Morgunblaðið - 10.12.1995, Side 34

Morgunblaðið - 10.12.1995, Side 34
34 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GEIRÞRUÐUR SIGURLINA FRIÐRIKSDÓTTIR OG GUNN- LA UGUR PÉTUR KRISTJÁNSSON + Geirþrúður S. Friðriksdótt- ir var fædd að Látrum í Aðalvík 5. október 1926. Gunn- laugur P. Kristjánsson var fæddur á Flateyri 13. janúar 1923. Þau létust í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastlið- inn. Útför þeirra fór fram frá ísafjarðarkirkju 4. nóvember. Sorgin má heita náðargjðf því sá einn getur syrgt sem elskað hefur og sá einn hefur mikið misst sem mikið hefur átt. Dáinn; - Þegar fregn þá fékk, mér fannst ég elding sleginn. Á eftir ég lengi í leiðslu gekk, sem lamaður, niðurdreginn. Að langt yrði skeið þitt, ég var að vona á velli lífsins, en það fór svona. (Gretar Fells) Ég vil minnast elskulegrar syst- ur minnar Geirþrúðar S. Friðriks- dóttur og mágs míns Gunnlaugs P. Kristjánssonar er fórust í snjó- flóðinu á Flateyri. Þau voru saman kölluð á brott úr þessu jarðlífí til æðra lífs, þang- að sem ég veit að vel hefur verið tekið á móti þeim af foreldrum og fjölskyldu. En við sem eftir lifum verðum að lifa áfram á lífsins braut, þó fátækari en við vorum. Lífíð hafði lagt á okkur saman mörg þung sporin, sem bundu okkur sterkum tryggða- og vin- áttuböndum, er gáfu okkur marg- ar samveru- og gleðistundir hér heima og erlendis. Því vil ég nú, elsku systir og mágur, minnast þeirra og þakka ykkur fyrir þær allar. Þegar við áttum öll saman heima á Flateyri með bömunum okkar, var það gæfustund að geta fylgst með þeim vaxa úr grasi og verða að mætum þegnum í þjóðfé- laginu. Við gátum skotist í kaffí- sopa hvor til annarrar og rætt málin, fundið saman lausn á öllu er viðkom dagsins önnum og einn- ig stutt hvor aðra í gegnum súrt og sætt. Þegar árin færðust yfir og ég hafði fært mig um set þá fóram við að fara fjögur saman í sum- arbústaða- eða beijaferðir hér heima, til Kanada eða eitthvað annað út í náttúrana. Þá var nú glatt á hjalla og margt rabbað, spaugað og hlegið. Einnig þegar skroppið var yfír heiði í heimsókn til að taka í spil, þó ekki væri nema í klukkutíma, en oftast var það þó lengri tími, jafnvel heilu helgamar. En eftirminnilegust er þó ferðin er við fóram til Aðalvík- ur í sumar, þá fóram við á æsku- stöðvamar og rifjuðum upp gaml- ar minningar, það var svo gaman. Síðustu stundimar er við áttum saman var þegar þú komst á Sjúkrahúsið á Isafírði í október í smá aðgerð og fékkst að vera hjá okkur allan daginn. Það vora dá- samlegar stundir. En elsku systir og mágur, þegar ég kvaddi ykkur þann 19. október síðastliðinn átti ég alls ekki von á því að það yrði í síðasta sinn er við sæjumst hér á jörð, en aldrei veit maður hvenær maður kveður í síðasta sinn. Því er það svo mikilvægt að kveðjast í hvert eitt sinn við brottför. Þú stakkst í lófa minn litlu umslagi um leið og vð kvöddumst, innihald þess yljar mér um hjartarætumar í dag, ég mun varðveita það í fram- tíðinni sem djásn þitt til mín. Hinn 25. október um kvöldið áttum við samtal saman í síma og slógum við þá á létta strengi eins og endranær, en að morgni voram við vakin upp við sorgar- fregn, einu sinni enn, sýnt fram á að guð einn ræður og gefur okkur styrk til að taka því sem að hönd- um ber. í Spámanninum segir: „Þótt hönd hans sé þung og hörð, er henni stjómað af mildi hins óséða, og bikarinn sem hann færir ykk- ur, brennir varirnar, en er þó gerð- ur úr leimum, sem guð hefur vætt með helgum táram sínum.“ Um leið og við kveðjum elsku- lega systur mína og mág minn, þá biðja systkini okkar fyrir kveðj- ur og þakklæti fyrir allt. Við biðj- um góðan guð að geyma þau og gefa þeim allt það besta og feg- ursta sem hann á. Megi ljósið hans yfír okkur skína. Elsku frænkur og fjölskyldur ykkar, Guð styðji ykkur og styrki og veri með ykkur. Við biðjum einnig fyrir öllum er misstu ástvini sína í snjóflóðinu og öðram Flat- eyringum. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna og Högni, Hlíf, ísafirði. GESTUR H. FANNDAL + Gestur Helgi Fanndal, kaup- maður á Siglufirði, fæddist í Haga- nesvík i F(jótum í Skagafirði 10. júlí 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 2. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 9. desember. KYNNI mín af Gesti Fanndal era orðin löng, enda töldu æviárin hans á níunda tuginn þeg- ar hann lést. Því fór þó ijarri að Elli kerling hefði náð á honum tökum, lífsþróttur og lifandi áhugi á málefnum líðandi stundar ein- kenndu hann til hins síðasta. Gestur var heilsteyptur maður og sýndi það jafnt í starfí sínu sem kaupmaður á Siglufírði alla FOSSVOGl 'onaum Útfararslofa Kirkjugardanna Fossvogi Simi 551 1266 sína starfsævi og í fjölskyldunni, þar sem ég kynntist honum sem stjúpa, þegar ég flutti til móður minnar á unglingsárum. Þrátt fyrir mikið og eril- samt starf var hann alltaf með hugann við að búa vel að fjöl- skyldunni og lét okkur systkinin finna það, hve annt honum var um að við fengjum sem bestar aðstæður til að njóta okkar í líf- inu. Hann var okkar trausti bakhjarl með móður minni og hefur mér orðið það æ ljósara eftir því sem árin hafa liðið, hversu mikilvægt það var og ekki eins sjálfsagt og mér fannst það þá. Seinna tengdust ný bönd þegar bamabömin komu til sögunnar og kynntust því, að Gestur afí var alveg sérstakur, hann átti þessar undrahirslur fullar af sælgæti og hann fann miklu fleiri tilefni en afmæli og jól til að koma með spennandi pakka. Og ekki fannst bömunum það amalegt að fá að standa við píanóið og syngja af hjartans lyst við undirleik Gests afa. Minnisstæðir era líka lautartúr- ar inn í Fljót, í Stífluhólana eða að Barði, þar naut Gestur sín sannarlega sem höfuð stórfjöl- skyldunnar, þegar búið var að breiða út veisluföngin í fallegri laut. Að lokum vil ég fyrir hönd okk- ar hjónanna og bama okkar þakka Gesti trausta og góða samfylgd og bið móður minni, bræðram og öðrum nánum vandamönnum allr- ar blessunar. Erla Þórðardóttir. Hann elsku afí hefur lokið hlut- verki sínu hér hjá okkur og er farinn á góðan stað. Hann var sá besti afí sem nokkur gat átt, eins og klettur var hann, alltaf til stað- ar, alltaf í búðinni sinni, eitthvað að sýsla. Hann var fróður maður, alltaf með eitthvert merkilegt rit eða pésa við höndina. Eftir því sem ég varð eldri, stakk hann að mér ýmsu skrítnu og skemmtilegu, fyrst vora það föndursíður og teiknimyndasögur úr dönsku blöð- unum sem hann las ævinlega, svo fóru það að verða smásögur og ýmis skemmtilegur fróðleikur í sambandi við menntun mína og áhugamál. Það var alltaf svo gaman að tala við hann afa, hann vissi svo margt og hafði svo sterkar skoð- anir á öllu, og svo skemmtilegar tilgátur um allt milli himins og jarðar. Það er falleg minning sem kemur upp í huga mér nú þegar afí hefur kvatt. Ég var sennilega fjögurra eða fimm ára í pössun hjá afa og ömmu, ég var lasin og mér leiddist. Ég sat um stund við stofugluggann og reyndi að skrifa niður öll númerin á bflunum sem keyrðu fram hjá. Svo fór ég upp á loft til afa á kontórinn og lagð- ist á beddann sem þar var, afí fór að segja mér frá hinu og þessu á meðan hann gerði bókhaldið. Þar var svo friðsælt og hlýtt og góð „afalykt“ í loftinu. Augnlokin á lítilli stelpu þyngdust og þegar ég vaknaði var afí enn á sínum stað en hann hafði breitt ofan á mig stóra íslenska fánann sem hann flaggaði við öll tækifæri. Eg man hvemig allt var í ragl- ingslegri röð og reglu, eins og allt- af er á ekta kontóram. Alltaf átti afí eitthvað gott í litla sælkera- munna, súkkulaði og ýmislegt góðgæti. Elsku afi minn, þú varst einstakur og ógleymanlegur. Þakka þér fyrir allar góðu stund- imar, súkkulaðið og skemmtilegu samtölin. Þín afastelpa, Perla. GUÐLAUG VILHJÁLMSDÓTTIR + Guðlaug Vil- hjálmsdóttir var fædd í Meiri- tungu, Rangár- vallasýslu, 7. febr- úar 1903. Hún and- aðist í Reykjavík 21. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru hjónin Vigdís Gísla- dóttir, ættuð af Suðurnesjum, fædd 3. apríl 1878, og Vilhjálmur Þor- steinsson, frá Beru- stöðum, Rangár- vallasýslu, fæddur 18. desem- ber 1870. Systkini Guðlaugar voru þessi: Ketill, f. 27. sept. ÓÐUM fækkar móðursystkinum mínum frá Meiritungu, en þau vora fímmtán. Eftir era á lífí syst- umar Fanney, Ásta og Eva. Þegar ég man fyrst eftir mér þá var það í Meiritungu, hjá afa og ömmu, en þar hafði ég nokkra dvöl sumarið 1930. Mér er enn í minni heimilisfólkið á Meiritungu- bæjunum, en þar var þá þríbýli. Ég hef oft hugsað um það síðan, hvað þetta vora samhentar fjöl- skyldur og þessi fjölmörgu böm, sem þama ólust upp í sátt og sam- lyndi. Þá átti ungt fólk ekki kost á langri skólagöngu, fljótt farið að létta undir með foreldram sínum með vinnu, farið til verstöðva, eða annað, strax og aldur og þrek leyfðu. Þá var vinnan og góð sam- skipti við annað fólk sú þroska- og menntabraut, sem fólk gekk til undirbúnings fyrir framtíðina og lífið. Þessi „braut“ reyndist vel og vandamálin vora leyst með at- gjörvi, drenglyndi og dáð. Guðlaug var af þessum eldri skóla. Hún var bráðvel gefín til munns og handa, dugleg og skyn- söm. Hún fór ung úr foreldrahús- 1899, dó ungur; Guðrún, f. 13. febr. 1901; Ketill, f. 15. febr. 1905; Þor- steinn, f. 20. júlí 1906; Vilborg, f. 24. nóv. 1907; Vilhjálm- ur, f. 24. nóv. 1907, dó ungur; Gunnar, f. 13. júlí 1909; Þór- arinn, f. 20. des. 1910; Fanney, f. 28. apríl 1914; Karl, f. 11. sept. 1916, Ásta, f. 8. okt. 1918; og Eva, fædd 23. mars 1920. Útför Guðlaugar Vilhjálms- dóttur fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, 1. desember. um, til Reykjavíkur, lærði sauma- skap og gerði þá atvinnugrein að ævistarfí sínu. Lengst af vann hún hjá Vinnufatagerð íslands. Hún tók mikinn þátt í félagsstarfí Iðju, félags verksmiðjufólks, um margra ára skeið. Hún var ávallt málsvari þeirra er minna máttu sín í þjóðfé- laginu. Var stefnuföst og ákveðin í skoðunum sínum. Lengst af bjuggu þær saman systumar Guð- laug og Fanney, fyrst lengi á Snorrabraut 52 og svo hin síðari ár í Bólstaðarhlíð 50. Til þeirra systra hefur ávallt verið gott að koma. Nutum við systkinin þess svo sannarlega oft. Fyrir það og svo margt annað þökkum við í dag. Einhvem veginn var það svo, að sjaldan var önnur systirin nefnd, nema hin þá líka. Fanney eignaðist soninn Vil- hjálm. Ég veit að hann hefur verið Guðlaugu jafn kær og hann væri hennar sonur. Minningin um Guðlaugu frænku mína er mér mjög kær. Hún var góð frænka. Blessuð sé minning hennar. Hörður Valdimarsson. HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR + Hólmfríður Jónasdóttir fæddist 12. september 1903. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 18. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkróks- kirkju 25. nóvember. TENGDAMÓÐIR mín, Hólmfríður Jónasdóttir frá Hofdölum, er látin, 92 ára að aldri. Þótt andlát hennar kæmi mér ekki á óvart, var þó sem strengur brysti f bijósti mér. Minn- ingarnar hrönnuðust upp. Frá því fyrir tæpum 40 áram er ég kom fyrst á heimili hennar og manns hennar Guðmundar Jósafatssonar hefur hún verið mér kær. Hvemig hún tók mér, aðfluttum strák- piakknum, sem farinn var að draga sig eftir yngri dóttur hennar. Hennar hlýja og Ijúfa viðmót ásamt dulinni kimni færði öllum þeim sem hún umgekkst aukna lífsfyllingu. Við Margrét hófum okkar bú- skap í einu herbergi í húsi þeirra hjóna á Ægisstíg 10 hér á Sauðár- króki, og aldrei heyrðist æðraorð eða styggðaryrði þó að þau þyrftu að þrengja að sér. Þegar barna- bömin komu minnkaði umhyggjan ekki, þvert á móti. Fyrir alla þá ástúð og þann kærleik sem hún veitti þeim verður aldrei að fullu þakkað. Hveiju barni er það mikil gæfa að alast upp við slíkar að- stæður og munu bömin okkar búa að því ævilangt. Fljótlega eftir að þau hjón fluttu úr sveitinni til Sauðárkróks fór Hólmfríður að hafa afskipti af verkalýðsmálum. Þar sem annars staðar reyndist hún góður liðsmað- ur. Hún gekk í Verkakvennafélag- ið Ölduna og var þar í forystu í áratugi, þar af formaður í tæp 20 ár með hléum, og sat á J>ví tíma- bili á fjölmörgum ASI-þingum. Þegar hún hætti störfum fyrir verkakvennafélagið Iaunuðu þær henni dygga forystu með því að gera hana að heiðursfélaga. Einnig starfaði hún lengi í Kvenfélagi Sauðárkróks og var heiðursfélagi þess. Þó að Hólmfríður væri ljúf manneskja, hafði hún fastmótaðar skoðanir og var órög að fylgja þeim eftir, og setti þær fram á þann hátt að eftir var tekið. Skáld- mælt var Hólmfríður í besta lagi, var síyrkjandi. Ófáar vora þær stökumar sem hún kastaði fram, aðeins til að létta lund þeirra sem hún umgekkst hveiju sinni. Hnyttnar vora þær og hittu beint í mark. Þá orti hún mikið af ljóðum og gaf út eina ljóðabók. Iðulega kom hún fram á skemmtunum og las þá gjarnan upp ljóð, þá samdi hún einnig texta við dægurlög sem komið hafa út á hljómplötum. Þau hjón vora alla tíð mjög sam- hent, en mann sinn missti hún af afleiðingum slyss 14. janúar 1974. Harmaði hún hann n\jög, en þá sem endranær sýndi hún styrk og æðra- leysi. Er ég þess fullviss að nú þegar þegar þau era saman á ný, leiðist þau aftur hlið við hlið. Megi það verða öllum þeim sem næstir standa merkri sæmdarkonu nokk- ur huggun. Með djúpri virðingu og innilegu þakklæti fyrir allt og allt. Stefán Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.