Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 31 LISTIR Frá ljósanna hásal TÓNLIST Kristskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveitin Fílhannonía flutti jóla- lög frá ýrasum löndura. Þeir sem komu fram með kómum voru; Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Monica Abend- roth, Guðrún Másdóttir, Einar Jóns- son, Páll Hannesson og Jóhannes Andreasen. Stjórnandi: Ulrik Ólason. Sunnudagurinn 10. desember. NÚ LÍÐUR að jólum og er að- ventan orðin hátt í það jafnhátíðleg og sjálf jólahátíðin, með söngvum og alls konar tilstandi í skrauti og annarri viðhöfn. Söngsveitin Fíl- harmonía hélt sína aðventutónleika í Kristskirkju um sl. helgi. Á efnis- skránni voru jólasöngvar og maríu- vers og hófust tónleikarnir á hinni fögru raddsetningu Jóns Þórarins- sonar á sálmalaginu, Jesú, mín morgunstjarna og var það eina ís- lenska lagið á þessum tónleikum (Já,takk!).Næst kom Það aldin út er sprungið í raddsetningu Praetor- iusar, ekki síður fagurt en lagið á undan og þriðja lagið var Sjá, morg- unstjarnan blikar blíð, þýskt lag frá 1599, í raddsetningu J.S. Bachs. Þessi þijú lög voru sungin af þokka, þótt aðeins hefði mátt nostra meira við þau, jafnvel þó að kórar séu alltaf að syngja þessi lög og telji sig kunna þau til hlítar. Aldeilis ágæt tónsmíð, María gekk um fjallveg (Þýðing; Sigur- björn Einarsson), eftir Johann Ecc- ard (1553-1611), var ágætlega sungin og sama má segja um lag eftir Faure, Heill þér himneska orð, en með kórnum lék Guðrún Más- dóttir á óbó. Tvö lög voru í radd- setningum, sem eru kenndar við David Willcock og voru þær um skeið vinsælar við guðsþjónustur í Englandi. Þessar raddsetningar eru miðaðar við safnaðarsöng og syng- ur kórinn fyrsta erindið oftast ein- raddað en með erindum sem á eftir koma, er bætt við raddsetninguna og við síðasta erindið leikin svo- nefnd yfírrödd. Þessar raddsetning- ar eru heldur ókræsilegar tónsmíð- ar, því yfirraddirnar eru oftast ómerkilegar fylgiraddir, eins og heyra mátti bæði í raddsetningu Willcocks á lagi Mendelssohns, Friður, friður frelsarans og í sérlega ósmekklegri raddsetningu eftir Öhrwall, á því fallega lagi Fögur er foldin. Ave Maria, eftir Arcadelt (1505- 1663), Locus iste, eftir Bruckner, tvö Ave verum corpus, það fyrra eftir Elgar og síðara eftir Mozart, Pie Jesu, eftir Faure, Slá þú hjart- ans hörpustrengi, „kóralútfærslan“ fræga eftir J. S. Bach og Let the bright Seraphim, eftir Handel voiu viðamestu viðfangsefnin á þessum tónleikum. í nokkrum laganna var leikið undir á orgel og kontrabassa og var orgelið of veikt, svo að vart heyrðist í því nema í millispilunum en það drundi aftur á móti í bassan- um, vegna mikillar endurómunar kirkjunnar. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng í Ave Maríu eftir Luzzi, Pie Jesu, eftir Faure, aríuna Let the bright Sera- phim, úr Samson eftir Handel og það vinsæla jólalag, Nóttin helga eftir Adam og var söngur hennar mjög góður, þrátt fyrir að lítil stoð væri oftast að undirleiknum, nema helst hjá hörpunni, er Monica Aben- droth lék á. Einar Jónsson lék vel í lagi Handels, þótt hann missti smávegis úr undir lokin en hann endaði þó sitt sóló með glæsibrag. Það undirritaður man, þá lék Guð- rún Másdóttir ágætlega á óbóið í Pie Jesu, en eins og Einar átti hún samt í smávandræðum undir lokin, líklega vegna öndunar. í heild voru þetta þokkafullir tónleikar, nokkuð misjafnir, sérstaklega vegna undar- legrar hljóðfæraskipunar og laga- vals. Tvö jólalög, Sjá himins opnast hlið og Frá ljósanna hásal, voru ætluð til samsöngs kórs og hljóm- leikagesta en sakir hárrar tónstöðu, áttu margir erfitt með að taka und- ir. í fjöldasöng er sjaldnast hægt að notast við kórraddsetningar, því þær eru oftast hafðar í hærra lagi, til að ná fram björtum hljómi. Jón Ásgeirsson Arlegir jólasöngvar Kórs Langholtskirkju UNDANFARIN ár hefur Kór Langholtskirkju sungið jóla- söngva í Langholtskirkju að mið- nætti síðasta föstudag fyrir jól. Þar mun kórinn bjóða upp á heitt kakó og piparkökur í hléi. Vin- sældir jólasöngvanna hafa farið vaxandi ár frá ári og nú er svo komið að uppselt er á föstudags- tónleikana áður en forsala hefst, segir í kynningu og því hefur verið ákveðið að endurtaka föstu- dagsstemmninguna á laugardeg- inum. Jólasöngvarnir verða því föstudaginn 15. desember kl. 23.00 og laugardaginn 16. des. kl. 23.00. Einnig verur boðið upp á fjöiskyldutónleika sunnudaginn 17. desember kl. 20.00 með sömu dagskrá. Einsöngvarar á tónleik- unum í ár verða Eiríkur Hreinn Helgason, Halldór Torfason og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hljóð- færaleikararnir bernard S. Wilk- inson flauta, Hallfríður Ólafsdótt- ir flauta, Monika Abendroth harpa, Jón Sigurðsson kontra- bassi og Gústaf Jóhannesson org- el. Gradualekór Langholtskirkju syngur með Kór Langholtskirkju en stjórnandi er Jón Stefánsson. Miðar á laugardags- og sunnu- dagstónleikana eru til sölu í Lang- holtskirkju. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju eru fáanlegir á geislaplötum og snældum sem heita „Barn er oss fætt“ og fást í Langholtskirkju og hljómplötu- verslunum. Gersemar og þarfaþing Gersemar og þarfaþing Ritstjdri; Árni Björnsson Bókin er byggð á hinni rómuðu afmælissýningu Þjóðminjasafns íslands sem tengdist 130 ára sögu þess árið 1993. Bókin er ríkulega myndskreytt, m.a. eru birtar 180 litmyndir og margar svart-hvítar af þeim 130 munum og söfnum sem voru á afmælissýningunni. Með hverri mynd i fylgir hnitmiðaður texti, umfjöllun um hvem grip. Höfundar textans eru 35 talsins; hver með sína sérmenntun j og þekkingu á viðfangsefninu. Efnistök em því ámóta breytileg og sjálf viðfangsefnin, og gefur bókin góða hugmynd um hin mörgu sérsvið á vegum þjóðminjavörslunnar. Eins og bókarheitið ber með sér getur hér að líta gripi af margvíslegu tagi. Þar má nefna jarðfundna muni frá fyrstu öldum Islandsbyggðar, kirkjugripi frá miðöldum, verkfæri, brúkshluti og leiktæki frá tækniöld auk fjölda annarra muna og minja. Leitast er við að sýna muni sem lítt hafa verið til sýnis almenningi. Auk þess er gerð grein fyrir einstökum sérsöfnum og deildum svo sem Ásbúðarsafni, Hljóðritanadeild, Iðnminjasafni, Myndadeild, Nesstofusafni, Sjóminjasafni, Tækniminjasafni,.Þjóðháttadeild og Örnefnastofnun. Þessi þjóðlega bók þarf að vera f1816 é ^SSíTÍ,!® HS* til á hverju íslensku heimili! HIÐISLENSKA BÓKMENNIAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 - kjarni málsins 1 VÍB opnar í útibúi íslandsbanka á Kirkjusandi VÍB býður nú ásamt íslandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga. í útibúinu á Kirkjusandi eru starfsmenn VÍB þau Ægir Birgisson og Anna Karen Hauksdóttir, ásamt Lárusi Gísla Halldórssyni, verðbréfafulltrúi. í dag verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VIB verða á staðnum, auk þess sem fluttir verða áhugaverðir fyrirlestrar. Yerðbréfafulltrúi VÍB í útibúi íslandsbanka á Kirkjusandi er Lárus Gísli Halldórsson. Hann mun annast alla almenna ráðgjöf kaup og sölu verðbréfa. 14:30 15:00 15:30 16:00 16:30 10 ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB. Hlutabréfakaup og skattamál. Margrét Sveinsaóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. Karlakórinn Fóstbræður - jóladagskrá. Vextir og ávöxtun, hvað er að gerast? Sigurður B. Stefánsson framkvœmdastjóri VÍB. Starfsemi Granda og hlutabréf Granaa á markaði. Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf. FORYSTAIFJARMALUM! VIB VERÐBREF'AMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF’. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 5fi0-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.