Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tfgumMiiMfc STOFNAÐ 1913 284. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Líkur á að mál franskra flug- manna leysist París. Réuter. VAXANDI líkur voru í gær taldar á því að tveir franskir flugmenn, sem voru skotnir niður í Bosníu í ágúst, yrðu Iátnir Iausir bráðlega. Talsmað- ur Frakklandsforseta sagði að franska stjórnin legði nú fast að ráða- mönnum í Serbíu og á Vesturlöndum að leiða málið til lykta. Pavle Bul- atovic, varnarmálaráðherra Júgó- slavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, sagði að leiðtogar Bosníu-Serba hygðust gefa út yfirlýs- ingu sem ætti að „sefa fjölskyldur flugmannanna". Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að Bill Clinton væri „mjög von- góður" um að flugmennirnir yrðu látnir lausir bráðlega. Franskir emb- ættismenn höfðu varað við því að mál flugmannanna gæti stefnt samn- ingunum um frið í Bosníu í hættu. Samningarnir verða undirritaðir í París á fímmtudag. Orrustuþota frönsku flugmann- anna var skotin niður ýtir Pale, höf- uðstáð Serba í Bosníu, 30. ágúst þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á serbnesk skotmörk. Franskir fjölmiðlar segja að mennirn- ir séu í haldi Bosníu-Serba. Karsten Voigt, formaður þing- mannasamkundu Atlantshafsbanda- lagsins, sagði í Belgrad í gær að júgó- slavneski varnarmálaráðherrann hefði skýrt sendinefnd NATO frá því að búast mætti við yfirlýsingu um málið frá leiðtogum Bosníu-Serba. Hann sagði að svo virtist sem ráð- herrann teldi að Bosníu-Serbar héldu flugmönnunum til að knýja fram breytingar á friðarsamningunum. Vangaveltur hafa verið um að helstu leiðtogar Bosníu-Serba, Rado- van Karadzic og Ratko Mladic, vildu notfæra sér flugmennina til að knýja fram breytingar á ákvæðinu um að Sarajevoborg yrði öll undir yfirráðum Bosníustjórnar eða til að hindra að þeir yrðu handteknir fyrir stríðs- glæpi. Þvingunaraðgerðum frestað Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í vikunni sem leið að franska stjórnin hefði gefið Bosníu-Serbum frest til Reuter Gengið tilatkvæða um Sarajevo SERBNESKIR íbúar Sarajevo efna til atkvæðagreiðslu í dag um hvort hverfi þeirra eigi að heyra undir sljórn Bosníu, eins og kveðið er á um í friðarsamningunum sem undirritaðir voru í Dayton í Ohio. Vestrænir ráðamenn hafa sagt að atkvæðagreiðsl- an hafi engin áhrif á samningana. Um 3.000 Sarajevo-búar, Serb- ar jafnt sem múslimar, söfnuðust saman í miðborginni í gær til að hvetja Serba til að fallast á að borginni yrði ekki skipt. Þeir sögðust sannfærðir um að íbúarnir gætu lifað í sátt og sam- lyndi, þrátt fyrir 3Vi árs umsátur serbneskra hermanna. sunnudags til að láta flugmennina lausa, annars gripi hún til þvingun- araðgerða gegn þeim. Talsmaður Frakklandsforseta sagði í gær að franska stjórnin hefði frestað því að tilkynna þvingunaraðgerðirnar meðan hún ræddi málið við ráða- menn á Vesturlöndum og í Serbíu. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kvaðst telja að hinar stríð- andi fylkingar í Bosníu virtu friðar- samningana. Ekkert væri því til fyrirstöðu að senda þangað her- menn til friðargæslu. Rússland Mann- réttindi hundsuð Moskvu. Reuter. í OPINBERRI skýrslu nefndar rúss- neska mannréttindafrömuðarins Sergejs Kovaljovs er fullyrt að stjórnvöld brjóti í æ ríkari mæli mannréttindi með skipulegum hætti. Kovaljov bendir m.a. á að réttur- inn til frjálsrar búsetu einstaklinga, sem lögfestur var fyrir nokkrum árum, sé nú takmarkaður með alls kyns undanbrögðum yfirvalda. Einnig nefnir hann tilskipun Borís Jeltsíns forseta í fyrra sem sögð er nauðsynleg vegna glæpaöldunnar, en samkvæmt henni má halda grun- uðum í varðhaldi í 30 daga án dóms- úrskurðar. í stjórnarskrá er há- markið sagt vera 48 stundir. „Meira að segja Jezov [öryggislögreglufor- ingi Stalíns] mátti aðeins halda mönnum í 15 daga," sagði Kovaljov. Skoðanakannanir í Rússlandi benda sem fyrr til þess að flokkur kommúnista verði öflugastur á þing- inu sem kosið verður á sunnudag. ¦ Vuja ógilda samninga/24 Mann- skætt tilræði í Madrid SEX manns létust og 12 slöstið- ust þegar bílsprengja sprakk í Madrid í gær, aðeins fáum dög- um áður en leiðtogar Evrópu- sambandsins, ESB, koma þar saman til fundar. Talsmenn stjórnvalda telja fullvíst, að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi framið hryðjuverk- ið. Sprengjan sprakk um leið og herbíll ók hjá en meðal látinna og slasaðra eru jafnt óbreyttir borgarar sem hermenn. Tvísýnt þótti um líf þriggja af þeim, sem slösuðust, þar af eins barns. Borgarstjórinn í Madrid kvaðst ekki vera í neinum vafa um, að skæruliðar ETA hefðu komið sprengjunni fyrir en sprengingin var svo öflug, að hún olli skemmdum á húsum allt í kring. Leiðtogar ESB-ríkj- anna koma saman í Madrid á föstudag og laugardag og Ijósl er, að atburðurinn verður til þess, að öryggisgæsla verður aukin um allan helming. Sprengjutilræðið er það mesta á Spáni síðan í apríl þeg- ar skæruliðar ETA reyndu að ráða af dögum Jose Maria Azn- ar, formann Þjóðarflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks- Reuter SLÖKKT í braki bils í Madrid eftir að sprengja hafði sprungið í honum og orðið sex manns að bana. Papandreou hrakar Iöndun- arvél á ný Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, var settur í öndunarvél að nýju í gær eftir að hafa fengið sýk- ingu sem olli háum hita. „Ástand hans er hættu- legt," sagði talsmaður sjúkra- hússins sem Papandreou var lagður á vegna lungnabólgu 20. nóvember. Forsætisráð- herrann hafði ekki verið í önd- unarvél í þrjá daga. „Við vitum ekki enn hvaðan sýkingin kemur," sagði tals- maðurinn. „Við berjumst gegn henni með ýmsum sýklalyfj- um. Ræða afsögn/25 Franska stjórnin reynir án árangurs að binda enda á verkföllin Léð máls á víðtækari viðræðum ms. París. Reuter. ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, kvaðst í gærkvöldi ljá máls á að hefja viðtækari viðræður við stéttarfélög í von um að geta bundið enda á verkföll opinberra starfsmanna sem hafa staðið í 18 daga. Stéttarfélögin boðuðu frekari verkföll og mótmælafundi út um allt land í dag. . Juppe sagði eftir nokkra fundi með fulltrúum stéttarfélaganna í gær að hann hefði falið Jacques Barrot vinnumálaráðherra að undirbúa hringborðs- viðræður við stéttarfélögin í næstu viku. Þar yrði m.a. fjallað um aðgerðir til að stemma stigu við atvinnuleysinu, en áform stjórnarinnar um viða- mestu breytingar á velferðarkerfmu í 50 ár voru þó ekki á lista yfir mál sem Juppe vill að verði rædd. Fulltrúi lestastjóra í viðræðunum við Juppe sagði að lausn á deilunni væri ekki í sjónmáli þar sem tilslakanir stjórnarinnar, sem Juppe kynnti um helgina, væru of óljósar. Fallist á tilslakanir Juppe léði í fyrsta skipti máls á tilslökunum í sjónvarpsviðtali á sunnudag og kvaðst reiðubúinn að verða við þeirri kröfu lestastjóranna að reglum um eftirlaunaaldur og útreikning launanna yrði ekki breytt. Þá yrði því frestað um óákveðinn tíma að samþykkja formlega fímm ára áætlun um breyt- ingar á ríkislestafyrirtækinu SNCF, sem er rekið með miklum halla. Juppe neitaði hins vegar að verða við þeirri kröfu verkfallsmanna að falla frá aformum um breyting- ar á velferðar- og heilbrigðiskerfinu. Þátttakan í verkföllunum minnkaði í gær. 13,5% allra opinberra starfsmanna mættu þá ekki til vinnu, en á föstudag var þetta hlutfall um 19%. Auk strætisvagna- og lestastjóra voru 20% kenn- ara, 4% póstmanna og margir símamenn og starfs- menn rafveitna enn í verkfalli. ¦ Vingjarnleg ringulreið/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.