Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Morgnnblaðið og fj arskiptabyltingin AÐ undanförnu hafa birst í Morg- unblaðinu greinar um fjarskipti og þá öru þróun sem er á því sviði. Upplýsinga- miðlun og umræða um þessi mál er af hinu góða, en efnistök og áhersluatriði ásamt viðtölum við fjölda söluaðila not- endabúnaðar, sem eru nánast samfelld gagnrýni á Póst og síma og skipan fjar- skiptamála hérlendis nú, sýna hins vegar, að markmiðið var ekki eingöngu að miðla fróðleik til lesenda. Þau sjónarmið koma skýrt fram að samkeppni á sem flestum svið- um fjarskipta sé það sem koma skal og því beri að fagna. Hvergi er sett fram sú spuming eða leitað svara við því, hvað sé best fyrir neytendur. Hins vegar eru tí- undaðir mjög hagsmunir þeirra, sem vilja aukinn hlut í starfsem- inni og hver þróunin er erlendis. íslendingar eru, sem betur fer enn sjálfstæð þjóð og eiga að ákveða sjálfir hvemig málum er háttað hér, í stað þess að líta á breyting- ar eins og náttúrulögmál óháðar vilja og hagsmunum almennings. Verð fyrir símaþjónustu er mikilvægt atriði fyrir almenning. Engin ástæða er til að efast um að kostnaður við fjarskipti muni halda áfram að lækka eins og hann hefur gert stöð- ugt undanfarna ára- tugi. Við hljótum þó að setja spumingar- merki við þá framtíð- arsýn Mbl. að hafa eigi jafnaðarverð á sím- tölum, hvert sem er í heiminum eða jafnvel að innheimta eigi allan kostnað með föstum afnotagjöldum í stað umferðargjalda. Við verðlagningu símaþjónustu hefur verið ákveðið hér eins og víðar að hafa föst gjöld lág til að allir landsmenn eigi þess kost að hafa síma en þeir greiði fyrir hann í samræmi við notkun. Sennilega þættu mörgum láglauna- mönnum það þungar búsifjar, ef greiða ætti sama gjald fyrir alla síma óháð notkun, en með því yrði hins vegar létt byrgðum af ýmsum fyrirtækjum. Það er ljóst að þegar ákveðið er verð fyrir nýja þjónustu er eng- in ein aðferð sú eina rétta heldur koma mörg sjónarmið inn í matið, en hve háar tekjur greinin í heild þarf til að bera sig er oftast þekkt. í upphafi var verð fyrir boð- kerfisþjónustuna, ákveðið þannig að megin hluti tekna kæmi inn af fóstum afnotagjöldum, sem lentu á eiganda boðtækis en minni hluti greiddist af þeim sem hringdi í boðtækið. Þegar þjónustan hafði verið í gangi um nokkurt skeið gerðist það að einn af innflytjend- í þessari fyrri svargrein sinni segir Bergþór Halldórsson að síma- þjónusta innanlands sé ódýrust hér í OECD-ríkjunum. um boðtækja kom með á markað- inn tæki sem átti að geta veitt allt að 99 notendum aðgang að boð- kerfi P&S, án þess að greiða nema eitt afnotagjald. Að sjálfsögðu gat P&S ekki sætt sig við að hluti notenda slyppi við að greiða eðli- legt verð meðan aðrir greiddu fullt verð fyrir sömu þjónustu. í stað þess að kæra málið eins og Stöð 2 gerði þegar menn fundu leið til að horfa á þeirra dagskrá án þess að borga fyrir var ákveðið að breyta gjaldtöku þannig, að gjaldið var hækkað hjá þeim sem hringir í boðtækið en fasta gjaldið lækkað, en láta kyrrt liggja að öðru leyti. Með þessari verðbreytingu var málinu lokið, en í Mbl. 29. nóv. er viðtal við framkvæmdastjóra Sím- virkjans-Símtækja, þar sem hann rifjar þetta upp og telur það gott dæmi um ofríki P&S, að hann fékk ekki óáreittur að selja aðgang að boðkerfinu! Um allan heim er það vaxandi vandamál í ijarskiptaþjónustu, að stöðugt' er leitað nýrra leiða til að nota fjarskiptakerfin án þess að greiða rekstraraðilum fyrir eða Bergþór Halldórsson koma kostnaði yfír á aðra notend- ur. Póstur og sími er raunar nú þegar farinn að leggja talsverða vinnu í eftirlit með slíku. Svindl í fjarskiptum hefur eink- um verið bundið við Bandaríkin, en þar hafa ekki gilt jafn strangar reglur um uppbyggingu kerfa og austan hafs, en á síðustu árum hefur svindl aukist mjög í Evrópu. Hér á landi eru sem betur fer fá alvarleg dæmi af þessu tagi. Það veldur þó óneitanlega vonbrigðum, ef tekist hefur að selja íslenskum fyrirtækjum búnað á þeim forsend- um að með því geti þau komið sér undan því að greiða eðlilegt verð fyrir fengna þjónustu. Ég ætlaði ekki að elta ólar við ejnstök atriði í ásökunum söluaðil- anna en get þó ekki látið hjá líða að minnast á skýringar fram- kvæmdastjóra Radíómiðunar á ástæðum verðlækkana á farsímum í kjölfar þess að P&S kom inn á markaðinn á sínum tíma: 1. Þegar lækkanimar áttu sér stað kvartaði bæði hann og Versl- unarráð ítrekað yfír verðlækkunum P&S og voru m.a. sendar formleg- ar kærur til Verðlagsstofnunar. 2. Nú segir hann að þrátt fyrir öll klögumál hafí verðlækkanirnar verið P&S óviðkomandi, Motorola hafí lækkað verðið, sem hefði gerst án afskipta P&S. 3. í sumar sagði hann hins veg- ar að í kjölfar verðlækkana hafí 5 söluaðilar farsíma orðið gjaldþrota og ljóst var af skrifum hans að það var að hans mati sök P&S. 4. í sömu grein útskýrir hann, hvers vegna verð á íslandi lækkaði ekki, fyrr en P&S kom inn á mark- aðinn, eins og það gerði í öðrum löndum. „Stóru markaðimir fengu forgang og liðu allir söluaðilar á íslandi fyrir það.“ Ekki veit ég hvort ég er einn um að eiga í erfiðleikum með að koma heim og saman þessum skýr- ingum framkvæmdastjórans, en lái mér hver sem vill. Þegar rætt er um að gera grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi símarekstrar á ís- landi verða menn að gera sér grein fyrir að með núverandi fyrirkomu- lagi hefur Póstur og sími náð þeim árangri að hafa símaþjónustu inn- anlands á lægsta verði allra OECD- ríkja. Þetta gildir bæði um verð á þjónustu farsímakerfa og almenna símakerfísins. Þess vegna hlýtur það að vera meginatriði að eyði- leggja ekki með röngum ákvörðun- um þann árangur sem náðst hefur, og er ástæða til að hvetja neytenda- félög og aðra sem hugsa um hags- muni almennings til að halda vöku sinni. í einni greininni í Mbl. var sam- anburður á kostnaði við þriggja mín. símtöl innanbæjar, sem átti að sýna að þau væru mun ódýrari í Svíþjóð og Finnlandi en hérlendis, en samkvæmt upplýsingum Euro- data Foundation í.júlí 1995 er verð fyrir slík símtöl eftirfarandi miðað við gengi 30.11. sl.: ísland 5,81 kr., Danmörk 12,75 kr., Noregur 7,43 kr., Svíþjóð 7,51 kr., Finnland 12,40 kr. Ekki get ég skýrt muninn á þess- um tölum og þeim sem Mbl. birti að öðru leyti en því að í byijun ársins hækkuðu innanbæjarsímtöl í Svíþjóð mjög mikið, en í Mbl. stóð að í Jiví landi ríkti nú meira frelsi á símamarkaði en í öðrum Evrópu- löndum og á Svíþjóð yrði litið sem tilraunastofu í því hvemig létta á hömlum af fjarskiptaþjónustu. Morgunblaðið mun eflaust upplýsa lesendur sína um það síðar hvort þessi mikla hækkun símgjalda á tilraunastofunni hafí eitthvað með aukna samkeppni að gera eða mun blaðið e.t.v. fínna það út að tilraun- in hafí verið ómarktæk, vegna þess að niðurstöður voru ekki í samræmi við óskir? Höfundur er verkfræðingur. BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á finu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. Jólatilboð Dýna - Queen stærð frá kr. 47.800 stgr. Rckkjan hf. 35 - Sími 580 1955 í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Um sambandsleysi við þjóðarsögnna ÞAÐ er áreiðanlega ekki tilviljun að sá stjórnmálamaður ís- lenskur, sem um þessar mundir verðskuldar að heita nútímalegastur, skuli jafnframt vera sá sem leiðir athygli okk- ar að mikilvægi og verðmæti sögulegrar þekkingar og sögulegr- ar hugsunar fyrir sam- tímann. Björn Bjama- son menntamálaráð- herra áttar sig greini- lega á því að þjóð sem ætlar að ná árangri sem þjóð og blanda óhrædd geði við aðrar þjóðir verður að eiga sér sterkar rætur. Hún verður með öðrum orð- um að vera í föstu sambandi við arfleifð sína, tungu og menningu og ekki síst sögu. Þetta er í sjálfu sér einföld hugsun, en hún virðist samt einkennilega fjarlæg mörgum sem betur ættu að vita. Hlutur sagnfræðinga lítill Hugvekja Björns Bjarnasonar um gildi sagnfræðinnar í Nýrri sögu, sem var að koma út, er þarft lesefni fyrir alla sem á annað borð hafa áhuga á heilli hugsun og menningarlegum umræðum, en sér- stakt erindi held ég að hún eigi við þá sem daglega miðla okkur fróð- leik og fréttum, kennara, rithöf- unda og blaðamenn, og svo auðvit- að stjórnmálamenn, sem taka fyrir okkur ákvarðanir sem framtíð velt- ur á. Bjöm kemur víða við í greininni og varpar m.a. fram forvitnilegum spumingum um söguritun og sögu- kennslu og tengsl sagnfræðirann- sókna og stjórnmála. Sem sagn- fræðingur staldraði ég við þá ádrepu hans að hlutur íslenskra sagnfræðinga í al- mennum umræðum væri lítill. „Þeir láta ekki nægilega mikið að sér kveða við að upplýsa mál, sem eru á döfínni hveiju sinni. Stangast það á við hlut sagnfræðinga víða er- lendis í opinberum umræðum," skrifar hann. Þetta er því mið- ur líklega rétt og gæti verið ein skýringin (en ekki þó eina!) á því hve opinberar umræður hér á landi hafa, sem alkunna er, mikla til- hneigingu til að vera „í lofti og þoku“, þ.e. snúast um allt annað en kjama málsins. ís- lenskir sagnfræðingar geta vafa- laust með réttu kvartað yfir tóm- læti fjölmiðla, en stendur það ekki þeim næst að gera hér á bragarbót? Stofnanir eða lifandi hugmyndir Önnur ábending Björns, sem ég vil nefna, er þessi: „Hætta er á,“ skrifar hann, „að hugmyndaheimur og skírskotanir íslendinga þróist á þann hátt, að þeir hætti að leggja rækt við merka atburði í eigin sögu. Þeir viti einfaldlega ekki um þá. Er þessi þróun kannski hættulegri fyrir íslenska menningu en aukin erlend áreitni á móðurmálið? Ef við hættum að lifa í íslenskum hugmyndaheimi, hættum við einnig að átta okkur á gildi þess að leggja rækt við hann.“ Tilefni þessara orða er m.a. það sem Bjöm kallar undanhald íslands- sögu í skólum og gallaðar kennslubækur. Merkar staðreyndir úr íslandssögunni séu miklu ijarlæg- ari en erlendir sögulegir atburðir, sem veki alheimsathygli og komist þess vegna til allra sem fylgist með Eiga tengsl okkar við þjóðarsöguna innan skamms kannski frekar heima í stofnunum en í lifandi hugmyndaheimi almennings? Þannig spyr Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur í tilefni af hug- vekju Bjöms Bjamason- ar menntamálaráðherra í tímaritinu Ný saga. fjölmiðlum. Er þetta áreiðanlega hárrétt athugað. Stundum er sagt um skynsemis- trú okkar að hún sé skilningsvana. Við göngum að tækninni vísri og nýtum okkur hana í daglegu lífi, en fæst skiljum við reglur hennar og lögmál til nokkurrar hlítar. Þetta blessast af því að alltaf eru nógu margir skilningsríkir tæknimenn eða vísindamenn á næstu grösum. Erum við kannski með sama hætti eða svipuðum farin að treysta eingöngu á fræðimenn og sérfræðinga til að sjá um menningararfinn? Eiga tengslin við söguna innan skamms kannski frekar heima í stofnunum en í lifandi hugmyndaheimi almenn- ings? Ég varpa þessum spurningum fram til umhugsunar í framhaldi af ábendingu Bjöms. Ég er að sjálf- sögðu ekki að gera lítið úr mikil- vægi stofnana, en þær verða ekki lengi við lýði ef hinn sögulegi hug- myndaheimur skreppur saman eða hverfur úr vitund þjóðarinnar. Sinnuleysi um hugmyndir Tímaritið Ný saga, sem Sögufé- lagið gefur út, geymir að venju margar fróðlegar greinar auk hug- vekju menntamálaráðherra. Guðrún Asa Grímsdóttir fræðimaður á Áma- stofnun á þar t.d. grein sem í öðmm löndum, þar sem þjóðarsaga er part- ur af daglegu lífí og tali manna, hefði þótt sæta nokkmm tíðindum og orðið tilefni umfjöllunar í fjölmiðl- um. Guðrún Ása heldur því fram, og styður í fljótu bragði séð prýðileg- um rökum, að hin fleygu orð Land- námu um að íslendingar séu hvorki komnir af þrælum né illmennum séu ekki úr penna Styrmis fróða á 13. öld heldur Þórðar Jónssonar í Hít- ardal á 17. öld og hugsunin sé feng- in að láni frá Amgrími lærða úr bók hans Crymogæa. Ég minnist þess ekki að íslenskur fræðimaður hafí áður látið þessa skoðun í ljós, en hún kann að hafa nokkrar afleiðing- ar fyrir álit manna á uppmna og tildrögum eins helsta sögurits þjóð- arinnar. Ég er ekki að segja að viðtökur frumlegrar og skemmtilegrar kenn- ingar um sögu okkar, eins og hér er nefnd, séu endilega prófsteinn á það, hvort áhyggjur menntamála- ráðherra og fleiri manna um sam- bandsleysi íslensks nútíma við sög- una séu á rökum reistar. Að sjálf- sögðu hlýtur margt fleira að koma til skoðunar í því efni. En óneitan- lega væri það vísbending um sér- kennilegt sinnuleysi ef áhrifaríkustu fyölmiðlarnir leiddu slíkt efni með öllu hjá sér. Sama er að segja um hugvekju menntamálaráðherra; þar er hreyft svo mikilsverðu máli að það má ekki liggja í láginni heldur þarf að verða uppspretta umræðna og umhugsunar með þjóðinni allri. Höfundur er sagnfræðingur. Guðmundur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.