Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 45 Hálfvitinn FYRIR ári var opnuð á Melunum einhver glæsilegasta bygging sem um getur á ís- landi. Þetta er að sjálf- sögðu Þjóðarbókhlað- an, innréttuð glæsileg- um húsgögnum og búin nútíma tækjabúnaði í hæsta gæðaflokki. Opnun Þjóðarbókhlöð- unnar var hvarvetna mikið fagnaðarefni og stúdentar notuðu til- efnið og söfnuðu 30 milljónum króna til þess að kaupa bækur og tímarit inn í hið nýja safn. Nýja bókasafnið er þjóðbókasafn. Það á að gagnast öll- um. Einnig er bókasafnið háskóla- bókasafn og ber samkvæmt því að sjá stúdentum fyrir lesaðstöðu og aðgangi að námsbókum. Lands- bókasafn-Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðunni var risastórt framfaraskref í öllum aðbúnaði stúdenta og annarra, sem vilja stunda fræðin eða nýta sér nútíma upplýsingatækni. Enginn er Bens án bensíns Þjóðarbókhlaðan er dýrt hús í rekstri og margir starfsmenn vinna þar að jafnaði. Ljóst var að miklu þurfti til að kosta í fjárveitingum, Guðmundur Steingrímsson til þess að hægt væri að reka safnið. Fyrstu fjárveitingar til safns- ins voru reyndar svo lágar, að hinir róleg- ustu bókaverðir fóru bara að hlæja, og stendur til að leiðrétta að nokkru þá smánar- legu upphæð með auk- afjárveitingu nú í lok ársins. Ein birtingarmynd þessarar lágu fjárhæða til reksturs saöisins er sú, að meginhluta sólar- hringsins er safnið alls ekki opið. Þegar al- menningur er búinn í vinnunni, er safnið lok- að, og þegar stúdentar eru búnir í skólanum, og ætla að fara að lesa, Bókasafnið er viti, segir Guðmundur Steingrímsson, sem þarf að lýsa lengur en bládaginn. er safnið jafnframt lokað. Það hefur, með öðrum orðum, ekki verið hægt að hafa þessa dýrindis byggingu opna á kvöldin og um helgar, eins og bókasafnið gamla í Háskólanum var alla tíð og áætlanir gerðu ráð Sigmund Freud INNGANGS- FYRIRLESTRAR UM SÁLKÖNNUN HID ISLEfíSKA BÓKMENNTAFÉLAG 1995 Inngmgsfyririestrar um sálkönnun eftir Sigmund Freud íslensk þýðing eftir Sigurjón Björnsson sem einnig ritar inngang. Inngangsfyrírlestrarnir eru meðal þekktustu ritverka Freuds. Hér gerir hann ljóst og skilmerkilega grein fyrir öllum meginatriðum hinna víðfrægu kenninga sinna. Þar er t.a.m. að finna fyrirlestra um sálfræðilegar skýringar á mistökum ásamt draumakenningunni. Bókin er 254 bls. Fyrri rit í bókaflokknum Sálfræðirit út gefin að undirlagi og í þýðingu Sigurjóns Bjömssonar eru: Sálkönnun og sállœkningar, Um sálina, Undir oki siðmenningar, \ Formgerðir vitsmunalífsins og Blekking trúarinnar - j Á líðandi stund um stríð og dauða. Þýðandinn, Sigurjón Bjömsson, er mikilsvirtur gmr*, 3 sálfræðingur, þýðandi og bókmenntagagnrýnandi. ® 1816^ HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNIAFÉIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 fyrir, þannig að stúdentar og al- menningur geti nýtt sér hana til fulls. Söfnum dósum! Þessi staðreynd er ákaflega nöturleg með hliðsjón af því, að það kostar u.þ.b. 150 þúsund krónur á viku að lengja opnunartímann. Ég lýsi því hér með yfir, að ef enginn ætlar að vita upp á sig skömmina í þessu máli, mun Stúdentaráð Há- skóla íslands hefja dósasöfnun strax eftir áramót til stuðnings lengri opnunartíma. Og ef ríkisvaldið ætlar ekki að gera neitt í afgreiðslu fjár- laganna til þess að hafa þetta rán- dýra hús opið, geri ég a.m.k. ráð fyrir því að alþingismenn láti sjá sig á auglýstum fundartíma, fyrir fram- an söfnunargáminn, með ríflegan dósaforða eftir jólahaldið. Sitt er hvað, viti og hálfviti Þjóðarbókhlaðan er leiðarljós ís- lendinga í þeirri þrautagöngu sem fyrir höndum er í harðandi heimi þekkingar og menntunar, upplýs- ingaöflunar og sannleiksleitar. Ég ætla að líkja þessu bókasafni við vita. Þarna stendur hann á Melunum og lýsir okkur leiðina. En sitt er hvað, viti og hálfviti. Hálfviti er viti sem lýsir bara á daginn. Við þurfum vita, sem lýsir líka á kvöldin. Eða bara einfaldlega: Við þurfum að hafa bókasafnið opið, svo við getum lesið bækurnar. Þó ekki væri nema þær sem við stúdentar söfnuð- um sjálfir. Höfundur er formaður SHI. ETIENNE AIGNER PRIVATE NUMBER WOMEN - kjarni maisins! Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jói. 10 ára ábyrgð 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir Skátahúsið, Snorrabraut 60 - % Sýningarsalur Heklu, Laugavegi I tyo*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.