Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkeppnisráð telur lög um fiutningsjöfnun olíuvara í andstöðu við samkeppisreglur Getur torveldað frjálsa samkeppni olíufélaga SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú flokka- skipting sem nú gildir við jöfnun á flutningskostnaði olíuvara geti leitt til mismununar og þar með í vissum tilvikum torveldað fijálsa samkeppni. Þetta kemur fram í nýju áliti sem ráðið hefur sent við- skiptaráðherra um flutningsjöfnun olíuvara. í bréfi til Samkeppnisráðs frá því í apríl sl. benti Skeljungur á að innan þeirra flokka sem til- greindir væru í lögum um flutn- ingsjöfnun væri að finna mismun- andi tegundir. Þetta ætti t.d. við um bifreiðabensín, en þó einkum um svartolíu og SD skipaolíu, en SD olíuna hefur Skeljungur eitt félaga á boðstórum. „Markaðs- setning hennar helgaðist m.a. af því að með henni væri boðið upp á valkost í samkeppni við aðrar olíur, sjálfstætt dreifímynstur og dreifíngarbúnað sem væri óháður þeim tegundum sem væru á mark- aðnum.“ SD olía getur bæði komið í stað gasolíu og svartolíu í skipum sem búin eru sérstökum hitunarbúnaði. Samkvæmt eldri lögum féll SD- olían utan flutningsjöfnunar, en var sett í flutningsjöfnunarflokk með svartolíu með breytingu á lög- um árið 1994. Hins vegar er dreif- ingarkostnaður vegna SD-olíu mun lægri en vegna svartolíu. Samkeppisráð óskaði í kjölfarið eftir lögfræðilegu áliti Lagastofn- unar Háskóla Islands á því hvort flokkaskipting samkvæmt lögun- um um flutningsjöfnun um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara stríddi gegn markmiði samkeppnislaga og torveldaði fijálsa samkeppni í við- skiptum. I áliti Samkeppnisráðs segir m.a. að ráðið telji, svo dæmi sé tekið, það vera í andstöðu við sam- keppnisreglur, ef kostnaður við að flytja eina tegund af olíu á landi verði til þess að hækka flutning- sjöfnunargjald af annari olíuteg- und, sem aðeins sé flutt á sjó. Á sama hátt álítur ráðið það and- stætt samkeppnisreglum ef tiltölu- lega hár kostnaður við að flytja eina tegund af olíu, sem ætluð er neytendum víðs vegar um land, hafí í för með sér hækkun á flutn- ingsjöfnunargjaldi á annari tegund sem neytendur á fáum stöðum á landi hafí einir not fyrir. Fjárfestir Micro- softíNBC? Seðlabankinn varar við óróa á vinnumarkaði Gæti leitt til aukinnar Seattle. Reuter. MICROSOFT-tölvufyrirtækið hefur neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um fréttir um að það hyggist fjárfesta í NBC-sjónvarp- inu. Talsmaður Microsofts sagði að tilkynningar um málið væri ekki að vænta í bráð. Blaðið Wall Street Joumal hafði hermt að Microsoft hug- leiddi 100 milljóna dollara fjár- festingu í fyrirhugaðri fréttarás NBC, sem á að senda allan sólar- hringinn. Daily Variety sagði hins vegar að Microsoft ætti í viðræðum um hlut í NBC, ef til vill 49%, fyrir 4 milljarða dollara. Opin kerfi hreppa stóra samninga OPIN KERFI hf. hafa að undan- fömu náð nokkmm stórum samn- ingum um sölu tölvubúnaðar til fyrirtækja. Hafa fyrirtæki í öllum tilvikum verið að skipta út eldri búnaði frá IBM fyrir nýjar Unix- vélar frá Hewlett Packard. Þannig ákvað Grandi nýlega að ganga til samninga við fyrirtækið um kaup á Unix tölvukerfí frá Hewlett Pac- ard fyrir bókhald fyrirtækisins, skv. frétt frá Opnun kerfum. Stefnt er að því að taka hinn íUaugarrfA if nýja búnað í notkun um næstu áramót um leið og bókhald fyrir- tækisin verður fært inn inn í hug- búnaðarkerfíð Fjölni. Grandi kann- aði einnig verð hjá Nýheija, Ört- ölvutækni og Einari J. Skúlasyni. Þá hafa Opin kerfi ennfremur náð samningum við Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Kaupfélag Borgfírðinga og Kjötumboðið Goða. Þessi fyrirtæki völdu Unix tölvukerfí frá Hewlett Packard af gerðinni HP 9000 modul E45. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri Opinna kerfa hf. segir Qöl- mörg fyrirtæki vera að hugsa sér til hreyfings með endumýjun tölvubúnaðar og nokkur fleiri stærri viðskipti í uppsiglingu. „Fyrirtækin eru að taka inn nýjan hugbúnað og vélbúnað samhliða því að innleiða ný vinnubrögð," sagði hann. Handverksfólk Verkmiösftö&in í Þingholftssftræfti 5 auglýsir eftir leigjendum í hina nýju verkmiðstöð Reykvíkinga, Þingholtsstræti 5. Húsið er fjórar hæðir og samtals um 1.500 fm. Húsið er ætlað fólki sem hefur atvinnu af handverki. í boði eru vinnustöðvar frá 17 fm og til 60 fm að stærð og kosta allt frá kr. 500 til kr. 790 á fermeterinn. ( húsinu verður sameiginleg söluaðstaða, aðgangur að markaðsráðgjafa og faglegum ráðgjafa, svo og lítið kaffihús. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og liggja umsóknareyðu- blöð frammi á skrifstofu Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar í Aðalstræti 6, 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1995. verðbólgu og atvinnuleysis SEÐLABANKINN spáir 2,6% hækk- un neysluverðs milli þessa árs og næsta og 2,7% hækkun yfir næsta ár. Þetta er meiri vérðbólga en í ár en svipuð og í viðskiptalöndum ís- lendinga. í verðlagsspá bankans er gert ráð fyrir að launaþróun verði í samræmi við gildandi kjarasamninga og nýlegan úrskurð launanefndar ASÍ og VSÍ. Hins vegar varar Seðla- bankinn við því að órói á vinnumark- aði kunni að leiða til aukinnar verð- bólgu og atvinnuleysis og að slíkt gæti orðið sérstakt tilefna til að- haldsaðgerða í peningamálum. Fréttabréfið Gjaldeyrismál, sem Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gefa út, telur að með setningunni hér að undan sé bankinn að hóta hækkun skammtímavaxta með kurteislegum hætti og sé það til vitnis um nútíma- legri vinnubrögð bankans. „Raunar má túlka þessi orð þannig að bank- inn muni hækka vexti ef honum þykir einsýnt að launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu, áður en verð- bólguáhrifin koma fram og freistist þannig til þess að draga úr þeim. Launahækkanir umfram það sem þegar hefur verið um samið fælu því í sér alvarlega refsingu, bæði fyrir launþega og atvinnulífíð," segja Gjaldeyrismál. Nú eru horfur á að verðbólga, mæld með hækkun neysluverðs, verði 1,6% milli áranna 1995 og 1996 óg verði 1,5% yfír samkvæmt frétt frá Seðlabankanum. Gera megi ráð fyrir að á næsta ári verði verðbólguhraðinn mestur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins meðan áhrif launakostnaðarhækk- ana eru hvað mest, en síðan dragi úr verðbólgu. Bankinn býst við að breytingin verði mest á ársgrund- velli á öðrum ársfjórðungi eða 3,9%- Miðað við spána mun raungengi krónunnar, mælt með hlutfallslegu neysluverði, haldast nær óbreytt á næsta ári, þar sem áætlað er að verð- bólga í helstu viðskiptalöndum Is- lendinga verði um 2,6%. Raungengi, mælt með hlutfallslegum launa- kostnaði, mun hins vegar hækka annað árið í röð um 2,5%. Kaupmátt- ur launa miðað við launavísitölu gæti aukist um 5,5% í heild á árunum 1995 og 1996 samkvæmt spánni. Unnið að stefnumótun fyrir upplýsingasamfélag framtíðarinnar Island stendur vel að vígi Morgunblaðið/Sverrir F.v. Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneyti, Tómas Ingi Olrich, Finnur Ingólfsson og Árni Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra. ÍSLAND stendur vel að vígi hvað varðar hagnýtingu nýjunga á sviði upplýsingatækni, að sögn Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Haiin segir hins vegar að enn vanti stefnu opinberra stjórn- valda í þessum málum hér á landi. Ráðherra hefur nú skipað sérstaka nefnd, sem gera á tillögur að stefnu stjómvalda í þessum málum og þá sérstaklega hvernig þessi tækni geti nýst einstaklingum og fyrir- tækjum sem best. Á blaðamannafundi sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið efndi til vegna þessa, lagði Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður nefndarinnar, ríka áherslu á að mikilvægt væri að halda verðlagn- ingu á þessari tækni sem lægstri. „Það er forsenda þess að þessi tækni verði almenningseign til þess að hún hafi sem djúpstæðust áhrif á samfélagið," sagði Tómas. Hann sagði það einnig mikilvægt að reyna að forðast þá þróun að einungis afmarkaður hópur þjóðfélagsins næði að tileinka sér þessa nýju tækni. Það gæti reynst hættuleg þróun og myndað gjá.á milli þeirra er kunna að nýta sér möguleika þessarar tækni og þeirra sem kunna það ekki. Finnur Ingólfsson benti á að flest nágrannaríki okkar hafí þegar mót- að sér stefnu I þessum málum. ís- lendingar stæðu um margt nokkuð framarlega hvað hagnýtingu þess- arar tækni varðar, en hins vegar vantaði enn opinbera stefnumótun og því hefði þessi nefnd verið skip- uð. „Hlutfallslega getum við hugsan- lega notið meiri ábata af þessari tækni en margar aðrar þjóðir. Bæði þar sem við erum frekar lítil þjóð auk þess sem fjarlægð á okkar helstu markaði er nokkuð mikil,“ sagði Finnur. Hann sagði að ætlunin væri að átta starfshópar yrðu skipaðir í tengslum við nefndarstarfið og myndi hver þeirra taka á málefnum upplýsingasamfélagsins í tengslum við afmörkuð svið þjóðfélagsins. Starfshópamir ættu að skila tillög- um sínum í mars á næsta ári og í framhaldinu ætti nefndin að hafa skilað tillögum sínum næsta vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.