Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 49 SVEINEY ÞORMÓÐSDÓTTIR + Sveiney Þor- móðsdóttir fæddist á Krókvöll- um í Garði 23. jan- úar 1920. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 3. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Theodóra Stefáns- dóttir frá Krókvöll- um í Garði og Þor- móður Sveinsson frá Hafnarfirði. Sveiney var elst sex systkina og eina dóttirin. Bræður hennar voru Stefán, Sveinn, Bragi, Hörður og Benedikt. Hálfbróðir þeirra var Bergmann Þormóðsson, sem lést fyrir nokkrum árum. 20. janúar 1940 giftist Svein- ey Hilmari Ludvigssyni, bak- arameistara, syni Ragnheiðar Sumarliðadóttur frá Breiða- bólsstað í Dalasýslu, og Ludvigs C. Magnússonar frá Sauðár- króki, skrífstofusljóra Sjúkra- samlags Reykjavíkur. Sveiney og Hilmar eignuðust tíu börn. Þau eru: Ragnheið- ur Hildur, f. 1940, gift Jóhannesi Viggóssyni lög- regluvarðstjóra í Kópavogi; Kristrún Steindóra, f. 1942, d. sama ár; Theo- dóra Erla, f. 1943, gift Inga Guð- brandssyni vél- yirkja; Þórunn Ásta, f. 1944, gift Kristni Jónssyni bónda á Skarði á Skarðsströnd; óskírður drengur, f. andvana 1946; Hrafnhildur, f. 1948, gift Gísla R. Guðmunds- syni, bifvélavirkja; Ásthildur, f. 1950, gift Bjarna Kristjánssyni, þau dvelja í Svíþjóð; Bryndís, f. 1952; Hugrún Lilja, f. 1955, og Ludvig Carl, f. 1957, starfs- maður á Landspítala, kvæntur Iðu Marý Guðmundsdóttur iyfjatækni. Barnabörnin eru 17 og barnabarnabörnin 9. Útför Sveineyjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og afa bara til gamans, því þar var alltaf svo skemmtilegt og gaman að vera. Það var alltaf mikill gesta- gangur á heimili ömmu og afa og allir boðnir velkomnir opnum örmum og talið sjálfsagt að leyfa öllum að gista jafnvel í flatsæng á stofugólf- inu. Aldrei man ég eftir að amma skammaðist eða væri reið við neinn. Það mesta sem hægt er að segja er að hún hafi hastað á mannskapinn þegar hæst hóaði og þurfti ekki meira til því allir hlýddu samstund- is, svo mikið var litið upp til hennar. Amma varð ekkja í nóvember 1987 er afi lést og var það henni mjög þungbært því þau voru svo samrýnd og máttu aldrei hvort af öðru sjá. Síðustu ár ömmu voru mjög erfið. Hún var þjökuð af sjúk- dómi sem svipti hana andlegri og líkamlegri getu til þess að búa heima og var hún síðustu árin á Elliheimil- inu Grund þar sem hún fékk ein- staka umönnun hjá góðu og elsku- legu fólki sem eru hér með færðar innilegar þakkir. Að síðustu vil ég þakka ömmu samveruna og fyrir alla hjartahlýj- una, góðvildina og allt annað sem hún var mér. Ég veit að hún er nú heilbrigð í faðmi afa og með börn- unum tveim sem henni auðnaðist ekki fá að hafa lifandi hjá sér. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og friður Guðs þig geymi. Hildur Elísabet. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR EDVINSSON, lést í Borgarspítalanum 10. desember. j Monsa Edvinsson, Andri Ólafsson, Erna Jónsdóttir, Súsanna Ólafsdóttir, Guðmundur Björgvinsson j og barnabörn. j JÓN JÓHANNESSON frá Gauksstöðum í Garði, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði 10. desember. Jarðarför hans fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 16. desem- ber kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Systkinin. t Elskuleg eiginkona mín, BRYNHILDUR MÖLLER, Dalbraut 21, Reykjavík, lést á heimili okkar aðfaranótt sunnudagsins 10. desember 1995. LÁTIN er mágkona mín, Sveiney Þormóðsdóttir, eftir erfið og þung veikindi. Sveina, eins og vinir og ættingjar hennar kölluðu hana að jafnaði, fór snemma að vinna og var aðalhjálp móður sinnar á stóru heimili, hraust og dugleg. Einnig þótti hún góð og lipur til afgreiðslu í búðum, var t.d. góðan tíma hjá G. Ólafsson & Sandholt á Lauga- vegi 36, sem var og er enn með ' betri brauðgerðarhúsum í Reyjavik. í því fyrirtæki kynntist Sveina mannsefni sínu Hilmari Ludvigssyni bakarameistara, en hann hafði lært iðn sína hjá A. Bridde bakarameist- ara, er þótti góður og strangur kennari í sinni grein. Skömmu eftir giftinguna réðst Hilmar sem bakari til ísafjarðar og starfaði þar næstu tvö árin og þar fæddist fyrsta barn þeirra hjóna, Ragnheiður, yndisleg i og falleg stúlka. Dvölin á ísafirði ' varð þeim ánægjuleg og minnis- stæð. Hilmar átti nú kost á því að eign- ast helming í bakaríi í Reykjavík á móti J. Reyndal bakarameistara. Hann tók því tilboði og þau hjónin fluttu aftur suður og bjuggu og störfuðu hér í borg ætíð síðan. Stór ættbogi er kominn frá þeim Sveinu og_ Hilmari. Þau eignuðust tíu börn. Átta lifa foreldra sína, en tvö dóu skömmu eftir fæðingu. Það I má öllum vera ljóst hve gífurleg vinna það hefir verið fyrir Sveinu með sitt stóra heimili að sinna öllum þeim störfum er nauðsynlegt var, en aldrei heyrðist hún kvarta. Henn- ar glaðværð og góða skaplyndi og hógværð brást ekki. Hún átti fulla vináttu og tiltrú barna sinna, fjöl- skyldu og vina. Hilmar eiginmaður | Sveinu andaðist í nóvember 1987 eftir nokkur veikindi og voru það : erfiðir dagar fyrir hana, en vel var I þá við hadna stutt af góðum hóp barna og tengdabarna. Frá fjölskyldu Sveinu er starfs- fólki Elli- og hjúkrunarheimilsins' Grundar, þar sem Sveina dvaldi síð- ustu árin, færðar bestu þakkir fyrir góða og hugulsama hjúkrun. Að leiðarlokum viljum við, kona mín Áslaug, bræður mínir og fjöl- skylda, tjá Sveinu og fjölskyldu hennar okkar bestu þakkir fyrir liðn- ar stundir. Guð blessi minningu hennar. Við sendum hinum mörgu afkomendum hennar innilegar kveðjur. Agnar Ludvigsson. Nú þegar kemur að því að kveðja ömmu Sveiney í hinsta sinn og ég hugsa til baka koma upp hugann aðeins hlýjar og bjartar minningar. Amma ólst sín fyrstu ár upp á Krókvöllum, en flutti síðar með for- eldrum sínum til Reykjavíkur. Hún ólst þar upp og lauk hefðbundinni barnaskólagöngu eins og þá var tíð- ast, en um frekari skólagöngu var ekki að ræða, því aðstæður og efni leyfðu yfirleitt ekki meira á þessum árum. Hún fór snemma að vinna og vann í nokkur ár sem afgreiðslu- stúlka hjá bakaríi G.Ólafssonar og Sandholt. Amma og afi eignuðust tíu börn, þar af létust tvö í frumbernsku. Þó að lífsbaráttan hafi oft verið hörð á þeim árum sem amma og afi voru að koma upp sínum börnum þá var góða skapinu hennar ömmu engin takmörk sett. Mér hefur verið sagt að hún hafi aldrei skipt skapi, alltaf verið glöð og kát og sá alltaf björtu og jákvæðu hliðarnar hjá öllu og mátti aldrei neitt aumt sjá. Ég man hana aldrei öðruvísi en þannig. Amma var mikill dýravinur og hafði alltaf einhver dýr, kisur eða fugla. Amma var alltaf tilbúin að passa barnabörnin sem eru orðin 17, þar af tvö iátin, bæði þegar á þurfti að halda og einnig sóttum við börnin mikið eftir að fá að gista hjá ömmu Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjðf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku mamma og amma, við þökkum þér fyrir samveruna. Bryndís og Linda Björk. Langar mig með nokkrum orðum að minnast hennar ömmu sem er látin eftir erfið og þung veikindi. Amma var alltaf skapgóð og þolin- móð kona. Hún var alltaf jafn þolin- móð við okkur barnabörnin og minnist ég þess aldrei að hún hafi skipt skapi við okkur sama hvað gekk á. Það var alltaf gott að fara til ömmu og afa og var ég mikið hjá þeim þegar ég var yngri og á margar góðar minningar um þau. Ég kveð þig nú í hinsta sinn, elsku amma, og bið góðan guð að varð- veita þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig.) Sveiney Bjarnadóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kafíi- hlaðborð, fallegir HffÍLbjJijýw' Safnððarheímíl ii Háteígskírkju í Sími: 551 1399 ]) 1 salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIIÍTEL LOFTLEIUIB .fn® MHHHBEHG ! j 11 ERFISDRYKKIAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 * Ingólfur Möller. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÁGÚSTA ERLENDSDÓTTIR, Hrafnistu, áðurtil heimilis á Kvisthaga 19, lést í Landspítalanum sunnudaginn 10. desember. Kolbrún Mayovsky, John W. Mayovsky, Björn Jóhannsson, Sigrún Tryggvadóttir, J.óhann Jóhannsson, Elisabet Jónsdóttir, Ágúst Jóhannsson, Maria Haraldsdóttir. t Útför móðursystur okkar, SVÖLUBECH, Furugerði 1 verður gerð frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 13. desember kl. 13.30. Auður Þorbergsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Þór Þorbergsson, Þorbergur Þorbergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.