Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Háar greiðslur vegna smávægilegra líkamstjóna heyra nú sögunni til TILVITNUNIN í fyrirsögninni að ofan er tekin úr ársreikn- ingi Sjóvár-Almennra trygginga hf. fyrir árið 1994, þar sem fjallað er um öku- tækjatryggingar. Reikningurinn er dag- settur í mars á þessu ári, en þá voru ekki hafnar þær opinberu umræður um fjárhæð iðgjalda í bílatrygg- ingum, sem síðan hafa orðið. Tilvitnunin er ekki síst athyglisverð Árni fyrir þá sök, að vá- Sigfússon tryggingafélögin hafa á undanfömum árum haldið því fram að mikill bótakostnaður þeirra vegna minni háttar líkams- tjóna væri aðalástæðan fyrir meintri slæmri afkomu bílatrygg- inganna. Hann „heyrir nú sögunni til“ en iðgjöldin hafa ekkert lækk- að. Mismunurinn hefur verið lagð- ur í bótasjóði, sem hafa vaxið um marga milljarða króna undanfarin 3-4 ár. Fyrir skömmu komu fram tillög- ur um að lagfæra ákvæði skaða- bótalaganna frá 1993 í því skyni að tryggjá tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón. Þessar tillögur breyta í engu ákvæðum skaðabóta- laga um fjárhagsleg örorkumöt, en langveigamesta ástæðan fyrir lægri bótum i smærri málum var breyting laganna úr læknisfræði- legum örorkumötum í fjárhagsleg. Tillögurnar ráðgera aðeins, að hin metna íjárhagslega örorka verði fullbætt, en þetta var ekki tryggt með lögunum 1993, svo furðulegt sem það kann að virðast. Vátrygg- ingafélögin hafa mótmælt tillögun- um hástöfum. Staðhæfa þau að samþykkt þeirra muni kalla á 30% hækkun iðgjalda í bílatryggingun- um. Þessi málflutningur þeirra fær engan veginn staðist. í tilefni af honum er rétt að líta aðeins á nokk- ur atriði í ársreikningum félag- anna, sem hafa þýðingu við matið á því, hversu vel þeir sýna raun- verulega afkomu í bílatryggingun- um. Við gjaldfærslu vátryggingafé- laganna á tjónum ársins verður að stórum hluta að notast við áætlan- ir þeirra sjálfra, þar sem mikill hluti tjónanna er óuppgerður í árs- lok. Þetta á ekki síst við um líkams- tjón, þar sem þau gerast að jafn- aði ekki upp, fyrr en löngu eftir slys. Við samanburð á áætlunum félaganna á þessum gjaldfærslum undanfarin ár, verður ekki séð að þær hafi lækkað svo heitið geti við gildistöku skaðabótalaga 1993. Þó er ljóst, að heildarbætur fyrir lík- amstjón í umferðinni lækkuðu þá stórlega. Leiddi þetta aðallega af nýjum matsreglum laganna en einnig af of lágum reiknireglum. Jón Steinar Gunnlaugsson Áhrifín af of háum tjónsáætlunum vátryggingafélaganna hafa komið skýrum stöfum fram í ársreikning- um þeirra á þann hátt að svonefnd- ir bótasjóðir hafa vaxið hröðum skrefum þessi ár, þannig að numið hefur mörgum milljörðum á hveiju ári. Ef tekið er dæmi af Sjóvá- Almennum tryggingum hf. nam bótasjóður félagsins u.þ.b. þremur milljörðum króna í lok ársins 1990 eða rúmum 50% af heildareignum félagsins. í árslok 1994 nam sjóð- urinn u.þ.b. 7,2 milljörðum króna eða um 70% af heildareignum. Þegar vátryggingafélögin sýna afkomu einstakra vátrygginga- greina í reikningum sínum er því sleppt að ætla viðkomandi grein hlutdeild í íjármagnstekjum félag- anna. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ganga m.a.s. svo langt að dreifa skrifstofu- og stjórnunarkostnaði inn á einstakar vátryggingagreinar en ekki fjármagnstekjum sínum. Þannig telur félagið t.d. afkomuna í ökutækjatryggingunni nema tapi upp á-265 milljónir króna árið 1994. Nettó ijármagnstekjur þess árs nema 615 milljónum króna hjá félaginu. Það eru tekjur af iðgjöld- unum sem félagið geymir, þar til tjónin koma til uppgjörs. Iðgjöld bílatrygginganna eru u.þ.b. 50% af heildariðgjöldum félagsins þetta ár. Eðlilegt er að ætla bílatrygg- ingum enn hærri hlutdeild í fjár- magnstekjunum, þar sem iðgjöldin eru öll greidd fyrirfram og að auki er uppgjörstími líkamstjónanna að jafnaði miklu lengri en annarra tjóna. Eðlilegur hlutur bílatrygg- inga í fjármagnstekjunum nemur líklega a.m.k. 400 milljónum Heildarbætur fyrir lík- amstjón í umferðinni hafa lækkað stórlega, segja Árni Sigfússon og Jón Steinar Gunn- laugsson, en iðgjöldin hafa ekkert lækkað. króna. Þá er afkoman þar orðin jákvæð um vel á annað hundrað milljóna króna, þó að reiknað sé með hinum sýnilega allt of háu áætlunum félagsins á tjónakostn- aði. Ástæða er til að taka fram, að kröfur eigenda bifreiða í landinu um lækkun á iðgjöldum bílatrygg- inganna lúta ekki að því að skaða- bætur til slasaðra manna séu ákveðnar of lágar í lögum. Þar eiga þeir sömu hagsmuni og aðrir. Slíkar bætur eiga hvorki að vera of háar né of lágar. Engin ástæða er til að efast um að tillögur þær sem fram eru komnar um breyt- ingu á skaðabótalögum séu rétt- mætar út frá þeim meginsjónarm- iðum, að sá sem slasast á líkama sínum og á rétt á bótum fái allt fjártjón sitt bætt. Það er einnig alveg ljóst að lögleiðing þessara réttarbóta breytir ekki neinu um, að iðgjöld í ökutækjatryggingum hér á landi eru of há. Standa von- ir til þess að þetta fáist staðfest við það útboð á þessum trygging- um, sem Félag íslenskra bifreiða- eigenda stendur nú fyrir. Ámi Sigfússon er formaiJur Fé- iags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Steinar Gunnlaugsson er hæstaréttarlögmaður. Tölur úr órsreikningum SJÖVÁR ALMENNRA trygginga hf. (Krónutölur eru allar í milljörðum) Frumtrygglnar Þar af iðgjöld Hlutfall ökutœkja- Niðurstöðutala Hlutfall bóta- ÁR Iðgjöld árslns vegna ökutœkja trygginga af heild efnahagsreiknings Bótasjóður sjóðs af efnahag krónur krónur krónur krónur 1989 2,3 1,2 52% 5 2 2.7 52% . 1990 2,8 1,5 54% 5.7 3.0 53% 1991 34 1,9 56% 7.2 4,2 58% 1992 3,5 1,9 54% 8.3 5.2 63% 1993 3,4 1,7 50% 9.5 64 67% 1994 3,3 1.6 48% 10.5 7.2 69% A að loka geðdeildum aftur? Opið bréf til heilbrigðis- og tr yggiiiganefnd- ar alþingis HÁTTVIRTU alþingismenn. Þakka ykkur- heimsóknina á geðdeild Landspítalans í ágúst síð- astliðnum og fyrir þann velvilja og skilning, sem þið sýnduð þá mál- efnum geðsjúkra og vandanum, sem lokanir geðdeildarinnar sköp- uðu. En nú reynir á. Velvilji og skilningur í orði skipta miklu máli, en komi hvort tveggja ekki fram í verki líka er lítið gagn að. Nú þarf að láta verkin tala og alþingis- menn verða að marka stefnuna með því að veita meira fé til rekst- urs Ríkisspítalanna, svo að unnt verði að starfrækja geðdeild Land- spítalans af fullum krafti. Ella mun það ófremdarástand sem skapaðist Happdrætti LUX fyrir íþróttasamband fatlaðra Dregið hefur verið í þriðja sinn í happdrætti styrktarátaks Ásgeirs Sigurðssonar hf. Vinningsnúmerin eru: 1884, 4429, 5009, 5814, 7796, 8121, 11212, 13715, 13811, 14891. Áður hafa verið dregin út eftirfarandi númer: 5346, 5398, 6422, 9029, 9399, 10706, 12420, 13096, 13987, 14026 og 1222, 5309, 6671, 6619, 7026, 9227, 10098, 10912,11912,14443. Vinningshafar vinsamlega hafið samband í síma 568 6322 í sumar endurtaka sig á næsta ári með lokun- um deilda og minnk- andi starfsemi, sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar, einkum fyrir yngra fólk, sem fær þá ekki viðeigandi aðstoð á réttum tíma. Niðurskurðurinn Á undanfömum árum hefur geðdeild Landspítalans orðið harðar fyrir barðinu á niðurskurði fjárveitinga en ýmsar aðrar sjúkra- stofnanir. Var þó ekki af miklu að skera vegna þess að starfsmenn deildarinnar eru hlut- fallslega færri en á öðrum deildum Landspítalans og laun þeirra að meðaltali lægri. Annar rekstrar- kostnaður var einnig hlutfallslega lægri, m.a. vegna lægri lyfjakostn- aðar og lítillar hátækni“. Hin dýra vélræna tækni hjálpar geðsjúkum lítið. Þeir þurfa fyrst og fremst aðstoð vel menntaðs starfsfólks, sem getur beitt annars konar tækni. Á þessu ári sem nú er að líða þurfti að loka rúmlega 60% rúma móttökudeilda geðdeildarinnar í sex vikur vegna fjárskorts, þar á meðal bamageðdeildinni. Meðferð- ardeild fyrir fíknisjúklinga á Vífíls- stöðum varð að loka alveg í sept- ember. í hennar stað var opnuð dagdeild með miklu minni mann- afla. Þótt aðsókn að dagdeildinni sé mjög mikil og þegar ljóst að hún getur ekki annað meðferðar- þörfinni nema með meiri mannafla, kemur hún ekki að fullu í stað þeirrar deildar, sem varð að loka. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1996 gerir ráð fyrir að enn eigi að spara í rekstri Ríkisspítalanna, þrátt fyrir að frumvarpshöfundum Tómas Helgason ætti að vera fullljóst, að það er ekki hægt. Þvert á móti er bráð- nauðsynlegt að auka ijármagn til rekstrar þeirra, svo að vand- ræði þau, sem urðu á þessu ári, endurtaki sig ekki næsta ár. Undirritaður hefur gert heilbrigðisnefnd Alþingis, heilbrigðis- málaráðherra og fjár- málaráðherra grein fyrir, hve háa upp- hæð geðdeild Landspítalans þurfi til viðbótar ijárveit- ingum yfirstandandi árs til þess að halda uppi fullum rekstri allt árið. Ekki hefur verið tekið neitt tillit til þessa enn. Fjármálaráðherra fer nú mikinn vegna þess að útlit er fyrir að rekstrarkostnaður Rikisspítala fari rúmlega þrjú prósent fram úr því sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Rekstr- arkostnaður geðdeildar er tæp 13% af rekstrarkostnaði Ríkisspítal- anna, en aðeins 6,5% af „rekstrar- hallanum“ er vegna hennar. Ástæður fyrir því að kostnaður verður meiri en Ijárlög gerðu ráð fyrir eru auðvitað þær, að lögin voru óraunhæf og að veikindum fólks og þörf fyrir sjúkrahúsmeð- ferð verður ekki stjórnað með lög- um, þó að við gjarnan vildum. Óraunhæfum lögum hefur Alþingi oft breytt svo að auðveldara yrði að fara eftir þeim og til að auka virðingu fyrir lögunum. Nauðsyn góðrar heilbrigðisþj ónustu Það er dýrt að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu. En það er miklu dýrara að gera það ekki. Slíkt leiðir til minni verðmætasköp- Ég skora á þingmenn að afgreiða fjárlög á þann veg, segir Tómas Helgason, að veita megi geðsjúkum þá þjónustu er þeir eiga heimtingu á. unar vegna vinnutaps og meiri kostnaðar vegna örorku og ótíma- bærs dauða. Þó að beinn kostnaður vegna meðferðar geðsjúkdóma sé töluverður er hann ekki mikill í samanburði við hinn óbeina kostn- að og þá þjáningu sem af þeim hlýst. Með viðeigandi meðferð á sjúkrahúsi og göngudeildum er hægt að draga verulega úr þessum óbeina kostnaði, stytta veikinda- tímabilin, draga úr örorku og koma í veg fyrir sjálfsvíg. Það er léleg hagstjórn að koma í veg fyrir að þeir sem þurfa lækn- ingu fái hana og það er ómannúð- legt að líkna ekki þeim sem á þurfa að halda. Það er heldur ekki stór- mannlegt hjá einni ríkustu þjóð í heimi að láta spamað bitna mest á þeim sem minnst mega sín og ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Ég skora á háttvirta heilbrigðis- nefnd Alþingis að beita sér fyrir því að nægjanlegt ijármagn verði veitt á fjárlögum næsta árs til þess að hægt verði að veita geð- sjúkum og aðstandendum þeirra þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga heimtingu á. Með virðingu. Höfundur er prófessor, forstöðu- maður geðdeildar Landspítaians.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.