Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 33 MEIMIMTUIM Menntamálaráðherra á Spástefnu Stjórnunarfélagsins Samkeppni og kröf- ur eiga eftir að auk- ast í skólakerfinu AUKIN samkeppni í skólakerfinu var meðal þess sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra boðaði á Spá- stefnu Stjórnunarfélags íslands sem haldin var sl. þriðjudag. Þar kynnti hann stefnumótun menntamála fram að aldamótum. Kom fram í máli hans, að menntakerfið yrði að fylgja eftir örum samfélagsbreytingum. Auk þess lagði hann áherslu á sí- menntun og ræddi um breytt hlut- verk ríkisvaldsins í menntamálum. Björn sagði að eitt mikilvægasta hlutverk ríkisins væri að setja ákveðnar kröfur um árangur skóla. „Á sú áhersla eftir að verða mikil- væg í skólastarfi næstu árin. Krafan um gæðastjórnun í skólum er sett fram sem eðlilegur hluti af auknu sjálfstæði og sjálfsforræði skól- anna,“ sagði hann, en eins og fram hefur komið er verið að undirbúa flutning grunnskóla frá ríki til sveit- arfélaga og auka sjálfstæði fram- halds- og háskóla. Þá lagði ráðherra áherslu á að upplýsingatækni, alþjóðasamstarf, rannsóknir og vísindi krefðust þess að menntakerfið tæki breytingum. Hann benti á að framangreint hefði farið fram úr skólakerfinu, en taka yrði mið af þessari þróun og starfa í takt við hana. „í stað þess að spyija hvaða kennsluaðferðir hafi reynst vel til þessa verða menn að spyija: Hvaða kröfur gerir nútíma umhverfi til nemenda, sem eru að ljúka námi? Þegar því hefur verið svarað verða menn að taka afstöðu til kennsluað- ferða.“ Valfrelsi milli skóla Varðandi samkeppni í skólakerf- inu sagði Björn að aukin áhersla á próf leiddi til meiri samkeppni á milli nemenda. Sama ætti við um aukna áherslu á umbun í samræmi við árangur. Þá sagði hann að auka ætti frelsi nemenda til þess að velja á milli skóla. Hann kom inn á samkeppni milli skóla og sagði að meðaleinkunnir samræmdra prófa ásamt útskýring- um ættu að verða öllum aðgengileg- ar. „Það sem mun þó án efa hafa mest áhrif á samkeppni á milli skóla er að fjárveitingar til þeirra séu ákvarðaðar í samræmi við fjölda nemenda í skólum og árangur skól- anna.“ í lokin sagði hann að síðast en ekki síst mundi aukinnar samkeppni gæta á meðal þjóða. „Til að stand- ast þá samkeppni verður að styrkja tungumálanám, notkun upplýsinga- tækni, fræðslu um þjóðfélagið og alþjóðakerfið, auk þess sem ferli ákvarðana hér heima og erlendis er kynnt. I þessu tilliti er mikilvægt að sett séu markmið fyrir skóla og atvinnufyrirtæki, svo að kraftar nýt- ist sem best í þágu þjóðarheildarinn- ar og styrki stöðu Islands í samfé- lagi þjóðanna." Nýtt útbob ríkisvíxla mibvikudaginn 13. desember Ríkisvíxlar til 3 mánaba. 24. fl. 1995 Útgáfudagur: 15. desember 1995 Lánstími: 3 mánuðir Gjalddagi: 15. mars 1996. Greiðsludagur: 15. desember 1996 Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000. 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 1 milljón króna. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 13. desember. Útboðsskilmálaj:, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. MEIRIHATTAR UTIV BODY GLOVE VERSLANIR LAUGAVEGI 51 -S. 551-7717 -SKEIFUNNI19 - S.568-1717 m 1 i ' s jr/i ® i sStski^ - j ppil 1{ ui £3* Wlá GOTT IA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.