Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 50
50 D SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - kjarni málsins! „í minni æsku var allfjölmennt í Ögurvíkinni: Garðsstaðagrundir, Garðsstaðir, Ögur, Sólheimar, Svalbarð og Oddi og í Ögurnesi voru tíu þurrabúðir og útvegs- bændabúðir. Nú eru þarna eftir aðeins tvö býli, Ögur og Garðs- staðir. Djúp var nokkuð þéttbýlt á þeirra tíma mælikvarða. Þá var barnaskóli og læknissetur í Ögur- vík alla mína bernskutíð. Ég kom ekki til ísafjarðar fyrr en undir fermingu en hafði þó áður fengið 'að fara með föður mínum til Súðavíkur að kaupa útvarp. Börn lágu ekkert í bæjarflakki á þessum árum. Við eignuðumst ekki útvarp fyrr en 1938 og tæknin var ekki langt á veg komin. Ekkert rafmagn var á Svalbarði en gríðarlegar rafhlöð- ur fylgdu útvarpinu sem þurfti síð- an að fara með upp í litlu rafstöð- ina í Ögri til að hlaða." Það er Sverrir Hermannsson bankastjóri sem rifjar hér upp æskuumhverfi sitt við ísafjarðar- djúp, en hann er fæddur á Sval- barði í Ögurvík. Undirbúningur jólanna í byrjun desember var sjóróðr- um hætt og þá var farið í kaupstað til jólainnkaupa en í þá ferð fengum við krakkarnir ekki að fara. Jólaund- irbúningur heima fyrir hvíldi nær eingöngu á móður minni, þessi mikli kökubakstur sem fylgdi jólun- um er mér minnisstæður. Það var bakaður ótrúlegur aragrúi af smá- kökum, lagkökum, brúnkökum og ávaxtakökum og það sem meira var að við máttum ganga í þetta lostæti að vild frá jólum fram yfir nýár. Jólamaturinn var hefðbundinn. Á aðfangadagskvöld var alltaf steik. Steikt kjöt var mjög sjald- gæft á öðrum tíma ársins. Þar sem enginn kostur var á að geyma nýtt kjöt var jafnan komið með það úr kaupstað í síðustu ferð fyrir jól. Það var síðan steikt í ofni kolaelda- vélarinnar sem annars var notaður til að baka í brauð en rúgkökur voru bakaðar á heitum hringjun- um. Á jóladaginn var síðan haft hangikjöt en hangikjöt var yfirleitt haft á stórhátíðum, jólum, páskum og hvítasunnu. í annan tíma var það ekki á borðum. Strák einum frá fátæku heimili sem boðið var upp á hangikjöt á hvítasunnu of- bauð þetta kjötát og lét þess get- ið, að ef jólin og páskana bæri uppá hvítasunnu yrði nú aldeilis mikil kjöthátíð. Jólailmurinn tengist bæði kökubakstrinum og hangi- kjötinu. Við fengum alltaf einhverja nýja flík fyrir jólin. Mamma átti hring- prjónavél sem hún prjónaði í undir- fatnað en önnurföt voru saumuð." Jólatré „í barnæsku minni áttum við ekkert jólatré. Síðan var það að um 1934 kom í Ögurvíkina læknir sem hét Högni Björnsson. Hann flutti til Danmerkur 1937 og eftirlét okkur þá óskaplega fallegt gervi- jólatré með öllu skrauti og á greinarendunum voru kertakl- emmur fyrir smákerti. Upp frá þessu áttum við alltaf þetta jóla- tré." Sungum á aðfanga- dagskvöld en ekki ella „Tilhlökkun til jólanna var gríðar- leg. Það var þessi hátíðleiki yfir öllu og ég man spenninginn áður en opnað var inn í stofuna klukkan sex á aðfangadagskvöld og öll dýrðin blasti við, jólatréð skreytt og allt svo bjart og hreint. Móðir mín var mjög strangtrúuð kona sem kom fram í öllu hennar dagfari. Það var faðir minn líka þó hann færi dult með það. Hann las húslestra á hátíðisdögum og kenndi okkur bænirnar. Á jóladag um hádegisbil las hann jólaguð- spjallið. Við sungum alla þessa algeng- ustu jólasálma af kappi hvert með sínu nefi. Við vorum þó afskaplega ólagviss mörg og sum alveg lag- laus en sungum þó af öllum lífs og sálarkröftum á aðfangadags- kvöld en ekki ella." Spilastokkur og marglit kerti „Við systkinin vorum ellefu og þau elstu voru farin að heiman þegar ég var að stálpast og ég man varla eftir þeim heima á jólum. En öll fengum við nákvæmlega eins gjafir. Við fengum einn stokk af spilum hvert fyrir sig og kerta- pakka með marglitum kertum og síðan tvö stór kerti, hvítt og rautt. Þegar faðir minn var búinn í gegningunum og hafði lagt sig ar as kökugerðarmaður tekur.. J fvrst af öllu stefnuna í Húsasmiðjuna. Par fást iill áhölcJ sem að gagni koma við piparkökubakstur og annan jólabakstur. Mól fyrir piparkökuhús, smákökumót, smákökuskeiðar, skeiðamál, kökukefli í ýmsum stærðum, kökugrindur, kökusprautur... og svo rná lengi telja. ________________________ HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 568 7710 Helluhrauni 16 • Slmi 565 0100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.