Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYNPLIST Nýlistasafnið MYNDVERK Kvenrembur Góðar stelpur/slæmar konur. Artem- isia Gallery. Opið alla daga frá 14-18 til 17. desember. Aðgangur ókeypis. „ARTEMISIA Gallery" í Síkagó er kvenkyns listhús og rekið af kvenkyns listamönnum og hefur svo verið allt frá því það var stofn- að 1973. Svo sem stendur í velhannaðri sýningarskrá, „var stofnun þess andsvar við hefðbundnum sölu- galleríum sem konur höfðu nánast engan aðgang að. Meginmarkmið- ið var og er að efla og koma á framfæri myndlist eftir konur. Starfsemin hefur dafnað og vaxið með árunum og listhúsið er sagt með þeim virtari í borginni er svo er komið.“ Sjö íslenzkar konur voru með sýningu í listhúsinu í nóvember sl. og er þetta liður í alþjóðlegri samskiptaáætlun sem hefur þá stefnu að skapa félögunum í Art- emisia sýningatækifæri á alþjóða- vettvangi. Hugmyndina að ís- lenzku sýningunni átti Olivia Petridges, sem dvaldi hér sumarið 1993 og mun þá hafa heimsótti fjölda listakvenna á vinnustofur þeirra. En margir fleiri standa að þessari sýningu, sem nýtur að auki styrktar Menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar, Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og Hafnarborgar. Það eru 16 félagar í listasam- tökunum sem taka þátt í sýning- unni, og verkin voru valin með tilliti til feminísks inntaks þeirra, sem stundum er augljóst en liggur þó ekki alltaf í augum uppi, eins og stendur í sýningarskrá. Það eru 16 listakonur sem taka MARY Ellen Croteau, „Men I have known“ (Perverse the penis). Blandað efni. þátt í sýningunni og þeim er nokk- uð mikið niðri fyrir sem kemur þó kannski enn betur í ljós í skil- greiningum um stefnumörk hverr- ar fyrir sig í sýningarskrá, og far- ast einum af róttækustu kvenskör- ungunum, Mary Ellen Croteau, orð á þessa leið: „Eg sé verk mín sem þjóðfélagsrýni, tilraun til sjón- rænnar véfengingar á öllum þess- um menningarlegu karlrembufor- sendum sem eru grunnurinn að feðraveldinu. Verk mín fá áhorf- andann til að líta nánar á menn- ingu okkar, að horfa á hlutina frá aðeins öðru sjónarhomi, og er ætlað að grafa undan feðraveldinu með hnyttni og skopi.“ NAN Kornfeld, „Pro-feminist Anti-Dichtomy Doll“. Dúk- rista á tau. Skopið vill þó satt að segja verða full hrátt, útþvælt og nap- urt og missa marks Stefnumörkin teljast nokkuð skýr og klár og einkennandi fyrir verkin, en útfærsla þeirra er ekki alltaf í samræmi við textana. En eitt er klárt, sem er að konurnar vilja ekki síður ögra og storka en karlrembumar og það kemur á óvart hvað skírskotunin til reðurs- ins og fijóhirslnanna er sterk. Svo sterk að hún virkar meira tilbúin og marþvæld en upplifuð, og hug- myndirnar eru oftar en ekki féngn- ar að láni frá karlpeningnum. Óll er sýningin mjög hugmyndáfræði- legs eðlis, minnir ekki svo lítið á áttunda áratuginn og sýniljóð „visual poetry" sem var alþjóðleg- ur og vinsæll leikur. Einnig leiðir hún hugann að ýmsum fram- kvæmdum SÚM-hópsins. Sú spurningin er í senn áleitin og brennandi, hve lengi slík list er ný og fersk, og hve lengi kvenna- hreyfingin telst vera það, án þess að fara í gegnum nauðsynlega endumýjun. Einhver rauðsokku- bragur fyrri ára svífur yfir vötn- um, en það em óneitanlega allt aðrir tímar í dag en 1973, og ég sé ekki betur en að listaskólamir séu yfirfullir af konum og ég verð lítið var við karlrembur og feðra- veldi á sýningum dagsins. Þvert á móti em listhúsin hér í borg pökk- uð sýningum kvenna ekki síður en karla, þótt ekki sé feminískt inntak endilega ráðandi stefna hjá þeim. Þá er myndlistarsamtökun- um stjórnað af konum, svo ítök hafa þær nóg. Með sama áfram- haldi verða karlasýningar fljótlega í minnihluta og þá er -botninn af sjálfu sér dottinn úr stefnumörk- unum. Þótt mér sé ekki of vel kunn- ugt um þróunina á þessum svið- um innan Bandaríkjanna veit ég að þeir eiga framúrskarandi kvenkyns listamenn, þótt þær starfi ekki endilega innan kven- réttindahreyfinganna né telji sér skylt að halda uppi eins konar skotgrafahernaði gagnvart karl- mönnum. Eins og á svipuðum sýningum, þar sem hópefli og uppreisnarandi ræður og fólk telur sig kúgaðan minnihluta, er grunnhugmyndin hin sama, en unnið úr henni á Ólafur Ólafsson landlæknir lauk læknanámi fyrir tæpum fjórum áratugum og hefur gegnt stöðu landlæknis síðan 1972. En hefði hann ekki sjálfur sinnt því að breyta skráningu sinni í Símaskránni til samræmis við breytingar á högum sínum, gæti hann enn haft þar starfsheitið læknanemi. Ólafur Ólafsson læknanemi! Símaskráin 1996 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsíngar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Eyðublað er á blaðsíðu 21 í nafnaskrá Símaskrár 1995. PÓSTUR OG SÍMI Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! 1996 margan hátt. í þessu tilfelli er það staða konunnár í þjóðfélagi karl- rembunnar, eins og konunum kemur það fyrir sjónir. Virkar þó frekar lúið vegna breyttra tíma, og hefur meiri svip af minnimátt- arkennd og niðurrifi fyrri gilda en tjáningarþörf. Bandarísku konurn- ar eru einfaldlega ekki að kynna nein ný sannindi hér uppi á ■ ís- landi, hvorki með inntaki og boð- skap sýningarinnar né á listrænu sviði. Hins vegar er trúa mín að sýningar Artemisia listhússins hafi hlotið meiri hljómgrunn í Kína, Kólumbíu og Suður-Kóreu, þar sem kvennahreyfingarnar eru á frumstigi og þannig séð hefur starfsemin í núverandi mynd viss- an tilgang. Æting og steinþrykk Anitu Jung skera sig úr fýrir sígild vinnubrögð og verk Carrie Seid eru slungin í samsetningu, sem styrkir inntak þeirra. Það er kímni í bronsverki Diane Cox og innrétt- ingu Susan Senseman. Málverk Barböru Blades vekja athygli en hér skortir á tækni til að tilvísan- imar nái út fyrir sjálfar sig. Sterk- ar vísanir eru í niðursoðnu typpum fyrmefndrar Mary Ellen Crotéau, en væra enn sterkari ef þau væra ekta og í formalíni, en sá leikur er inni í myndinni í dag sbr. Dami- en Hirst. Þegar allt kemur til alls ber rýnirinn svo mikla virðingu fyrir konum, að hann vill heldur sjá þær taka upp baráttuna við við- fangsefnin við hlið karlmanna og jafnfætis þeim, heldur en að velta sér upp úr vanmetakennd, sem oftar en ekki brýst út í oflæti, endurtekningum og gömlum tuggum. Sýningin hefur þó í sjálfu sér fullan rétt á sér og maður þakkar fyrir sig. Bragi Ásgeirsson Tónleikar í Keflavík- urkirkju í KVÖLD munu eldri og lengra komnir nemendur Tónlistarskólans í Keflavík koma fram á tónleikum í Keflavíkurkirkju kl. 20. Á efnisskránni er einleikur og samleikur, klassík og jass. í vetur era 250 nemendur við nám í tón- listarskólanum og flestir þeirra komu fram á tónleikum í íþrótta- húsinu við Sunnubraut síðastliðinn sunnudag. Þar léku allar hljómsveitir skól- ans og barnakórar sungu. Um næstu helgi verða margir tónfund- ir í skólanum þar sem nær allir keppendur skólans munu leika ein- leik. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfír. Sónata á geislaplötu ÚT ER komin hjá Japis geislaplata með ævintýraóperunni Sónötu eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messí- önu Tómasdóttur. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslensk ópera er gefin út á plötu. Tónlistarmennirnir sem flytja óperuna, sem ætluð er börnum á aldrinum 4-9 ára, eru Marta Hall- dórsdóttir sópran, Sverrir Guðjóns- son kontratenór, Guðrún Óskars- dóttir sembal og Kolbeinn Pálsson flauta. Strengjaleikhúsið sýndi Sónötu í húsi íslensku óperunnar í október og nóvember á liðnu ári fyrir um það bil 6.000 grunnskóla- og leik- skólabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.