Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 53 Matur og matgerð Kræsingar Söru Bemhard Meðan Sörnr Kristínar Gestsdóttur voru í bakaraofninum greip hún þýska matreiðslubók og sá þar Söru Bemhard- hrísgijónabúðing og lét hann talsvert breyttan fjóta með. SARAH Bemhard (1844- 1923) var heimsfræg frönsk leikkona, sem steig fyrst á fjalirnar í París 11. ágúst 1862. Hún var orðin stórstjarna 10 árum síðar. Hún ferð- aðist vítt og breitt um heiminn m.a. til Afríku, Ástralíu og S-Ameríku. Hún fór í alls átta leik- ferðir til Bandaríkj- anna. Ferill hennar var mjög glæstur enda hafði hún auk leikhæfileika mikla persónu- töfra. Hún meiddi sig á hné árið 1905 og leiddi það til þess að taka varð af henni ann- an fótinn 10 árum síðar. Hún tókst )ó á hendur ferð til Bandaríkjanna eftir það eða 1917. Þótt Sarah Bernhard væri heimsfæg leikkona þekkja þó flestir íslendingar hana nú vegna smákakna, sem kenndar hafa verið við hana og hafa orðið geysivinsælar hérlendis. Eg hefi þó aldrei bakað Sörur fyrr en nú, fundist þær of fyrirhafnarsamar en um daginn benti dóttir mín mér á auðvelda aðferð við köku- gerðina þ.e.a s að kæla kökurnar vel áður en þeim er dýft í súkkul- aði. Ég hófst því handa með góð- um árangri. Ég auðveldaði líka Hrísgijónabúðing Söru Bernhard. Notaði tilbúið pakkahlaup í stað hvítvíns, rauðvíns, rósavíns og matarlíms. Ég vona að Sarah Bemhard fyrirgefi mér það enda ekki búið að finna upp pakka- hlaup í hennar tíð. Hrísgrjónabúðingur Söru Bernhard Notið hringmót með gati í miðjunni. Kælið án þess að hlaupi saman. 4. Skiptið grjónagrautnum til helminga og fer hvor skammtur út í hvorn hlaupskammt. 5. Setjið sítrónuhlaupgrautinn fyrst í mótið. Setjið í kæliskáp í 5 mínútur, en setjið þá jarðar- berjahlaupgrautinn ofan á. Setjið aftur í kæliskáp og látið stífna vel. 6. Þeytið síðari rjómapelann, skerið jarðarberin í bita og saxið súkkulaðið gróft. Setjið saman við rjómann. 7. Dýfið forminu augnablik í heitt vatn, hvolfið á fat. Setjið rjómann með jarðarberjunum og súkkulaðinu í miðjuna. Kökur Söru Bernhard 200 g möndlur 3 'A dl sigtaður flórsykur 3 eggjahvítur 2 dl smá grautarhrísgrón 9 dl nýmjólk 'h tsk. salt 1 peli rjómi 'h pk. Torojarðarberjahlaup + 2 1/2 dl vatn 1. Hitið bakaraofn í 190 °, blástursofn í 170-180. Athugið að blástursofnareru 10-20 heit ari en hinir. 2. Malið möndlur fínt og bland ið saman við flórsykur 3. Þeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við. 4. Setjið kökurnar á bökunar- pappír með teskeið. Kökurnar eiga að vera litlar, þær renna talsvert út. 5. Bakið á miðrim í 10-15 mín útur. Fylgist vel með, þær eiga að brúnast aðeins, eru linar þeg- ar þær eru teknar úr ofninum en harðna síðan. Kremið: 3 eggjarauður 3 msk. síróp 'h pk. Toro sítrónuhlaup + 2 'h dl vatn 150 g lintsmjör 1 msk. kakó hringmót 1 peli þeyttur rjómi til viðbótar 100 g fersk jarðarber 100 g dökkt súkkulaði 1. Þvoið hrísgrjónin vel, setjið í pott ásamt 4 dl af mjólk. Látið sjóða upp en minnkið þá hitann og sjóðið við hægan hita í40 mínútur. Bætið mjólkinni smám saman út í og hrærið í. Hrærið salt út í að lokum. Ef þetta brennur í botninn þarf að gæta þess að það fari ekki saman við. Þetta má ekki verða of þykkt. Kælið. 2. Þeytið rjómann og blandið út í. 3. Setjið hlaupduftið hvert í sína skálina. Sjóðið 5 dl af vatni og skiptið í skálarnar. Látið hlaupduftið leysast vel upp. 1. Þeytið eggjarauðurnar, setj ið 1 msk af sírópi í senn út í og þeytið vel á milli, setjið síðan smjör og kakó út í og hrærið þar til allt erorðið samfellt. 2. Setjið í sprautupoka með víðum stút. Hvolfið kökunum og sprautið kreminu á þær. Raðið á fat og kælið vel í ísskáp. 3. Hitið bakaraofn í 70° C, setjið súkkulaðið.í þykkbotna eld fasta skál og setjið í ofninn, það bráðnar á 7-10 mínútum. 4. Takið bara fáar kökur úr kæliskápnum í einu. Dýfið krem hlið þeirra ofan í súkkulaðið, en gætið þess að það hylji allt krem ið. Setjið strax aftur í kæliskáp- inn. 5. Setjið kökurnar í kökubox og geymið í frysti. Bestar eru kökurnar beint úr frystinum. Hannes hlífði eng- um nema Þresti SKAK Mcnningar- mið s tö ð i n GcrAubcrgi ATSKÁKMÓT REYKJAVÍKUR 9.-10. deseraber. HANNES Hlífar Stef- ánsson, stórmeistari, sigraði með miklum yfir- burðum á Atskákmóti Reykjavíkur um helgina. Mótið fór nú fram með nýju sniði. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi en áður fór fram undanrásakeppni og úrslitin voru síðan með útsláttarfyrirkomulagi. Hannes tekur við Reykjavíkurmeist- aratitlinum í atskák af Andra Ás Grét- arssyni. Þrátt fyrir öfluga mótstöðu vann Hannes alla andstæðinga sína, nema Þröst Þórhallsson sem gerði jafntefli. Hannes er greinilega í góðu formi fyrir einvígið við Jóhann Hjartarson um íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudaginn í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. En hann tók nokkr'a áhættu með þátttöku á atskák- mótinu svo stuttu fyrir einvígið. Þátt- taka þar hefur tekið dýrmætan tíma frá undirbúningi auk þess sem tíma- mörkin voru allt önnur en í einvíginu. Auk þess hættir Hannes á skák- þreytu, en úrslitin hljóta þó að hafa verið afar góð fyrir sjálfstraustið: Urslit mótsins: 1. Hannes Hljfar Stefánsson 8 'h v. 2. -3. Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson 7 v. 4.-5. Áskell Örn Kárason og Bragi Hall- dórsson 5 'h v. 6.-13. Gunnar Bjömsson, Bergsteinn Einarsson, Andri Áss Grétarsson, Arnaldur Loftsson, Bragi Þorfinnsson, Sveinn Krist- insson, Sveinn Þór Wil- helmsson og Ágúst Ingi- mundarson 5 v. o.s.frv. Guðmundar Arasonar mótið Allar líkur eru nú á því að keppendur á Guðmundar Arasonar mótinu í Hafnarfírði verði 26 talsins frá sjö þjóðum. Þar af eru 16 Islendingar, en 10 erlendir keppendur. Níu alþjóðlegir meistarar eru skráðir til leiks og ljóst að mótið nær fyllilega þeim styrkleika sem stefnt var að. Mótinu er komið á til þess að gefa upprennandi íslenskum meisturum tækifæri, í tilefni af sigri íslenska unglingalandsliðsins á Oympíumóti 15 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Keppendur: N. Borge, Danmörku AM 2.425 Þröstur Þórhallsson AM 2.420 A. Blees, Hollandi AM 2.420 A. Martin, Englandi AM 2.420 L. Riemersma, Hollandi AM 2.415 T. Christensen, Danmörku AM 2.405 Björgvin Jónsson AM 2.390 I. Bern, Noregi AM 2.360 E. Gullaksen, Noregi 2355 Jón Garðar Viðarsson 2.325 Ágúst S. Karlsson 2.315 Sævar Bjamason AM 2.295 Guðmundur Halldórsson 2.285 J. Nilssen, Færeyjum 2.275 Magnús Öm Úlfarsson 2.230 Kristján Eðvarðssón 2.210 Sigurbjöm Bjömsson 2.210 Bragi Þorfinnsson 2.185 J. Burden, Bandaríkjunum 2.185 Ólafur B. Þórsson 2.160 Torfi Leósson 2.160 Jón Viktor Gunnarsson 2.145 Arnar E. Gunnarsson 2.135 Björn Þorfinnsson 2.060 E. Nolsoe, Færeyjum (2.111) Einar Hjalti Jensson (1.840) Þeir Nolsee og Éinar Hjalti eru ekki með alþjóðleg stig og eru dönsk og íslensk stig þeirra birt í sviga. Atkvöld Hellis Mótið fór fram mánudaginn í síðustu viku og skiptu þeir Helgi Áss og Andri Áss Grétarssynir sigrinum bróðurlega með sér: 1.-2. Helgi Áss Grétarsson og Andri Áss Grétarsson 5 v. af 6 mögulegum. 3.-5. Bergsteinn Einarsson, Haraldur Baldursson og Gunnar Bjömsson 4 v. 6.-7. Snorri Guðjón Bergsson og Þórir Hrafnkelsson 3‘A v. 8.-12. Láms H. Bjarnason, Sigurður Áss Grétarsson, Knútur Birgir Otterstedt, Patrick Svansson og Aldís Rún Lárusdóttir 3 v. o.s.frv. Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur Aðalfundur Taflfélags Reykja- víkur fyrir árið 1995 fer fram í kvöld í félagsheimili TR að Faxafeni 12 og hefst klukkan 20. Samkvæmt öruggum heimildum skákþáttarins þarf að kjósa um formann þar sem tveir verða í kjöri. Það eru þeir Ólafur H. Ólafsson, núverandi formaður, sem var kjörinn í fyrra, og Daði Örn Jónsson, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi TR og setið í stjórn félagsins. Kosningarétt á aðalfundinum hafa félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur. TR var stofnað árið 1900. Síðast þurfti að Iq'ósa um formann árið 1974 en síðan hefur verið sjálfkjörið. Margeir Pétursson Hannes Hlífar Stefánsson Morgunblaðið/Amór Ragnarsson FRÁ REYKJANESMÓTINU í sveitakeppni, sem fram fór í Bridshöllinni um helgina. Svala Pálsdóttir og Vignir Sigursveinsson spila gegn Hjördísi Sigurjónsdóttur og Sigtryggi Sigurðssyni. Áhorfandinn fyrir miðri mynd er Kjartan Ólason. BRIDS Umsjðn Arnór G. Ragnarsson Reykjanesmótið í sveitakeppni og undankeppni Islandsmóts ÞÆTTINUM hefur borizt eftir- farandi pistill frá Sigurjóni Harðar- syni um Reykjanesmótið í sveita- keppni sem fram fór um helgina: „Lokið er Reykjanesmóti í sveita- keppni 1996, með þátttöku 15 sveita þar af fjórar sem gestasveit- ir. Mótið sem var þrjú mót í einu; silfurstigamót, undankpppni fyrir íslandsmót og keppni um Reykja- nestitilinn. I silfurstigamótinu urðu eftirfar- andi úrslit: 1. sæti með 284 stig, Ólafur Steinason, (Sigfínnur Snorrason, Runólfur Jónsson, Guðjón Braga- son, Sveinn R. Þorvaldsson og Vignir Hauksson). 2. sæti með 268 stig, Erlendur Jónsson, 3. sæti 262 stig Jakob Kristinsson. í keppni um Reykjanestitilinn varð meirihluti sveitarinnar að vera úr bridsfélagi af Reykjanesi. Þar varð sveit Erlendar Jónssonar hlutskörpust með 268 stig. Með honum voru í sveit Þröstur Ingi- marsson, Þórður Björnsson, Sig- tryggur Sigurðsson og Hjördís Siguijónsdóttir. í öðru sæti varð sveit Drafnar Guðmundsdóttur með 258 stig og í þriðja sæti varð FLutningsmiðlunin Jónar með 246 stig. í undankeppninni fyrir Islands- mót komust eftirfarandi sveitir inn í undanúrslit: 1. Dröfn Guðmunds- dóttir með 258, 2. Flutningsmiðl- unin Jónar með 246, 3. Roche með 231 stig, 4. Valur Símonarsonar með 228 stig, 5. Guðfinnur KE. Mikið var talað um fyrirkomulag mótsins og töldu sumir keppenda að það ætti að meina gestasveitum þátttöku í mótinu þar sem þær væru ekki að keppa um neitt nema silfurstig. Mér undirrituðum finnst að ekki sé hægt að meina sveitum þátttöku í mótum þó að þær séu eingöngu að keppa um silfurstig. Fyrir utan að það gerir mótið skemmtilegra og vinsælla að fá sem flestar sveitir inn, ekki síst sveitir í sterkari kantinum. Með jólakveðju Siguijón Harðarson fulltrúi í BRU“ Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 7. des. var síðasta kvöldið í hraðsveitakeppni félags- ins. Lokastaðan: Heimir Tryggvason 1900 Ragnar Jónsson 1889 KGB 1768 Ármann J. Lárusson 1767 Næsta fimmtudag verður eins kvölds tvímenningur. AUir velkomn- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.