Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 64

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd í A-sal kl. 6.50. Miðav. kr. 750. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára Hvíta Tjaldlð Aðalstöðin hljómflutningst ★★★★ Alþýðublaðið BENJAMÍN dúfa KVIKMVND EEflR GIsia Snæ Erungsson STJÖRNUBfÓLÍNAN - Verölaun: Biómiðar. Simi 904 1065. þess sem hin n í Stjörnubíói o uppsetning þei virka með ólíkindum vel ★★v2 /DD/ y Dynamic Digrtal Sound ]gg3 ' lÍlpll ; Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÉRSTÆÐUR atburður átti sér stað á dögunum í Hafnarfírði er Ólína Þorvarðardóttir afhenti Ingvari Viktorssyni bæjarstjóra bókina ís- lenskar þjóðsögur — Álfar og tröll í tilefni af því að Hafnarfjörður er nú orðinn opinber álfabær. Afhending bókarinnar fór fram í veitingahúsinu A. Hansen. í þann mund er Ólína afhenti bæjarstjóra bókina og Ingvar hugðist smella kossi á kinn í þakklætisskyni spratt upp á milli þeirra huldukona. Vitni að þessum atburði eru ljósmyndari Morgunblaðsins er smellti á réttu augnabliki mynd af huldukonunni, sjónvarpsstjóri og fréttamaður Sjón- varps Hafnarfjarðar og ljósmyndari frá Pjarðarpóstinum auk útgefanda bókarinnar. Vonandi sést huldukon- an skýrt og greinilega á myndinni Hver er huldu- konaná miðri mynd? því það er ekki á hveijum degi sem slíkar verur birtast á síðum dagblað- anna. Ýmsar skýringar hafa komið fram varðandi hulduveruna er birtist í álfabænum Hafnarfirði í þann mund er bæjarstjórinn hugðist veita þjóð- sagnabókinni viðtöku. Ein er sú að Ingvar tafðist nokkuð á leið í A. Hansen því hann stóð í samningavið- ræðum við þá álmenn vegna íbúða- byggðar sem þeir telja að muni teygja sig of nærri álverinu mar- grómaða. Gæti huliðskonan hugsan- lega hafa verið kona úr álheimi með öðrum orðum ál(f)kona? Kannski finnst hún á þvj ágæta Huliðsheima- korti er Ingvar Viktorsson afhenti Ólínu undir lok athafnar en þar hef- ur Erla Stefánsdóttir sjáandi kort- lagt álfabyggðir í Hafnarfirði. Enn frekari upplýsingar um álfabyggðir er samt að finna í bók Ólínu, íslensk- ar þjóðsögur — Álfar og tröll, þar sem skoðaðar eru álfabyggðir um land allt. Morgunblaðið/Ásdís ELÍN Helgadóttir, Björgólfur Guðmundsson, Kolbrún Skafta- son og Þóra Hallgrímsson urðu ekki uppiskroppa með umræðuefni. KR-konur halda jólagleði KR-KONUR héldu árlega jóla- ið og það var glatt á hjalla þegar gleði sína í KR-heimilinu síðastlið- ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn föstudag. Fjölmenni sótti hóf- inn og tók meðfylgjandi myndir. GUÐLAUG Hallbjörnsdóttir og Auðbjörg Björnsdóttir eru miklar KR-konur. GERÐA Jónsdóttir, Vildís Kristmannsdóttir og Árni Edwins spjölluðu saman. Fönk og sýrujass SÆLGÆTISGERÐIN leikur fönk og sýrujass. TONLIST Geisladiskur ACID JAZZ & FUNK Fyrsti geisladiskur Sælgætisgerðar- innar. Sælgætisgerðin eru Ásgeir Jón Ásgeirsson gítar, Jón Omar Erl- ingsson bassi, Samúel Jón Samúels- son básúna, Birgir Nielsen trommur, Snorri Sigurðsson trompet, Steinar Sigurðsson saxófónn. Hljóðblöndun Addi 800. Kisi h/f gefur út. 44,07 mín. 1.999 kr. SÆLGÆTISGERÐIN er hljóm- sveit, tiltölulega ný af nálinni, sem undanfarið hefur vakið athygli fyrir tónlist sem lítið hefur verið sinnt hér á landi hingað til, þ.e. fönk og hinn svokallaða sýrujass. Acid Jazz & Funk er tekin upp á tónleikum á Glaumbar þar sem Sælgætisgerðin hefur haldið sig síðastliðna mánuði og á henni eru mikið til lög sem orðin eru sígild meðal fönk og sýru- jassunnenda og að auki er eitt lag eftir sveitina sjálfa. Sælgætisgerðin á mikið hrós ski!- ið fyrir lagaval og ef til vill einnig fyrir að koma fólki inn í tónlist sem allt of litla athygli hefur fengið. Zarathustra eftir Strauss virðist eins og samið fyrir fönkútsetning- ar, stuðlagið Phsychedelie Sally og Mo’ Better Blues eru hvort út af fyrir sig meistaraverk. Annað sem segja má Sælgætisgerðinni til hróss eru málmblásturshljóðfærin, sem eru reyndar nær ómissandi í þess- ari tónlist. Hljóðfæraleikur er allur framúrskarandi góður og agaður, jafnvel fram úr hófí. Hann er of oft of skipulagður og tónlistin verð- ur þegar verst lætur líflaus og flöt og minnir helst á lyftutónlist. Fönk og sýrujass ganga nefnilega út á sálina, „grúvið“ og ef það vantar þá er tilgangnum langt í frá náð. Þannig hefur áðurnefnt Phsyched- elic Sally misst allan þann hráa kraft sem það hafði í sinni uppruna- legu mynd og illt að heyra Mo' Bett- er Blues er án ljúfsáru viðkvæmn- innar sem gerði lagið gott. Þar ræður miklu forritun Mána Svav- arssonar sem beinlínis eyðileggur lagið. Ekki ber þó að skilja þessi orð sem svo að platan sé léleg, Sælgæt- isgerðin nær sér oft á flug og rís úr flatneskjunni, og þá sérstaklega í lögunum Give it up og Maceo hvar gítar og „brass“ ná einkar vel saman og Super Bad. Að auki er svo Kobbi Skæler, eina frumsamda lagið á plötunni nokkuð gott, lag sem minnir um margt á Júpiters sálugu, Sælgætisgerðin ætti að prufa sig frekar áfram með laga- smíðar. Umslagið hæfír plötunni, einfalt og vel hannað. Acid Jazz & Funk er að mörgu leyti vel heppnuð plata og ef Sæl- gætisgerðin sleppti fram af sér beislinu og hefði aðeins betri tilfinn- ingu fyrir tónlistinni sem hún spilar teldist hún sennilega með bestu hljómsveitum á landinu. Gísli Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.