Morgunblaðið - 12.12.1995, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.12.1995, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd í A-sal kl. 6.50. Miðav. kr. 750. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára Hvíta Tjaldlð Aðalstöðin hljómflutningst ★★★★ Alþýðublaðið BENJAMÍN dúfa KVIKMVND EEflR GIsia Snæ Erungsson STJÖRNUBfÓLÍNAN - Verölaun: Biómiðar. Simi 904 1065. þess sem hin n í Stjörnubíói o uppsetning þei virka með ólíkindum vel ★★v2 /DD/ y Dynamic Digrtal Sound ]gg3 ' lÍlpll ; Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÉRSTÆÐUR atburður átti sér stað á dögunum í Hafnarfírði er Ólína Þorvarðardóttir afhenti Ingvari Viktorssyni bæjarstjóra bókina ís- lenskar þjóðsögur — Álfar og tröll í tilefni af því að Hafnarfjörður er nú orðinn opinber álfabær. Afhending bókarinnar fór fram í veitingahúsinu A. Hansen. í þann mund er Ólína afhenti bæjarstjóra bókina og Ingvar hugðist smella kossi á kinn í þakklætisskyni spratt upp á milli þeirra huldukona. Vitni að þessum atburði eru ljósmyndari Morgunblaðsins er smellti á réttu augnabliki mynd af huldukonunni, sjónvarpsstjóri og fréttamaður Sjón- varps Hafnarfjarðar og ljósmyndari frá Pjarðarpóstinum auk útgefanda bókarinnar. Vonandi sést huldukon- an skýrt og greinilega á myndinni Hver er huldu- konaná miðri mynd? því það er ekki á hveijum degi sem slíkar verur birtast á síðum dagblað- anna. Ýmsar skýringar hafa komið fram varðandi hulduveruna er birtist í álfabænum Hafnarfirði í þann mund er bæjarstjórinn hugðist veita þjóð- sagnabókinni viðtöku. Ein er sú að Ingvar tafðist nokkuð á leið í A. Hansen því hann stóð í samningavið- ræðum við þá álmenn vegna íbúða- byggðar sem þeir telja að muni teygja sig of nærri álverinu mar- grómaða. Gæti huliðskonan hugsan- lega hafa verið kona úr álheimi með öðrum orðum ál(f)kona? Kannski finnst hún á þvj ágæta Huliðsheima- korti er Ingvar Viktorsson afhenti Ólínu undir lok athafnar en þar hef- ur Erla Stefánsdóttir sjáandi kort- lagt álfabyggðir í Hafnarfirði. Enn frekari upplýsingar um álfabyggðir er samt að finna í bók Ólínu, íslensk- ar þjóðsögur — Álfar og tröll, þar sem skoðaðar eru álfabyggðir um land allt. Morgunblaðið/Ásdís ELÍN Helgadóttir, Björgólfur Guðmundsson, Kolbrún Skafta- son og Þóra Hallgrímsson urðu ekki uppiskroppa með umræðuefni. KR-konur halda jólagleði KR-KONUR héldu árlega jóla- ið og það var glatt á hjalla þegar gleði sína í KR-heimilinu síðastlið- ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn föstudag. Fjölmenni sótti hóf- inn og tók meðfylgjandi myndir. GUÐLAUG Hallbjörnsdóttir og Auðbjörg Björnsdóttir eru miklar KR-konur. GERÐA Jónsdóttir, Vildís Kristmannsdóttir og Árni Edwins spjölluðu saman. Fönk og sýrujass SÆLGÆTISGERÐIN leikur fönk og sýrujass. TONLIST Geisladiskur ACID JAZZ & FUNK Fyrsti geisladiskur Sælgætisgerðar- innar. Sælgætisgerðin eru Ásgeir Jón Ásgeirsson gítar, Jón Omar Erl- ingsson bassi, Samúel Jón Samúels- son básúna, Birgir Nielsen trommur, Snorri Sigurðsson trompet, Steinar Sigurðsson saxófónn. Hljóðblöndun Addi 800. Kisi h/f gefur út. 44,07 mín. 1.999 kr. SÆLGÆTISGERÐIN er hljóm- sveit, tiltölulega ný af nálinni, sem undanfarið hefur vakið athygli fyrir tónlist sem lítið hefur verið sinnt hér á landi hingað til, þ.e. fönk og hinn svokallaða sýrujass. Acid Jazz & Funk er tekin upp á tónleikum á Glaumbar þar sem Sælgætisgerðin hefur haldið sig síðastliðna mánuði og á henni eru mikið til lög sem orðin eru sígild meðal fönk og sýru- jassunnenda og að auki er eitt lag eftir sveitina sjálfa. Sælgætisgerðin á mikið hrós ski!- ið fyrir lagaval og ef til vill einnig fyrir að koma fólki inn í tónlist sem allt of litla athygli hefur fengið. Zarathustra eftir Strauss virðist eins og samið fyrir fönkútsetning- ar, stuðlagið Phsychedelie Sally og Mo’ Better Blues eru hvort út af fyrir sig meistaraverk. Annað sem segja má Sælgætisgerðinni til hróss eru málmblásturshljóðfærin, sem eru reyndar nær ómissandi í þess- ari tónlist. Hljóðfæraleikur er allur framúrskarandi góður og agaður, jafnvel fram úr hófí. Hann er of oft of skipulagður og tónlistin verð- ur þegar verst lætur líflaus og flöt og minnir helst á lyftutónlist. Fönk og sýrujass ganga nefnilega út á sálina, „grúvið“ og ef það vantar þá er tilgangnum langt í frá náð. Þannig hefur áðurnefnt Phsyched- elic Sally misst allan þann hráa kraft sem það hafði í sinni uppruna- legu mynd og illt að heyra Mo' Bett- er Blues er án ljúfsáru viðkvæmn- innar sem gerði lagið gott. Þar ræður miklu forritun Mána Svav- arssonar sem beinlínis eyðileggur lagið. Ekki ber þó að skilja þessi orð sem svo að platan sé léleg, Sælgæt- isgerðin nær sér oft á flug og rís úr flatneskjunni, og þá sérstaklega í lögunum Give it up og Maceo hvar gítar og „brass“ ná einkar vel saman og Super Bad. Að auki er svo Kobbi Skæler, eina frumsamda lagið á plötunni nokkuð gott, lag sem minnir um margt á Júpiters sálugu, Sælgætisgerðin ætti að prufa sig frekar áfram með laga- smíðar. Umslagið hæfír plötunni, einfalt og vel hannað. Acid Jazz & Funk er að mörgu leyti vel heppnuð plata og ef Sæl- gætisgerðin sleppti fram af sér beislinu og hefði aðeins betri tilfinn- ingu fyrir tónlistinni sem hún spilar teldist hún sennilega með bestu hljómsveitum á landinu. Gísli Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.