Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kveikt var á Oslóartrénu á Austurvelli á sunnudaginn Morgunblaðið/Ásdís LJÓSIN frá Óslóartrénu vörpuðu birtu á mannfjöldann á Austurvelli. Kulda- boli beit í kinnar BÆJARFERÐ í tilefni af því að kveikt er á Óslóarjólatrénu niðri á Austurvelli hefur verið fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra reykvískra fjöl- skyldna um árabil. Stórir og smáir láta ekki á sig fá þó kuldaboli bíti í kinnar eins og raunin varð á niðri í bæ á sunnudaginn. Mannfjöldinn mátti þola bæði regn og snjó- komu á meðan athöfnin fór fram og jólasveinamir léku við hvern sinn fingur á þaki Nýja kökuhússins eins og venja er. Krakkarnir létu heldur ekki segja sér tvisvar að taka undir söng jólasveinanna þótt eflaust hafi einhveijir verið orðnir svo- JÓLASVEINNINN mundi eftir að hafa harmónikkuna með sér af fjöllum eins og sjá má. Hann og bræður hans drógu ekki af sér við sönginn fremur en smávaxnir aðdáendur þeirra fyrir neðan. lítið ryðgaðir í jólalögunum frá því í fyrra. Nú er hins vegar kominn tími til að fara að æfa jólalögin því jólaundirbúningur- inn er að komast á fullan skrið og brátt hefjast hinn annáluðu jólaböll. Enginn vill verða sér til skammar á þeim. Alls er tal- ið að rúmlega 700 manns hafi verið á Austurvelli á sunnudag. Eina alba cacatua parinu á Islandi stolið TÍU páfagaukspör af tegundinni alba cacatua, sem upprunnir eru í Ástralíu, eru til í Evrópu. Eina parið í eigu íslendings var stolið úr versluninni Gæludýrahúsinu í Fákafeni aðfaranótt sunnudags- ins. Jón Ólafsson, einn af eigend- um verslunarinnar, segir að páfa- gauksparið sé því sem næst verð- laust án uppruna- skilríkja sem hann hafi undir höndum en hann áætlar að með þeim væri hægt að selja par- ið á um eina millj- ón krónur. Þjófarnir höfðu reynt að spenna úpp hurð að versl- uninni með kú- beini en síðan náð að opna glugga og farið þar inn. Auk páfagaukanna tóku þeir fugla- búr, sem Jón teiur líklegt að þeir hafí flutt fuglana í, og hundakörfur. „Það var mjög snyrtilega um- gengið að öðru leyti. Mitt fyrsta verk var að gefa fuglunum á morgnana og þeir átu úr lófa mínum. Mér fannst eitthvað vanta í morgun og geri mér nú grein fyrir því að fuglarnir voru mér meira virði tilfinningalega en fjár- hagslega," sagði Jón. Jón segir að þeir sem þekki eitthvað inn á þessi mál viti hversu verðmætir fuglarnir eru. „Það er erfítt koma þeim í verð því ég hef alla pappírana undir höndum, þ.e. upprunavottorð, innflutningsleyf- ið, læknisvottorðið og allar upp- lýsingar um ræktandann. Ef þjóf- arnir koma fuglunum úr landi verða þeir að selja þá á svörtum markaði og fá örugglega lítið fyr- ir þá,“ sagði Jón. Jón flutti páfagaukana inn frá Danmörku fyrir þremur árum og hafði þá beðið í á þriðja ár eftir að fá par af þessari tegund. Til er einn stakur fugl hérlendis sem er hafður frjáls í Húsdýragarðin- um. Sá er kallaður Kiki, eftir sam- nefndum páfagauk úr unglinga- sögum Enids Blyton. „Það er ekki hægt að setja saman bara ein- hvern karlfugl og kvenfugl því alba cacatua verður að velja sér maka úr stærri hópi af teg- undinni og þá er það lífstíðarpörun. Fuglinn verpir fram á sextugs- aldur og verða þeir 80-100 ára gamlir. Mínir fugl- ar eru ekki nema sjö ára gamlir og hugmyndin var sú að fá undan þeim unga,“ sagði Jón. Páfagaukarnir eru um 50 sm langir, hvítir að lit, með lítið stél en stóran skúf á haus. Þeir hafa mikinn bitkraft, eða yfir 700 kg, að sögn Jóns, og.segir hann páfagaukana reglu- iega hafa bitið í sundur jámbúr sitt. Jón segir að páfagaukarnir séu hálftamdir en hægt er að kenna þeim að tala og ná þeir upp mikl- um orðaforða. Einnig hafa þeir verið notaðir í fjölleikahúsum til að sýna alls kyns listir. „Það stóð ekki til að kenna þeim að tala því ef það er gert verða þeir yfírleitt mjög lélegir uppalendur. Hins vegar hefði ég tamið unga þeirra." Jón segir að hann sé tilbúinn til að láta þetta mál niður falla ef fuglunum verður skilað. PÁFAGAUKARNIR eru með stóran skúf og mikinn bitkraft. Athuga- semd frá Katrínu Fjeldsted Fundir um snjóflóðamál haldnir á fjórum stöðum á Vestfjörðum Frumvarp um að færa ábyrgð til Veðurstofu vekur umræður SNJÓFLÓÐAMÁL voru til umræðu á fjórum borgarafundum, sem haldn- ir voru á Vestfjörðum um helgina, og kom þar meðal annars fram gagn- rýni á tillögur í stjómarfrumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi á fímmtudag, um að auka þátt Veður- stofu íslands í hættumati og fela henni að gefa út viðvörun þegar rýma þarf svæði vegna snjóflóðahættu. Magnús Jónsson veðurstofustjóri var meðal framsögumanna á fund- unum og sagði hann í gær að þetta væri nokkuð annað en Veðurstofan hefði fengist við til þessa. Hún hefði ekki haft það hlutverk að segja fólki hvemig það ætti að bregðast við, en nú væri gert ráð fyrir að Veðurstof- an gerði það í samráði við Almanna- vamir á hveijum stað. Hafsteinn Hafsteinsson, formaður Almannavamaráðs, sagði í gær að víðast hvar annars staðar væri sama fyrirkomulag og nú væri hér. Al- mannavamanefnd og lögreglustjóri á hveijum stað tækju ákvörðun um hvort ætti að rýma svæði. Veðurstof- an hefði verið til halds og trausts, en með frumvarpinu myndi ákvörð- unin vera hennar og framkvæmdin í höndum heimamanna. Magnús sagði að á fundunum, sem haldnir voru á Flateyri, í Súðavík, á Isafirði og í Bolungarvík, hefði eink- um verið deilt um það hvort almanna- vamarnefndir eða Veðurstofa ættu að taka ákvörðun um það hvort rýmt yrði. Heimamenn beri ábyrgð Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörð- um, sagði á fundi á Flateyri á laugar- daginn að hann vildi ekki fela þetta stofnun á. borð við Veðurstofuna, heldur ættu heimamenn sjálfír að bera ábyrgðina. „Ég virði þessar skoðanir og vildi gjaman að Veðurstofan þyrfti ekki að hafa þennan kaleik hjá sér,“ sagði Magnús Jónsson. „Þetta er stílbrot miðað við það, sem gengur og gerist hjá okkur og annars staðar, þar sem vísindastofnunum er yfirleitt ekki falin ábyrgð af þessu tagi . . . Við höfum ekki sóst eftir þessu, en við skorumst ekki undan ef þetta er vilji stjómvalda og þings.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, kvaðst mjög fylgjandi þessum hugmyndum. „Ég tók þátt í starfí nefndarinnar, sem stóð að þessari frumvarpssmíð, og eftir samráð við sveitarstjómar- menn á þessum svæðum er þetta niðurstaða, sem ég get sætt mig við,“ sagði Kristján Þór og bætti við um gagnrýni þá, sem fram hefur komið: „Ég held að ábyrgð almannavamar- nefnda heima í héraði verði áfram til staðar þótt í öðru formi verði og ég bendi á að ákvörðun um rýmingu verður aldrei tekin nema í nánu sam- ráði við sveitarstjórnir." Magnús Jónsson sagði að í frum- varpinu væri gert ráð fyrir því að þessi málafíokkur heyrði að mestu undir umhverfísráðuneytið, en Veð- urstofan tæki að sér hættumat og sæi um að gera kort yfír svæði, sem rýma þyrfti við sérstakar aðstæður. Ný kort gerð af hættusvæðum Hingað til hefðu verið í gildi hættumatskort, en Veðurstofan myndi á næstunni vinna sérstök rým- ingarkort, sem yrðu svæðaskipt með tilliti til þess hvar snjóðflóðahætta skapaðist við ákveðnar aðstæður. Magnús kvað Ijóst að þessi kort yrðu ekki „alveg eins“ og hættumatskort- in, enda sýndi reynslan undanfarið að þau hefðu ekki staðist. Magnús Jónsson sagði að hjá sveitarstjórnarmönnum hefði komið sterkt fram að almannavamir stað- anna væru stundum þannig skipaðar að menn teldu sig ekkert vita um snjóflóðamál og vildu ekki vera sett- ir í þá stöðu að leggja á hlutina mat, sem þeir vissu ekki hvort væri rétt eða rangt. Komið gæti upp hags- munatogstreita á litlum stöðum, þar sem fólk væri tregt til að yfirgefa hús sín vegna þess að í því fælist viðurkenning á að húsin væru á hættusvæði og yrðu þar með verð- felld. Almannavamanefndir í litlum samfélögum hefðu veigrað sér við að taka þessa ákvörðun og legið undir ámæli fyrir, en með frumvarp- inu yrði ákvörðunin formlega Veður- stofunnar. Gert er ráð fyrir að frúmvarpið verði endurskoðað að ári. í MORGUNBLAÐINU sl. laugar- dag birtist yfírlýsing frá Bókaút- gáfunni Vexti, þar sem segir að ummæli í umsögn, sem ég skrifaði um bókina Karlar em frá Mars, konur eru frá Venus séu „röng, óábyrg og meiðandi og til þess fall- in að draga úr trúverðugleika bók- arinnar á íslenzkum markaði." í sama tölublaði Morgunblaðsins birtist yfirlýsing frá talsmanni hins bandaríska útgefanda bókarinnar, þar sem segir að þessi ummæli séu „algjörlega úr lausu lofti gripin." Þau ummæli, sem um er að ræða og birtust í umsögn minni hér í blaðinu sl. föstudag eru svohljóð- andi: „Bókin hefur verið á metsölu- lista The New York Times í 2 1/2 ár en ef ég man rétt komst upp og varð að blaðamáli að útgáfuaðilar keyptu sjálfir gríðarlegan fjölda ein- taka til að bókin kæmist á toppinn." Ég vil ekki halda þessum um- mælum til streitu gegn mótmælum bæði hinna íslenzku og bandarísku útgefenda, dreg þau hér með til baka og biðst velvirðingar á þeim. Katrín Fjeldsted
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.