Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarbúar voru snöggir að sturta niður holræsagjaldatökuliðinu . . . Dagbók frá Kaíró AÐ reyndist ekki vanda- naál að fá aðra íbúð. Og gersamlega sprungu- lausa. Hér er jafnan mikið fram- boð af íbúðum af öllum gerðum og stærðum til ieigu og verðið frá 100 dollurum og upp úr. Mér reyndist þetta mun auðveldara en þegar ég kom í haust af því ég er orðin hagvanari og átta mig betur á hvernig skuli að málum staðið. Mig langaði að vera áfram í Heliopolis sem er elskulegur borgarhluti en ég vildi helst ekki vera jafn langt fyrir utan, ég hef þurft að reikna með allt að þrem- ur tímum á dag í sporvagna að heiman og heim. Og auðvitað liðu ekki nema nokkrir dagar, þá fann ég íbúð, snöggtum minni, mun betur búna húsgögnum og öðru sem við á að éta. Og við rólega götu. Hús- eigandinn, frú Súzann, fæst við að mála myndir og spurði feimnislega hvort ég vildi fá nokkrar smámyndir á veggina. Kannski fáein pottablóm líka. Það fannst mér notalegt og svo kom hún með púða og litlar mottur á gólfið, rétt eins og hún væri að mublera fyrir sjálfa sig en ekki ókunnugan leigjanda. Þegar að verðinu kom reyndist frúin líka betri viðskiptis en minn fyrri húseigandi, herra Taalat. Við sömdum um 150 pundum lægra verð og hún var ekkert síður ánægð en ég. Þar með skildi ég það sem ég hef þó auðvitað skilið fyrir löngu að herra Taalat hefur grætt ríflega á mér undan- farna 3 mánuðL Það kom til nokkurra orða- skipta milli mín og herra Taalats þegar ég sagði honum að nú ætlaði ég að fara úr íbúðinni. Borðstofu- borð sem hreyfist ekki og pottablóm Það er nóg framboð af íbúðum í Kaíró. Jóhanna Kristjóns- dóttir var því ekki í neinum vandræðum að fínna sér aðra — og sprungulausar vistar- verur — við lítinn fögnuð fyrri leigusála. Hann sagðist mundu láta kítta upp í allar sprungur alveg á næstunni og hann benti mér á að hann hefði fært mér dýrindis sjónvarp. Ég benti honum á móti á að nú hefði ég búið í íbúð- inni hátt í þijá mánuði og enn hefði hann ekki komið með lampaskerma sem hann lofaði, hér væru bara allsnaktar perur í loftunum. Að hann hefði ekki látið loka opnum rafmagnsdós- um sem eru úti um allt og honum hefði láðst að láta mig fá teppi á gólfin og rúmteppi þegar fór að kólna. Það væri íslenskum ullarskóm og lánsrúmteppi að þakka að ég væri ekki komin með lungnabólgu. Og hann hefði heldur ekki látið mig fá máln- ingu á eldhússkápana sem ég hafði stungið upp á að mála. Og sitthvað fleira. Herra Taalat sagði að þetta stæði allt til bóta, hann mundi koma með þetta allt daginn eftir og auk þess bjóða mér í mat með fjölskyldunni. En þar sem hann hefur sagt þetta allt all- nokkrum sinnum og síðan hefur ekkert orðið úr framkvæmdum sagðist ég ekki trúa lengur því sem hann segði. Ég sagði honum að íbúðin sem ég hefði fundið væri líka mun ódýrari og hann bauðst til að athuga hvort hann gæti lækkað verðið. Ég sagði honum að skilnaði að það væri einnig óumdeilan- legur kostur að borðstofuborð- platan í nýju íbúðinni léki ekki á reiðiskjálfi þegar ég væri að puða við heimavinnuna mína og reyna að vanda mig við að draga upp arabíska stafi. „Ég læt laga það strax eftir helgina," sagði herra Taalat. Ég ætla rétt að vona að næsti leigjandi njóti athafna herra Taalats eða athugi að flytja ekki inn fyrr en því hefur verið kippt í lag sem þarf að gera. Foreldrafélag ungra fíkniefnaneytenda Týndu börnin hennar Evu EYSLA ungs fólks á fíkniefninu al- sælu (ecstacy) hefur verið töluvert til umræðu að undanförnu, bæði manna í milli og í fjölmiðlum. Afleiðingar neyslunnar geta verið hræðilegar, alvarlegt þunglyndi og dauðsföll, og hefur fólk vaxandi áhyggjur af henni sem og neyslu annarra fíkni- efna. Fyrir tveimur árum tóku nokkrir foreldrar barna og ungmenna í neyslu sig til og stofnuðu foreldrafélag. Megintilgangur félagsins er að styðja foreldra og aðstandendur ungmenna sem neyta vímuefna. Félagið rekur ekki skrifstofu heldur liggja símanúmer félags- manna frammi á lögreglustöðum og er öllum sem þurfa á stuðn- ingi og uppörvun að halda vegna neyslu ungra aðstandenda sinna velkomið að hringja. Auk þess eru Al-anon fundir sérstaklega ætlaðir foreldrum barna og ungl- inga í neyslu haldnir á hverjum laugardegi klukkan 17 í kjallara Hallgrímskirkju. Kristín Haraldsdóttir er annar af tveimur formönnum félagsins. - Hver var aðdragandi þess að foreldrafélagið var stofnað? „Einn helsti hvatinn að stofn- un félagsins var að okkur fannst mjög ómaklega vegið að neyt- endum og aðstandendum þeirra í fjölmiðlum og að umfjöllunin væri í æsifréttastíl. Það sem beinlínis hefur verið hægt að lesa út úr blaðaumfjöllun er að for- eldrar barna og unglinga í neyslu séu bæði óalandi og ófeijandi. Þá sagði til dæmis lögreglumað- ur í blaðagrein að foreldrar væru hreinlega hræddir við „þetta fyrirbæri", unglinginn og þyrðu ekki að beita unglinga aga og svo framvegis. Það skal lögð áhersla á að þetta getur komið fyrir í öllum fjölskyldum. Ég og barnið mitt höfum alltaf átt opið og gott samband og á milli okk- ar hefur ríkt mikið trúnaðar- traust. Margir foreldrar hafa sömu sögu að segja en engu að síður hefur barnið farið út í neyslu.“ - „Hvernig gengur að ná til foreldra þessara unglinga? „Það gengur ekki mjög vel. Fólk fer í felur með vandamálið og mjög margir einangrast, sem ég tel að sé bein afleiðing af þessari neikvæðu umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu. Fólk felur þetta í lengstu lög fyrir ættingjum og vandamönnum. Ef maður er spurður segir maður að allt sé gott að frétta. Þeir sem eru opinskárri finna strax að það myndast tómarúm milli þeirra og annars fólks, fólk þorir ekki að tala um þessa hluti. Aðrir spyija hvers vegna maður hendi unglingnum ekki út. Svo einfalt er málið ekki. Ég segi stundum að manni þykir jafnvænt um barnið sitt hvort sem það fær fimm eða tíu á stærðfræðiprófi. Maður getur skilið við maka sinn en maður skilur ekki við börnin sín. Ég er alltaf móðir barnanna minna. Það er afar mikilvægt að for- eldrar hlusti vel á börnin sín því iðulega gefa þau vísbendingar um í hvað þau hafa ratað. Það ►Kristín Haraldsdóttir er gift, tveggja barna móðir, búsett í Reykjavík. Hún er annar tveggja formanna félags for- eldra barna og unglinga í neyslu. er einnig mjög mikilvægt að for- eldrar sýni börnum sínum vænt- umþykju hvemig sem þau eru og hvar svo sem þau velja sér næturstað. Það má heldur ekki láta börnin halda að þau séu að svíkja foreldra sína ef þau eru í neyslu. Þá fyllast þau sektar- kennd og gera bara eitthvað enn verra. Það er nefnilega hægt að við- halda neyslu með rangri fram- komu. í fyrstu brást ég til dæm- is við með hótunum sem ég gat engan veginn staðið við. Síðar lærði ég að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Það hefur breytt framkomu minni mikið og ég hef tekið eftir því að barnið mitt, sem nú er reyndar um tví- tugt, hefur breyst líka. Það fór til dæmis á útihátíð um verslun- armannahelgina og hringdi í mig einu sinni til tvisvar á dag til að láta mig vita af sér. Mér fannst það yndislegt." - Hver eru helstu vandamálin sem þarf að leysa í málefnum neytenda og aðstandenda þeirra? „Ef ungmenni undir 18 ára aldri lenda í höndunum á lög- reglu er mál þeirra sent ungl- ingadeild Félagsmálastofnunar. Þar er ákvörðun tekin um hvem- ig á að bregðast við vandamáli viðkomandi ungmennis en oft tekur afgreiðsla málsins mjög langan tíma. Leiðin verður að vera skilvirkari og foreldrarnir verða að fá að vita strax að barn- ið þeirra hefur lent upp á kant við lögin, Foreldrana grunar kannski að eittvað sé að en það líða stundum margir mánuðir þar til þeim er sagt hvað hefur gerst og þá jafnvel um leið og barnið þeirra fer í fangelsi. Þar á ofan fá þessir krakkar ekki hefð- bundna meðferð heldur lenda þau í fangelsi. Þau eru eins og týndu börnin hennar Evn. I forvamar- deild lögreglunnar og víðar innan löggæslunnar eru hins vegar menn sem eru alltaf tilbúnir til að- stoðar. Fólk fer aftur á móti of seint af stað til að leita eftir henni. Þá er mjög mikilvægt að for- eldrar hugsi um sjálfa sig og hugtökin trú, von og kærleikur em gott veganesti. Al-anon fund- irnir á laugardögum hafa bætt úr mjög brýnni þörf. Reynslan hefur sýnt að foreldrum barna og unglinga í neyslu hentar ekki að sækja fundi með öðmm, til- fínningar foreldra gagnvart vandamálinu eru gjörólíkar þeim tilfinningum sem til dæmis mak- ar neytenda upplifa.“ Mikilvægt að gefast ekki upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.