Morgunblaðið - 10.12.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 10.12.1995, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JiíiirgMttWa&iíi VIKAN 3/12-9/12. mMjMEEBÆ ►FYRIRTÆKIÐ Marel hf. hefur hannað vélþræl, sem getur tekið heilan fisk hvar sem er af færibandi og sett í hausunarvél. Þetta mun vera eitt fyrsta tækið í heiminum, sem sameinar myndgreiningu og vél- þrælatækni. ►VERÐSTRÍÐ stendur yfir á jólabókamarkaðnum og ákváðu útgefendur að veita bóksölum afslátt eftir að verslanirnar Bónus, Hagkaup og Kaupfélag Ámesinga veittu afslátt umfram samkomulag bók- sala og útgefenda um 15% hámarksafslátt. ►DÆMI eru um að þung- lyndi af völdum neyslu fíkniefnisins alsælu hafi leitt til sjálfsvíga unglinga hér á landi og unglingar hafí verið lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa neytt lyfsins. Lögregla hef- ur lagt hald á tæplega 900 alsælutöflur á þessu ári. ► UNDIRRITUN úthafs- veiðisamnings Sameinuðu þjóðanna hófst í New York á mánudag og var Þor- steinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra meðal þeirra, sem undirrituðu fyrstir. Umhverfísvemdar- samtökin WorldWide Pund for Nature lýstu yfir ótta um að framkvæmd sam- komulagsins gæti tafíst. ►Tveir flugmenn vora sviptir flugréttindum til bráðabirgða fyrir að fleyta kerlingar á landflugvélum sínum á sjó og hefja þær til lofts á ný. Kjaramál enn í óvissu TÓLF stéttarfélög höfðu í gærmorgun afturkallað uppsögn kjarasamninga, en fjögur ákveðið að halda uppsögn til streitu. Stjórn Dagsbrúnar var gagn- rýnd harkalega á fundi, sem haldinn var á fímmtudag til að fjalla um sam- komulag launanefndar ASÍ og VSÍ um að standa við uppsögn samninga. Dagsbrún og fleiri félög ganga til at- kvæða um uppsagnir um helgina og úrskurðar Félagsdóms um lögmæti þeirra er að vænta eftir helgi. Halli Ríkisspítala nálgast 400 milljónir GUÐMUNDUR G. Þórarinsson sagði á föstudag að uppsafnaður halli ríkisspft- alanna yrði sennilega um 400 milljónir króna um áramót að meðtöldum upp- söfnuðum halla síðasta árs. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að árs gamalt sam- komulag stjómenda Ríkisspítala og heil- brigðis- og fjármálaráðherra um aðhald hefði ekki skilað því sem að var stefnt. Telja skaðabótalög hækka bílatryggingar SAMKVÆMT könnun Sambands ís- lenskra tryggingafélaga og vátrygg- ingafélaganna myndu tillögur til breyt- inga á skaðabótalögum leiða til þess að iðgjöld af bifreiðatryggingum hækk- uðu um 30%. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að skaðabætur vegna bílslysa hækki. Engin innritunargjöld FALLIÐ hefur verið frá því að inn- heimta innritunargjöld á sjúkrahús í frumvarpi um ráðstafnir í ríkisfjármál- um, sem lagt var fram á Alþingi á fímmtudag. Ekki tókst samstaða um málið innan stjómarflokkanna. Tillag- an hafði verið gagnrýnd f umræðum á þingi. Alain Juppe Mesta verkefni í sögu NATO samþykkt RÁÐHERRAFUNDUR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) samþykkti á þriðjudag áætlun um að senda 60.000 manna herlið til friðargæslu í Bosníu á næstu mánuðum. Þetta verður mesta aðgerð bandalagsins í 46 ára sögu þess og sú fyrsta utan skilgreinds vam- arsvæðis þess. 2.500 manna lið var sent til Bosníu til að undirbúa komu friðargæslusveitanna. Þýska þingið samþykkti á miðvikudag að senda 4.000 manna herlið til Bosníu en ekki er enn ljóst að fullu hvaða þjóðir sendi hermenn, t.a.m. hvaða Asíuþjóðir. EMU í hættu vegna verkfalla Frakka ÁSTANDIÐ í Frakklandi versnaði dag frá degi í vikunni sem leið vegna verk- falla opinberra starfsmanna sem krefj- ast þess að Alain Juppe forsætisráð- herra og stjóm hans falli frá áformum um niðurekurð í velferðarmálum. Margir kennarar gengu til liðs við verk- fallsmennina á fimmtudag og um 36% 2,2 milljóna opinberra starfsmanna landsins tóku þá þátt í verkföllunum. Aðgerðimar em famar að hafa alvar- leg áhrif á efnahagslffíð í landinu og ýmsir hagfræðingar segja að gefíst franska stjómin upp fyrir verkalýðsfé- lögunum og fjárlagahallanum geti það gert að engu áætlanir um myntbanda- lag Evrópusambandsríkja (EMU). ► GERÐUR var barka- skurður á Andreas Pap- andreou, forsætisráðherra Grikklands, á miðvikudag, en hann er með lungna- bólgu og hefur verið á sjúkrahúsi í tvær vikur. Á föstudag hermdu fréttir að hann væri heldur á bata- vegi. ► GÖRAN Persson, fjár- málaráðherra Svíþjóðar, kvaðst á þriðjudag gefa kost á sér sem leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í vor þeg- ar Ingvar Carlsson lætur af embætti. Ákvörðun Perssons mæltist vel fyrir meðal jafnaðarmanna. ► LAGÐAR vom fram ákæmr á hendur Roh Tae- woo, fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, og yfirmönn- um sjö stærstu fyrirtækja landsins á þriðjudag. Roh er sakaður um að hafa þeg- ið 24 milljarða króna f mútur frá alis 35 viðskipta- jöfmm. ► Frakkar hafa ákveðið að taka að nýju þátt í mest- öllu hernaðarsamstarfí NATO, en þeir drógu sig úr því árið 1966. Franska stjórnin tók þessa ákvörð- un vegna þátttöku Frakka f friðargæslu NATO í Bos- níu. ► STJÓRNARHER Sri Lanka náði Jaffna-borg á sitt vald á þriðjudag, en hún hafði verið undir yfir- ráðum Tamíla í tæpan ára- tug. Forseti landsins bauð tamílskum skæmliðum sakaruppgjöf ef þeir legðu niður vopn. FRÉTTIR Formaður BI gagnrýnir ummæli rannsóknarlögreglu- sljóra um að blaðamenn hafi ekki leitað réttar síns Staða blaðamanna hingað til virt LÚÐVÍK Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands, segir ummæli Boga Nilssonar rannsókn- arlögreglustjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. miðvikudag vera útúrsnúning, aðgerðir hafí verið óþarfar þar sem réttarkerfíð hafí hingað til virt stöðu blaðamanna, en það velti á niðurstöðu þessa máls hvort nú þurfí að grípa til aðgerða. í málflutningi um þá kröfu RLR að blaðamaður Morgunblaðs- ins greini frá ónafngreindum heim- ildarmanni, hélt Bogi því m.a. fram, að Blaðamannafélags íslands hefði engin áhrif haft á löggjöf um vitna- skyldu blaðamanna. Skýrt fordæmi „Hingað til hefur ekki verið sótt að blaðamönnum með þeim hætti, sem gert er í þessu máli,“ sagði Lúðvík. „í þeim málum, sem upp hafa komið á undanförnum árum hefur klárlega verið tekin afstaða til þess í dómi að staða blaðamanns er virt. Það má segja að fordæmið, sem hefur verið gefið af dómsyfir- völdum og öðrum aðiljum, sem hafa komið að þessum málum, hafi verið svo skýrt að það er algjört eins- dæmi og afar sérstakt þegar mál eru rekin með þeim hætti sem nú er gert. Öll mál hafa endað á þann veg að vísað hefur verið til viður- kenndrar stöðu fjölmiðlamanns." Segir mál RLR á hendur blaða- manni Morgun- blaðsins einsdæmi RLR hefur krafíst þess að Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgun- blaðinu, svari spumingum um það hvaða gögn hún hafi haft undir höndum og frá hvaða mönnum hún hafí fengið gögn og upplýsingar þegar hún skrifaði fjögurra greina úttekt á endalokum Sambands ís- lenskra sammvinnufélaga og upp- gjöri þess við Landsbanka Islands í mars. Málið er liður í rannsókn á því hvort lög um þagnarskyldu bankastarfsmanna og opinberra starfsmanna hafi verið rofin. Bogi Nilsson sagði í málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag að ný lög um meðferð opinberra mála frá 1. júlí 1992 kvæðu á um undanþágu blaða- manna frá vitnaskyldu að uppfyllt- um tilteknum skilyrðum, en áður hefðu blaðamenn ekki haft rétt til að skorast undan vitnaskyldu. BÍ engin áhrif haft Bogi vísaði til norrænna skýrslna, sem tækju til vitnaskyldu blaðamanna og sagði ljóst að Blaða- mannafélag Islands hefði engin áhrif haft á þessa löggjöf hér á landi, hveiju sem um væri að kenna. Hann benti á að lítil umræða hefði verið um stöðu blaðamanna í málum af þessu tagi hér á landi, en þau væru stöðugt í deiglunni erlendis. Ályktun Alþjóðasamtaka blaða- manna frá árinu 1957 segði að sam- tökum blaðamanna væri treyst til að tryggja að réttur þeirra væri virt- ur í löggjöf hvers lands, en það hefði ekki haft áhrif hér á landi. Mikil umræða Lúðvík Geirsson sagði að þessi mál hefðu verið mikið rædd á Norð- urlöndum á seinni árum vegna þess að þar hefðu komið upp heit og stór mál. Hann sagði að ályktun Alþjóðasamtaka blaðamanna væri grundvallarályktun, sem hefði verið samþykkt þegar samtökin urðu til á Vesturlöndum, og Blaðamannafé- lag íslands byggði á henni. „Bogi talar um að blaðamenn hafi ekki sótt sér sérstakan rétt í gegnum löggjöfina, en það hefur aldrei verið þörf á slíku,“ sagði Lúðvík. „Þær reglur, sem blaða- menn hafa sett sér sjálfir og gilda um allan heim, hafa verið virtar. En það er ljóst að verði niðurstaða þessa máls sú að staða blaðamanns gagnvart trúnaðarmanni verði ekki virt er Ijóst að það þarf að taka á þessum málum.“ Dagskrá Stöðvar 3 verður send út órugluð í desember Áskrifendur fá mánuðinn frían DAGSKRÁ Stöðvar 3 verður send út órugluð allan desembermánuð og fá áskrifendur stöðvarinnar mánuð- inn því frían. Úlfar Steindórsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að ekki hafí verið gert ráð fyrir jafn góðum viðtökum og stöðin hefur fengið og ekki hafi verið búið að panta nógu mikið af afruglurum. „Við höfum ekki getað komið af- ruglara á alla og þar af leiðandi vilj- um við ekki vera að rugla útsending- una og geta ekki leyft öllum að sjá sem vilja sjá,“ segir Úlfar. Nægilegur fjöldi afruglara kemur til landsins í desember og segir Úlf- ar að í janúar verði allir áskrifendur Stöðvar 3 búnir að fá afruglara, svo fremi sem áskrifendunum fjölgi ekki enn hraðar en til þessa. Útsending nær til 15-16 þúsund sjónvarpsnotenda Úlfar vildi ekki svara því hve margir áskrifendur Stöðvar 3 væru orðnir. Hann sagði að verið væri að hyggja upp dreifikerfí stöðvarinnar af fullum krafti og nú um helgina ættu 15-16 þúsund sjónvarpsnotend- ur möguleika á því að ná útsending- unum. Auk útsendingar á dagskrá Stöðv- ar 3 endurvarpar stöðin gervihnatta- stöðvunum MTV, Eurosport,' CNN og Discovery. Útsending Discovery hafur verið rugluð hingað til en órugluð útsending stöðvarinnar átti að hefjast í síðustu viku. Úlfar sagði töfína stafa af því að stilla hefði þurft ákveðinn hluta af búnaði Stöðvar 3 til að senda dagskrána út óruglaða og hann vonaðist til að því yrði lokið fyrir næstu helgi. Sjóminjasafn Jósafats opið OPIÐ hús verður í Sjóminjasafni og tekur á móti gestum og sýnir Jósafats Hinrikssonar í Súðarvogi þeim safnið. Jafnframt kynnir 4 í dag, sunnudag, klukkan Jósafat æviminningar sínar, Ótta- 13-16. Jósafat verður á staðnum laus. Allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.