Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kommúnistum spáð mestu fylgi í Rússlandi Reutcr VLADÍMÍR Zhírínovskíj ávarpar útifund á Púskhín-torgi í Moskvu á sunnudag. Kannanir benda ekki til þess að flokki hans muni ganga vel núna, enda boða margir flokkar nú álíka róttæka þjóðernisstefnu. Vilja láta ógilda upp- lausn Sovétríkjanna Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI kommúnistaflokkur- inn, sem spáð er góðu gengi í þing- kosningunum á sunnudag, telur að samningur leiðtoga Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands frá haustinu 1991 um að leysa upp Sov- étríkin hafí valdið Rússum miklu tjóni. „Næsta skrefið er þjóðarat- kvæði til að hægt verði að endur- reisa allt sem var eyðilagt í Belovez- hkaja [þar sem samningurinn var gerður],“ sagði Gennadí Sjúganov, leiðtogi flokksins, á laugardag. Jeg- or Gajdar, fyrrverandi forsætisráð- herra og umbótasinni, fordæmir þessa stefnu. „Með þessu væru nær öll landa- mæri okkar gerð ógild og sjálfstæði grannþjóða okkar afneitað," sagði Gajdar og taldi að yrði hugmyndin að veruleika væri verið að leika sér með öryggismál ríkisins. Er neðri deild þingsins, Dúman, lauk störfum á föstudag vantaði kommúnista og þjóðernissinna aðeins 17 atkvæði til að fá samþykkt lög um að fella samninginn úr gildi. í könnun dagblaðsins Nezaví- símaja Gazeta á laugardag var að- eins spurt um fylgi 15 helstu flokka en 43 bjóða fram. Kommúnistar fengu 22,9%, flokkur Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra, Rússneska föðurlandið, fékk 10,9%, Konur Rússlands 10%, umbótaflokk- urinn Jabloko 9,5%, Rússneski hér- aðaflokkurinn hlaut 6,5% og hinn svonefndi Fijálslyndi lýðræðisflokk- ur þjóðernissinnans Vladímírs Zhír- ínovskíjs 5,7%. Kosningaspár brugðust flestar hrapallega fyrir síðustu kosningar er voru fyrir tveim árum, flokkur Zhírínovskíjs fékk þá mun meira fylgi en gert hafði verið ráð fyrir. Fjöldi skoðanakannana er gerður um þessar mundir í Rússlandi en mikiíl vafi leikur á um áreiðanleika þeirra, m.a. vegna þess hve landið er stórt og símakerfið frumstætt. í grónum lýðræðisríkjum er hægt að styðjast að nokkru leyti við fyrri reynslu en slíku er vart til að dreifa í Rússlandi. Vingjarnleg ringulreið og ófremdarástand Sumir Frakkar sjá verkföllin í rómantísku byltingarljósi, að sögn Þórunnar Þórsdótl- ur í París, en aðrir sýna örvæntingu JUPPÉ (t.v.) og þrír aðrir ráðherrar á fundi með frönskum verkalýðsleiðtogum í gær. Reutcr VIRÐULEGUR eldri herramaður renndi sér á hjólaskautum fram hjá mér í Gömlu-musterisgötu í gær- kvöldi. Snöfurlegur í flaksandi vetr- arfrakka með skjalatösku á bakinu, orðinn lipur á skautunum eftir átjan daga verkfall í Frakklandi. Opinber- ar samgöngur hafa engar verið, al- menningsvagnar óhreyfðir og lestir sömuleiðis bæði neðanjarðar og ofan. Fólk vefur sig treflum og fer fótgangandi, jafnvel langar leiðir, svo liggur við öngþveiti á gangstétt- um. Fjöldi reiðhjóla á götum Parísar gefur borginni næstum kínverskt yfírbragð og bílastappa minnir á risaútgáfu af lýðveldisafmæiinu. Ef vel lætur tekur tvo tíma í stað- inn fyrir einn að komast úr úthverfi inn í borg og þar reyna þreytulegir lögregiumenn að leysa umferðar- hnúta. Þeir láta óátalið þótt heldur margir séu saman í bíl, allir skilja að vinnufélagar og nágrannar reyna að hafa samflot. Þeir sem ek.ki eru í verkfalli og eiga langt í vinnuna fá margir gistingu hjá vinum eða vinnufélögum nær, gjaldkeri lúrir í stofu deildarstjóra, og fólk talar um stéttlausa og vingjarnlega þjóð í verkfalli. Sumir sjá ástandið í róm- antísku byltingarljósi, fullir bjart- sýni, aðrir næstum örvænta. Þrátt fyrir tilslakanir forsætisráð- herrans Alains Juppé helda forkólfar verkalýðshreyfinga sínu striki og leiddu í gær mótmælagöngu í öllum helstu borgum landsins. Hundruð þúsunda Frakka munu fylkja liði gegn áformum stjómvalda um breyt- ingar á velferðarkerfinu: Sjúkra- tryggingum og lífeyri, skattastefnu og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. í síðustu aðgerðum, á fimmtudaginn var, þrammaði nær milljón manns á mótmælafundi í landinu öllu og vegna samgangna var almennari þátttaka í smærri borgum. Juppé, sem verið hefur ósveigjan- legur fram að þessu, sagði í sjón- varpsviðtali í fyrrakvöld að hann hefði hlustað og skilið og hafnaði engri leið til að leysa vandann. Hann þótti gefa eftir með því að segja að aldrei hefði staðið til að svipta lestar- starfsmenn, sem verið hafa odda- menn í verkfallinu, mikilvægum rétt- indum eins og eftirlaunum um fimm- tugt. Þá bauð hann forystumönnum launþegahreyfinga til viðræðna og útilokaði ekki sameiginlegan fund með þeim öllum. En fyrst hver fyrir sig, leiðtogar þriggja stærstu sam- takanna hittu Juppé í gærdag. Keyrt í gegn á þingi í sjónvarpsviðtalinu ítrekaði hann að ekki yrðu gerðar grundvall- arbreytingar á áformum um al- mannatryggingar, of lengi hefði dregist að grípa til aðgerða og jafna halla sem nemur 60 milljörðum franka, nær 700 milljörðum króna, árlega. Eins og Juppé gaf í skyn í viðtalinu verða í dag, þriðjudag, greidd atkvæði um dagskrár- og traustsyfirlýsingu í franska þinginu til að koma í veg fyrir málþóf og á þannig að keyra frumvarpið í gegn. Niðurstaðan er næsta ljós því ríkis- stjórnin hefur um 80% fylgi á þing- inu. Utan þings virðast verkfallsmenn hins vegar hafa fylgi meirihlutans, 62% Frakka segjast styðja þá (könn- un frá 23. nóvember) þó að afar lít- ið sé um verkföll í einkageiranum. Þetta kallar dagblaðið Monde „franskan geðklofa" og vísar til þess að þolendurnir hrópa húrra. Auk verkfalla í samgöngum eru skólar margir lokaðir, kennarar raunar í allsheijarverkfalli í dag, og hiti, rafmagn og sími í reiðileysi. Nú standa ekki opinberir starfsmenn á móti starfsmönnum einkafyrir- tækja, segir blaðið, öll þjóðin mót- mælir. Fólk bölvar hvorki lestarstjór- unun né bréfberum, en styður þá þegjandi. Rætt hefur verið um óvirka samstöðu, en ómögulegt að vita hvað verður í kröfugöngum í dag. Tsjetsjenar krefjast sjálf- stæðis Grosní. Reuter. ÞÚSUNDIR Tsjetsjena gengu um rústir Grosníborgar í gær og kröfðust þess, að rússneska herlið- ið yrði á brott úr landinu. Var þá eitt ár liðið frá því Rússar hófu sókn gegn aðskilnaðarsinnum I Tsjetsjníju. Að sögn lögreglunnar tóku um 10.000 manns þátt í kröfu- göngunni en rússneski herinn var með mikinn viðbúnað. Hafði hann girt borgina af og yfir henni sveim- uðu herþyrlur. Ekki kom til átaka í Grosní en úti á landsbyggðinni er mjög ófriðlegt. Tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar vísuðu á bug frétt frá Itar-Tass- fréttastofunni, sem sagði í gær, að Ahmed Zakajev, náinn aðstoð- armaður Dzokhars Dúdajevs, leið- toga aðskilnaðarsinnanna, hefði særst þegar ókunnir menn skutu á hann og félaga hans. Zakajev hefði síðan fallið í hendur rúss- neskra hermanna en hann er menntamálaráðherra Dúdajevs og helsti samningamaður hans gagn- vart stjóminni í Moskvu. Kjölturakki Jeltsíns? Dúdajev, sem er í felum í íjöllunum, hefur hótað að tmfla kosningamar, sem eiga að vera í Tsjetsjníju 17. desember eins og annars staðar í Rússlandi. Segja má, að Doku Zavgajev sé einn í framboði til héraðsleið- toga en Tsjetsjenar líta á hann sem lepp stjómarinnar í Moskvu. í kröfugöngunni í gær vom bornar myndir af honum sem kjölturakka Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sem einnig fékk sinn skammt vel útjlátinn. „Vodka fyrir Jeltsín, sjálfstæði fýrir Tsjetsjníju" stóð á sumum spjaldanna. Reuter GROSNÍ er öll í rústum eftir átökin milli skæruliða og rúss- neskra hermanna en í gær var eitt ár liðið frá því Rússaher hóf sókn gegn aðskilnaðarsinnum. Hér eru tveir Tsjetsjenar að skoða leifarnar af rússneskum skriðdreka í miðborginni. Hélt að smástirni væri rispa á sjónauka STAÐFEST hefur verið að áhugamaður um stjörnuskoðun hafi fundið nýtt smástirni, um 645 milljón km. frá jörðu, með sjónauka sem hann hefur kom- ið upp í garði sínum. Að sögn Þorsteins Sæmundssonar stjarneðlisfræðings eru um 6.000 smástimi þekkt í sólkerfl okkar og eru flest í belti á milli Mars og Júpíters, þar sem nýjasta smástimið fannst. Ahugamaðurinn, George Sallit, býr í London og heitir smástirnið eftir honum, Sallit One. Stjörnuskoðun hefur verið áhugamál Sallits frá því að hann var ellefu ára. Sallit fann smástimið, sem er um 32 km í þvermál, fyrir tilviljun. Segist hann í fyrstu hafa talið að glerið á sjónauka hans væri rispað. Að sögn Þor- steins flnnast smástimi með reglulegu millibili en það gerist yfirleitt þegar myndir sem tekn- ar eru með öflugum sjónaukum eru skoðaðar. Sjaldgæft sé að áhugamenn finni smástimi en þeir uppgötvi oft halastjörnur. Sallit, sem er 43 ára, dvelur löngum stundum í garðskýli þar sem hann hefur komið sjón- aukanum fyrir og horfír út í himingeiminn. Þakkaði hann í gær eiginkonu sinni fyrir þolin- mæðina en hún færir honum tesopa þegar kalt er í veðri. „Þegar ég sagði henni að ég hefði fundið nýja stjörnu, sagði hún: En gaman, elskan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.