Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ í DAG 10-18.30 Formaður LIU gerir Green- peace að blóraböggli HAGKAUP MATVARA OG SKÍFAN TIL KL. 21, HARD ROCK CAFÉ TIL KL. 23.30. KRINGIáN KRISTJÁN Ragn- arsson, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ), lét þau orð falla á nýafstöðnum aðal- fundi LÍÚ að afstaða íslendinga til hvalveiða megi ekki ráðast af ótta „sölumanna ís- lenzkra sjávarafurða við öfgasamtök eins og GreenpeaceEnn- fremur hélt Kristján því fram að hvalveiðar væru nauðsynlegar í ljósi afráns hvala á fiskstofnum. Staðhæfingar um nauðsyn hvalveiða, til að viðhalda jafnvægi í Iífríki sjávar, eru álíka haldlausar og kenningar um að þorskurinn sé slíkur vargur í eigin véum að nauðsynlegt sé að auka þorskveiði til að koma í veg fyrir afrán stærri þorska á smáþorski. Hið síðamefnda hafa tveir af höf- uðsmönnum rannsókna á þorsk- stofninum, Gunnar Stefánsson töl- fræðingur og Ólafur K. Pálsson fískifræðingur, hrakið á síðum Morgunblaðsins. Kristján Ragnarsson hefur mis- skilið umheiminn. Greenpeace-sam- tökin eru ekki helsti Þrándur í Götu fyrir hvalveiðum Islendinga. Al- menningsálitið í helstu viðskipta- löndum íslendinga - fremur en af- staða Greenpeace - liggur til grund- vallar stefnu stjómvalda í Banda- ríkjunum og Evrópu. Umræður á Alþingi undanfarin ár bera einnig skýrlega vott um að Kristján Ragn- arsson á við fleiri en Greenpeace að etja í þessu máli. I nýlegu svari Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar alþingis- manns, um hvort ríkisstjórnin hygg- ist beita sér fyrir því að hvalveiðar verði hafnar að nýju, kom fram að efasemdir em uppi um hvort inn- flutningur hvalaafurða sé leyfilegur í Japan frá Islandi. Innflutningur á slíkum vörum er nefnilega bannaður frá ríkjum sem ekki eiga aðild að Hvalveiðiráðinu. Aukinheldur má nefna að reglur Hvalveiðiráðsins banna aðildarríkjum þess að flytja út hvalskutla til ríkja sem standa utan þess. Á meðan Japanir banna innflutning hvalaafurða svarar tæpast kostnaði að veita Hval hf. eða hrefnuköllum leyfi til veiða. Enn síður ef ekki fást keypt tilskilin vopn til veiðanna. Green- peace mun síst standa í vegi fyrir því að ís- lendingar gangi í Al- þjóðahvalveiðiráðið að nýju. Verður ekki ann- að séð en Kristján Ragnarsson eigi við aðrar öfgar að etja í þeim efnum en þær sem hann sakar Greenpeace um. í vetur sem er lagði ríkisstjórnin fram þingsályktunartillögu um að „fela ríkisstjórinninni að gera ráð- Líttu þér nær, Kristján Ragnarsson, segir Arni Finnsson, sem hér svarar gagnrýni á Greenpeace. stafanir til að hvalveiðar geti hafist á ný að fegnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar og skýrslu starfshóps embættismanna um hvalveiðihagsmuni íslendinga á al- þjóðavettvangi sem liggja skulu fyr- ireigi síðaren í mars 1996“. Þingsá- lyktunartillagan fól einnig í sér að áður en sjávarútvegsráðherra gæti veitt leyfi til hvalveiða, „skal tryggt að skilvirkt, alþjóðlega viðurkennt eftirlit með veiðunum sé fyrir hendi“. Ennfremur, að „ríkisstjórn- inni er falið að, hafa samráð við aðrar þjóðir á vettvangi þeirra al- þjóðastofnana sem um þau mál fjalla". í athugasemd við tillöguna segir að starfshópurinn skuli taka mið af þeirri vinnu sem fram fer á vegum alþjóðastofnana sem um þetta mál fjaíla. Þar með talið Alþjóðahval- veiðiráðið. Ljóst er að sjávarútvegsráðherra skilur hversu vandasamt og ábyrgðarfullt verkefni. Vilji hann leysa það vel af hendi verður ekki séð hvernig hann kemst hjá að leggja fyrir Alþingi að ísland gangi að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið. Kristjáni Ragnarssyni væri því nær að rétta sjávarútvegsráðherra hjálparhönd en skattyrðast út í Greenpeace. Slíkur málfutningur er ekki trúverðugur. Sjávarútvegsráðherra er greini- lega annt um að hugsanlegar hval- veiðar við íslandsstrendur njóti al- þjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa Islendingar allt að vinna við að efla og styrkja alþjóðlegt sam- starf um umhverfisvernd. Öhróður um Greenpeace eða Alþjóðahval- veiðiráðið skaðar víðtæka hagsmuni íslands á alþjóðavettvangi. Einróma samþykkt Álþingis um að mótmæla starfsemi THORP-endurvinnslu- versins fyrir kjarnaúrgang í Sella- fíeld, talar skýru máli um að íslend- ingum stafar síst ógn af alþjóðleg- um samtökum sem vilja vernda líf- ríki_ sjávar. Á undanförnum árum hafa ís- lensk stjórnvöld gerst æ virkari í alþjóðlegri samvinnu um verndun umhverfis sjávar. Þetta sannaðist m.a. á nýafstaðinni ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Washington um mengun sjávar frá landstöðvum. Þar náðist sá mikilsverði áfangi að þjóð- ir heims skuldbundu sig til að gera lagalega bindandi samning um vamir gegn mengun þrávirkra líf- rænna efna frá landstöðvum. Þessi árangur er ekki síst að þakka mark- vissu starfí íslendinga á alþjóðavett- vangi. Eins og oft áður fóru mark- mið íslendinga og Greenpeace sam- an í þessu máli. Þetta ætti Kristján Ragnarsson að íhuga áður en hann kallar Greenpeace Öfgasamtök. Ekki síst í ljósi þess að norræn samtök, sem LIÚ á aðild að, gáfu út yfirlýs- ingu áður en Washington-ráðstefn- an hófst, þar sem skorað var á ríkis- stjórnir Norðurlanda að vinna að ofangreindu markmiði, sem íslensk stjórnvöld og Greenpeace höfðu að leiðarljósi. Höfundur er starfsmaður Green- peace International, Gautaborg. Árni Finnsson Að lenda í jólabókastríði ÞAÐ er býsna nota- legt að ganga inn í góða bókabúð. Þar mæta manni ilmandi bækur og litfögur tímarit í löngum röðum. í bók- unum og blöðunum fel- ast gífurlegar upplýs- ingar um mannlífið hér á jörðu. Þar tala til manns einstakingar frá öllum heimshornum, sumir trúa lesandanum fyrir sínum innstu hjartans leyndarmál- um. Óræð eftirvænting liggur í loftinu ekki síst fyrir jólin þegar jólabækurnar streyma á markaðinn. Þessi stemmning má ekki hverfa úr ís- lensku samfélagi. Undirritaður gefur nú út sína fyrstu jólabók er nefnist íslenskar þjóðsögur — Álfar og tröll eftir Ól- ínu Þorvarðardóttur. Ástæða þess að undir- ritaður gaf út þessa einu bók fyrir jólin var sú að honum leist afar vel á handritið og svo var það sameiginlegt áhugamál okkar Ólínu að kynna fýrir ungu fólki þá mennignar- arfleifð sem þjóðsög- umar eru. Tölvukyn- slóðin má ekki glata tengslunum við landið. í því skyni var verði bókarinnar haldið í al- gjöru lágmarki miðað við útgáfukostnað og svo styrkti Menningar- sjóður útgáfuna enda fyrst og fremst litið á hana sem menningarlegt framtak. Því var erf- itt að gefa mikinn afslátt af slíkri bók. Öðru máli gegnir kannski um þýddar erlendar skáldsögur sem eru Hvað verður um bóka- * þjóðina, spyr Olafur M. Jóhannesson, í slíku stríði sem skollið er á vegna veikrar sam- stöðu stóru bóka- útgefendanna. prentaðar í Singapore og seldar á sama verði og bækur sem eru unnar algerlega af íslenskum höndum? Svo lendir maður á þessu brjálaða markaðstorgi þar sem menn berast á banaspjót. Lítill útgefandi er einsk- is megnugur í slíku stríði. En það er ábyrgðarhluti af stóru útgefend- unum.er ráða hér bókamarkaðnum að gefa eftir fyrir hinum stjómlausu markaðsöflum. Góð bók er menning- arauki rétt eins og góð bókaverslun. En í slíku stríði sem hér hefur nú skollið á vegna veikrar samstöðu stóru bókaútgefendanna er hætt við að fækki góðum bókaverslunum á íslandi og líka góðum bókum. Það er svo aftur annað mál að góð bóka- búð getur eins átt sitt heimili í stór- markaði en eitt er víst; hún á ekki heima í kjötborði. Höfundur er útgefandi. Ólafur M. Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.