Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir CXXXIV. „Með því einu megnum við að öðlast vald yfir náttúrunni, að við gerumst reiðubúin til að þókn- ast lögmálum hennar.“ Francis Bacon (1561-1626), enskur heimspekingur og stj órnmálamaður. ENGRA sérstakra vitna ætti í rauninni að vera þörf þeirri stað- reynd til styrktar, að hugsunar- lausar atrennur mannkyns í leik- þröng gegn náttúruríkinu hafi þegar fyrir löngu ofþyngt gjaf- mildi jarðar. Þrátt fyrir þessi ský- lausu sannindi verður tæpast vart, að lát gerist á fyrirgangi. M.a. af þeim sökum verða ítrekaðir vitnisburðir ekki aðeins tilhlýði- legir, heldur beinlínis nauðsynleg- ir. Þverrandi forða er mætt með fyrirhyggjulausum berserks- gangi, sem kallast dugnaður. Þar, sem áður döfnuðu gjöful fiskimið, ríkir nú ördeyða. Þá eru smíðaðar fljótandi verksmiðjur og beitt á varaforðann í úthöfunum. Þegar hann síðan lætur undan, er óðar búizt til atlögu gegn þrautavara- forðanum á sjávarbotni. Loks er farið að hyggja að námagreftri undir hafsbotni. Sumum fínnst hann álitlegur. Líffræðileg eyðimörk Fátt, ef nokkuð, fær í tíma bugað þijózku yfírvalda og al- mennings gegn lærdómum reynslu og sögu. Enginn virðist t.d. skilja þau skilaboð, sem í þeim tíðindum felast, að þótt til úthafs- veiða verksmiðjuskipa í heimin- um, sem hefir fjölgað um 100% á 20 árum, renni allt að jafnvirði $54.000.000.000 úr opinberum sjóðum árlega, þá hefír aflinn ekki aukizt um ugga, heldur minnkað um 5% síðan fyrir 6 árum. Hert sjósókn samfara minnk- andi sjávarföngum hefir auðvitað í för með sér, að fleiri og fleiri verða um færri og færri fiska. Af því leiðir síðan, að árekstrar, átök og illindi verða sífellt tíðari á þrengri og þrengri veiðisvæðum, og verða oftar en ekki illskeyttar og langvarandi milliríkjadeilur. Þar sem ræktarland jarðar skreppur jafnframt saman og verður æ erfíðara til arðnýtingar, leiðir af sjálfu sér, að fómarlömb- um hungurdauðans fjölgar örar en notalegt er til að hugsa. Sér- staklega með vísan til þess, að á sérhverri klukkustund bætast ná- lægt 10.620 manns (þar af um 530 böm hvíta kynþáttarins) á framfæri jarðar, sem sannarlega stækkar ekki í tímans rás. En.það em ekki bara of marg- ir munnar um of fáa fiska, sem ógna inn- og úthöfum heims, svo og stöðuvötnum. í þau bætast ógrynni eiturefna viðstöðulaust frá verksmiðjum og bílaverkstæð- um, auk skams, skólps og sorps frá heimilum og hótelum, að ógleymdum afurðum ferðaútvegs- ins, sem mér skilst að ýmsir hag- vaxtartrúaðir búist við að verða muni helzti bjargræðisvegur þjóð- anna eftir að sjávarútvegur og landbúnaður hafa verið skráðir á „úreldingarlista". Sú vinstrivilla, sem einna líf- seigust hefír reynzt og ávallt glatt velferðarborgara hins hagsækna heims ákaflegustum eldmóði, er kenningin um ótakmarkaða getu jarðar, ekki sízt úthafanna, til að seðja næringarþarfír ótakmark- aðs fjölda fólks. „Mönnum væri hollt að íhuga ummæli sjávarlíf- fræðingsins John H. Ryther," segja hjónin Paul R. Ehrlich og lýðræðisríkja. í því skyni að fá fagnaðarerindinu staðfestu í veru- leikanum voru „þróunarhjálp" gerð heilög vé í blæðandi hjörtum allra, sem í einlægni trúðu á að næsta auðvelt yrði að skapa para- dís á jörðu. Undir lok næstliðins áratugar tók að dofna hjálpræðisandi og draga úr fómfýsi. Efí um gagn- semi og jafnvel tilgang fór dag- vaxandi, því að stöðugt sýndist augljósara og áþreifanlegra, að „þróunarhjálp" var það, sem hún í upphafi hafði verið: Óðslegt jast- ur. Atakanlegar sannanir þess eru óteljandi. Skemmst er að minnast hinnar verið vanhugsuð og því veitt af skammsýni. Vanhugsuð og alltof tilætlunarsöm á þeirri forsendu að öllum hinum hundruða þjóða og þúsunda ættbálka, óskyldra og sundurleitra, sérhveijum með sína rótfestu arfleifð, blóðvitund, trúarbrögð, siði, hefðir og venjur, hæfði ekkert betur í erfiðri lífsbar- áttu en sem allra kórréttustu eft- irapanir af vinstrivillum og öðrum ósiðum lýðræðisþjóða. Ugglaust hefir víða verið brýn þörf á að breyta atvinnuháttum og vinna bug á ósvinnu á ýmsum sviðum þjóðhátta. Og það höfðu evrópsk nýlenduveldi reyndar þegar svikalaust hafizt handa um „FÍFL! Asni! Ætlarðu ekki að vera með í að gera alþjóðaátak fyrir velferð?“ Draumar á útsöluverði Rekur Tilburðir Sameinuðu Jöfnun og í nauðir þjóðanna jarðsprengjur Anne H. Ehrlich í bók sinni Popul- ation, Resources, Environment; Issues in Human Ecology,og taka þar orðrétt upp úr ritgerð hans í Sc/eneel969: „Úthöfin - 90% sjávar og næstum tveirþriðju hlutar yfirborðs jarðar - eru að mestu líffræðileg eyðimörk. Þau gefa af sér, eins og ástatt er nú, óverulegt brotabrot allra sjávarafurða og hafa litla eða alls enga möguleika á að áorka meira í framtíðinni." Kýr og kjörseðlar Skömmu eftir lok síðari heims- styijaldar varð fýrirheitið - eða öllu heldur krafan - um „velferð fyrir alla“ helgasta herhvöt allra hrokafullu yfírlýsingar Sameinuðu þjóðanna árið 1974 um að unninn skyldi endanlegur sigur á heims- hungrinu innan 10 ára.En 15 árum síðar bjuggu 1.200.000.000 jarðarbúa við algjöra örbirgð og allt að 20.000.000 urðu hungur- morða þrátt fyrir alla „þróunar- hjálp". Hin digurbarkalega upphrópun „velferð fyrir alla“ hefir því reynzt froða ein, órafjarlægt sæluríki þó að norrænar/vestrænar þjóðir hafí sökkt hundruðum milljarða í fyrir- tækið. Rangt væri, ef ekki ill- kvittnislegt, að halda fram, að fjárframlög Vesturlanda hafí að öllu leyti orðið til bölvunar. Hitt er rétt, að „þróunarhjálp“ hefir á þeim stutta tíma, sem þeirra naut við. En aldrei hvarflaði að þeim, að Indveijar gætu haft verra af að læra á kýr en kjörseðla elleg- ar að Angólumenn mettuðust ekki betur af að stunda jarðrækt en manndráp út af jafnaðarstefnum - og sá jarðsprengjum. Hins vegar hirtu nýlenduveldin ekki um að skipta löndum í sam- ræmi við þjóðemi og ættbálka hinna innfæddu. Þannig urðu þau óviljandi til þess að heitasta „hug- sjón“ alls jöfnunarfólks í þá vem, að hamingja manna yrði bezt tryggð með þeim hætti að hræra sem allra flestum og margvísleg- ustu þjóðum og kynþáttum saman, varð veraleiki. Eftir 1.100 hundruð ár Um mánaðamótin septem- ber/október sl. lauk í Vín enn einni ráðstefnu á vegum Samein- uðu þjóðanna. Hún sat á rökstól- um í 3 vikur, og var ætlað að auka við, endurbæta og herða ákvæði samnings, sem gerður hafði verið fýrir 15 áram. Verk- efnið var að bannlýsa, eða a.m.k. takmarka, notkun jarðsprengna í hemaðarátökum. Þessar 3 vikur, sem ráðstefnan ráðslagaði, létu nálægt 1.500 manns lífið eða hlutu örkuml í Angólu og Afgan- istan af völdum jarðsprengna, sem þar að auki eyðilögðu akra og engi. Þetta vora fómir „friðarins" eftir stríðin. Hinn 12. október var endur- bótaráðstefnunni frestað vegna ágreinings, sem talinn var óbrú- anlegur, fyrst og fremst sökum þverúðar „þróunarríkja", er mestu tjóni verða fyrir af völdum hinnar banvænu sáningar; Ind- land, Pakistan og Mexíkó í broddi fylkingar. í 64 löndum heims era nú g^afnar um 110.000.000 virkar jarðsprengjur, sem aðeins hefír verið sáð til höfuðs fótgönguliði: 10.000.000 í Afganistan, 9.000.000 í Angólu, 7.000.000 í Kampútseu, 10.000.000 í írak, ótaldar milljónir í Súdan, Erítreu, Eþíópíu, Mosambík. Þetta eru eft- irhreytur „þróunarstríða" og borgarastyijalda, sem kosta 26.000 manns, þar af 8.250 börn, líf og limi að meðaltali á ári. 1 á 20 mínútna fresti. Framleiðsla jarðsprengna kost- ar líka peninga: jafnvirði kr. 180 stykkið. Hreinsun sprengjusvæðis einnig: jafnvirði kr. 67.500 á spengju. Að sögn aðalforstjóra Samein- uðu þjóðanna, Boutros Boutros- Ghali, vinna samtökin kappsam- lega að hreinsun jarðsprengju- svæða. Hann segir afraksturinn nema 100.000 stykkjum á ári. Auðveldlega má því fallast á að Sameinuðu þjóðirnar láti hendur standa fram úr ermum: Eftir 1.100 ár yrðu samtökin búin að ljúka við að uppræta eftirstöðv- ar þess fjölda jarðsprengna, sem plantað hefir verið í jörð til að drepa fótgönguliða ein- göngu, ef ekki dregur úr dugn- aði. Að 1.100 árum liðnum verður líklega talið tímabært að hefja atlögu gegn jarðsprengjum, sem ætlaðar hafa verið til að granda skriðdrekum. Heillaður af Orðinu ÉG VAR svo lán- samur að komast í kynni við Biblíuna, Guðs orð, ungur að áram. Ekki skildi ég nú allt sem í henni stóð og geri reyndar ekki enn. Samt sem áður tóku orð Biblíunnar að tala til mín hvert af öðra. Svo heillaður varð ég af orði Guðs í Biblíunni að ég hef ekki orðið samur maður og mun ekki verða. Biblían segir okkur m.a. sannleikann um okkur sjálf. Og hann er þessi samkvæmt orðum Biblíunnar: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ „Ekki er neinn réttlátur, ekki einn.“ Það var nú reyndar ekki þetta í Biblíunni sem heillaði mig, en þessi orð öngraðu mig vissulega. Það sem heillaði mig öðra fremur og hefur gagntekið huga minn er það að í Biblíunni fann ég sannleik- ann um Guð föður skapara okkar og himins og jarðar. Það er sannleikurinn um Guð sem skiptir öllu máli og öllu breyt- ir. Sannleikurinn um Guð er í fáum orðum skráður í þriðja kafla Jóhannesar guðs- spjalls og oft nefndur „litla Biblían." Hann er þessi: „Því svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hafí eilíft líf.“ Era menn svo hissa á því að orð Biblíunnar hafi heillað mig eftir að mér varð þessi dýrmætasti sannleikur ljós? Að ég annars vonlaus maðurinn skuli eiga von vegna trúarinnar á frelsarann eina Jesú Krist. Stundum hefur verið sagt við mig: „Biblían, er hún nú ekki bara fyrir presta eða guðfræðimenntað fólk eða þá eitthvað sértrúarlið eða öfgahópa? Svo er alls ekki. Biblían er öllum mönnum ætluð. Kærleikur Biblían gefur okkur von og fyrirheit, segir Sig- urbjöm Þorkelsson, sem hér fjallar um þá helgu bók. Guðs og fagnaðarerindið um frels- arann Jesús er öllum ætlað. Fáar bækur hafa haft meiri áhrif í veröldinni til áhrifa og framfara til góðs en einmitt Biblían. Það er nokkuð ljóst hvort sem mönnum líkar það svo betur eða ver. Biblían er Guðs orð, gleymum því ekki. í henni talar Guð til okkar fyrir sinn heilaga góða anda. Hann talar til manna á misjöfnum tímum og í misjöfnum aðstæðum. Biblían er óþijótandi sjóður. Hún er hafsjór sögu, menningar og fróðleiks. En umfram allt hefur hún að geyma ákveðinn kjarna, sem allt er sprott- ið af. Kærleika Guðs til okkar, mín og þín. Já, Biblían er sannarlega öllum ætluð og hafa orð hennar sannar- lega allt að segja í lífi okkar. En hvað svo sem ég eða aðrir fjalla um orð hennar þá veit ég það eitt að hún hefur orðið mér og ótal mörgum til ómetanlegrar blessunar. Flutt hughreystandi orð i sorg svo eitthvað sé nefnt. Nú eram við íslendingar svo lán- samir að hafa flestir eignast Bibl- íuna eða a.m.k. Nýja testamentið þegar við voram böm á skólaaldri. En hvar era þessar bækur okkar nú? Þær koma að heldur litlu gagni rykfallnar uppi í hillu'eða lokaðar ofan í skúffu. Við þurfum að temja okkur að lesa í þessari emstöku bók og tileinka okkur þannig þann auð, sem fólginn er í rituðu orði Guðs. Ekkert kemur í stað lesturs í Bibl- íunni, svo einstök eru þau orð er þar standa. „Það er margt skrítið í þeirri gömlu“ sagði ágætur maður eitt sinn um Biblíuna og vist er að svo er. Við þá sem trúa vilja á frelsarann Jesú og tilheyra vilja honum hefur hann sagt: „Já, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Höfum við áttað okkar á því að það er einmitt í Biblíunni, sem við getum fundið eftirfarandi orð og hvergi annars staðar; Orð sem vekja okkur til umhugsunar, orð sem gefa von og fyrirheit. Það er Jesús sjálfur sem talar og segir: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Trúir þú þessu? Það er bæn mín að við felum Drottni líf okkar og starf í því trausti að hann muni vel fyrir sjá. Og að orð hans mætti verða sem Iampi fóta okkar og ljós á lífsvegi okkar. Ættum við ekki að temja okkur að biðja daglega bænina sem Jesús kenndi og við getum fundið skráða í sjötta kafla Matteusarguðspjalls Nýja testamentisins. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu amen. Höfundur er framkvæmdastjóri Gide- onfélagsins á íslandi. Sigurbjörn Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.