Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURLAUG G UÐJÓNSDÓTTIR + Sigurlaug Guðjónsdóttir var fædd í Hvammi í Vatnsdal 15. apríl 1920. Hún lést á Landspítalanum 15. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram 24. nóvember. ALLT fram streymir endalaust. Vinir kveðja einn af öðrum eftir jarðlífgöngu sína, sem í rauninni er alltaf býsna stutt miðað við ei- lífðina, þó góðum aldri sé náð. Sigurlaugar nöfnu minnar lang- ar mig að minnast í fám orðum, minnast, kveðja og þakka góð kynni. Hún var búsett hér í A- Skaftafellssýslu frá árinu 1960 til 1974. Maður hennar, séra Skarp- héðinn, kom haustið 1959, þá ný- kjörinn prestur að Bjamanesi og fluttist hingað austur um haustið, en Sigurlaug, kona hans, kom um vorið 1960 með barnahópinn þeirra. Heimili þeirra í Bjarnanesi var ætíð til fyrirmyndar. Húsráðend- ur samtaka í að gera vistlegt og notalegt í kringum sig, og öllum sem að garði bar var vel tekið. Barnahópurinn var efnilegur og hjónin samtaka um að þau fengju notið sem bests uppeldis og menntunar. Séra Skarphéðinn og ijölskylda hans urðu brátt vinsæl og vel lát- inn, enda velviljuð, þægileg í um- gengni og presturinn sinnti sínum verkefnum vel. Og hann stóð ekki einn. Konan hans var honum ómetanlegur bakhjarl, starfsöm, traust, höfðinleg og stórbrotinn persónuleiki, reglulegur hún- vetnskur höfðingi. Mér fannst allt- af þar fara sönn ímynd aðalskonu, sem myndi sóma sér vel meðal tiginborinna. Ég mann er ég sá Sigurlaugu fyrst. Þá kom hún með manni sín- um til messu í litlu kirkjunni okk- ar á Stafafelli. Ég veitti því at- hygli að þegar presturinn var að halda ræðu sína var eins og hann væri ekki beint að tala til safnaðar- ins, heldur einhvem veginn aðeins til konunnar, sem sat þarna á fremsta bekk og þá rann það allt í einu upp fyrir mér að þetta var konan hans og ég vissi um leið, að þama var hans dýrmætasta gersemi, sem hann gat ekki annað en tekið fyrst og fremst tillit til, því þau vom svo hamingjusöm. Hún var sú, sem hann elskaði og virti umfram allt. Árin liðu og þessi ágætu hjón urðu kunn og vinsæl af mannkost- um sínum. En svo dundu ósköpin yfir. Hinn 5. júlí 1974 varð hörmu- legt bflslys, sem svipti séra Skarp- héðin lífi. Þá stóð svo á að ég stóð ferðbúin, ætlaði á fund á Höfn, er síminn hringdi og fregnin um lát Skarphéðins barst mér úr símanum og jafnframt afboðun fundarins, er ég ætlaði á. Ég stóð hálfstjörf. Hvílíkt reiðarslag fyrir okkur öll, sóknarbömin hans, og hvað mátti þá segja um konuna hans og bömin. í snatri ákvað ég að fara á fund frú Sigurlaugar, sem ég vissi að var ein heima, því ekkert bamanna var statt i Bjamanesi. Ég fór og hitti fyrir algjöra hetju á mikilli raunastund. Róleg og æðrulaus rifjaði hún upp dýrmætar minningar úr lífi sínu og manns síns, sem aldrei myndu fýrnast né fölna, þó ekkert yrði hér eftir sem áður var. Seinna urðu fleiri stór áföll í lífi Sigurlaugar, raunir, sem vom þyngri en támm tæki. En allar ágjafir í lífinu klauf Sigurlaug af mikilli seiglu í öraggu trausti á góðan Guð. Og reisn sinni hélt hún til hinstu stundar. Sumarið 1994 kom Sigurlaug, ásamt bömum sínum, hingað aust- ur á Höfn til að minnast þess að tuttugu ár vom liðin frá andláti manns hennar. Koma þeirra varð stór stund fyrir gömlu sóknarbörn- in hér, sem glöddust innilega að fá tækifæri til að rifja upp gamla, góða daga. Við það tækifæri færðu Sigurlaug og börnin söfnuðinum á Höfn stækkaða mynd af séra Skarphéðni hempuklæddum. Var það vel til fallið, þar sem það var í prestskapartíð hans, sem þeim stóra áfanga var náð að koma upp kirkju á Höfn. Hún var vígð hinn 28. júlí 1966 og hafði þá verið í byggingu frá árinu 1962. Séra Skarphéðinn var fyrsti þjónandi prestur hinnar nýju kirkju og fer vel á því að mynd hans er þar geymd. Guð blessi Sigurlaugu Guðjóns- dóttur og alla ástvini hennar. Mikl- ir fagnaðarfundir hafa vafalaust beðið hennar á nýju lífssviði nú að leiðarlokum, því Það líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti. I*.A*>AUGL YSINGAR ST.JÓSEFSSPhAuBa HAFNARFIRÐI Meinatæknir Staða meinatæknis er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundið hlutastarf á rann- sóknastofu spítalans. Lyfjafræðingur Staða lyfjafræðings við lyfjabúr spítalans er laust til umsóknar. Um er að ræða tímabund- ið hlutastarf til næstu 6 mánaða. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 15. desember nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 555 0000. Framkvæmdastjóri Til ieigu heilsuræktarstöð Fjölbreytt þjónusta. Góð afkoma. Stærð 300 fm. Lágmarksleigutími 3 ár. Aðeins koma til greina traustir aðilar. Ahugasamir vinsamlega leggi inn nafn, heim- ilisfang og síma á afgreiðslu Mbl., merkt: „Jól - 1192", fyrir 24. desember. Auglýsing frá menntamála- ráðuneytinu Stöðupróf f framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorann- ar 1996 verða sem hér segir: Enska föstud. 5. janúar kl. 17.00. Spænska, þýska mánud. 8. janúar kl. 18.00. Franska, ítalska, stærðfræði þriðjud. 9. janúar kl. 18.00. Danska, norska, sænska, tölvufræði miðvikud. 10. janúar kl. 18.00. Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskóla- nemendum sem orðið hafa sér úti um ein- hverja þekkingu umfram grunnskóla. Tilkynna skal þátttöku símleiðis til skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síðasta lagi 30. desember í síma 568 5140 eða 568 5155. UTBOÐ F.h. Byggingadeiidar borgarverk- fræðings er óskað eftirtilboðum í jarð- vinnu við Grandaskóla í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Götur: 8.750 m3 Fylling: 2.250 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 15. desember 1995 kl. 11.00. f.h. bgd 108/5 Innkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 + Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands Jólafundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu fimmtudaginn 14. desember kl. 18.30. Fjölbreytt dagskrá. Tilkynnið þátttöku í síma 568 8188. Félagsmálanefnd. Veiðileyfagjald Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um álagningu veiðileyfagjalds miðvikudaginn 13. desember kf. 8-10 árdegis. Frummælendur: Ágúst Einarsson, þingmaður, Vilhjálmur Egilsson, þingmaður, Þorsteinn M. Jónsson, hagfræðingur. Fundarstaður: Hallveigarstígur 1. SAMTÖK IÐNAÐARINS Aðalfundur Aðalfundur Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra verður haldinn þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30 á 6. hæð í Fellsmúla 26. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Uppboð Endurtekið verður framhaldsuppboð á eigninni Birkivellir 28, Sel- fossi, föstudaginn 15. des. nk. Þingl. eig. Þuríður Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Glitnir hf. Uppboðið fer fram á eigninni sjálfri og hefst kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 11. desember 1995. Jólateiti sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík Hið hefðbundna jólateiti sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík verður haldið nk. laugar- dag, 16. desember, milli kl. 16.00 og 18.00 í Vaihöll, Háaleitisbraut 1. Að venju verða á boðstólum góðar veiting- ar. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, mun flytja stutta hugvekju. Tilvalið er að líta við að loknum verslunarer- indum og verma sig á veitingum í góðra vina hópi. Vörður, Óðinn, Hvöt og Heimdallur. SHI0 auglýsingor I.O.O.F. Rb. 1 =14512128-J.v. □ EDDA 5995121219 III 1 □ HLfN 5995121219 IV/V I □ FJÖLNIR 5995121219 I Jf. FRL. □ HAMAR 5995121219 - I Jf. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikud. 13. des. kl. 20.30 Myndakvöld í Mörkinni 6 Eldstöðin Leiðólfsfell og umhverfi Myndasýning og fróðlegur fyrir- lestur Jóns Jónssonar, jarðfræð- ings. Hér gefst tækifæri til að kynnast áhugaverðu landsvæði og störfum þessa merka fræði- manns. f tilefni 85 ára afmælis Jóns, þann 3. októþer sl„ var gefið út afmælisrit (safn greina um nátt- úrufræöi) honum til heiðurs. Nefnist ritið Eyjar í Eldhafi og verður þaö til sölu á mynda- kvöldinu á tilþoðsverði. Hin skemmtilega og fróðlega árbók Feröafélagsins 1995 „Á Hekluslóðum" verður einnig til sýnis og sölu. Tilvaldar jólagjafir. Aögangseyrir 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Fjölmennið, félagar sem aðrir. Myndakvöldið veröur í nýja salnum í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Ferðafélag íslands. AD KFUK, Holtavegi Jólafundur í kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá: Ljóðalestur, helgileikur, pakkarugl og fleira. Upphafsorð hefur Kristín Möller. Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Helga Magnúsdóttir syngja jóla- lög. Allar konur velkomnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.