Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEIMNTUN íslendingar þátttakendur í fyrstu umsóknalotu Leonardo Fimm umsóknir undir íslenskri verkefnisstj órn hlutu styrk FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins tilkynnti nýverið um úthlutun styrkja vegna fyrstu um- sókna í Leonardó-áætluninni. Sótt var um átta tilraunaverkefni undir íslenskri verkefnisstjórn og hlutu íjögur þeirra styrk, samtals að upp- hæð tæpar 57 milljónir króna. Sótt var um þrjú mannaskiptaverkefni og fékk eitt þeirra styrk, rúmar 6 milljónir króna. Þetta kom fram í máli Sólrúnar Jensdóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, á aðal- fundi samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla, sem haldinn var fyrir skömmu. Menntamálaráðuneytið sem ber ábyrgð á og greiðir fyrir þátttöku íslands í áætluninni. Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni voru eftirfarandi: • Iðntæknistofnun til að þróa námsefni til sjálfsnáms í fískeldi. Er það sérstaklega ætlað bændum sem hafa aðstöðu til og áhuga á að stunda fiskeldi í smærri stíl sem aukabúgrein. Aðrir íslenskir þátt- takendur í verkefninu eru Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Há- STYRKUR fékkst til að þróa námsefni i fiskeldi. skóli íslands, Bændaskólinn á Hól- um og Bændasamtökin. Samstarfs- aðilar eru frá írlandi, Frakklandi og Hollandi. • íslenska dyslexíufélagið til að útbúa kennsluefni fyrir ungt fólk sem haldið er lesblindu og hefur áhuga á að fara í framhalds- eða starfsnám, en veigrar sér við því vegna lestrar- og skriftarörðug- leika. Erlendir þátttakendur eru frá Danmörku, Bretlandi og Spáni. • Úrlausn-Aðgengi hf. til að þróa margmiðlunarhugbúnað til sjálfs- náms í tungumálum. Annar íslensk- ur þátttakandi er Stofnun í erlend- um tungumálum við Háskóla ís- lands. Samstarfsaðilar eru frá Belg- íu, Þýskalandi og írlandi. • Kennaraháskóli íslands og Fræðslustofan Kría til að þróa kennslu á „annars konar“ tækni sem mun stuðla að umhverfisvænni lífsstíl í framtíðinni. Erlendir þátt- takendur eru frá Ítalíu, Þýskalandi og Noregi. Mannaskiptaverkefni Sammennt, sem er Samstarfs- nefnd atvinnulífs og skóla, fékk stuðning til úthlutunar styrkja til nemendaskipta á háskólastigi fyrir árið 1996. Ætlunin er að senda ís- lenska nemendur og fólk með há- skólagráður í starfþjálfun til fyrir- tækja og stofnana í Evrópu, og einnig að taka á móti fólki frá öðr- um Evrópulöndum. Uppeldi og menntun nýkomið út Ljóðakennsla, tón- mennt og ný náms- braut meðal efnis TÍMARITIÐ Uppeldi & menntun, _xit Kennaraháskóla íslands, er ný- komið út í íjórða sinn. í ritinu, sem er ætlað að vera vettvangur fræði- legrar og hagnýtrar umfjöllunar um efni tengt uppeldi og skóla- starfi, eru fjöldi greina. Ritið kem- ur út einu sinni á ári og ritstjóri er Ragnhildur Bjarnadóttir. Meðal annars fjalla Sigrún Aðal- bjarnardóttir og Kristjana Blöndal um viðamikla rannsókn á áfengis- neyslu unglinga, Gerður G.'Óskars- dóttir lýsir hvaða kröfum atvinnu- lífið gerir um færni þeirra ung- menna sem eru að stíga þar sín fyrstu spor. Þá ber Helga M. Steinsson. saman störf námsráð- gjafa og sérkennsluráðgjafa í grunn- og framhaldskólum og skoðar tengsl þessara starfssviða. í grein eftir Kristínu Indriðadótt- ur er fjallað um uppeldisfrömuðinn Steingrím Arason. Þar kemur skýrt fram að á árunum kringum 1920 hafa skoðanir verið skiptar um gagnsemi skólans. Sama á við um ýmis grundvallaratriði sem eru enn til umræðu eins og tengsl uppeldis og menntunar og verkaskiptingu heimila og skóla. Pálmi Agnar Franken fjallar um nýstárlega Ijóðakennslu í fram- haldsskóla og birtir ljóð ungra höf- unda. í grein Kristínar Unnsteins- dóttur rökstyður hún tillögu um sérstaka námsbraut við KHI í skólasafnsfræði, auk þes sem hún fjallar um menntun og starf skóla- safnskennara á Norðurlöndum. Þá er birtur ritdómur eftir Sigfríði Björnsdóttur um nýlegt námsefni í tónmennt. Ritið, sem er rúmlega 100 bls. að stærð, er hægt að fá hjá Rann- sóknarstofnun Kennaraháskóla ís- lands og í öllum stærri bóka- verslunum. Könnun á tengslum menntunar og færnikrafna Skólakerfíð hefur vanrækt að búa 60-70% nemenda undir ákveðin störf Morgunblaðið/Ámi Sæberg SAMSKIPTI og tjáning eru þeir þættir sem hvað mest reynir á í störfum ungs fólks. „Það þýðir ekki að útskrifa fleira fólk með aukna færni, ef fjöldi starfa heldur áfram að vera nyög einfaldur," segir Gerður G. Óskarsdóttir eftir að hafa kannað færniþátt ungs fólks í atvinnulífinu. Menntun við 24-25 ára aldur Niðurstöður úr 76% svörun frá 1.000 manna slemblúrtaki1993 9% Háskólagráða I 3% Prófskírteini frá skólastofnun BFíllhJ ^áskólastigi (ekki háskólagráða) vJÉ.33% Stúdentspróf 13% Sveinspróf eöa annaö S starfsnám í framhaldsskóla 3% Skírteini frá tveqqja ára námsbraut í framhaldsskóla 58% Útskrifaðir K /. 33% Eitthvert framhaidsnám en Wjií//' án námsloka (eln eða Oelrl annlr) i 9% Höfðu ekki innritast í framhaldsskóla 42% Brottfalls- nemendur og ekki innritaðir Hlutl hópslns (svarenda) var enn 1 skóla, elnkum þelr sem lokið hölðu stúdenlspróll Hagsmuna- samtök sænskunema stofnuð STOFNUÐ hafa verið hagsmuna- samtök sænskunema í framhalds- skólum á íslandi. Stofnfundur fé- lagsins var haldinn í lok nóvember og voru kjömir þrír fulltrúar í stjóm. Formaður félagsins er Björn Kristjánsson, ritari Hjálmar Bl. Guðjónsson og meðstjómandi Baldur Kristjánsson. í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu hefur borist, segir að markmið félagsins sé að standa vörð um almenningsheill sænsku- nema. Leitast verður við að veita sem flestum ráðgjöf og viðtöl. Skrifstofa félagsins er til húsa í Menntaskólanum við Hamrahlíð, matsöluborð, BT/Bjöm Kristjáns- son. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um starfsemi samtak- anna á heimasíðu þeirra. Veffang hennar er http://www.vegag.is/bk /svenska.html skólar/ námskeið ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í janúar og febrúar nk. Innritun stendur yfir. Hannes Flosason, s. 554 0123. Strikamerkjalesarar og handtölvur l---------- CAGNASTÝRING— Suðurlandsbraut 46 • Sími S88 4900 • Fax 588 320I SAMSKIPTI og tjáning eru þeir almennu færniþættir sem mest á reynir í störfum ungs fólks, sam- kvæmt niðurstöðum úr könnun sem Gerður G. Óskarsdóttir kennslustjóri í kennslufræði við Háskóla Islands hefur gert. Könn- unin var þríþætt og er sá hluti hennar sem fjallar um færniþætti birtur í tímaritinu Uppeldi og menntun, sem er nýkomið út á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna í hve miklum mæli reyndi á ákveðna færniþætti í störfum fólks, sem var að stíga sín fyrstu spor í atvinnulífinu eftir að skóla sleppti og hvort færnikröfur í störfum tengdust menntun starfsmanna. Úrtakið var 1.000 manns úr árgangi fæddum 1969, en könnun var gerð 1993, þegar fólkið var 24 ára. Menntun hefur ekki áhrif á ákvarðanatöku í starfi í greininni kemur fram að þeir sem höfðu lokið námi í framhalds- skóla eða háskóla voru fremur í störfum, sem reyndu á talsverða kunnáttu í lestri, skrift og reikn- ingp. Það sama átti við um ýmiss konar stjórnunar- og skipulags- færni og færni í að fást við gögn og upplýsingar. Aftur á móti virt- ist menntun starfsmanna ekki hafa áhrif á það hvort störf þeirra fælu í sér ákvarðanatöku eða veittu svigrúm til frumkvæðis. I allnokkrum fjölda starfa reyndi ekki á þá færniþætti sem kannað- ir voru. I samtali við Morgunblaðið seg- ist Gerður hafa komist að því, ólíkt því sem gengið væri út frá, að mjög mikið af einföldum störf- um sé í atvinnulífínu. „í allri umræðu um þróun atvinnulífsins í heiminum er talað um að í fram- tíðinni muni reyna mun meira á fólk og öðru vísi en verið hafi hingað til. Það þurfi að auka menntun til þess að auka fram- leiðni. En það þýðir ekki að út- skrifa fleira fólk með aukna færni, ef fjöldi starfa heldur áfram að vera mjög einfaldur, til dæmis ef millistjórnendur vilja ekki láta af völdum sínum til und- irmanna sinna.“ Þriðjungur býr sig undir ákveðinn starfsvettvang í könnuninni kom einnig fram, að aðeins um þriðjungur hvers árgangs hér á landi býr sig undir ákveðinn starfsvettvang í skóla, annaðhvort á framhaldsskóla- eða háskólastigi. Þetta þýðir að um % ljúki ekki starfsmiðuðu námi. Þannig fara um 20-25% af ár- gangi til starfa með stúdentspróf að baki, þ.e. án þess að halda áfram námi á næsta skólastigi í beinu framhaldi af stúdentsnám- inu. Þá kom fram að gera megi ráð fyrir að um þriðjungur hvers árgangs fari út á vinnumarkað með eitthvert framhaldsnám en þó án námsloka og loks fari um 10% af hverjum árangi beint úr grunnskóla út í atvinnulífið. Ljóst er að menntun hefur áhrif á skiptingu hópsins í starfsgreina- flokka. Brottfallsnemendur eru þannig fjölmennastir meðal verkamanna en háskólamennt- aðir fjölmennastir meðal sérfræð- inga og stjórnenda. „Miðað við heildarkönnunina sýnist mér að nám skili árangri snemma á starfsferli hvað varðar laun og virðingarstöðu, ef það er starfs- miðað og þá á ég við háskólanám og starfsnám á framhaldsskóla- stigi,“ sagði Gerður. Hún sagði ennfremur að niður- stöður bentu til þess að menntun nýtist í atvinnulífinu. „Þó virðist ekki greitt fyrir það forskot sem fólk með stúdentspróf hefur um- fram þá sem engu námi hafa lok- ið.“ Hvert á að vera hlutverk skóla í framtíðinni? Undir lok greinarinnar í tíma- ritinu Uppeldi og menntun segir Gerður: „Ég tel mikilvægt að skipuleggjendur skólastarfs, hag- fræðingar, atvinnurekendur og launþegahreyfingin ræði bétur en gert hefur verið hingað til, hvert eigi að vera hlutverk skóla með hliðsjón af þróun íslensks atvinnu- lífs. Þótt þess sé ekki að vænta að aukin menntun geti með bein- um hætti haft grundvallaráhrif á þróun efnahagslífsins, getur hún engu að síður búið einstaklinga undir að taka virkan þátt í þróun eigin vinnustaðar. Breytingar á skipulagi vinnunnar geta síðan haft áhrif á afkomu fyrirtækja. íslenskt skólakerfi hefur staðið sig vel í að búa sérfræðinga og iðnaðar- og tæknimenn undir störf i atvinnulifinu en það hefur á hinn bóginn vanrækt að búa um 60-70% nemenda undir ákveðin störf eða starfssvið. Þá bendir Gerður á að framtíð- arverkefni sé að kanna þróun starfa í íslensku atvinnulífi til þess að athuga hvort störf séu almennt að verða flóknari eða hluti þeirra sé e.t.v. að verða ein- faldari. „Upplýsingar þar um gætu skipt máli við stefnumótun i menntamálum,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.