Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 20
I 20 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995______ ÚR VERIIMU ____________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson Fiskað úr flotkvínni ÞEIR félagar á Sæbirni frá Bol- ungarvík hafa verið að ala þorsk í flotkvíum á Prestabugtinni frá því I sumar. Þeir hafa sett smáan þorsk, sem veiðzt hefur á króka í kvíarnar og alið þar áfram. Nú fyrir skömmu fóru þeir svo á „veiðar“ í kvíunum og reyndist ágætur afli. RF sækir um styrki til ESB vegna 5 verkefna meðhöndlun til að lengja geymslu- þo)_ sem mest. í fimmta lagi má nefna verkefni sem snýst um bakteríugróður í fisk- vinnsluumhverfí. Þar er leitast við að skilja hvernig bakteríur vaxa inni í fiskvinnsluhúsum, hvernig þetta breytist yfir daginn, hvar slæmu sýklarnir vaxi o.s.frv. Þijú verkefni hafa þegar verið samþykkt. Eitt snýst um verkun síldar, annað um skynmat á fiski og hið þriðja um reiknilíkön til að spá fyrir um geymsluþol á fiski. UMSÓKNIR um styrki til fimm rannsóknaverkefna á vegum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins bíða afgreiðslu hjá ESB. Svars við um- sóknunum er að vænta um miðjan janúar. í fyrsta lagi er um að ræða fisk- duft sem bætivöru í önnur mat- væli. Það yrði þá náttúrulegt hjálp- arefni sem kæmi í staðinn fyrir e-efni, t.d. glútómat og vatnsbindi- efni. Verkefnið snýst um eiginleika fiskpróteina í þessu skyni. í öðru lagi má nefna verkefni sem felst í að meta ferskleika fiskafurða með sjálfvirkum hætti. Það er gert með gasnemum sem eru fyrir ofan færibandið og „lykta“ af fiskinum. í þriðja lagi má nefna mælingu á eituráhrifum og eftirlit með skor- dýraeitrinu toxaphen, en það er klóreruð terpentína sem mikið er notuð í Afríku og Ameríku og safn- ast fyrir í lifur og lýsi. Mikið er deilt um skaðsemi þessa eiturs. í fjórða lagi hitameðferð mat- væla á nýjan hátt. Hún er til þess ætluð að fínna bestu lágmarkshita- Fundað um hvalveiðar SJÁVARNYTJAR standa fyrir opn- um fundi um hvalveiðar á Grand Hótel í dag þriðjudaginn 12. desem- ber og hefst fundurinn kl. 12.00. Gestur fundarins verður Bruce Vincent, formaður samtakanna All- iance for America, en það eru sam- tök náttúruvemdarmanna í Banda- ríkjunum sem hafa skynsamlega nýtingu_ náttúruauðlinda að mark- miði. „Á fundinum mun formaður Alliance for America lýsa baráttu samtakanna við Greenpeace og aðra öfgafulla hópa náttúruvernd- arsinna og jafnframt heita íslend- ingum stuðningi í Bandaríkjunum, komi til átaka við slíka hópa, taki íslendingar ákvörðun um að hefja hvalveiðar á ný,“ segir meðal ann- ars í frétt frá Sjávamytjum. Sjávamytjar eru frjáls samtök áhugamanna sem vinna að eðlilegri og skynsamlegri nýtingu sjávar- spendýra. Megin markmið samtak- anna er að stuðla að almennum skilningi á nauðsyn þess fyrir þjóð- arbúið að nýta stofna sjávarspen- dýra við ísland með skynsamlegum hætti. Ætlar félagið að stuðla eftir megni að því að hvalveiðar hefjist hið fyrsta hér við land, enda verði veiðin ekki meiri en hvalastofnarnir þola, að mati Hafrannsóknastofn- unar. „Ástæðulaust er að ætla annað en að ákvörðun um að hefja hval- veiðar að nýju kunni að fela í sér áhættu fyrir íslendinga varðandi sölu sjávarafurða á erlendum mörk- uðum, bæði í Evrópu, en þó einkum í Bandaríkjunum. Þess vegna verða íslendingar að vera vel undirbúnir til að mæta gagnrýni og neikvæðum áróðri sem ákvörðun um þetta efni kynni að valda. í þessu sambandi er hins vegar rétt er að gera sér grein fyrir því að staða ofstækisfullra umhverfis- vemdarsamtaka er önnur nú en fyrir nokkrum árum og viðhorf til hvalveiða hafa breyst, bæði austan hafs og vestan og eru nú jákvæð- ari en áður var. Jafnframt má nefna að bandarísku samtökin, Alliance for America, sem hafa umhverfís- vemd og skynsamlega nýtingu náttúmauðlinda að markmiði, eins og áður er getið, hafa heitið forystu Sjávarnytja öflugum stuðningi við málstað íslands, taki stjómvöld ákvörðun um að hefja hvalveiðar á nýjan leik,“ segir í frétt Sjávarnytja. -----♦ ♦ »--- Námskeið í frystingu fiskafurða RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins mun standa fyrir námskeiði í frystingu fiskafurða 14. desem- ber. Farið verður yfir geymsluþol, frystibúnað, frystikerfi og tvífryst- ingu. Leiðbeinendur verða Sveinn Víkingur Árnason, Guðmundur Stefánsson og Siguijón Arason. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem standa að frystingu fiskafurða, bæði þeim sem eru á landi og þeim sem eru í vinnsluskipum og nær það til ráðgefenda, stjórnenda og starfsmanna. RF stóð fyrir þremur námskeiðum í október í þurrkun og var þátttaka góð í þeim. Kceru vinir! Hjartansþakkir til ykkar allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum á 90 ára afmceli minu 3. desember sl. Sérstakar þakkir fcer hljómsveitin Papar fyrir óvcenta heimsókn og hressilegan afmcelissöng. Guð blessi ykkur öll. SigríöurA sgeirsdóttir, Brúnalandi 38, Reykjavík. Aðildarviðræð- ur árið 1998? Brussel. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins munu væntanlega ræða kröfur um að þeir ákveði dagsetningu fyrir upphaf viðræðna við ný aðildarríki, er þeir koma saman til fundar í Madríd á föstudag. Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, sem mun stýra fundinum, vill að viðræður við sum Austur-Evrópuríkin, sem sótt hafa um aðild að ESB, hefyist árið 1998. Að sögn embættismanna ESB- ríkja er hugsanlegt að leiðtogarnir tilkynni að viðræður við Austur-Evr- ópuríkin hefjist á sama tíma og við- ræðurnar við Kýpur og Möltu, þ.e. sex mánuðum eftir að ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári, lýkur. Leiðtogar ellefu ríkja, sem sótt hafa um aðild að ESB, verða viðstaddir á Madríd-fundinum. Viðræðum lýkur ekki á sama tíma Miðað við að ríkjaráðstefnan standi fram á árið 1997, getur mark- mið Gonzalez um að viðræður heljist árið 1998, náðst. Embættismenn beiida hins vegar á að þótt viðræður við öll eða flest ríkin kunni að hefj- ast um leið, búist fáir við að þeim ljúki á sama tíma. Ciller skorar á EÞ TANSU Qiller, forsætisráðherra Tyrklands, hélt blaðamannafund um helgina og endurtók einu sinni enn áskorun sína til þing- manna á Evrópuþinginu að veita samningnum um tollabandalag Tyrklands og ESB brautargengi. (jiller sagði Tyrki einfaldlega ekki hafa efni á að ganga að niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á Evrópuþinginu, sem sennilega verður haldin á morgun, gefinni. Búizt er við að Evrópuþingmenn samþykki samninginn, en með skilyrðum um að hann verði end- urskoðaður, haldi lýðræðisum- bæturnar í Tyrklandi ekki áfram. Danmörk og myntbandalagið Áhugi á EMU en beðið eftir árangri Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. HVORKI Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana né Mogens Lykketoft fjármálaráðherra nefna Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) án þess að minna á að Edin- borgar-undanþágan gildi enn. Danir hafi fengið leyfi til að standa utan þess. Hins vegar hefur Marianne Jelved efnahagsráðherra þegar sagt að Danir verði að taka málið aftur til athugunar, þegar myntbandalag- ið sé orðið að veruleika. Ef svo verð- ur er spurning hvort Danir sjái sér ekki hag í aðild, þegar þeir fara að fínna fyrir efnahagslegum áhrifum þess að standa utan myntbandalags- ins. Þeir hafa alltaf lagt efnahags- legt fremur en pólitískt mat á Evr- ópusambandsaðildina. Þegar Þjóðveijar settu baráttuna við verðbólguna á oddinn í byijun síðasta áratugar gerðu Danir fljót- lega það sama. Hægri stjórnin, sem kom til valda 1982, tók við þrotabúi stjórnar jafnaðarmanna, er ekki réði við stjórn efnahagsmálanna. Hægri stjórnin lagði kúrsinn þétt upp að hinum þýska og jafnvel þó atvinnu- ieysi ykist jafn og þétt, létu þeir engan bilbug á sér finna. Þegar stjórn jafnaðarmanna, Róttæka vinstriflokksins og mið-demókrata tók við í ársbyijun 1993 tók hún upp sömu aðhaldssömu _ efnahags- stefnuna og svo er enn. Árangurinn er að Danir eru eitt af örfáum ESB- löndum, sem hafa möguleika á að uppfylla kröfur um aðild að mynt- sambandinu. Þessi aðhaldssemi og greinilegur áhugi ýmissa stjómmálamanna eins og Jelved hefur orðið til þess að danskir andstæðingar myntsam- bandsins hafa hvað eftir annað látið í ljós áhyggjur af að danska stjómin stefni þrátt fyrir allt beint í samband- ið. Sterk bönd dansks efnahagslífs til þess þýska gera það að verkum að erfitt gæti orðið fyrir Danmörku að vera utan myntsambandsins, en þá er spurning hvernig hægt verður að sannfæra Dani um gildi þess. Dýrt að vera ekki með Framtíð myntsambandsins er ekki sérlega trygg þessa mánuðina, en skýrist kannski eitthvað á leiðtoga- fundi ESB í Madrid í vikunni. Líklegast er að ef myntsambandið kemst í framkvæmd muni danska stjórnin bíða þar til áhrifin af því að vera ekki með koma í ljós. Ef gengi krónunnar fer að 'sveiflast til og verðlag og húsverð hækkar verð- ur auðvelt að sýna fram á að það sé dýrt fyrir Dani að vera ekki með. Og þar sem Danir hafa hingað til haft meiri áhuga á efnahagslegu en pólitísku gagni ESB-aðildar ætti að vera auðvelt að fá þá til að kjósa sig inn í myntsambandið í nýrri þjóð- aratkvæðagreiðslu um það mál, þrátt fyrir tortryggni þeirra á evr- ópskt sambandsríki og það því sem tilheyrir. Meðan myntsambandið dansar línudans er engin ástæða fyrir danska stuðningsmenn þess að taka upp baráttuna um það af neinni hörku. Ef myntsambandið kemst hins vegar í framkvæmd gegnir öðru máli og þá er vart vafi á að danskir stuðningsmenn þess taka málið fljótt upp. I I \ ) ) i í I í I > t > l i » i l i I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.