Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 47

Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 47 AÐSEIMDAR GREINAR GÆÐl 0 G G OT T^^V E R Ð Hlutverk lífeyrissjóða I FLESTUM lönd- um tíðkast ríkisleynd- armál, þ.e. mál sem ekki má tala um og aðeins fáir útvaldir þekkja. Hérlendis hef- ur húsnæðiskerfið sætt þessari meðferð, aðeins fáir útvaldir þekkja það og það má ekki tala um það. Samtöl við stjórn- málamenn hafa sýnt mér að margir þeirra botna ekkert í hús- næðiskerfinu og hvað þá almenningur. Fé- lagshyggjujafnað- Jón Kjartansson frá Pálmholti arvinstrimenn boðuðu til fundar á Hótel Sögu 4. desember sl. um það hvort þeir ættu að sameinast um að sameinast eða ekki. I til- efni af þessu var gefið út blað sem var víst borið út í öll hús Reykja- víkur. Ég leitaði með stækkunar- gleri að orðinu húsnæði í blaði þessu en fann það hvergi, ekki heldur orðið lífeyrissjóður en þeir hanga oftast á sömu spýtu. Síðustu árin hafa menn sum- staðar brotið innsiglið af gömlum leyndarmálum og fyrir skömmu gerðust þau undur að ungir sjálf- stæðismenn kynntu úttekt sína á húsnæðiskerfinu. Ég spyrði for- mann þeirra hvort heimildakönnun hefði ekki reynst erfið. Hann sagði það hafa tekið tvo menn marga mánuði að ná nauðsynlegum upp- lýsingum og rengi ég hann ekki. Niðurstaða þeirra er sú að ungt fólk getur ekki keypt hús nema hafa 450 þús. kr. í kaup á mánuði. í sumar talaði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra um lækkun vaxta og fékk fyrir vikið einhveija verstu yfirhalningu sem íslenskur ráðherra hefur fengið. í haust kom hann á fund hjá sambandi spari- sjóða og talaði gegn einokun „að- iia vinnumarkaðarins" á skyldu- sparnaði fólksins, lífeyrissjóðun- um. Þótt sjóðirnir séu a.m.k. 60 -koma þeir fram sem ein heild, annast alla afgreiðslu sjálfir og hafa fullt samráð um útlánakjör. Þeir ráða um 40% af öllu lánsfé og hafa því afgerandi áhrif á vaxtakostnaði lántaka. Þeir hafa t.d. fjármagnað „félagslega hús- næðiskerfið" með um 7% vöxtum sem eru svo greiddir niður af ríkis- sjóði. Þannig rennur verulegur hluti af kostnaði ríkisins vegna handmálaður safngripur kr. 1.980 SILFURBUÐIN Kringlunni 8 -12 - Sími 568-9066 -Þar fœrðu gjöfina - húsnæðis til lífeyris- sjóðanna en ekki til fólksins sem býr í íbúðunum. . Iðgjöld til lífeyris- sjóðanna voru árið 1994 um 17 milljarðar kr. en greiddur lífeyrir á sama tíma aðeins 8,7 milljarðar kr. Aðr- ar tekjur sjóðanna, þ.e. vextir og afborg- anir af útlánum, voru um 35 milljarðar á árinu. í árslok 1994 voru eignir lífeyris- sjóðanna 234 milljarð- ar kr. en það er 12% aukning milli ára. Með sömu aukn- ingu næstu 10 ár verða eignir sjóð- anna 850 milljarðar kr. árið 2005. Miðað við 5% vexti yrðu vaxtatekj- ur þeirra þá um 42 milljarðar á ári. Nú á að hlífa sjóðunum við fjármagnstekjuskatti og sat Ás- mundur Stefánsson, fyrrum for- seti ASÍ, sem sérlegur fulltrúi fjár- málaráðherra í stjórnarnefndinni sem samdi reglurnar um skatt þennan og gætti hagsmuna lífeyr- Verulegur hluti kostn- aðar ríkisins rennur til lífeyrissjóðanna, segir Jón Kjartansson frá Pálmholti, en ekki til fólksins sem býr í íbúðunum. issjóðanna. Félagshyggjujafnaðar- vinstrimenn trúa víst enn þeirri helgisögn að „verkalýðshreyfing- in“ sé hreyfiafl í þjóðfélaginu, þótt „aðilar vinnumarkaðarins“ sé í reynd sterkasti varðhundur ríkj- andi kerfis. Sé horft yfír sviðið blasir við annars vegar botnlaus skuldasöfnun heimilanna og hins vegar botnlaus eignasöfnun lífeyr- issjóðanna. Vill ekki einhver taka sig til og rekja samhengið þama á milli. Höfundur er formaður Leigjenda- samtakanna. Siðfræöi Níkornakkosar Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles íslensk þýðing eftir Svavar Hrafn Svavarsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Ritstjóri: Þorsteinn Hilmarsson. Siðfrœði Níkomakkosar er eitt merkasta rit Aristótelesar. í ritinu spyr hann þriggja meginspuminga um mannlega breytni. Þeirra hefur sjaldan verið spurt af meiri ákafa en um þessar mundir. Spurt er hvað sé hamingja og hvemig manneskjan verði hamingjusöm. Það leiðir til spurningar um mannlega breytni: Hvers vegna er góð breytni einhvers virði og hvers virði er hún? Loks er spurt hvers konar siðgerð búi að baki góðri breytni. Þannig er dyggðin kynnt til sögunnar og útskýrt hvemig dyggðug siðgerð mótar athafnir okkar og hamingjuna sjálfa; því er spurt hvað aðskilji vitrænar dyggðir og siðrænar, hverjar séu siðrænar dyggðir og hvemig megi lýsa hófsemi og hugrekki, veglyndi og réttlæti. Fyrir ritinu er ítarlegur inngangur um ævi, ritverk og kenningar Aristótelesar, skýringarkaflar eru við hvem hluta verksins, neðanmálsgreinar og atriðisorðaskrá. Siðfrœði Nikomakkosar er alls 666 síður í tveimur bindum í fallegri öskju. Ritið er 32. ritið í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Vakin er sérstök athygli á eftirtöldum Lærdómsritum: Saga tímans, Um vináttuna, Manngerðir sý>í’ð,'líí>. og Handan góðs og ills. á HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNIAFÉLAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 & »11® b€í >Mn Eyjaslóð 7 Reykjavik S. S11 2200 Rosenthal - þegflf Pu j vcl u' Briiðkaupsgjafir • Tímamótagjafir • Verð við allra hæfi Hötimill OggcPð/ l sérflokki Laugavegí 52, sími 562 4244. SCARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.