Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 55 Fundur um veiði- leyfagjald SAMTÖK iðnaðarins halda opinn fund um veiðileyfagjald miðviku- dagsmorgun 13. desember kl. 8-10 að Hallveigarstíg 1. Samtök iðnaðarins hafa lagt áherslu á að tekin verði upp skyn- samleg umræða um hvort og hvemig. skuli staðið að álagningu veiðileyfa- gjalds, segir í fréttatilkynningu. Þessum fundi er ætlað að vera fram- lag til þeirrar umræðu. Fmmmælendur verða Agúst Ein- arsson þingmaður, Vilhjálmur Egils- son þingmaður og Þorsteinn M. Jóns- son hagfræðingur. Að því loknu verða almennar umræður og fyrir- spurnir. Fatagámur frá íslandi til Bosníu HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar sendi í lok nóvember fatagám til Bosníu og náði hann á leiðarenda föstudaginn 8. desember. Uthlutun átti að hefjast nú um helgina en það eru starfsmenn Lútherska heims- sambandsins sem sjá um hana. Fyrir nokkrum vikum barst Hjálp- arstofnun ósk frá starfsmönnum þess um að fá notaðan fatnað til að deila út meðal þeirra sem búa við bág kjör og var sérstaklega beðið um hlýjan og góðan fatnað áður en vetr- arkuldar ganga í garð sem oft er með nýju ári. í gáminum voru 212 kassar af fötum sem safnast höfðu upp hjá Hjálparstofnun síðustu mánuði en stofnunin tekur við notuðum fatnaði allt árið. Þá höfðu kvenfélagskonur á ísafirði staðið fyrir fatasöfnun nú í haust og báðu Hjálparstofnun að koma þeim til þurfandi. Hafði safn- ast um hálfur gámur af fatnaði sem kom í góðar þarfir fyrir þessa send- ingu. Jólafundur Neistans JÓLAFUNDUR Neistans, aðstand- endafélags hjartveikra barna, verð- ur haldinn í Seljakirkju fimmtudag- inn 14. desember nk. kl. 20.30. Ekki verður formleg dagskrá á fundinum heldur verður hann í formi rabbfundar. Félagar ræða malefni félagsins og njóta veitinga. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki og aðgangur er ókeypis. Hagsmunafélag stofnað í „borg- armiðjunni“ STOFNAÐ verður formlega hags- munafélag fyrirtækja og rekstrarað- ila í Múlum, Skeifunni, Fenjum, Mörkum og Glæsibæ, þriðjudaginn 12. desember kl. 17.30 á Hótel ís- landi. Þeir sem standa fyrir stofnun félagsins kenna svæðið við borgar- miðjuna. Félaginu er ætlað að ganga erinda svæðisins hjá borgaryfirvöldum m.a. vegna umferðar, bílastæða, almenn- KÍN -leikur að lœra! Vinningstölur 9. des. 1995 1.7*12*18*21.22*23 Vinningstölur 11. des. 1995 1 .2.9*11.13*18*30 Eldri úrslil á símsvara 568 1511 FRETTIR ingssamgangna o.fl. Þá er félaginu ætlað að kynna svæðið, skipuleggja uppákomur, sameiginlegar auglýs- ingar, útgáfustarfsemi og fleira. Undirbúningsnefnd hefur samið við ES auglýsingastofu um útgáfu á kynningarblaði um Borgarmiðjuna, fyrirtæki, þjónustu og aðra starfsemi sem þar fer fram og verður blaðið fyrsta sameiginlega átakið. Ólafía Hrönn á Kringlukránni SÖNGKONAN Ólafía Hrönn Jóns- dóttir kemur fram á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 13. desember ásamt tríói Tómasar R. Einarssonar. Þau flytja lög af nýútkomnum geisla- diski sínum, Kossi, auk klassískra djasslaga af ýmsum toga. Á geisladiski Ólafíu og Tómasar R. Einarssonar, Kossi, eru flest lög og textar eftir þau tvö og þar sem og á tónleikunum njóta þau fullting- is píanóleikarans Þóris Baldurssonar og trommuleikarans Einars Vals Schevings. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Jólakort til styrktar tónlist- arskólahúsi STYRKTARSJÓÐUR húsbyggingar Tónlistarskóla ísafjarðar hefur eins og undanfarin ár gefið út jólakort sem selt verður til styrktar byggingu tónlistarskólahúss á ísafirði. Á kortinu er mynd af málverki eftir Jón Hróbjartsson og er mynd- efnið Tungudalur í kringum 1930, en málverkið var gjöf Karlakórs ísa- fjarðar til Jónasar Tómassonar, söngstjóra og tónskálds, á fimmtugs- afmæli hans 1931. Jón Hróbjartsson (1877-1946) var kennari á ísafirði um langt árabil. Jólakortin eru til sölu í Tónlistar- skólanum og í Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísafirði. Stekkjastaur í Þjóðminjasafni STEKKJASTAUR kemur til byggða í dag, þriðjudag, og tekur Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur á móti honum í Þjóð- minjasafninu kl. 14 ásamt börnum með mikilli viðhöfn. Síðan koma þeir karlarnir allir tólf í safnið kl. 14 alla daga til jóla en Kertasníkir rekur að venju lestina á aðfangadag kl. 11. Guðni Franzson, tónlistarmaður, verður á staðnum í líki Hermesar og stjórnar söng jólasveina og gesta. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 9.12.1995 (s)j (15X29) ^2) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 af 5 0 2.017.486 2-PIu's5® wrr 76.840 3. 4 a! 5 79 6.710 4. 3a!5 2.459 500 Heildarvinningsupphæö: 4.084.436 m \ //Éffifioí BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Úr Dagbók Lögreglunnar 8. til 10. desember ÞRÁTT fyrir að nú styttist óðum í mestu hátíð ársins þurfti lögregl- an í Reykjavík að hafa afskipti af tæplega fimmtíu manns sem ekki kunnu fótum sínum forráð eftir áfengisneyslu um helgina. I langflestum tilvikum var um að ræða fullorðið fólk. Auk þess var tilkynnt um 8 lík- amsmeiðingar og 4 tilvik þar sem ofbeldi var beitt á heimilum. í öllum tilvikum var um að ræða ölvaða eiginmenn eða sambýlis- menn er veittust að ástvinum sín- um. Tilkynnt var um 12 innbrot og 14 þjófnaði, en einungis var tilkynnt um 1 hnupltilvik. Þeim á eflaust eftir að fjölga því verslun- areigendur og starfsfólk þeirra er mjög á verði þessa dagana. Komi upp slík tilvik eru þau í flest- um tilvikum kærð til lögreglu, enda um auðgunarbrot að ræða. Þá var tiikynnt um 9 eignarspjöll og í 4 tilvikum er lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af fólki, fundust fíkniefni. 11 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt um- ferðaróhöpp voru 37, auk 6 slys- atilvika. Varist jólagjafaþjófana Um miðjan dag á föstudag var tilkynnt um vinnuslys í fyrirtæki í Höfðahverfi. Þar klemmdist maður á hendi milli færibands og tromlu. Hann var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í bifreið á bifreiðstæði við verslunarmiðstöð í Austurborg- inni. í því tilviki var stolið sam- byggðu útvarpstæki og geislaspil- ara. Enn hefur ekki verið tilkynnt um stuid á jólabögglum úr bifreið- um, en af fenginni reynslu er rétt að minna fólk á að skilja ekki slíkan varning eftir eftirlitslausan í bifreiðum. Ef það reynist nauð- synlegt þarf að skilja hann eftir í læstri farangursgeymslu. Um kvöldið var haft eftirlit við kvikmyndahús í Austurborginni þar sem hugað var sérstaklega að útivistarreglum. Þar reyndist allt vera í lagi. Reyndar er sérlega ánægjulegt að vita til þess hve foreldrar hafa almennt brugðist vel við málaleitan um að fram- fylgja ákvæðum laga um úti- vistartíma. Segja má að nú heyri til undantekninga að lögreglan þurfi að hafa afskipti af börnum eftir að þeim tímamörkum líkur. Með buxurnar á hælunum Aðfaranótt laugardags mældu lögreglumenn í eftirliti á Vestur- landsvegi ökumann á 107 km hraða, en leyfður hámarkshraði þar við bestu aðstæður er 60 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina og sviptur öku- réttindum til bráðabirgða. Afskipti voru höfð af ölvaðri stúlku er ráfaði um Vonarstræti síðla á föstudagsnótt. Sú hafði verið að gera þarfir sína undir berum himni, en síðan ekki tekist að koma upp um sig buxunum hjálparlaust. Skömmu fyrir hádegi á laugar- dag þurfti að flytja ökumann og farþega á slysadeild eftir árekstur á Miklubraut. Eftir hádegi var tilkynnt um árekstur þriggja bif- reiða á Miklubraut og Stakkahlíð. Ökumaður og tveir farþegar ætl- uðu sjálfir að leita sér læknisað- stoðar vegna áverka, sem þeir hlutu í óhappinu. Sama var með ökumann og farþega eftir árekst- ur tveggja bifreiða á Kringlumýr- arbraut og Listabraut um svipað leyti. Rétt er að benda á að nú fer annríki við undirbúning jól- anna að ná hámarki. Að fenginni reynslu fer umferðaróhöppum og slysum það smám saman fjölg- andi. Það er því betra að flýta sér hægt. Um hádegisblilið var tilkynnt um að nýfædd barn hefði verið skilið eftir eitt í bifreið á bifreiða- stæði við veslunarmiðstöð í Aust- urborginni. Við eftirgrennslan tókst að hafa upp á foreldrinu. Að sögn starfsmanna miðstöðvar- innar er nokkuð algengt að smá- börn séu skilin eftir ein og yfirgef- in í bifreiðum utan við verslunina. Þessu er varpað hér fram til um- hugsunar fyrir foreldra. Fatafella nefbrotin Aðfaranótt sunnudags kom 14 ára drengur heim til sín undir áhrifum einhvers konar vímu- gjafa. Hann var hálf rænulaus og vall upp úr honum froða. Heimilis- fólkið gat ekki veitt drengnum aðstoð vegna ölvunar og var hann því fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Þá var fatafella nefbrotin á vín- veitingastað í Austurborginni. Um kl. 5.30 var tilkynnt um drengi, sem komið höfðu á bifreið að húsi í Austurborginni, höfðú' stolið þar geisladiskum og farið síðan. Þeir voru handteknir skömmu síðar. I bifreið þeirra fundust og 5 lítrar af landa. Und- ir morgun var maður handtekinn eftir að hafa kastað af sér þvagi í ruslafötu innandyra í hraðbanka í Austurborginni. FYRIR GÓÐAR TUNDIR A 9 - kjarni málsins! Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E C^Tl v/Reykjanesbraut. 1 19' Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Hyundai Pony Sedan SE ’94, blár, 5 g., ek. aöeins 16 þ. km. Sem nýr. V. 780 þús. wíl / 'iTT'..: “* r* 3Kí:Í:ÁÍÍ.;X:.:Í::.. .... ... . Nissan Primera SLX 2000 ’92, 5 dyra, 5 g., ek. 61 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1.160 þús. stagr. Sk. ód. Plymouth Grans Voyager LE 3.3L 4x4 ’92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúöum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græns- ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi, Tilboðsv. 2.890 þús. Saab 9000 Turbo '88, svartur, sjálfsk., ek. 160 þ. km, sóllúga o.fl. V. 980 þús. Toyota Corolla XL Sedan '88, hvítur, sjálfsk., ek. 80 þ. km. V. 550 þús. Hyundai Accent LSi ’95, 4ra dyra, 5 g. ek. aðeins 3 þ. km. V. 980 þús. Suzuki Vitara JX 5 dyra '91, 5 g., ek. 90 þ. 4m. V. 1.290 þús. MMC Lancer EXE '92, grásans., 5 g., ek. 64 þ. km. V. 950 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '91, grár, 5 g., ek. 86 þ. km. V. 1.030 þús. MMC Galant GLSi 4x4 '90, 5 g., ek. 130 þ . km. (vél nýyfirfarin, tímareim o.fl). V. 1.090 þús. Sk. ód. Hagstæð lánakjör. Subaru 1.8 GL station 4x4 '86, hvítur, 5 g., ek. 131 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, 4 g., ek 116 þ. km. Tilboðsv. 380 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '92, 5 g., ek. 58 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, álfelgur o.fl. V. 950 þús. Suzukí Vitara JXi ’92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km. V. 1.490 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl. V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Nissan Patrol GR diesel '94, hvítur, 5 g. ek. 30 þ. km., 33“ dekk (2 dekkjagangar), álfelgur o.fl. V. 3.350 þús. Fjöldi bíla á mjög góðu verði og lánakjörum. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Opel Astra 1.41 station '94, sjálfsk., ek. 28 þ. km. V. 1.240 þús. Sk. ód. Toyota Corolla XL Sedan '91, vínrauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km. V. 760 þús. Pontiac Grand Pre Sterling ED. '80, 2ja dyra, 8 cyl., sjálfsk. Gott ástand. V. 250 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græns ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi Tilboðsv. 2.890 þús. Ford Bronco XLT '88, rauður, 5 g., ek. aðeins 76 þ. km. Óvenju gott eintak. V. 980 þús. Mazda 323 GLX 4x4 station '91, 5 g., ek. aðeins 48 þ.^km. V. 930 þús. Toyota Corolla XL 3ja dyra '88, blár, 4 g., ek. 85 þ. km. V. 450 þús. Toyota Corolla GLí 1600 Liftback '93, 5 g., ek. 54 þ. km. V. 1.050 þús. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til- boösv. 1.980 þús. Subaru 1800 Coupé 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 93 þ. km. V. 630 þús. Nissan Patrol GR diesel '94, hvítur, 5 g., ek. 30 þ. km., 33" dekk (2 dekkjagangar), álfelgur o.fl. V. 3.350 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Hyundai Elantra GT '95, sjálfsk., rauður, ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur, spoiler. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XLi 1600 '93, rauður, ek. 45 þ. km., 5 g. V. 960 þús. MMC Lancer hlaðbakur GLX '91, brúnn, 5 g., ek. 75 þ. km. V. 790 þús. Honda Civic GL '88, rauður, sjálfsk., ek. 103 þ. km., fallegur bíll. V. 490 þús. Renault Clio RN 5 dyra '91, rauður, 5 g., ek. 60 þ.km., rafm. í rúðum, fjarst. laesing- ar o.fl. V. 620 þús. Sk. ód.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.