Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 35
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTAKÍ EINKAVÆÐINGU RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að skipa nýja fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu, sem á að skila verk- og tímaáætlun um sölu ríkisfyrirtækja í byrjun nýs árs. í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag kom fram af hálfu Hreins Loftssonar, formanns nefndarinnar, að hugmyndir væru meðal annars uppi um sölu á hlut ríkisins í Bifreiða- skoðun íslands og í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Einkavæðing á kjörtímabili síðustu ríkisstjórnar varð minni umfangs en upphaflega var áætlað. Þannig var hætt við að selja hlutabréf í Búnaðarbankanum vegna efnahagserfiðleika og kreppu í bankakerfinu. Hins vegar má ekki líta framhjá þeim árangri, sem náðist. Á síðasta kjörtímabili eignuðust 2.200 íslendingar hlutabréf í fyrirtækjum, sem var breytt úr ríkisfyrirtækjum í hlutafélög í einkaeigu. Af þessum hópi voru hátt á annað hundrað starfsmenn viðkomandi fyrir- tækja. Fjöldi íslendinga hefur því fengið forsmekkinn að einka- væðingu, sem hefur gengið vel þótt fyrirtækin væru ekki stór. Ætla má að jarðvegurinn hafi verið undirbúinn fyrir nýtt átak í sölu ríkisfyrirtækja. Margvísleg rök eru fyrir því að hefja nú slíkt átak. í fyrsta lagi sýnir reynslan frá öðrum ríkjum að einkavæðing ríkisfyr- irtækja leiðir yfirleitt til aukinnar hagkvæmni, bættrar þjón- ustu og minni útgjalda fyrir skattgreiðendur. í öðru lagi sýnir samanburður á fyrirtækjaeign íslenzka ríkisins og annarra vestrænna ríkja að á íslandi er mun stærri hluti atvinnurekstrar í höndum hins opinbera en í flestum öðrum OECD-ríkjum. Þar munar einkum um banka- og sjóða- kerfið, sem er að stórum hluta í opinberri eigu, fjarskipta- og veitufyrirtæki. Hlutur ríkisins í atvinnustarfsemi fer jafn- vel vaxandi á sumum sviðum, eins og Morgunblaðið hefur bent á, ekki sízt í hinum ört vaxandi geira fjarskipta og tölvutækni. í þriðja lagi hamlar eign ríkisins á fyrirtækjum gegn eðli- legri samkeppni og kemur þannig niður á neytendum. Ríkis- fyrirtæki eru mörg hver í beinni samkeppni við einkafyrir- fæki en búa ekki við sömu ábyrgð og áhættu og njóta að auki aflsmunar, ýmiss konar fríðinda og stundum fyrri einok- unaraðstöðu. Það á við um Bifreiðaskoðun og Skýrr en ekki síður um ríkisbankana tvo, Landsbankann og Búnaðarbank- ann, og Póst- og símamálastofnunina. Einkavæðing þessara fyrirtækja og ýmissa fleiri ætti að vera á dagskrá ríkisstjórn- arinnar. OPINBERAR LÍFE YRIS SKULDIR VERULEG hreyfmg hefur verið í þá átt síðustu ár að sameina lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði. Nauð- synleg forsenda sameiningar er uppgjör á stöðu hvers lífeyr- issjóðs fyrir sig, iðgjaldatekjum, skuldbindingum og rekstrar- kostnaði og þar með lífeyrisréttindum launþegans til framtíð- ar. Grundvallaratriði er að sjálfsögðu, að lífeyrissjóðurinn eigi fyrir skuldbindingum sínum. Þessu er hins vegar ekki að heilsa með opinberu lífeyrissjóðina. í viðtali við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem birtist í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins sl. fimmtudag, segir hann: „Það bólar hins vegar ekkert á því, hvað ríkisvaldið og samtök opinberra starfsmanna ætla að gera í málefnum líf- eyrissjóða opinberra starfsmanna. Mér finnst athyglisvert, að í umræðu stjórnmálamanna hefur ekkert verið bent á, hvernig leysa á 80-100 milljarða króna halla á þeim sjóðum.“ Hér minnist Jóhannes á alvarlegt vandamál, sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur leitt hjá sér að taka á. Meðan svo er hrannast upp milljarðaskuldbindingar á ári hverju og reikningnum er vísað til komandi kynslóða. Ekki verður undan því vikist lengur, að stjórnmálamenn og félög opinberra starfsmanna taki á lífeyrissjóðavandanum. Fyrsta skrefið hlýtur að vera, að lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og opinberra stofnana og fyrirtækja verði þáttur í reikningsskilum og ráðstafanir gerðar til að standa undir þeim jafnóðum. Fjármálaráðherra hefur þegar hafið þetta verk með því að krefjast þess að stofnanir og fyrirtæki ríkis- ins færi skuldbindingarnar í ársreikninga og standi undir þeim sjálf. Það léttir h.u.b. 11-12 milljörðum af ríkissjóði, sem ber samt sem áður höfuðþungann af lífeyrisskuldbind- ingunum. Kominn er tími til að vörzlumenn ríkissjóðs geri ráðstafanir til að hann eigi fyrir þeim. UMDEILD VEGAGERÐ Flust úr einbýlishúsunum út í óvissuna Hraðbraut um Mos- fellsbæ Deilur hafa risið milli íbúa í þeim hverfum Mosfellsbæjar sem næst liggja Vesturlands- vegi annars vegar og bæjaryfírvalda og Vegagerðarinnar hins vegar vegna breytinga á þjóðveginum. Fyrirhugað er að gerá hindrunarlausa hraðbraut í gegn um bæinn í framtíðinni. Helgi Bjamason kynnti sér sjónarmið aðila. NOKKRIR íbúar í Mos- fellsbæ hafa gert athuga- semdir við fyrirhugaðar breytingar á Vesturlands- vegi. Á næsta og þarnæsta ári er fyrirhugað að færa veginn um mið- hluta bæjarins og fjölga hringtorgum. Jafnframt er verið að undirbúa tvö- földun vegarins og setja á hann mis- læg vegamót þannig að Vesturlands- vegur geti í framtíðinni orðið hrað- braut í gegn um Mosfellsbæ. Skipulag ríkisins hefur samþykkt áætlanir Vegagerðarinnar um breytingarnar á grundvelli mats á umhverfisáhrifum en niðurstaðan hefur verið kærð til umhverfisráðherra. Þá hafa íbúar gert athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi sem bæjaryfirvöld hafa samþykkt vegna framkvæmdanna. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar, seg- ir að þegar sérfræðingar hafi kannað möguleika á úrbótum á þeim umferð- arvandamálum sem eru á vegamótum Þverholts, Vesturlandsvegar og Hafravatnsvegar, við verslunarmið- stöðina, hafí komið í ljós að svo þröngt er um veginn þarna að ekki væri hægt að setja þar hringtorg eða mis- læg gatnamót. Þess vegna hafí verið ákveðið að færa veginn nokkuð til suðurs á þessum kafla, það er á milli þeirra tveggja hringtorga sem nú eru á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Ann- að er við Langatanga og hitt niðri við Álafossveg. Þriðji áfangi ekki í sjónmáli Gert er ráð fyrir því að á næstu tveimur árum verði unnið að færslu vegarins og gerð tvöfalds hringtorgs og undirganga við Hafravatnsveg, ásamt tvöföldun núverandi hringtorgs við Langat- anga. Gert hefur verið ráð fyrir fjármagni til fram- kvæmdanna og stefnir Vegagerðin að því að bjóða verkið út næsta haust. I fyrsta áfanga er einnig gert ráð fyrir að sett verði upp nýtt tvöfalt hringtorg við Skar- hólabraut, það er nær Reykjavík en Langatangi, en sú framkvæmd hefur ekki verið tímasett. I öðrum áfanga, sem ekki hefur verið tímasettur, er gert ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík, í gegn um þéttbýlið í Mosfellsbæ og að vegamótum Þing- vallavegar. Þá er einnig gert ráð fyr- ir tvöföldun hringtorgsins við Álafoss- veg. Undirgöngum verður fjölgað. I þriðja framkvæmdaáfanga er gert ráð fyrir að hægt verði að byggja mislæg vegamót við Skarhólabraut, Hafravatnsveg, Langatanga og Ála- fossveg. Með þessum framkvæmdum yrði Vesturlandsvegurinn gerður að hindrunarlausri hraðbraut. Fram kemur í skýrslu Vegagerðar ríkisins um breytingarnar að ekki er talin þörf á að ráðast í þennan síðasta áfanga í náinni framtíð, en bent á nauðsyn þess að taka frá land vegna hans. Rýrir verðgildi húsa íbúar í þeim hverfum sem næst liggja Vesturlandsvegi hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum. Þóra Gunnarsdóttir sem býr í Hlíðarási lb, í svokölluðu Helgafellshverfi, alveg við Vesturlandsveginn, hefur gert fjöimargar athugasemdir við fram- kvæmdina. í samtali við Morgunblað- ið gagnrýnir hún hvernig staðið var að undirbúningi og kynningu fram- kvæmdanna. „Fólk sem keypt hefur eignir í þessum hverfum á undanförn- um árum hefur verið fullvissað um að gegnumumferðin muni minnka vegna þess að hún muni fara um fyrirhugaðan Sundaveg frá Reykjavík og upp á Kjalarnes," segir Þóra. Hún keypti hús sitt fyrir þremur árum og segir að fasteignasalinn hafi þá feng- ið þessi svör, væntaniega hjá starfs- mönnum bæjarins, og hún segist vita um að aðrir hafí sömu sögu að segja, meira að segja fólk sem keypti sér lóð í Mosfellsbæ í vor. Óttast hún að íbúðarhúsin verði óseljanieg og rýrni í verði vegna áforma um lagningu hraðbrautar skammt frá þeim. Segist Þóra vita til þess að fólk í hverfinu vilji flytja í burtu og séu einhverjir þegar farnir að hugsa sér til hreyf- ings. I mótmælaskrifum íbúanna er fleira gagnrýnt en nálægð hraðbraut- arinnar við íbúðarhús með tilheyrandi hávaðamengun. Talað er um að með þessum framkvæmdum verði Mos- fellsbæ endanlega skipt í tvennt og ákveðin hverfi einangruð. Nýi vegurinn fari nánast inn í garð í nokkrum hús- um. Þá muni fólk hafa óhagræði af því þegar út- keyrslum úr hverfunum verði breytt. Nauðsynlegar breytingar á aðal- skipulagi Mosfellsbæjar vegna færsiu vegarins í miðbænum var samþykkt í skipulagsnefnd bæjarins 20. mars sl. og í bæjarstjóm 29. mars. Allir bæjarfulltrúar samþykktu breyting- una. Þóra segist fyrst hafa frétt af umræddum áformum 29. september í haust þegar henni barst boð um að mæta á kynningarfund bæjaryfir- valda og Vegagerðarinnar um málið þá um kvöldið. „Ég skil ekki hvernig svona vinna getur farið fram án þess að þeir íbúar sem hagsmuna eiga að gæta fái að koma þar að,“ segir Þóra. Og hún segir að megn óánægja hafi komið fram á kynningarfundinum en loðin svör fengist við spurningum og athugasemdum og þá helst útúrsnún- ingar. „Þetta er enn ein skipulags- hneisa Vegagerðarinnar, þar er aldrei hlustað á fólk.“ Vegagerðin hlustar aldrei áfólk ——--------- l ^ ii / Helgafell Leirvogur ,/ Fyrsti áfangi: Vesturlamdsvegur vérðurflut til suðurs milli Langatanga o_ Álafossvegar. Jafnframt verða útbúin hringtorg við Skarhóía- braut og Hafravatnsveg með jj'? tveim akreinum og hringtorgið J . við Langatanga verður / x tvöfaldað.-----v ij Hlégarður Þingvalla- vegur iyeo a'W' V r 1000 m -j xSkálátún. Lágafells- kirkja Þing- valla- vegur I -500 VsfossI vegur 'Cfot °/, Annar áfangi:---------------- Tvöföldun Vesturlandsvegar að Þingvallavegi, þ.e. úr tveim akreinum í fjórar. Jafnframt verði hringtorgið við Álafossveg útbúið með tveim akreinum. C/c afoss, vegur "4 aof Þriðji áfangi: Þá er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut, Hafravatnsveg (Reykjaveg) og Þingvallaveg, og göngum undir Vesturlandsveg við Langatanga og Álafossveg. Þar með verða hringtorgin aflögð. Kynnt þegar niðurstaða er fengin Morgunblaðið/Þorkell VESTURLANDSVEGUR verður færður til suðurs, út í móana, þannig að umferðarhnútar sem eru tíðir á álagstímum á vegamót- unum við Þverholt eiga að heyra sögunni til. Nægur tími til úrbóta Jóhann Siguijónsson bæjarstjóri segir að bæjaryfirvöld líti á þessu stigi málsins aðeins til færslu vegar- ins. Tekist hafi að fá fjárveitingu til verksins, alls 145 milljónir kr., og muni hún duga til að leggja nýja veginn og útbúa hringtorg. Með því sé verið að leysa helsta samgöngu- vandamál bæjarfélagsins og það hafí ekki reynst unnt að gera nema með því að færa veginn frá núverandi miðbæ. Gatnamótin við Þverholt önn- uðu engan veginn umferðinni og fólk gangi þar yfir þjóðveginn. Slysum hafi verið að fjölga á þessum stað. „Ég sé ekki neinar líkur á að fjár- magn fáist til tvöföldunar Vest- urlandsvegar í náinni framtíð. Þegar að því kemur munum við þurfa að staldra við og velta fyrir okkur lausn- um. Til greina kemur að skerma hverfið af vegna hávaðamengunar í Ullarnesbrekkunni eða færa veginn til. Búast má við að jafnvel tugir ára líði þar til við fáum fjármagn í þetta, svo nægur tími er til undirbúnings," segir Jóhann. Hann segir að mikill meirihluti umferðarinnar sé á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og innan bæjarins þegar komi að tvöföldun þjóðvegar- ins. Verði væntanlega byijað á þeim kafla áður en farið verði í fram- kvæmdir úr miðbænum og upp á Þingvallaveg. Það fresti enn fram- kvæmdum sem íbúar í Hlíðarási til dæmis óttast. Þóra Gunnarsdóttir segist ekki skilja af hveiju verið sé að samþykkja skipulag og fram- kvæmd sem menn segi svo að kannski verði aldrei farið út í, það sé ekki trúverðugur málflutningur. _________ í grein sem hún skrifaði nýlega í Morgunblaðið lýsti hún miklum efasemdum um þá hljóðmön sem boðuð hefur verið að reist verði Leysir versta samgöngu- vandamálið milli húsanna í hverfinu og þjóðvegar- ins. Telur hún að slík hlíf þurfi að vera allt að 4 metra há og einn kíló- metri að lengd og segir að Vegagerð- in hafi gengið svo langt að stinga upp á því að hún verði þöfð glær svo út- sýnið tapist ekki. Sundavegur ekki á dagskrá Gagnrýni íbúanna beinist einnig að því að með því að gera Vestur- landsveg að hraðbraut í gegn um Mosfellsbæ sé verið að draga úr lík- unum á því að ráðist verði í að leggja veg frá Reykjavík yfir Leirvog, um Álfsnes og yfir Kollafjörð upp á Kjal- arnes, eða svokallaðan Sundaveg. Það væri eina varanlega lausnin á umferð- arvandanum í Mosfellsbænum því umferðin í gegn um bæinn myndi minnka verulega við þá framkvæmd. Jónas Snæbjörnsson hjá Vegagerð- inni segir að engar áætlanir hafi ver- „Þessar hugmyndir koma upp við hönnunarvinnu. Venjan er að fá fyrst einhverja niðurstöðu áður en málið er kynnt. Þetta er ekkert öðruvísi hér en annars staðar," segir Jóhann þeg- ar hann er spurður að því hvort ekki hefði verið ástæða til að kynna íbúun- um þessar breytingar fyrr. Það var gert í lok september en breytingarnar voru samþykktar af bæjaryfirvöldum í mars. Segir hann að nú sé verið að svara þeim athugasemdum sem borist hafi vegna breytingar á skipulagi. Leggur Jóhann áherslu á að unnið hafi verið umhverfismat, meðal ann- ars með tilliti til hljóðmengunar, og ________ betur hafi verið staðið að kynningu þessara breyt- inga en margra annarra. Með færslu vegarins til suðurs færist þjóðvegurinn frá þeim fyrirtækjum sem eru við núverandi Vesturlandsveg. Borið hefur á óánægju meðal eigenda fyrirtækja með þetta. Jóhann Sigur- jónsson segir að í könnun sem gerð var í verslunum á svæðinu hafi kom- ið í Ijós að viðskiptin væru mest við heimamenn en lítil af umferðinni sem fer þarna í gegn, að vísu með ákveðn- um undantekningum. Segir hann eðli- legt að breytingarnar valdi mönnum áhyggjum en bærinn verði í staðinn að hjálpa þeim með einhveijum hætti, til dæmis með auglýsingum. Á móti þessu komi að leyst verði úr um- ferðarhnútnum á gatnamótum Þver- holts og Vesturlandsvegar og fólk komist betur að fyrirtækjunum sem þarna eru. Við færslu vegarins eykst landrými á miðbæjarsvæðinu. Á skipulagi er þar gert ráð fyrir þjónustu en Jóhann segir að ekki sé farið að vinna deili skipulag fyrir svæðið. ið gerðar um Sundaveg enda væri það gríðarlega kostnaðarsöm fram- kvæmd. Þær framkvæmdir sem verið væri að undirbúa í Mosfellsbæ væru allar nauðsynlegar fyrir umferðina til og frá bænum sjálfum og næsta ná- grenni. Jóhann Siguijónsson bæjar- stjóri neitar því að fólk hafi fjárfest á röngum forsendum í Mosfellsbæ. Sundavegur sé ekki inni á aðalskipu- lagi, hvorki því eldra né nýju skipu- lagi sem tók gildi á síðasta ári. Seg- ist hann ekki vita til þess að fólk hafi fengið aðrar upplýsingar hjá starfsfólki bæjarins, að minnsta kosti ekki það rúma ár sem hann hefur verið bæjarstjóri. Jafnvel orðrómur gerir hús verðlaus FAGLEGA unnar ræður emb- ættismannanna Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytis- stjóra i umhverfisráðuneyt- inu, Magnúsar Jónssonar veðurstofu- stjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á ísafirði, og Hafsteins Hafsteinssonar, formanns Almanna- varna ríkisins, um breytingar á lögum um meðferð snjóflóðavarna og að- gerða komi til slysa, eða nýtt hættu- mat með tilliti til hvort hætta væri á flóði árlega eða fimmhundraðasta hvert ár, eða að ekki hafi verið haft samráð við almannavarnanefndir í dreifbýlinu við undirbúning lagasetn- ingar, virtust ekki ná huga fundar- manna, sem flestir voru komnir vegna þess bitra raunveruleika að standa uppi að mestu eignalausir vegna ímyndaðrar eða þekktrar hættu af að snjóflóð gætu lagt íbúðarhús þeirra, sem í langflestum tilfellum er meginstofn eigna þeirra, í rúst. „Ég seldi húsið mitt í Reykjavík og notaði andvirðið til að byggja mér einbýlishús í Seljalandshverfi. Það er ef til vill komið inn á hættusvæði samkvæmt nýju hættumati og því algjörlega verðlaust,“ sagði Sigmund- ur Annasson húsasmíðameistari á fundinum. Hann vildi fá að vita hver réttarstaða hans væri og svo var með flesta aðra sem tóku til máls. Siyóflóðin hafa raskað mjög högum fólks Augljóst var að stóru snjóflóðin sem hér hafa fallið á þessu ári og síðasta hafa raskað mjög högum fólks. Ekki bæta þar um yfirlýsingar' ráðamanna um aðstoð, sem löngu átti að vera komin til framkvæmda til þeirra sem strax í fyrravetur voru lýst á hættusvæði og hafa verið á hrakhólum síðan. Magnús Jóhannes- son sagði að við nánari athugun hefðu yfirvöld viljað festa þessi mál í lög, þau væru nú í undirbúningi og hann vonaðist til að þau mundu taka gildi á þessu ári. Fyrr í vetur kom upp umræða um að snjóflóð hefði fallið yfir svæði þar sem nú er Urðarvegur á ísafirði, en þar er þétt íbúðabyggð. Ekki virðast hafa fengist óyggjandi sannanir fyrir því hvort þarna hafi fallið snjóflóð, en óvissan er nóg til að enginn viií kaupa þarna hús og þau því í raun verðlaus, jafnvel þótt þau lendi utan dreginna hættumarka Veðurstofunn- ar. Konráð Eggertsson skipstjóri, sem þarna býr, vildi fá úr því skorið hver bæri ábyrgðina, ef húsið hans yrði talið utan snjóflóðamarkanna, en lenti síðan í snjóflóði. „Við viljum vita hvar við stöndum. Fáum við eitt- hvað fyrir verðlaus hús okkar á snjóflóðahættu- svæðunum og hvenær verður það þá borgað?“ var undirtónn- inn í ræðum ísfirðinga á fundi um snjóflóðamál og snjóflóðavarnir sem haldinn var á ísafírði á laugardaginn. Úlfar Ágústsson sat fundinn o g lýsir viðbrögðum fundarmanna. FJÖLDI fólks sótti fundinn á ísafirði. HLUTI frummælendanna á fundinum á ísafirði. Frá vinstri: Ólaf- ur Helgi Kjartansson sýslumaður, Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyt- inu, og Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Isafirði. Rekin úr húsi þar sem fjölskyldan hafði búið í 300 ár Guðmundur Ingólfsson útgerðar- maður gagnrýndi yfirvöld fyrir að reka fólk úr húsum sínum í foráttu- veðrum í algjöru tilgangsleysi og sagði frá konu sem á síðasta vetri hefði verið rekin út úr húsi sínu þar sem fjölskylda hennar hefði búið síð- ustu þrjú hundruð árin. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður og formaður almannavarna á ísafirði, sagði að unnið væri eftir skipulagi sem samið hefði verið í sam- starfi við Veðurstofu og aðra aðila sem þekkingu hefðu. Hann sagði að í langflestum tilfellum væri fólk afar samvinnuþýtt, þó hefði orðið að taka fjóra út með valdi, einn á ísafirði, einn í Súðavík og tvo á Flateyri. Bergmann Ólafsson ræddi um þá þversögn sem fælist í því að á skíða- svæði Isfirðinga væri farið að reglum um snjóflóðaeftirlit, það skapaði um- ræðu sem yrði til þess að fólk héldi að svæðið væri hættulegra en önnur skíðasvæði. Málið væri hins vegar að enginn vissi um hætturnar á hinum skíðasvæðunum. Magnús Már Magnússon, snjóflóða sérfræðingur Veðurstofunnar, sagði þetta rétt vegna þess að ísfirðingar ættu besta snjóflóðaeftirlitsmann landsins væri öryggið meira á skíða- svæðum ísfirðinga en annars staðar, hins vegar sagðist hann hafa verið á fundi með forráðamanni skíðasvæðis- ins í Bláfjöllum og þar væri nú í undir- búningi að hefja snjóflóðahættumat og hann hefði heyrt að umræða væri um málin á Akureyri. Sífelldur ótti ef veðrabreytingar verða Frú Ragnheiður Hákonardóttir sagði ástandið á snjóflóðahættusvæð- unum óásættanlegt. Fólk er á sífelld- um flótta ef veðrabreytingar verða og sumir eru að missa allar eignir sínar, meðal annars vegna þess að húsin þeirra eru ekki lengur veðhæf. Hver tæki veð í skipi sem væri sokk- ið úti á Hala, tók hún sem dæmi. Ljóst er að hér er á ferðinni gríðar- legt vandamál sem teygir anga sína um allt land. Fólk hefur af þessu miklar áhyggjur og víst er að þessi mál geta endanlega eytt byggðum. Magnús Jóhannesson áætlaði að um tveir milljarðar króna yrðu til reiðu í Ofanflóðasjóði út öldina, en það dug- ar fyrir 200 húsum að upphæð 10 milljónir hvert. Konráð Eggertsson benti á, í fullri alvöru, að ekki væri rétt að eyða þeim húsum sem á snjóflóðahættu- svæðunum væru, því engin vissi hve- nær þörf yrði á að hýsa mikinn fjölda manna að sunnan. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson HLUTI fundarmanna á ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.