Morgunblaðið - 10.12.1995, Page 51

Morgunblaðið - 10.12.1995, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Samstarf FT við Hóla aukið FREKARA samstarf Félags (tamningamanna og Bænda- skólans á Hólum var samþykkt á aðalfundi FT. Er þar um að | ræða að skólinn sjái um kennslu fyrir þjálfara- og reið- kennararéttindi C. Er áætlað að námið taki fimm mánuði, þrjá á skólanum og tvo við æfingar heima. í ráði er að hleypa þessu námi af stokkun- um í byrjun næsta árs. | ^^amstarf félagsins og skólans hefur staðið frá 1993 en frá þeim tíma hefur nám á hrossa- I ræktarbraut veitt nemendum skól- ans i'étt til inn- Valdimar göngu í félagið. Kristinsson Meðal þess sem fram kom á fundin- um er að félagið hefur ráðið starfs- kraft til að sinna ýmsum verkefn- um, er það Ingibjörg Magnúsdóttir sem er hestamönnum að góðu kunn 1 fyrir störf sín á skrifstofu Land- | sambands hestamannafélaga. Mik- á ill tími aðalfundarins fór í umræð- * ur um búningamál en skiptar skoð- anir hafa verið um það hverjum eigi að vera heimilt að nota búning félagsins í keppni og sýningum. Til að fá inngöngu í félagið þarf að þreyta frumtamningapróf eða sækja nám á Hólum og öðlast menn þar með rétt til að nota bún- j inginn. Næsta stig í prófum er svo þjálfarapróf og er það skoðun 1 margra félagsmanna að það ætti ( að veita mönnum rétt til að nota búninginn. Málinu var vísað til stjórnar sem mun leggja fram til- lögur á næsta aðalfundi. Nefndir voru skipaðar í ýmis mál og má þar nefna endurskoðun agareglna fyrir félagið sem þykja orðið heldur forneskjulegar. Einnig var skipuð nefnd til að kanna möguleika á að félagið standi fyrir sýningu í reiðhöllinni í Víðidal í vetur. í ársskýrslu kemur fram að stjórn félagsins hefur ritað Bænda- samtökum íslands bréf þar sem mælst er til að hætt verði dómum á fjögurra vetra hrossum og það sagt samdóma álit félagsmanna að oft sé gengið of nærri fjögurra vetra hrossum á sýningum. Þá sendi stjórn félagsins nýskipaðri stjórn Stóðhestastöðvarinnar bréf þar sem lýst er yfír óánægju með lága gjaldtöku stöðvarinnar fyrir tamningu og þjálfun. í bréfínu var farið fram á upplýsingar um hvað sé innifalið í gjaldi því sem sett hefur verið upp. I skýrslunni segir að ákveðið verði þegar svar berst hvort grípa þurfí til aðgerða. Sam- þykkt var skipa nefnd sem gerði úttekt á kostnaðarliðum í tamn- ingastarfsemi. Um þrjú hundruð manns eru nú í félaginu en 20 luku frumtamn- ingaprófí frá Hólum á árinu og 22 luku prófí á eigin vegum. í stjóm félagsins sitja Trausti Þór Guð- mundsson formaður sem var endurkjörinn á fundinum, Einar Öder Magnússon varaformaður, Olil Amble gjaldkeri, Ólafur H. Einarsson ritari og Atli Guðmunds- son meðstjórnandi. í varastjóm eiga sæti Freyja Hilmarsdóttir og Sveinn Jónsson. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 51 ■•V.’yVÁ 8! skiptir ekki máli! Það fer ekki mikið fyrir litlu orkuverunum frá Bose en áhrifin eru stórkostleg. Bose Acoustimass Am5 hátalarar á Lifandi tonleikar Venjulegir hátalarar Bose Acoustimass „Direct/Reflecting**® tátatilaacL: 69.900 Einnig fast Bose Acoustimass Am7 Dolby Prologic heima- bíóhátaiarar á 94.700 kr. w ■ Ww kr.stgr. Verð áður 79.900 Lr-'-HrSEI Heimilistæki hf SÆTUNI 8 SIMI 569 1500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.