Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 30

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYNPLIST Nýlistasafnið MYNDVERK Kvenrembur Góðar stelpur/slæmar konur. Artem- isia Gallery. Opið alla daga frá 14-18 til 17. desember. Aðgangur ókeypis. „ARTEMISIA Gallery" í Síkagó er kvenkyns listhús og rekið af kvenkyns listamönnum og hefur svo verið allt frá því það var stofn- að 1973. Svo sem stendur í velhannaðri sýningarskrá, „var stofnun þess andsvar við hefðbundnum sölu- galleríum sem konur höfðu nánast engan aðgang að. Meginmarkmið- ið var og er að efla og koma á framfæri myndlist eftir konur. Starfsemin hefur dafnað og vaxið með árunum og listhúsið er sagt með þeim virtari í borginni er svo er komið.“ Sjö íslenzkar konur voru með sýningu í listhúsinu í nóvember sl. og er þetta liður í alþjóðlegri samskiptaáætlun sem hefur þá stefnu að skapa félögunum í Art- emisia sýningatækifæri á alþjóða- vettvangi. Hugmyndina að ís- lenzku sýningunni átti Olivia Petridges, sem dvaldi hér sumarið 1993 og mun þá hafa heimsótti fjölda listakvenna á vinnustofur þeirra. En margir fleiri standa að þessari sýningu, sem nýtur að auki styrktar Menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar, Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og Hafnarborgar. Það eru 16 félagar í listasam- tökunum sem taka þátt í sýning- unni, og verkin voru valin með tilliti til feminísks inntaks þeirra, sem stundum er augljóst en liggur þó ekki alltaf í augum uppi, eins og stendur í sýningarskrá. Það eru 16 listakonur sem taka MARY Ellen Croteau, „Men I have known“ (Perverse the penis). Blandað efni. þátt í sýningunni og þeim er nokk- uð mikið niðri fyrir sem kemur þó kannski enn betur í ljós í skil- greiningum um stefnumörk hverr- ar fyrir sig í sýningarskrá, og far- ast einum af róttækustu kvenskör- ungunum, Mary Ellen Croteau, orð á þessa leið: „Eg sé verk mín sem þjóðfélagsrýni, tilraun til sjón- rænnar véfengingar á öllum þess- um menningarlegu karlrembufor- sendum sem eru grunnurinn að feðraveldinu. Verk mín fá áhorf- andann til að líta nánar á menn- ingu okkar, að horfa á hlutina frá aðeins öðru sjónarhomi, og er ætlað að grafa undan feðraveldinu með hnyttni og skopi.“ NAN Kornfeld, „Pro-feminist Anti-Dichtomy Doll“. Dúk- rista á tau. Skopið vill þó satt að segja verða full hrátt, útþvælt og nap- urt og missa marks Stefnumörkin teljast nokkuð skýr og klár og einkennandi fyrir verkin, en útfærsla þeirra er ekki alltaf í samræmi við textana. En eitt er klárt, sem er að konurnar vilja ekki síður ögra og storka en karlrembumar og það kemur á óvart hvað skírskotunin til reðurs- ins og fijóhirslnanna er sterk. Svo sterk að hún virkar meira tilbúin og marþvæld en upplifuð, og hug- myndirnar eru oftar en ekki féngn- ar að láni frá karlpeningnum. Óll er sýningin mjög hugmyndáfræði- legs eðlis, minnir ekki svo lítið á áttunda áratuginn og sýniljóð „visual poetry" sem var alþjóðleg- ur og vinsæll leikur. Einnig leiðir hún hugann að ýmsum fram- kvæmdum SÚM-hópsins. Sú spurningin er í senn áleitin og brennandi, hve lengi slík list er ný og fersk, og hve lengi kvenna- hreyfingin telst vera það, án þess að fara í gegnum nauðsynlega endumýjun. Einhver rauðsokku- bragur fyrri ára svífur yfir vötn- um, en það em óneitanlega allt aðrir tímar í dag en 1973, og ég sé ekki betur en að listaskólamir séu yfirfullir af konum og ég verð lítið var við karlrembur og feðra- veldi á sýningum dagsins. Þvert á móti em listhúsin hér í borg pökk- uð sýningum kvenna ekki síður en karla, þótt ekki sé feminískt inntak endilega ráðandi stefna hjá þeim. Þá er myndlistarsamtökun- um stjórnað af konum, svo ítök hafa þær nóg. Með sama áfram- haldi verða karlasýningar fljótlega í minnihluta og þá er -botninn af sjálfu sér dottinn úr stefnumörk- unum. Þótt mér sé ekki of vel kunn- ugt um þróunina á þessum svið- um innan Bandaríkjanna veit ég að þeir eiga framúrskarandi kvenkyns listamenn, þótt þær starfi ekki endilega innan kven- réttindahreyfinganna né telji sér skylt að halda uppi eins konar skotgrafahernaði gagnvart karl- mönnum. Eins og á svipuðum sýningum, þar sem hópefli og uppreisnarandi ræður og fólk telur sig kúgaðan minnihluta, er grunnhugmyndin hin sama, en unnið úr henni á Ólafur Ólafsson landlæknir lauk læknanámi fyrir tæpum fjórum áratugum og hefur gegnt stöðu landlæknis síðan 1972. En hefði hann ekki sjálfur sinnt því að breyta skráningu sinni í Símaskránni til samræmis við breytingar á högum sínum, gæti hann enn haft þar starfsheitið læknanemi. Ólafur Ólafsson læknanemi! Símaskráin 1996 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsíngar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Eyðublað er á blaðsíðu 21 í nafnaskrá Símaskrár 1995. PÓSTUR OG SÍMI Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! 1996 margan hátt. í þessu tilfelli er það staða konunnár í þjóðfélagi karl- rembunnar, eins og konunum kemur það fyrir sjónir. Virkar þó frekar lúið vegna breyttra tíma, og hefur meiri svip af minnimátt- arkennd og niðurrifi fyrri gilda en tjáningarþörf. Bandarísku konurn- ar eru einfaldlega ekki að kynna nein ný sannindi hér uppi á ■ ís- landi, hvorki með inntaki og boð- skap sýningarinnar né á listrænu sviði. Hins vegar er trúa mín að sýningar Artemisia listhússins hafi hlotið meiri hljómgrunn í Kína, Kólumbíu og Suður-Kóreu, þar sem kvennahreyfingarnar eru á frumstigi og þannig séð hefur starfsemin í núverandi mynd viss- an tilgang. Æting og steinþrykk Anitu Jung skera sig úr fýrir sígild vinnubrögð og verk Carrie Seid eru slungin í samsetningu, sem styrkir inntak þeirra. Það er kímni í bronsverki Diane Cox og innrétt- ingu Susan Senseman. Málverk Barböru Blades vekja athygli en hér skortir á tækni til að tilvísan- imar nái út fyrir sjálfar sig. Sterk- ar vísanir eru í niðursoðnu typpum fyrmefndrar Mary Ellen Crotéau, en væra enn sterkari ef þau væra ekta og í formalíni, en sá leikur er inni í myndinni í dag sbr. Dami- en Hirst. Þegar allt kemur til alls ber rýnirinn svo mikla virðingu fyrir konum, að hann vill heldur sjá þær taka upp baráttuna við við- fangsefnin við hlið karlmanna og jafnfætis þeim, heldur en að velta sér upp úr vanmetakennd, sem oftar en ekki brýst út í oflæti, endurtekningum og gömlum tuggum. Sýningin hefur þó í sjálfu sér fullan rétt á sér og maður þakkar fyrir sig. Bragi Ásgeirsson Tónleikar í Keflavík- urkirkju í KVÖLD munu eldri og lengra komnir nemendur Tónlistarskólans í Keflavík koma fram á tónleikum í Keflavíkurkirkju kl. 20. Á efnisskránni er einleikur og samleikur, klassík og jass. í vetur era 250 nemendur við nám í tón- listarskólanum og flestir þeirra komu fram á tónleikum í íþrótta- húsinu við Sunnubraut síðastliðinn sunnudag. Þar léku allar hljómsveitir skól- ans og barnakórar sungu. Um næstu helgi verða margir tónfund- ir í skólanum þar sem nær allir keppendur skólans munu leika ein- leik. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfír. Sónata á geislaplötu ÚT ER komin hjá Japis geislaplata með ævintýraóperunni Sónötu eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messí- önu Tómasdóttur. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslensk ópera er gefin út á plötu. Tónlistarmennirnir sem flytja óperuna, sem ætluð er börnum á aldrinum 4-9 ára, eru Marta Hall- dórsdóttir sópran, Sverrir Guðjóns- son kontratenór, Guðrún Óskars- dóttir sembal og Kolbeinn Pálsson flauta. Strengjaleikhúsið sýndi Sónötu í húsi íslensku óperunnar í október og nóvember á liðnu ári fyrir um það bil 6.000 grunnskóla- og leik- skólabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.