðvitað geti hann verið þreytandi eins og aðrir þaul- setnir vinir. Maður verði hins vegar að li'ta þetta jákvæðum augum til að lifa sæmilega sáttur við hlut- skipti sitt. Hún segir að engin ástæða sé til annars fyrir sykursjúka en að borða það sem á borðum er yfir jólin, að minnsta kosti á meðan blóðsykurinn er í góðu jafnvægi og mögulegt er að fylgjast vel með honum. Þeir þurfi þó að huga að kolvetnainnihaldi matarins. „Það er síðan einstaklingsbundið hversu mikið fólk þarf af kolvetnum, allt eftir því hve þungt það er, hversu mikið það hreyfir sig og svo fram- vegis," segir Guðrún Þóra og bæt- ir við að mikilvægt sé að borða reglulega, þrjár til fimm máltíðir á dag. Þjóðin fitnar Það mega fleiri en sykursjúkir taka þetta til sín, að mati Guðrún- ar Þóru. Hún segir að íslenska þjóðin „víkki út í veröldinni" og verði sífellt feitari og að börnin verið t.d. æ þéttari. „Þriðji hver (slendingur er of feitur og þriðji hver íslendingur deyr úr hjarta- og æðasjúkdómum. Fræðslan um rétt mataræði er léleg og forvarnar- starf lítið," segir hún. Þá segir hún að hún hafi látið nokkrar konur sem hún leiðbeindi á megrun- arnámskeiði telja þær hitaeiningar sem þær borðuðu yfir daginn. Þá kom í Ijós að allar borðuðu þær of fáar hitaeiningar fyrri hluta dagsins. Þetta segir hún að sé mjög algengt hér á landi. „Líkam- inn vill fá þá orku sem hann er vanur. Ef hann er sveltur fyrri hluta dags heimtar hann sitt þegar heim er komið og þá er fólk að borða samfellt frá klukkan fimm og langt fram á kvöld." Guðrún Þóra segir að sykur- sjúka vanti helst uppskriftir að kökum og eftirréttum. Fólk tekur auðvitað eftir því að það er sykur í uppskriftunum og segir hún að Danir, Svíar og Norðmenn séu farnir að gera það þótt þær séu ætlaðar sykursjúkum. Hún minnir einnig á að ávaxtasykur er sykur ekki síður en strásykur og að hann leggi sitt af mörkum í blóðsykri. Súkkulaóibifar (40 stk.) 150 g hveiti 14 tsk. lyftiduft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.