Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 57 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Núgildandi lög eru félagslegt böl Askorun frá MS-félagi Islands Frá stjórn MS-félags íslands: STJÓRN MS-félagsins skorar á þingmenn að beita sér fyrir því að lögum verði breytt þannig að tekjutrygging öryrkja verði ekki skert vegna þeirra tekna sem makar þeirra eða sambýlingar kunna að afla sér. Lítill eða enginn ágreiningur er um að í flestum tilvikum, einkum í hópi hinna lægst launuðu, þarf tvær fyrirvinnur til að standa und- ir útgjöldum ljölskyldunnar. Gild- andi lögum er hins vegar þannig háttað að tekjutrygging öryrkja, sem að hámarki getur náð kr. 24.439, byijar að skerðast um leið og mánaðarlaun maka hans fara fram yfir kr. 36.220. Það þarf varla að lýsa því hvílík áhrif svona lög hafa á möguleika öryrkja til sambúðar og hjóna- bands. Þeir sem eitthvað þekkja til málefna öryrkja vita líka að núgildandi lög stuðla verulega að þeirri einangrun og einsemd sem er hlutskipti alltof margra öryrkja á íslandi. Til að halda reisn og sjálfsvirðingu í samskiptum við hugsanlegan maka mætti ætla að kr. 24.439 væru algert lágmark þess sem öryrkinn geti komist af með. Hins vegar gera gildandi lög ráð fyrir því að öryrkjar taki ekki upp sambúð með öðrum en þeim sem eiga kost á og eru reiðubúnir til að taka þá algerlega á sitt fram- færi, fæða þá og klæða eins og um börn sé að ræða. Örorka getur valdið miklu álagi á fjölskylduna Hin hliðin á þessu máli er auð- vitað fólkið sem er í hjónabandi eða sambúð þegar heilsutjónið á sér stað. Ein og sér veldur örork- an oft miklu álagi á fjölskylduna, ekki síst makann, sem gjarnan þarf að sjá einn um allt það sem áður var verk beggja, heimilið, börnin og allar útréttingar, auk þess að sinna öryrkjanum sjálfum. Vegna hinna lágu bóta sem öryrk- inn fær þarf makinn í ofanálag að bæta við sig verulegri vinnu til að fjölskyldan eigi fyrir sam- eiginlegum útgjöldum. Þessi við- bótarvinna verður í flestum tilfell- um til að svipta öryrkjann allri tekjutryggingu. Skerðingará- kvæðin verða því gjarnan til að kippa grundvellinum endanlega undan hjónabandinu, binda enda á þær framtíðarvonir sem fólk gerði sér í góðri trú. Með skilnað- inum verður makinn betur settur og öryrkinn fær aftur sína tekju- tryggingu og þær uppbætur sem einstæðingar eiga rétt á. Verstir eru þessir skilnaðir þegar öryrk- inn þarf einnig að flytja frá börn- um sínum. Núgildandi Iög eru félagslegt böl Engum kæmi til hugar að skerða eða fella niður atvinnuleys- isbætur fólks vegna tekna sem maki þeirra eða sambýlingur aflar sér, enda er það ekki gert. Hins vegar hefur ekki enn verið komið í veg fyrir að löggjöfin fari allt öðruvísi með þá sem eru atvinnu- lausir vegna heilsutjóns, jafnvel þótt tekjutrygging þeirra sé meira en helmingi lægri en atvinnuleys- isbætur hinna fullfrísku. Er tekju- tap vegna örorku ekki jafnalvar- legt og það atvinnuleysi sem e.t.v. varir aðeins tímabundið? Eða erum við á því menningarstigi að álíta fatlaða ekki hafa sömu þarfir og annað fólk þegar kemur að hjóna- bandi og ijölskyldulífi? Stjórn MS-félagsins skorar á þingmenn að beita sér fyrir því að öryrkjar sem eru í eða hyggja á sambúð haldi að minnsta kosti tekjutryggingu sinni, þótt áfram missi þeir nokkurs í uppbótum sem þeir ættu rétt á sem einstæðingar. Það félagslega böl sem stöðugt hlýst af núgildandi lögum er eðli málsins samkvæmt afar við- kvæmt, sársaukafullt og niður- lægjandi, og af þvi tagi að ekki er auðvelt fyrir þolendur að ræða allar hiiðar þess á opinberum vett- vangi. MS-FÉLAG ÍSLANDS, Sléttuvegi 5, Reykjavík. - kjarni málsins! Nýbúar og fjölmiðlar Frá Stefáni Svavarssyni: TILEFNI þess að ég skrifa þetta bréf, er frétt í fréttaþætti Stöðvar 2, 19:19, 6. desember síðastliðinn. Þar var fjallað um fjárhættuspil, vændi og eiturlyfjaneyslu asískra kvenna hér á landi og kom fram kona undir nafnleynd og lýsti þes_su. Ég ætla ekki að rengja fram- burð hennar heldur að gagnrýna Stöð 2 fyrir áherslur sínar í um- ræddri frétt. Það var marghamrað á því að það væru asískar konur sem stunduðu þetta og var það staðfest bæði af aðstoðaryfirlög- regluþjóni og konunni sem fram kom. Það var að mínu mati alveg óþarfi að nefna að það væru asísk- ar konur sem tengdust málinu, og hefði fréttamaður stöðvarinnar í mesta lagi átt að segja að það væru erlendar konur sem stæðu fyrir þessu. Afleiðingarnar eru þær að nú er litið á allar asískar konur hér á landi (og þær eru þó nokkrar) sem fjárhættuspilara, dópista og hórur. Tökum dæmi um konu af austur- lensku kyni. Hún er háskólamennt- uð, gift íslenskum manni, á börn og í virtu starfi. Hvar sem þessi kona fer á næstunni á fólk eftir að stimpla hana sem vændiskonu, glápa á hana og karlmenn að leita á hana og gera henni tilboð. Um- rædd kona mun örugglega halda sig frá opinberum stöðum svo sem verslunarmiðstöðvum, bíóum, leik- húsum og ekki síst skemmtistöðum af þessum sökum. Einnig mun maður hennar, sem er í reynd hinn besti maður, vera stimplaður sem einhver perri eða hórumangari ef hann sést með henni. Þó margir vilji halda öðru fram þá er mikið uri. fordóma hér á landi og nægir að nefna þátt Stefáns Jóns Hafsteins, Almannaróm, sem sýndur var fyrir nokkrum vikum. Einn þátttakandinn formaður fé- lags nokkurs sem vill halda „hinum norræna kynstofni“ hreinum fór hreinlega á kostum, enda sam- þykkti almannarómur með þó nokkrum mun að loka landinu fyr- ir útlendingum, nema þá ferða- mönnum og helst sparka þeim sem fyrir eru og senda þá „heim“. Guð hjálpi okkur ef þessir menn kom- ast á þing. Þegar kynþáttafordómar grass- era hér á landi er þessu hreinlega ekki á bætandi og ættu allir fjöl- miðlar að passa orð sín, Stöð 2 þó sérstaklega, og fara varlega með sögur sem fólk undir nafnleynd heldur fram. STEFÁN SVAVARSSON, nemi í 10. bekk, Háaleiti, Þorlákshöfn. ] 9 9 (> Nyarsfagnabur. - íslensku óperunnar M, ®ansað viðVínartóna Hljómsveit íslensku óperunnar og kór íslensku óperunnar býður upp áVínarvalsa á Hótel íslandi á nýárskvöld. (^/fnfóníuhljómsveit leikur fyrir dansi undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. 7 Í3rýl^uS''asnniUta^ryggvöl3 'ner*<3u at^ðn, hm 8liáði Na, e'htur ,rHar '"Pav/ 'fc :oriíak: ssósu ^(jerusöngvararnir Garðar Cortes, Ólafur Árni Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir ásamt kór íslensku óperunnar. Veislustjóri: Garðar Cortes. eP'um( Au*tun ogr<^atineruðuy 'n'sk ramJt sókkt Púrtvi UfT) u,aði ''Hssó. •su Kaffj °SePh' 'terta • Gjo óð gjöf- Ath.: Hátt í 100 listamenn Íslensku óperunnar koma fram á glæsilegustu skemmtun ársins. Húsið opnað kl. 19.00. Tekið á móti gestum með „Operu" freyðivini. Verð kr. 7.500 Borðapantanir á Hótel íslandi daglega kl. 13-17 í síma 568 7111. ÍSLENSKA ÓPERAN ■ i _ Böðvar Kvaran ,Áuðlegð -W- -g • Mendmga Brot út sogu tslenzkrar bókaútgáfu og prentunav frá öndverðu fram á þessa öld Auðlegð Islendinga eftir Böðvar Kvaran Raktir era meginþættir úr sögu prentunar og bókaútgáfu á íslandi frá upphafi og fram á þessa öld, getið þeirra er þar komu mest við sögu og hins helsta sem þeir létu frá sér fara. Jafnframt er greint frá íslenskri bókaútgáfu erlendis, fyrst og fremst í Danmörku og í Vesturheimi. Allítarlega er greint frá helstu heimildum er að gagni mega koma við bókfræðistörf og söfnun, enda tilgangur bókarinnar að veita slíka alhliða þekkingu á efninu. Þá eru forvitnilegir þættir um nokkra þekkta bókamenn og stórsafnara. í ritinu sem er 447 bts, era viðamiklar heimilda- og nafnaskrár, auk fjölda mynda m.a. af bókum og titilblöðum bóka og tímarita, og er mikill fengur að þeirri yfirsýn. Höfundur er með bókfróðustu mönnum og kunnur bókasafnari og í safni hans mun hafa verið eitt stærsta blaða- og tímaritasafn í einkaeigu hér á landi. Gagnrýnendur hafa sagt þetta um Auðlegð íslendinga: "Þetta œviverk Böðvars Kvarans mun fá virðulegan stað í mínum bókahillum meðal eftirlœtisverka. Og oft mun e'g leita til þess umfrceðslu og ánœgju". . - Sigurjón Bjömsson, Mbl. 14. okt. 1995. "Rit Böðvars er... ákaflega vandað og mjög skemmtilegt, náma \ upplýsinga um íslenska bókfrœði... það œtti að vera skyldulesning bókasafnsfrœðinga og nemenda íþvífagi og einnig í sagnfrœði sem menningarsaga". ■ - Siglaugur Brynleifsson, Tíminn 6. okt. 1995. SSTOFNAÐW HIÐISLENSKA BOKMENNTAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKIAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.