Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málflutningur í Félagsdómi í máli VSÍ gegn verkalýðsfélaginu Baldri Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, og Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, fylgdust með málflutningi í Félagsdómi í gær en bæði félögin hafa sagt upp kjarasamningi sínum. Deilt um uppsagnarrétt og störf launanefndar Lögmaður verkalýðsfélagsins Baldurs hélt því fram fyrir Félagsdómi í gær að launa- nefnd ASÍ, VSÍ og VMSÍ hefði farið langt * út fyrir heimildir sínar. Lögmaður VSI sagði Baldur hafa framselt uppsagnarheim- ild sína og því væri uppsögn samninga ógild. Ómar Friðriksson iylgdist með málflutningi í Félagsdómi. MÁLFLUTNINGUR í máli Vinnuveitenda- sambands íslands fyrir hönd Vinnuveitendafé- lags VestQarða gegn verkalýðsfé- laginu Baldri á ísafirði vegna upp- sagnar kjarasamninga fór fram fyrir Félagsdómi í gær. Búist er við dómsuppkvaðningu síðar í þessari viku. Baldur gekk frá kjarasamningi við viðsemjendur sína í apríl sl. og voru ákvæði kjarasamninga landssambanda ASÍ og vinnuveit- enda frá í febrúar um forsendur samninga og störf launanefndar tekin óbreytt inn í samnings Bald- urs. 14. október sl. samþykkti verkalýðsfélagið að segja upp kja- rasamningum frá og með 1. jan- úar næstkomandi, þar sem félagið taldi megingrundvöll samning- anna brostinn. Vinnuveitendur krefjast þess fyrir Félagsdómi að uppsögn verkalýðsfélagsins verði dæmd ógild og stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda allan máls- kostnað. Björn Bergsson, lögmað- ur Baldurs, gerir þær dómkröfur að Baldur verði sýknaður enda hafí félagið ekki framselt rétt sinn til að segja upp kjarasamningum, ekki verði byggt á niðurstöðu launanefndar og hélt hann því fram að forsendur samninga um launajöfnun væru sannanlega brostnar. Ekki grundvöllur fyrir uppsögn í málflutningi sínum benti Ragnar Árnason, lögmaður VSÍ, á að málavextir hefðu breyst frá því að málið var þingfest þar sem launanefnd aðila vinnumarkaðar- ins hefði komist að þeirri niður- stöðu að ekki hafí orðið marktæk frávik frá forsendum kjarasamn- inganna og því væri ekki grund- völlur fyrir uppsögn þeirra. Benti hann einnig á að stefndi hefði í greinargerð lýst því yfír að hann myndi draga uppsögn til baka ef launanefnd kæmist að þeirri niðurstöðu að samningsfor- sendur héldu. Þrátt fyrir þetta héldi verkalýðsfélagið enn upp- sögn sinni til streitu. Lögmaðurinn benti á að upp- sögn verkalýðsfélagsins væri ekki í samræmi við ákvæði 17. greinar samningsins um forsendur samn- ingsins og um hlutverk launa- nefndar en ágreiningurinn snerist um það hvort Baldur hefði sjálf- stæða uppsagnarheimild eða ekki. Lögmaðurinn hélt því fram að það væri ótvíræður og óumdeildur skilningur samningsaðila að endurmat kjarasamninga á for- sendum þeirra og uppsagnarheim- ild væri í höndum launanefndar. Þetta kæmi m.a. fram í frétta- bréfí ASÍ, einstök landssambönd ASÍ hefðu túlkað þetta með sama hætti og ekkert stéttarfélag eða landssamband mótmælt þessum skilningi frá því að samningar voru gerðir. Vitnaði lögmaðurinn m.a. í blaðaviðtöl við formenn Samiðnar og Verzlunarmannafé- FÉLAGAR í verkamannafé- laginu Dagsbrún samþykktu að standa við uppsögn kjara- samninga í almennri atkvæða- greiðslu sem fram fór á föstu- dag og laugardag. lags Reykjavíkur í Morgunblaðinu 1. desember, þar sem þeir lýstu þeirri skoðun sinni að einstök verkalýðsfélög hefðu ekki vald til að segja samningum lausum. Það væri hafið yfír vafa að Baldur hefði framselt vald sitt til að segja upp samningum til launa- nefndar. Þá sagði lögmaðurinn að þótt náðst hefði gerð launajöfnun- arsamninga væri launajöfnunar- stefna ekki forsenda samning- anna. Hvorki væru því formleg né efnisleg skilyrði fyrir uppsögn kjarasamninga. „Réttarfarslegt fágæti“ Lögmaður Baldurs sagði mál þetta vera mjög sérstætt og „rétt- arfarslegt fágæti“. Hann hafnaði þeim rökum stefnanda að niður- staða launanefndar hefði bundið Á kjörskrá voru 3.847 en 610 greiddu atkvæði eða um 15,6%. Já sögðu 352 og nei 253, en 2 seðlar voru auðir og 3 ógildir. hendur verkalýðsfélagsins. Benti hann m.a. á að niðurstaða launa- nefndar hefði ekki verið einróma, formaður Verkamannasambands- ins hefði ekki skrifað undir hana, heldur komist að annarri niður- stöðu sem fram kæmi í yfirlýsingu hans. Lögmaðurinn vitnaði í ákvæði eldri kjarasamninga frá 1990 og 1993 um forsendur þeirra samn- inga, þar sem launanefnd hefði verið veittur uppsagnarréttur tek- ið hefði verið fram að umfjöllun launanefndar gæti leitt til sam- komulags um hækkun launa. Þessu orðalagi hefði vísvitandi verið breytt í samningunum sem gerðir voru á þessu ári. Ástæðan væri sú, að í eldri samningúm hafi verið gengið frá heildarsam- komulagi aðila vinnumarkaðarins en í febrúarsamningunum hafí ein- stök landssambönd og félög farið með samningsumboðið. Samn- ingsaðilar hefðu þannig viður- kennt að hver samningsaðili hefði rétt til að segja samningum upp. Benti lögmaðurinn einnig á að þýðingarlaust væri að senda sam- komulag meirihluta launanefndar 30. nóvember út til aðildarfélag- anna til formlegrar afgreiðslu fyr- ir 8. desember, eins og ASÍ hefði gert, ef félögin hefðu engin úr- ræði í höndum ef þau vildu hafna niðurstöðu launanefndar. Lögmaður stefnda hafnaði því að niðurstaða launanefndar gæfi Baldri tilefni til að draga uppsögn sína til baka. Verkalýðsfélagið hefði talið ástæðu til að bíða og sjá hver yrði niðurstaða nefndar- innar enda hefði félagið gert ráð fyrir að launanefnd myndi hlíta þeim leikreglum sem henni væru sett í 17. grein kjarasamninganna. Launanefnd hefði hins vegar ekki metið forsendur samninganna fyrr en eftir að yfirlýsing ríkisstjórnar og ákvörðun vinnuveitenda um að láta fé af hendi rakna til launþega með hækkun dsemberuppbótar, lágu fyrir. Hélt lögmaðurinn því fram að launanefndin hefði með þessu farið langt út fyrir hlutverk sitt með því að semja um viðbótar- greiðslur inn í kjarasamningana. Dagsbrún staðfestir uppsögn Alþingismaður bendlaður við Nor- rænt mannkyn Ritstjóri Al- þýðublaðs- ins braut gegn siða- reglum SIÐANEFND Biaðamannafé- lags íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að Hrafn Jökuls- son, ritstjóri Alþýðublaðsins, hafi brotið ákvæði siðareglna blaðamanna í umfjöllun blaðsins um Guðna Ágústsson alþingis- mann og félagið Norrænt mann- kyn og tejjist brotið alvarlegt. Guðni Ágútsson kærði Hrafn Jökulsson fyrir frétt sem birtist á forsíðu Alþýðublaðsins 29. september sl. undir fyrirsögn- inni „Vill reka nýbúa og flótta- menn úr landi“ og tvær klausur sem birtust í blaðinu nokkrum dögum síðar. Hann kærði einnig ritstjóra og blaðamann Helg- arpóstsins fyrir grein sem birtist 5. október undir fyrirsögninni „Laugavegurinn er Kínahverfi", ásamt- spurningu til lesenda á baksíðu sama tölublaðs. Siða- nefndin taldi Helgarpóstsmenn- ina ekki hafa brotið gegn siða- reglum og hafnaði einnig kröf- um Guðna vegna annarra frétta en þeirrar sem birtist á forsíð- unni 29. september. í úrskurði nefndarinnar kem- ur fram að hún fellst i meginat- riðum á rök Guðna um að vinnu- brögð við umrædda forsíðufrétt og frágangur á henni brjóti í bága við siðareglur Blaða- mannafélags Islands. Nefndin telur að upplýsingaöflun hafi ekki verið vönduð. Þrátt fyrir að staðhæft sé að Guðni Ágústs- son alþingismaður sé félagi í Norrænu mannkyni og birt af honum andlitsmynd hafi engin tilraun verið gerð til að ná tali af Guðna og bera undir hann ummæli Einars S. Jónssonar um aðild Guðna að félaginu. Full ástæða hafi verið til þess í ljósi þeirra ummæla Einars að Guðni hafi ekki alltaf viljað kannast við félagsaðild sína. Einnig telur siðanefndin að framsetning fréttarinnar standist ekki kröfur um vönduð vinnubrögð. Nefnt er að birting andlitsmyndar af Guðna undir fyrirsögninni „Vill reka nýbúa og flóttamenn úr landi" bjóði augljóslega heim þeirri hættu að lesendur ætli að fyrirsögn lýsi skoðunum Guðna. Ekki dragi það heldur úr hætt- unni á misskilningi að í inn- gangi að fréttinni er staðhæft að Guðni sé félagi í Norrænu mannkyni og nokkrum línum neðar er haft eftir formanni fé- lagsins að það sé á stefnuskrá félagsins að reka nýbúa og flóttamenn úr landi. Mat á vinnubrögðum Við umfjöllun siðanefndar lagði Hrafn Jökulsson fram skriflegar yfírlýsingar tveggja formanna Norræns mannkyns um aðild Guðna Ágústssonar að félaginu, líklega allt frá árinu 1985 og þar til hann sagði sig úr því í október sl. Guðni hefur margítrekað neitað þessu í fjöl- miðlum. Siðanefnd segist ekki geta skorið úr um það hver eða hveijir halli réttu máli og árétt- ar að það sé hlutverk nefndar- innar að meta vinnubrögð blaða- manna við upplýsingaöflun, úr- vinnslu og framsetningu frétta og frásagna. Umræddar yfirlýs- ingar, sem séu dagsettar einum og tveimur mánuðum eftir að fréttin birtist, breyti í engu mati nefndarinnar að vinnu- brögðum Alþýðublaðsins við forsíðufréttina 29. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.