Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 51 VIGFÚS ÞRÁINN BJARNASON + Vigfús Þráinn Bjarnason fæddist í Böðvarsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi 26. febrúar 1921. Hann lést á heim- ili sínu í Hlíðarholti 4. desem- ber siðastliðinn og fór útför hans fram frá Búðakirkju 9. desember. MIG LANGAR með fáum orðum að minnast Vigfúsar Þráins Bjarna- sonar í Hlíðarholti sem er látinn. Ég kynntist Þráni þegar ég fór fyrst í sveit til þeirra Kristjönu frænku og Þráins 13 ára gamall. Ég var þar í sveit í fjögur sumur, auk þess fékk ég að koma í sveitina í um það bil viku um hver áramót á þess- um árum og einnig síðar meir. Þótt ég hafi búið erlendis sl. 15 ár hefur sveitin alltaf kallað sterkt til mín og í hvert skipti sem ég hef komið heim hefur mér verið tekið opnum örmum í Hlíðarholti, það var mikil lánsemi fyrir dreng á mótun- artíma unglingsáranna að fá sína fyrstu starfsreynslu undir hand- leiðslu manns eins og Þráins. Ósér- hlífni, nærgætni við menn og skepn- ur og þolinmæði eru einungis nokk- ur af persónueinkennum Þráins sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þessa tíma. Óft var mikið unnið eins og geng- ur og gerist í sveitinni og alltaf fór Þráinn fyrir. Hann var oft búinn að vera við vinnu í talsverðan tíma á morgnana áður en við strákarnir fórum á fætur og oft var hann svo við vinnu fram á nætur, ef ekki úti við, þá inni á skrifstofu að sinna sveitarstjómarmálunum. Aldrei heyrði ég Þráin tala illa um fólk, það var kannski í mesta lagi að hann sagði einhvem vera gallagrip ef honum var misboðið. Meðferð hans á skepnunum var einnig ætíð til fyrirmyndar, það var auðséð að hann bar mikla virðingu fyrir velferð dýranna. Ég man alltaf eftir því þegar eitt sinn var verið að rýja féð og ég var að burðast við að grípa rollurnar með vinnuvettlinga á höndunum. Þetta gekk illa því kindurnar rannu út úr höndunum á mér og vora þær farnar að hrekkjast. Þá sagði Þrá- inn eitthvað á þá leið að líklega hefði nú hann Sigurður afi minn í Hrísdal aldrei tekið á sínu fé í vettl- ingum, kindurnar ættu þá virðingu skilið að við tækjum á þeim með beram höndum. Þetta sýnir vel hvernig Þráinn fór að við að leið- beina unga fólkinu og ekki man ég eftir því að hafa verið skammaður þó eflaust hafi ég, grænjaxlinn, gert margar vitleysurnar. Að lokum vil ég nefna þann eigin- leika Þráins sem ég man einna best eftir, en þad var að þó hann vissu- lega gæti verið alvöragefínn þegar svo bar við virtist hann alltaf geta séð skoplegu hliðina á lífinu og hló hann þá oft dátt. Ég kveð þig nú, Þráinn minn, og þakka þér samfylgdina, þú aúðg- aðir líf mitt. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég Kristjönu, Bjama, Grétu, Sigga og Fúsa og öllum öðr- um aðstandendum. Hugur minn er hjá ykkur. Gunnar Valdimarsson. Engum duldist sem þekkti og fylgdist með störfum Þráins Bjama- sonar í Hlíðarholti að þar fór mátt- arstólpi sinnar sveitar. Við andlát hans á ég margs að minnast. Ég þakka samfylgd föður- bróður míns sem ég átti kost á að kynnast náið, eiga samstarf við og njóta vináttu þeirra hjóna, Þráins og Kristjönu. Lífsferill Þráins er tengdur fæð- ingarsveitinni hans fögru, Staðar- sveit, þar sem vagga hans stóð og lífsstarf hans allt var. Sem ungur drengur kynntist ég þessum dug- mikla bónda sem byggði upp nýbýl- ið Hlíðarholt úr landi Böðvarsholts með Kristjönu konu sinni og starf- aði jöfnun höndum við búskapinn, oddvitastörf og margháttuð félags- störf og fórst allt vel úr hendi. A þeim áram er föðurforeldrar mínir bjuggu í Böðvarsholti og þau Þráinn og Kristjana í Hlíðarholti var bragur stórfjölskyldunnar áberandi. Þar kynntust kynslóðir. Hinir yngri fylgdu þeim eldri í leik og starfi og náin kynni frændfólks tókust. í Böð- varsholti var frændrækni talin með höfuðdyggðum og á heimilinu í Hlíð- arholti hefur gestrisni og höfðings- bragur einkennt alla framgöngu þeirra Þráins og Kristjönu. Heimili þeirra Þráins og Kristjönu í Hlíðar- holti varð slqol margra og bar merki þeirrar dagfarsprúðu framgöngu sem einkenndi sambúð þeirra. MINNINGAR í skoðunum var Þráinn fastur fyrir og fylginn sér. Sem talsmaður þeirra verka sem hann tók sér fyrir hendur var hann öflugur og ódeig- ur. Hans vettvangur var, með bú- skapnum, sveitarstjórnamál, mál- efni kirkjunnar, búnaðarmál og stjórnmál. Sem oddviti Staðarsveitar stóð hann fyrir byggingu félagsheimilis og skóla að Lýsuhóli sem varð strax lyftistöng í menningarlífi sveitar og héraðs, auk þess sem hann beitti sér á ýmsum sviðum fyrir sam- göngubótum og öðram hagsmuna- málum Snæfellinga. Starf Þráins innan Sjálfstæðis- flokksins var mikið. Hann sat lands- fundi í áratugi og gegndi for- mennsku í fulltrúaráði sjálfstæðis- félaganna. Hann beitti sér jafnan af alefli í þágu flokksins og þeirra hugsjóna sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Það verk Þráins sem hvað mestur ljómi stafar af er endurbygging Búðakirkju og hinn fagurlega hlaðni garður umhverfis kirkjuna. Árum saman hafði hann ásamt konu sinni forystu fyrir endurgerð Búðakirkju sem í dag stendur sem perla í Búðalandi. Bjarma frá Snæ- fellsjökli bregður á kirkjuna á þess- um undurfagra stað og ber gott vitni þeim sem í þágu trúar og safn- aðarstarfs reistu Guði hús. Og allt til hinstu stundar var Þráinn með hugann við Búðir þegar hann rak erindi við ýmsar opinberar stofnanir, t.d. vegna nýs vegar að Búðakirkju. Með þeim fylgdist ég, ræddi við hann og hann vildi sjá fyrir lok þess máls og tryggja að staðnum væri sýndur sómi. Af Fróðárheiði er fagurt að líta yfir hina fögru Staðarsveit með fjöl- mörgu vötnin, hymurnar háreistu og bændabýlin þar sem hver hóll á sína sögu. Þráinn Bjamason gat við leiðarlok litið sæll yfír farinn veg. Ég og fjölskylda mín sendum Kristjönu, börnum þeirra, tengda- börnum og bamabörnum samúðar- kveðjur. Sturla Böðvarsson. Með Þráni Bjarnasyni í Hlíðar- holti er genginn grandvar heiðurs- maður. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tuttugu árum þegar leiðir okkar lágu saman í uppstillinga- nefnd Sjálfstæðisflokksins, en nefndin hafði það verkefni að setja saman framboðslista fyrir alþingis- kosningar á Vesturlandi. Það var gott að starfa með Þráni. HALLSTEINN SVEINSSON + Hallsteinn Sveinsson fædd- ist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. nóvember síðastliðinn, 92 ára að aldri, og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 30. nóvem- ber siðastliðinn. HALLSTEINN Sveinsson, föður- bróðir minn í Borgarnesi, er látinn á tíræðisaldri. Milli hans og pabba var aldursmunur lítill, vinskapur góður og samgangur mikill. Hall- steinn hefur því verið partur af öllu umhverfi mínu allt frá frum- bemsku. Hann var sjálflærður smiður og vann lengi við innrömmun málverka í húsi sem hann nefndi Uppland og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600—4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. var við Háaleitisveg. Sem greiðslu tók hann gjarnan málverk af við- skiptavinum sínum, valdi þau af smekkvísi og eignaðist þannig veru- lega vandað safn nútímalistaverka. Fyrir þetta varð Hallsteinn all- þekktur, en um sjötugsaldur af- henti hann Borgarnesbæ málverk sín og flutti á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Þar bjó hann síðan. Fyrir ekki löngu rakst ég á blaða- viðtal frá 1962 sem athygli vakti á sínum tíma. Þar verður Hallsteini tíðrætt um það sem hann nefnir abstraksjón, en þar á hann við óhlutbundin málverk, og að sumar manneskjur skilji abstraksjón en aðrar ekki. Hann leggur þar mikla áherslu á að góð málverk verði að vera gerð af baráttu og áhuga, en vanti þetta séu þau það sem hann kaljar náttúralaus. Ég held að það megi segja að Hallsteinn hafi verið hamingjumað- ur. Það vissu ekki allir að í honum bjó töluvert skap, því hann hafði á IKrossar áleidi I vióarlit og máföjr. Mismunandi mynshjr, vönduo vinna. . Sínai 883 6989 og 883 S7SS því sterkt taumhald, var gæflyndur og umgengnisþýður dagsdaglega, og einstaklega bamgóður. Og hann var stríðinn og glettinn, líkt og þeir Kolstaðafrændur fleiri, en þó hvorki meinstríðinn né gráglettinn. Ég held að lykillinn að lífsham- ingju Hallsteins frænda míns hafi verið sá næmi skilningur og trausti smekkur sem hann ræktaði innra með sjálfum sér fyrir nútímamynd- list. Hann var nefnilega svo lánsam- ur að skilja abstraksjónina. Eysteinn Sigurðsson. Hann var mik-ið prúðmenni og sér- lega velviljaður. Hann hafði skýrar skoðanir á mönnum og málefnum og var fastur fyrir ef því var að skipta. Hann starfaði jafnan af heil- indum og ætlaðist til þess sama af öðram. Þegar ég fór í framboð á Vestur- landi 1991 naut ég stuðnings og hollráða Þráins Bjarnasonar. Eftir að ég tók sæti á þingi leit ég oft við í Hlíðarholti á ferðum mínum um kjördæmið. Þar var jafnan gott að koma, móttökur elskulegar og óvíða var betra að ræða landsins gegn og nauðsynjar, enda húsráðendur greindir vel og ræddu málin af íhygli. Eftirlifandi kona Þráins er Krist- jana Sigurðardóttir frá Hrísdal í Miklaholtshreppi. Hjónaband þeirra var farsælt, enda vora þau afskap- lega samhent, jafnt í búskapnum og margháttuðum störfum utan heimilis. Þau vildu veg Sjálfstæðis- flokksins sem mestan og studdu okkur þingmenn fiokksins í kjör- dæminu með ráðum og dáð. Sjálfur var Þráinn einn af lykilmönnum flokksins á Vesturlandi, varaþing- maður um skeið og ekki era nema tvö ár síðan hann lét af störfum sem formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Þráinn var mikill félagsmálamað- ur og kom víða við á þeim vett- vangi, var m.a. oddviti sinnar sveit- ar um langt árabil og sýslunefndar- maður. Þá var hann formaður sókn- arnefndar Búðasóknar og lagði ásamt konu sinni mikla vinnu í starf kirkjunnar á Búðum og sýndi henni mikla ræktarsemi, sérstaklega er rómuð forysta hans og störf við endurbyggingu kirkjunnar. Ég vil að leiðarlokum þakka Þráni Bjamasyni ómetanlega vin- áttu og stuðning og sendi Kristjönu og afkomendum þeirra hjóna inni- legar samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Hátúni 10B, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 5. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og alúð til lækna og hjúkr- unarfólks á Borgarspítalanum. Fyrir hönd vandamanna, Sverrir Baldvinsson, Karl Baldvinsson, Guðrún Baldvinsdóttir, Edda Baldvinsdóttir, Magnús G. Arneson. t Elskuleg móðir og fósturmóðir okkar, MARTA ELÍNBORG GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Mýrdal, Skeggjagötu 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minhast hennar, er vinsamlegast bent á Hallgrímskirkju i Reykjavík. Guðbrandur Guðjónsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför föður okkar, ÁRNAJÓHANNESSONAR bifvélavirkjameistara, Skjólbraut 1a, áður Hamraborg 26, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Tryggva Ásmundssonar, læknis, og starfsfólks á lungnadeild Vífilsstaða. Börn og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför dcttur okkar og systur, STEINUNNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Bröttugötu 24, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E, Landspítala. Steinunn Sigurðardóttir, Vilhjálmur Halldórsson, systkini og fjölskyldur. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.