Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 27

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 27 LISTIR Næsta mál, orgel takk TONLIST Hátcigskirkja KÓRTÓNLEIKAR Flytjendur: Kór Háteigskirkju og Kór Seltjarnarneskirkju. Stjórnend- ur: Pavel Manásek og Vera Gulázsi- ová. Laugardagur 9. desember. ÞAÐ er líklega orðinn kækur hjá mér að agnúast út í orgelið í Háteigskirkju eða öllu heldur or- gelleysið. í tíð fyrrverandi organ- ista kirkjunnar, Ortulfs Prunner, skilst mér að markmiðið hafi verið að byggja Safnaðarheimilið og síð- an kæmi að orgelinu, nú er heimil- ið risið, komið í notkun, og er þá vonandi hægt að snúa sér að orgel- kaupunum. Kominn er duglegur tékkneskur organleikari að kirkj- unni, en í guðanna bænum, for- ráðamenn kirkjunnar, látið ekki einhvern telja ykkur trú um að þess vegna þurfi endilega að kaupa tékkneskt orgel. Tónleikarnir hófust með Air- þættinum úr Svítu Bachs í D-dúr, leiknum á strokhljóðfæri eins og hann kemur fyrir í Svítunni. Auð- sjáanlega er Pavel alóvanur að stjóma hljóðfæraleik. Aftur á móti var ánægjulegt að hlusta á sam- leik Pólvetjanna tveggja þeirra, Szymons Kuran og Zbigniews Dubik, því miður var ekki alltaf jafn ánægjulegt að hlusta á k- bassann, en á vissu sviði var hann óhreinn og var svo tónleikana í gegn á neðsta tónsviðinu, hvað sem olli. Þá kom In dulci Jubilo í útsetningu Buxtehudes og sungin af kórunum, falleg útsetning og ólík þeim einföldu og tæm sem Bach gerði. Samstarf tveggja kirkjukóra, eins og hér átti sér stað, er góð framkvæmd og mætti gjarnan vera víðar. Stjórnendur þessara tveggja kóra eru báðir nýráðnir við kirkjurnar tvær og starf við mótun kóranna rétt að byija, því ekki sanngjamt eða rétt að leggja strangt mat á frammi- stöðu þeirra. Ennþá er kórhljómur- inn alltof mattur, sem kemur til af of lítilli kunnáttu um raddmynd- un. Annað er það sem kórstjórarn- ir virðast ekki hafa áttað sig á þegar sungið er á íslensku, en það er skýr framburður, en gjarnan var ómögulegt að greina orðin og reyndar var undirritaður sjaldan viss um, á hvaða máli var sungið, en allir vita jú, að skýr framburð- ur er eitt aðal-leyndarmálið að fallegum söng og vonandi verður úr þessu bætt fyrir næstu tónleika kóranna. Einnig'mættu menn vera minnugir þess að ijölmennið eitt skapar aldrei góðan kór, meira að segja ekki hljómmikinn, þar eru allt önnur lögmál sem ráða. Adam Michna z Otradovic, uppi á árunum frá 1600 til 1676, er nafn sem undirritaður hefur ekki í sínum bókum og veit engin deili á. Eftir hann flutti kórinn hvorki meira né minna en 12 jólalög. Þetta voru lagleg lög, í einföldum útsetningum en ekkert fram yfir það og hefði verið nóg að flytja sex þeirra og velja þá úr þau sem einhver sérstök einkenni höfðu. Þótt Tékkar hafi átt góð tónskáld gegnum aldirnar er um þá eins og aðrar þjóðir að innanum er allt- af heilmikið af lítið merkilegum skáldum. Kannske var að ein- hveiju leyti orsökin hér, að kórinn náði ekki að glæða lögin lífí, að hann hafi ekki náð utan um flutn- ings-séreinkenni laganna. Best var kannske „Heilsa þér, barnið bless- að“ sem er fallegt lag. Mætti maður næst biðja um hin tónskáld- in og ekki svona einhæft fæði. Tónleikunum lauk með Hall- elújakórnum úr Messíasi eftir Hándel þar sem „mixtúrurnar“ vantaði í kórinn og síðan Heims um ból, sungið á þýsku í útsetn- ingu sem ekki er getið hvers er. íslendingar eru orðnir svo mat- vandir á tónlistarflutning að jafn- vel vel menntaðir útlendingar ganga ekki að því veisluborði fyrir- hafnarlaust. Ragnar Björnsson - kjarni málsins! 8gils ... að sjálfsögðu! BLACK& WDECKER HJOLSAGIR Verð fró kr. 1Z950.- STINGSAGIR Verð fró kr. 5.950.- íEIRUNGSSAGIR Verð fró kr. 27.298.- HEFLAR Verð fró kr. 1Z950.- FRÆSARAR Verð fró kr. 19.780.- HITABYSSUR Verð fró kr. 4.850.- HEFTIBYSSUR Verð fró kr. 9.300.- HLEÐSLUSKRUFJAl Verð fró kr. 3.750.- HLEÐSLUBORVÉU Verð fró kr. 6.950.- BORVELAR Verð fró kr. 5.950.- BELTAVELAR Verð fró kr. 12.899.- HJÁMIÐJUSLÍPARÍ Verð fró kr. 11.991.- SLIPIR0KKAR Verð fró kr. 10.221.- RAFÞJALIR. Verð fró kr. 8.901.- Sölustaðir um land a11 SINDR\ BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 562 7222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.